Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. MARS 1991. Fréttir Landgræðslan gagnrýnir sjömannanefndina: Ekki hugsað um gróður vernd eða byggðamál - segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri „Sjömannanefndin tók ekkert tillit til byggðamála eða gróðurverndar- mála í tillögum um búvörusamning- inn. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga en viö höfum mikinn hug á því að þegar endanlega verður geng- ið frá þessum búvörusamningum verði reynt að stuðla að því að fækk- un fjár verði frekar á þeim svæðum þar sem gróður og jarðvegur er við- kvæmur,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Gagnrýnt hefur verið að ekkert til- lit hafi verið tekið til landgræðslu- sjónarmiða í tillögum sjömanna- nefndarinnar um niðurskurð bú- marks í landinu. „Þegar bændur geta farið að versla með fullviröisrétt þykir okkur rétt að reynt verði að sjá til þess að fé verði ekki fjölgað á þeim jörðum sem að mati Landgræðsluhnar eru þegar fullsettar. Við tillögur sjömanna- nefndarinnar höfum við ekkert að athuga en bíðum hins vegar spenntir eftir framhaldinu og leggjum áherslu á að þrátt fyrir að fé hafi fækkaö verulega í landinu á undanfórnum árum þá eru ennþá alltof mörg svæði sem eru illa farin af jarðvegs- og gróðureyðingu. Og þau verða það áfram meðan ekki er um miklu meiri uppgræðsluaðgerðir að ræða þannig að fækkun sauðfjár leysir ekki þann vandasegir Sveinn. Þau svæði landsins, sem hvað verst hafa orðið úti í jarðvegs- og gróður- eyðingu, eru í Þingeyjarsýslum og á Suður- og Suðvesturlandi. „En aðstæður bújarða á þessum svæðum eru samt sem áður mjög mismunandi. Margar jarðir hafa meira en nægilegt beitiland fyrir sinn búfénað en á nokkrum jöröum er landið að minnsta kosti fullsetið, oft á tíðum vegna mikils hrossa- fjölda,“ segir Sveinn. Þá hefur það vakið athygli að þegar sjömannanefndin var að vinna álfangaskýrslu um framleiðslu sauð- fjárafurða var enginn fulltrúi sauð- fjárbænda kallaður til skrafs og ráðagerða. Hins vegar voru fulltrúar frá hinum ýmsu búgreinasambönd- um kallaðir til, svo sem frá kjúkl- ingaframleiðendum, eggjaframleiö- endum, kúabændum, svínabændum, kartöflubændum og fleirum. Ekki var heldur neinn fulltrúi frá Land- græðslunni né öðrum gróðurvernd- arsamtökum kallaður til. -ns Fimmti bekkur Menntaskólans í Reykjavík hóf maraþonhjólreiðar kl. 16 í gær. Nemarnir ætla að hjóla i 24 tima, þrír i senn í eina klukkustund. Tilgangur maraþonsins er að safna áheitum fyrir ferðalag í haust. Það var Svavar Gestsson menntamálaráðherra sem ræsti hjólreiðagarpana. DV-mynd Brynjar Gauti \ - Akranes: Þrjú stærstu útgerðar- fyrirtækin sameinuð Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Stefnt er að. því að sameina þrjú stærstu útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækin á Akranesi í eitt á næstu mánuðum. Samkomulag þar að lút- andi tókst í vikunni meö stærstu hluthöfum fyrirtækjanna þriggja, Haraldar Böðvarssonar og Co, Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness hf. og Heimaskaga hf„ sem er dótturfyrirtæki SFÁ. Boðað verður til hluthafafunda í þessum fyrirtækjum á næstunni vegna þessara straumhvarfa í út- gerðarmálum Akurnesinga. Sam- hliða sameiningunni hefur verið ákveðið að hið nýja fyrirtæki verði opnaö almenningi og hlutafé aukið. Við sameininguna fæðist nýr „út- geröarrisi“, ekki aðeins á mæli- kvarða Akurnesinga