Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 42
58
LAÚGARDAGUR 2. MARS 1991.
Afmæli
Nanna Bjömsdóttir
Nanna Björnsdóttir, Skjólbraut 8,
Kópavogi, er sextug í dag.
Starfsferill
Nanna fæddist að Stóru-Gröf í
Stafholtstungum og ólst þar upp til
fimm ára aldurs en flutti þá til
Reykjavíkur og ólst upp hjá föður-
systur sinni, Vigdisi Blöndal, f. 31.7.
1892, d. 18.6.1968, sem var forstöðu-
kona heimavistar Laugarnesskól-
ansíReykjavík.
Nanna lauk stúdentsprófum frá
MR1950 og prófum í meinatækni frá
Kaupmannahafnarháskóla 1952.
Hún stundaði síöan rannsóknar-
störf undir stjórn dr. Tómasar
Helgasonar á Kleppsspítala með
hléum til 1975.
Nanna hefur dvalist á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi síð-
ustuárin.
Fjölskylda
Nanna giftist 18.8.1962 Hjálmari
Ólafssyni, f. 25.8.1924, d. 26.6.1984,
kennara og fyrrv. bæjarstjóra í
Kópavogi, en hann var sonur Ólafs
Einarssonar, sjómanns í Reykjavík,
og Dórótheu Árnadóttur húsmóður.
Dóttir Nönnu frá því fyrir hjóna-
band með Esra Péturssyni lækni er
Vigdís Esradóttir, f. 22.2.1955, tón-
menntakennari í Reykjavík, gift
Einari Unnsteinssyni og eiga þau
tvö börn. Börn Nönnu og Hjálmars
eru Björn Hjálmarsson, f. 16.2.1963,
læknir í Kópavogi, en sambýliskona
hans er Herdís Haraldsdóttir kenn-
ari og eiga þau eitt barn; Ólafur
Hjálmarsson, f. 16.2.1963, verk-
fræðingur í Kópavogi, en sambýlis-
kona hans er Sesselja Kristjáns-
dóttir stúdent; Eiríkur Hjálmars-
son, f. 9.11.1964, útvarpsmaður í
Kópavogi, í sambúð með Ragnheiði
Thorsteinsson fjölmiðlafræðingi og
á Eiríkur tvö börn; Helgi Hjálmars-
son, f. 17.8.1966, verkfræðingur við
nám í Bandaríkjunum, en hann býr
með Helgu Waage tölvufræðingi og
eigaþaueittbarn.
Foreldrar Nönnu voru Björn
Gíslason, f. 24.12.1893, d. 10.7.1970,
b. í Sveinatungu í Norðurárdal, og
Andrína Guðrún Kristleifsdóttir, f.
1.1.1899, d. í desember 1984, bónda-
kona.
Ætt
Björn var bróðir Sverris í
Hvammi, formanns Stéttarsam-
bands bænda, fóður Ólafs, stjórnar-
formanns SÍS. Björn var sonur
Gísla, prófasts í Stafholti, bróður
Indriða rithöfundar, fóður leik-
kvennanna Guðrúnar og Emelíu og
Eufemiu Waage, móður Indriða
Waage leikara. Gísli var sonur Ein-
ars, smiðs í Krossanesi í Skagafiröi,
Magnússonar. Móðir Einars var
Sigríður, systir Benedikts, langafa
Einars Benediktssonar skálds, Jóns
Þorlákssonar forsætisráðherra og
Bjargar, móður Sigurðar Nordals.
Kristján Páll Sigfússon
Kristján Páll Sigfússon kaupmaður,
Kleppsvegi 2, Reykjavík, veröur sjö-
tugur á mánudaginn kemur.
Starfsferill
Kristján fæddist í Tjaldtanga við
Seyðisfjörð í ísafjarðardjúpi en flutti
íjögurra ára með foreldrum sínum
og systkinum til ísafjarðar og ólst
þar upp. Hann lauk gagnfræöaprófi
á ísafirði 1937, flutti til Reykjavíkur
1939 og lauk prófi frá Samvinnu-
skólanum 1941.
Kristján starfaði hjá Kristjáni H.
