Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 31
.ree; 8HAM .2 huðacihaouaj LAUÖARÖAGHR-S.- MAHS-Í99A * Skák 47 Óvænt úrslit í byrjun stórmótsins í linares: Karpov og Kasparov lágu í valnum COMBhCAMP8 Eigendur Combi-Camp tjaldvagna! Takiö þátt í Ijósmyndasamkeppni Combi- Camp um bestu myndina á ferðalagi meó Combi-Camp tjaldvagn. Stórmótið, sem hófst í Linares á Spáni fyrir réttri viku, er sterkasta skákmót allra tíma ef miðað er við Elo-stigatölu keppenda. Meðalstig mótsins eru 2658 og það nær því 17. styrkleikaflokki FIDE. Fjórtán valin- kunnir meistarar tefla á mótinu, þeirra á meðal heimsmeistarinn Garrí Kasparov og áskorandinn Anatoly Karpov. Er fjórum umferðum var lokið voru K-in tvö þó langt frá því að leiða hópinn. Óvænt úrslit settu svip á fyrstu umferðir - Kasparov mátti leggja niður vopn í fyrstu umferð og daginn eftir hreppti Karpov sömu örlög. Kasparov hefur síðan náð að rétta stöðu sína með tveimur sigurskákum og hafði 2,5 v. en Karpov hafði ein- ungis einn vinning og tvær biðskák- ir. Hann hafði vinningsmöguleika í hróksendatafli gegn Jusupov, sem hafði unnið aðrar skákir sínar og var einn efstur. Við upphaf mótsins í Linares var dregið um það hverjir mætast í 2. umferð áskorendaeinvígjEmna. Þessi varð niðurstaðan: Karpov - Anand Gelfand - Short Ivantsjúk - Jusupov Timman - Kortsnoj Einvígi Indverjans unga, Anands, sem aðeins er 22ja ára gamall, og Karpovs á vafalítið eftir að vekja mesta athygli. Anand virðist í stöð- ugri framför og hver veit nema hann geti velgt Karpov undir uggum. Sú varð að minnsta kosti raunin í 2. umferð mótsins í Linares. Anand gerði sér þá lítið fyrir og lagði Karpov að velli með svörtu mönmmum! Sovétmaðurinn Vassily Ivantsjúk er ásamt Karpov talinn hklegastur til afreka í áskorendakeppninni. Hann lét heldur ekki sitt eftir liggja í byrjun Linaresmótsins. Vann sjálf- an heimsmeistarann sannfærandi. Það er ekki á hverjum degi sem Karpov og Kasparov neyðast til að lýsa sig sigraða en nú virðist loks komin fram kynslóð skákmanna sem hefur roð við þessum meisturum meistaranna. Skákirnar, sem hér fara á eftir, marka hugsanlega þátta- skil. Er veldi K-anna nú loks að líða undir lok? Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Garri Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 Traustara er 3. - Bd7, eða 3. - Rc6 en Kasparov hyggst ekki láta mót- herja sinn komast upp með aö ein- falda tafliö of snemma. 4. d4 Rf6 5. 0-0!? cxd4 Til greina kemur að hirða kóngs- peðið en eftir 5. - Rxe4 6. De2 Rf6 7. dxc5 dxc5 8. Bg5 gefur opin staðan hvítum góð sóknarfæri. 6. Dxd4 a6 7. Bxd7 Bxd7 8. Bg5 h6 9. BxfB gxffi 10. c4 Hugsanlega er þetta nýr leikur en dæmi mun vera um 10. Rc3. Hvítur treystir miðborðsstöðuna og eins og næstu leikir gefa til kynna býst hann til að sækja fram á drottningarvæng. Svarta taflið er þröngt en nái hann að losa um sig gætu biskuparnir orð- ið öflugir. 10. - e6 11. Rc3 Hc8 12. Khl h5 Með þessum leik gefur Kasparov endanlega til kynna að hann ætli kóngmnn að vera á miöjunni en sækja eftir hálfopnum c- og g-línun- um með hrókunum. Hér kom 12. - b5!? sterklega til greina. 13. a4! h4 14. h3 Be7 15. b4 a5 16. b5 Dc7 17. Rd2 Dc5 18. Dd3 Rangt væri aö leyfa drottninga- kaup, því að svarta kóngsstaðan er ótrygg og í endatafli gætu biskupam- ir notið sín. 18. - Hg8 19. Hael Dg5 20. Hgl Df4 21. Hefl b6 22. Re2 Dh6 Skák Jón L. Árnason 23. c5!! Bráðsmellin leið til að brjótast fram - þegar drottning svarts og hrókur á g8 eru fjarri vígstöðvunum á drottningarvæng. 