heldur einnig á landsvísu. Hið nýja fyrirtæki kemur til með að verða eitt fimm stærstu sinnar tegundar á landinu og bætist þar í hóp fyrirtækja á borð við Útgeröarfélag Akur- eyringa, Granda og Síldarvinnsl- una í Neskaupstað. Nýja fyrirtækið verður jafnframt stærsta fyrirtæk- ið á Akranesi með um 300 manns í vinnu. Hið nýja fyrirtæki ræður eftir sameininguna yfir fjórum togurum með 10.000 tonna þorskígilda kvóta og þremur loðnuskipum með fjóra loðnukvóta. Velta fyrirtækjanna þriggja, sem sameinuð verða síðar á árinu gangi allt eftir, var um 2 milljarðar króna á síðasta ári. Heildarlaunagreiðslur námu í fyrra rúmlega 600 milljónum króna. Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri SFA, og Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB & Co, sögöu báðir í samtali við DV í gær að sameiningin væri vissulega blendin tilfinning en eigi að síður væri hún besti kosturinn eins og málum væri nú komið. Þeir tóku báðir fram að fjár- hagsstaöa allra fyrirtækjanna þriggja væri traust. Með breyttum tímum, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, væri æski- legast að sameina fyrirtækin. „Við erum með þessu að hugsa 20 ár’fram í tímann," sagði Harald- ur. „Við teljum að með þessu séum við aö treysta atvinnugrundvöllinn á Akranesi enn frekar á komandi árum,“ sagði Valdimar. Ritstjóri Vökublaðsins: Ekki vísir að pólitískum skrifum Baldur Þórhallsson, ritstjóri Vöku- blaðsins, hefur fyrir hönd Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands, sent frá sér eftirfar- andi tilkynningu vegna fréttar DV í gær um Vökublaðið: „Vaka telur sér skylt að leiðrétta þann misskilning sem komið hefur fram vegna hátíðarútgáfu Vöku- blaðsins sem tileinkuð er 80 ára af- mæli Háskólans á þessu ári og sam- . skiptum hans við atvinnulífið. Vaka, félag lýöræðissinnaðra stúd- enta, fór þess á leit við forsetaskrif- stofuna fyrir nokkrum vikum að for- setinn ritaði kveðju í blað sem gefið væri út af Vöku í tilefni þess að Há- skóli íslands á 80 ára afmæli á þessu ári og var það góðfúslega samþykkt. Hátíðarútgáfan er tileinkuð Há- skólanum og samskiptum hans við atvinnulífið. Sigmundur Guðbjarna- son háskólarektor skrifar grein í blaðið um „Háskóla íslands og lífið í landinu“. Þar er viðtal við forsvars- menn nokkurra fyrirtækja sem sam- skipti eiga viö Háskólann, kynning á þeirri starfsemi sem skrifstofa Stúd- entaráðs Háskólans veitir, kynning á öllum háskólarektorum frá upphafi og svipmyndir úr Háskólasögunni. í blaðinu er ekki að finna nokkurn visi aö pólitískum skrifum og þess var gætt sérstaklega að blaðið fjallaði eingöngu um starfsemi sem fram færi innan veggja Háskólans og þeirra fyrirtækja sem hann hefur haft samstarf við. Þessari hátíðar- útgáfu Vökublaðsins er ekki einung- is dreift til stúdenta heldur er blaðið prentað í 42 þúsund eintökum og dreift á öll heimili í Reykjavík. Nefna má að fyrir 5 árum gaf Vaka einnig út hátíðarútgáfu af Vökublaðinu í tilefni þess að Háskóli íslands var þá 75 ára. Vaka harmar að reynt sé að blása upp pólitísku moldviðri í kringum þessa hátíðarútgáfu og telur leitt að nafn forseta íslands sé dregið inn í þessa umræðu.“ !!!«■,., n' bíM hanS ,Ór á hvo1' eftir harðan árekstur rnotum Hofðatuns og Borgartúns í gær. Meiðsl hans voru ekki alvarl. Okumaður hins bilsins var grunaður um ölvunarakstur. DV-myn<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.