Jónssyni, kaupmanni á ísafirði, hjá
Kaupfélagi ísfirðinga og loks eitt
sumar á Djúpbátnum en í Reykjavík
starfaði hann hjá Veiðarfæraversl-
un Geysis í tvö ár, var síðan útibús-
stjóri hjá Silla og Valda að Háteigs-
vegi 2 í nókkur ár en hóf síðan eigin
rekstur verslunarinnar Herjólfs aö
Grenimel 12 í Reykjavík og siðar í
Skipholti 70. Kristján seldi Braga
syni sínum verslunarreksturinn
fyrir u.þ.b. tuttugu árum og hefur
unnið hjá honum síðan.
Kristján á sæti í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisflokksins, hefur starfað lengi
í bindindishreyfmgunni, verið virk-
ur meðhmur í Sam frimúrararegl-
unni, auk þess sem hann hefur lengi
starfað í félagsskap musterisridd-
arareglunnar á íslandi. Hann hefur
sungið í ýmsum kórum, s.s. Samkór
Reykjavíkur, auk þess sem hann á
yngri árum söng með Kirkjukór ísa-
fjarðarkirkju.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 23.6.1945 Guð-
björgu Lilju Guðmundsdóttur, f. í
Reykjavík30.9.1927. Foreldrar
hennar voru hjónin Bríet Ólafs-
dóttir og Guðmundur Jóhannsson
vélstjóri frá Hofi á Eyrarbakka en
þauerubæðilátin.
Börn Kristjáns og Guöbjargar
Lilju; Bragi G. Kristjánsson, f. 22.12.
1944, kaupmaður, kvæntur Ernu
Eiríksdóttur en þau eiga fjögur
börn, Áshildi, f. 12.2.1966, háskóla-
nema, Kristján Pál, f. 19.8.1969, há-
skólanema, Styrmi Þór, f. 22.9.1970,
háskólanema, og Guðbjörgu Lilju,
f. 1.2.1979, nema.
María Anna Kristjánsdóttir, f.
25.12.1948, starfar við gestamóttöku
Hótel Loftleiða, gift Jesus M. Sigfúsi
Potenciano menntaskólakennara.
Systkini Kristjáns eru Guðfmnur,
bakarameistari; Sveinn, f. 25.1.1920,
d. 29.1.1920; María, f. 21.8.1922, d.
17.4.1985, húsmóðir; Þorgerður, f.
24.3.1925, d. 2.10.1957, ljósmóðir;
Garðar, f. 9.7.1926, kaupmaður;
Halldóra, f. 21.7.1930, húsmóðir;
Jenný, f. 13.7.1933, deildarstjóri.
Foreldrar Kristjáns voru Sigfús
Guðfmnsson, f. 9.8.1895, d. 6.2.1980,
skipstjóri á Djúpbátnum og siðar
kaupmaöur í Reykjavík, og María
Anna Kristjánsdóttir, f. 8.10.1896,
d. 9.12.1981, húsmóðir.
Ætt
Bróðir Sigfúsar var Einar Guð-
fmnsson, útgerðarmaður í Bolung-
arvík. Systir Sigfúsar er Ingibjörg,
móöir Guðmundar Pálssonar leik-
ara, fóöur Hrafnhildar leikrita-
skálds. Sigfús var sonur Guðfmns,
b. í Hvítanesi í Ögurhreppi, Einars-
sonar, hreppstjóra í Hvítanesi, bróð-
ur Helga lektors og sálmaskálds,
föður Jóns biskups. Einar var sonur
Hálfdánar, prófasts á Eyri í Skutuls-
firði, Einarssonar. Móðir Guðfmns
Kristján Páll Sigfússon.
var Kristín, systir Bergs Thorberg
landshöfðingja.
Móðir Sigfúsar var Halldóra Jó-
hannsdóttir frá Rein í Hegranesi í
Skagafirði.
María Anna var dóttir Kristjáns,
bróður Bergsveins kennara, fööur
Sveins, prófessors í Berlín og Ragn-
ars, fyrrv. aðalvarðstjóra 1 Reykja-
vík. Kristján var sonur Sveins, b. í
Sunndal, Kristjánssonar, b. á Dunki
í Hörðudal, Ólafssonar. Móðir
Kristjáns og amma Maríu var Björg
Ólafsdóttir, b. á Hellu á Selströnd
við Steingrímsljörð, Bjarnasonar.
