Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 7
LÁlÍGARDAGÚR 2. MÁRS‘1991.
7
Fréttir
Alvöru ameríshur
glæsivagn meö 3.0 L V-6 vél,
fjögurra þrepa sjálf-
skiptingu, framhjéladrifi og
meira til, fyrir aðeins
hr. 1.545.000,-
CHRYSLER
Amerískir bílar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum
bílum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi,
gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að
sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur
er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga;
bfll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til amerískra
bíla. Fyrir 1.545.000,- erum við ekki að bjóða einfalda snauða
útgáfu af bflnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft-
Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráðanl
SARATOGA
mikil en spameytin 3.0 L V-6 vél, aflstýri, rafdrifnar rúður og
útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting,
samlæsinghurða, framlijóladrif.diskhemlar
bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl.
Bíllinn er auk þess sér-
lega rúmgóður, fallega innréttaður, með
stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JOFUR hf:
NÝBÝLAVEGl 2, SlMI 42600
egu verði - kynnstu Chrysler Saratoga.
Ólafsíjöröur:
Innbrotóupplýst
Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi:
Innbrotið í Video Skann hér á Ól-
afsfiröi fyrir skömmu er enn óupp-
lýst. í húsinu er rekin sjoppa, mynd-
bandaleiga og billjardstofa. Brotist
var inn að næturlagi og stolið 70
þúsund kr. úr peningakassa. Þjófur-
inn eöa þjófarnir virtust aðeins hafa
áhuga á peningum. Engu öðru var
stolið og ekkert eyðilagt. Rannsókn-
arlögreglan í Reykjavík hefur málið
í sínum höndum.
Bætur
almannatrygg-
inga hækka
Þar sem Vinnuveitendasamband
íslands og Alþýðusamband íslands
sömdu um sérstaka hækkun launa
frá síðustu mánaðamótum, hefur
veriö ákveöiö að bætur almanna-
trygginga taki sömu hækkun og laun
á hinum almenna vinnumarkaði.
Bæturnar hækka því um 2,8 prósent.
-J.Mar
Fordkeppnin:
86 stúlkur vilja
verða f yrirsætur
Bankakostnaður:
Landsbanki
íslands
ódýrastur
Verðlagsstofnun gerði verölags-
könnun á bankakostnaði einstakl-
ings í bönkum landsins fyrir
skömmu. í ljós kom að heildarútgjöld
einstaklings voru lægst hjá Lands-
banka íslands en hæst hjá sparisjóð-
unum. Munaði þar um 7 af hundraði.
í könnun Verðlagsstofnunar var
búiö til dæmi um ímynduð bankavið-
skipti einstaklings á einu ári. Annars
vegar þess sem innir af hendi allar
greiðslur á gjalddaga og hins vegar
dæmi um einstakling sem lendir í
vanskilum með hluta af sínum
greiðslum.
Tekinn var fyrir kostnaður á ári á
tékkareikning, viö víxlaviðskipti,
skuldabréfaviðskipti og gjaldeyris-
kaup. Það sem aðallega skapaði
þennan mun milh banka, var verö-
munur á lántökugjaldi, stimpilgjaldi,
útlögðum kostnaði vegna skulda-
bréfa og gjaldmunur vegna inn-
heimtu skuldabréfa. Munaði þar allt
að helmingi milli bankanna á ein-
stökum liðum. ÍS
Nákvæmlega 86 stúlkur hafa sent
inn myndir af sér í Fordkeppnina og
er það algjört met frá upphafi keppn-
inar hér á landi. Ljóst er að gífurleg-
ur áhugi er hjá íslenskum stúlkum
að komast í fyrirsætustörf í útlönd-
um. Sennilega má líkja þessu við
áhuga á flugfreyjustarfmu.
Allar þessar stúlkur geta komið til
greina í úrslit keppninnar svo vanda-
samt verk bíður starfsfólks Ford
Models skrifstofunnar í New York á
næstunni. Áður en myndirnar fara
utan verða allar stúlkurnar kallaðar
á fund Katrínar Pálsdóttur, umhöðs-
manns Ford Models á íslandi.
Eins og fram kom í DV í vikunni
munu hjónin Eileen og Jerry Ford
koma til íslands um miðjan apríl og
velja Fordsigurvegara. Ekki hefur
enn veriö ákveðið hvar keppnin
verður haldin en búast má við að hún
verði veglegri en undanfarin ár
vegna komu þessarar heimsfrægu
fyrirsætumömmu.
Áður en að úrslitakeppninni kem-
ur verða þær stúlkur sem valdar voru tólf stúlkur í úrshtum og má
verða í úrslit kynntar í helgarblaði búast við álíka fjölda þetta árið, jafn-
DV með viðtölum og myndum. í fyrra vel fleiri. -ELA
Það er til mikils að vinna í keppninni Supermodel of the World. Hér er sigur-
vegari síðasta árs en hún er frá Ástraliu.