23. - Hxc5? ^ Eftir 23. - bxc5 24. Rc4 verður eitt- hvað undan að láta en e.tv. hefði svartur getað komist upp með 23. - dxc5 24. Rc4 Hb8 25. Hdl Bc8, eða 25. Rd6+ Bxd6 26. Dxd6 Hb7 sem heldur stöðunni saman. Eftir textaleikinn fer smám saman að halla undan fæti. 24. Rc4 Kf8 25. Rxb6 Be8 26. f4 f5 27. exf5 Hxf5 28. Hcl Kg7 29. g4! Færir sér í nyt að 29. - hxg3 (fram- hjáhlaup) strandar á 30. Dxg3+ og vinnur. 29. - Hc5 30. Hxc5 dxc5 31. Rc8! Bf8 Takiö eftir hvað biskupar svarts mega sín lítils. Ef 31. - Bf6 32. g5 og vinnur mann, eða 31. - Bc6 + 32. bxc6 Hxc8 33. Dd7 með sömu niðurstöðu. 32. Dd8! Dg6 Biskupnum verður ekki forðað en staða hvíts er svo sterk að hann kærir sig ekki um hann. 33. f5! Dh6 34. g5 Dh5 35. Hg4 exf5 36. Rf4 Dh8 37. Df6 + Kh7 38. Hxh4 + Og heimsmeistarinn lagði niður vopn. Langt er síðan hann hefur fengið aðra eins útreið, ef það hefur þá nokkum tímann gerst. Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Viswanathan Anand Enskur leikur 1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 Rd4 Þessum einkennilega leik bregður öðm hvora fyrir. Svarlur brýtur lög- mál með því að leika sama mannin- um aftur í byrjun tafls. Á móti kemur aö hann nær að létta eilítið á stöð- unni með uppskiptum. 4. e3 Rxf3 5. Dxf3 g6 6. b3 Bg7 7. Bb2 d6 8. g3 Hb8 9. Bg2 Rf6 10. h3 0-0 11. 0-0 a6 12. De2 b5! 13. d3 Ekki 13. cxb5 axb5 14. Rxb5 Ba615. a4 Db6 og svartur nær yfirhöndinni. 13. - b4 14. Rdl a5 15. a4 e5 16. e4 Svarið við 16. d4? yrði 16. - e4 og riddari hvíts á dl yrði lítið augna- yndi. 16. - h5 17. h4 Re818. Re3 Rc7 19. Kh2 Re6 20. Bh3 Bh6 21. Rg2 Bg7 Þögult jafnteflisboð. Taflið hefur tekið afar rólyndislega stefnu en það er einmitt í slíkum stöðum sem Karpov tekst svo oft að yfirspila mótherjann. Hann kýs að tefla áfram og von bráðar tekst honum að ná frumkvæði. 22. Hael Hb7 23. Bxe6! Bxe6 24. f4 Bg4 25. Dd2 He7 26. Re3? Rétt er 26. f5! með betri stööu. Nú tekst svörtum að rétt hlut sinn og það ríflega, með gagnsókn á mið- borðinu. 26. - f5! 27. exf5 gxf5 28. Rd5 He6 29. Df2? Betra er 29. He3 og tvöfalda í e- línunni. 29. - Hfe8! 30. Bcl E.t.v. var enn ekki of seint að leika 30. He3, td. 30. - exf4 31. Hxe6 fxg3 + 32. Dxg3 Hxe6 33. Bxg7 Kxg7 34. Hxf5. 30. - e4! 31. dxe4 Hxe4 32. Hxe4 Hxe4 33. Hel Hxel 34. Dxel Kf7 35. Dd2 Bf3! 36. Re3 Hvítur er ekki öfundsverður af stöðunni. Ef 36. Bb2 Bxb2 37. Dxb2 Bxd5 38. cxd5 De8 og svartur ætti að vinna. 36. - Be4 37. Bb2 Bxb2 38. Dxb2 Df6! 39. Dxf6 Engu betra er 39. De2 Kg6 og drottning og biskup svarts ráða lög- um og lofum á borðinu. 39. - Kxf6 40. Kgl Bbl! 41. Rfl Ba2 42. Rd2 Ke6 43. Kf2 d5 44. cxd5 Kxd5 45. Ke3 45. - Bdl! Leikþröng. Riddarinn má sig ekki hræra (þá fellur á b3) og ef 46. Kf2, þá 46. - Kd4. Eftir stendur...46. Kd3 Bxb3! ...Og Karpov gafst upp. Ef 47. Rxb3 c4 + 48. Kc2 cxb3 + 49. Kxb3 Kd4 með auðunnu tafli. Skilafrestur ertil 15. mars 1991. Sendið inn myndir ásamt nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Verðlaun 1. 25.000 kr. vöruúttekt 2. 10.000 kr. vöruúttekt 3. 5.000 kr. vöruúttekt Títan hf. áskilur sér allan rétt til að nota allar innsendar myndir í eigin þágu TITANhf V-----------/ TÍTANhf Lágmúla 7. Sími 84077 -Jflf f |f Keilutilboð MV m PBy ••• 1 100 kr. leikurinn mánúdaga til föstudaga Kl. 12.0D-17.00. ' ::)■ ■ ■ V Keilusalurinn Oskjuhlíð Sími 621599. nra Blaðauki um ferðir alla mánudaga Mánudaginn 4. mars verður m.a. fjallað um Ferðafélag íslands, dýrustu borgir heims, tónlistarhátíð í Slésvík-Holtsetal andi, sumarbústaðaeigendur á Spáni, Disneyland í París o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.