Móðir Maríu var Pálína Halldórs-
dóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd,
dóttir Maríu Rebekku Kristjáns-
dóttur, Ebeneserssonar, b. og dbrm.
í Innri-Hjarðardal í Reykjafirði,
langafa Höskuldar Jónssonar, for-
stjóraÁTVR.
Kristján og Guðbjörg taka á móti
gestum á heimili sínu að Kleppsvegi
2, Reykjavík, sunnudaginn 3. mars
eftirkl. 16.00.
Móðir Gísla var Eufemía, systir
Konráðs Fjölnismanns Gíslasonar
sagnaritara, Konráðssonar í Flatey.
Móðir Björns var Vigdís Pálsdótt-
ir, alþingismanns í Dæli í Víðidal,
Pálssonar, alþingismanns Sigurðs-
sonar, bróður Sigríðar, móður Stef-
áns Harðar Grímssonar skálds.
Móðir Vigdísar var Þorbjörg Jóns-
dóttir, b. í Gafli í Víðidal, Guð-
mundssonar, og konu hans, Þór-
unnar Friðriksdóttur, prests á
Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar-
inssonar, sýslumanns á Grund í
Eyjafirði, Jónssonar, ættfóður
Thorarensenættarinnar. Móðir Þór-
unnar var Hólmfríður Jónsdóttir,
varalögmanns í Víðidalstungu, Ól-
afssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns-
sonar, ættfóður Eyrarættarinnar,
langafa Jóns forseta.
Andrína var dóttir Kristleifs,
fræðimanns á Stóra-Kroppi, Þor-
steinssonar, hreppstjóra á Húsafelli,
Jakobssonar, smiðs á Húsafelli,
Nanna Björnsdóttir.
Snorrasonar, prests á Húsafelli og
ættföður Húsafellsættarinnar,
Björnssonar. Móðir Kristleifs var
Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Signýjar-
stöðum í Hálsasveit, Jónssonar,
hreppstjóra og dbrm. í Deildar-
tungu, Þorvaldssonar. Móðir Andr-
ínu var Andrína Guðrún, hálfsystir,
sammæðra, Magnúsar, prófasts og
alþingismanns á Gilsbakka, fóður
Péturs ráðherra, föður Ásgeirs bæj-
arfógeta. Andrína Guðrún var dóttir
Einars, hreppstjóra að Urriðafossi í
Árnessýslu, Einarssonar og Katrín-
ar Eyjólfsdóttur, b. á Ketilvöllum,
Þorleifssonar.
Til hamingju með afmælið 2. mars Guðrún Valmundsdóttir*
80 ára Heiðvangi2,Hellu.
Helga Þórðardóttir, Þríhyrningi I, Skriðuhreppi. Sigríður Jónsdóttir, .Barmahlíö 47, Reykjavík. Húneraðheiman. 50ára
Kristinn Óskarsson, Hafnargötu 6, Keflavik. Kolbrún Karlsdóttir, Fjólugötu 1, Vestmannaeyjum. Víðir Páll Þorgrímsson, Kríunesi 14, Garðabæ. Valdimar V. Heiðdal,
""9 r- r 75ara
Indriði Guðjónsson, Vogatungu 3, Kópavogi. Margrét Jónsdóttir, Hliðargötu 6, Akureyri. Urðarbakka 32, Reykjavík.
40ára
Alma Birgisdóttir, Fífumýri 12, Garðabæ. Margrét Guðmundsdóttir, Vöglum II, Hálshreppi. Svanhildur Guðmundsdóttir, Gerðhömrum 13, Reykjavík. Helga Haraldsdóttir, Barrholti9, Mosfellsbæ. Ingi B. Vigfússon, Seljabraut 72, Reykjavík. Vigdís Hjartardóttir, Reyrhaga 15, Selfossi.
70ára
Guðrún Andersen, Bárustíg 16B, Vestmannaeyjum. AgnarBjarnason, Kambsvegi 7, Reykjavík. Hann verður að heiman. Hallur Þ. Hallgrímsson, Árhólum, Reykdælahreppi. Jóna Annasdóttir, Brekkugötu l, Hvammstanga.
Guðmundur Stefán Eðvarðsson.
Guðmundur
Stefán
Eðvarðsson
Guðmundur Stefán Eðvarðsson,
Miðvangi 41, Hafnarfirði, er sjötug-'
urídag.
Af því tilefni taka hann og kona
hans á móti gestum á heimili dóttur
þeirra ogtengdasonar, Vesturvangi
16, Hafnarfirði, í dag, laugardag, frá
klukkan 15.00.
Hrafnhildur Guðbjartsdóttir.
Hrafnhildur
Guðbjartsdóttir
Hrafnhildur Guðbjartsdóttir,
Þingaseli 5, Reykjavík, er fimmtug
ídag.
Maöur hennar er Þórður Sigurðs-
son.
Hún tekur á móti gestum í dag á
heimili sínu eftir klukkan 18.00.
Helgi Hafliðason
Helgi Hafliðason arkitekt, Stuðlaseli
44, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Helgi fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA1960, stundaði nám í arki-
tektúr við Norges Tekniske Hög-
skole í Þrándheimi 1960-’65 er hann
laukþaðanprófi.
Helgi var arkitekt á Teiknistofu
Stefáns Jónssonar og Reynis Vil-
hjálmssonar í Reykjavík 1966-’74 en
stofnaði eigin teiknistofu 1973.
Helgi fékk verðlaun fyrir teikn-
.' .gu af frímerki á vegum E vrópu-
samráðs Pósts og síma 1968, hefur
ásamt öðrum fengið verðlaun og
viðurkenningar í samkeppni um
byggingar og skipulag, auk verð-
launa fyrir tillögur að endurbótum
á Fossvogskirkju 1989 og viður-
kenningu fyrir tillögur að útilista-
verkum við Sigöldu 1981 og Flugstöð
Leifs Eiríkssonar 1986.
Fjölskylda
Helgi kvæntist 3.8.1963 Margréti
Erlendsdóttur, f. 6.4.1942, húsmóður
og kennara, en hún er dóttir Erlends
Sigmundssonar, prófasts á Seyðis-
firði og síðar biskupsritara í Reykja-
vík, og fyrstu konu hans, Margrétar
Sigríðar Tómasdóttur húsfreyju.
Börn Helga og Margrétar eru Haf-
liði, f. 8.7.1964, háskólanemi; Er-
lendur, f. 8.9.1967, háskólanemi,
kvæntur Kristínu Láru Friðjóns-
dóttur, f. 28.7.1967; Ólöf Huld, f. 26.3.
1974, nemi.
Systkini Helga: Einar Hafliðason,
f. 4.9.1943, verkfræðingur hjá Vega-
gerð ríkisins, kvæntur Sigrúnu
Magnúsdóttur röntgentækni; Sig-
urður Hafliðason, f. 12.2.1946, úti-
bússtjóri íslandsbanka á Siglufirði,
kvæntur Kristrúnu Halldórsdóttur
húsmóður; Ragnar Hafliðason, f.
4.11.1947, viðskiptafræðingur hjá
Seðlabankanum og bankaeftirlit-
inu, kvæntur Hansínu Ólafsdóttur
húsmóður; Hafliði Hafliðason, f.
23.9.1953,jarðfræðinguríBergen,
kvæntur Eddu J. Ólafsdóttur lækni.
Foreldrar Helga: Hafliði Helgason,
f. 31.8.1907, d. 8.7.1980, útibússtjóri
Útvegsbanka íslands á Siglufirði, og
Jóna Sigurveig Einarsóttir, f. 9.2.
1920, húsmóðir á Siglufirði.
Helgi Hafliöason.
Ætt
Hafliöi var sonur Helga Hafliða-
sonar, kaupmanns á Siglufirði, og
Sigríðar Jónsdóttur húsmóður.
Jóna Sigurveig var dóttir Einars
Tómassonar, kolakaupmanns í
Reykjavík, og Ragnhildar Jónsdótt-
urhúsmóöur.