Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991.
Hatrömm
tíu daga barátta
- pólitísk nærmynd af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins
„Svell er á gnípu, eldur geisar und-
ir,“ segir Jónas Hallgrímsson í kvæöi
sínu, Gunnarshólma. Þessi samlík-
ing á vel við Sjálfstæðisflokkinn
þessa dagana en hann logar nú stafna
á milli. Þeir eldar, sem kviknuðu
þegar Davíö Oddsson tilkynnti fram-
boð sitt til formanns ílokksins, hafa
náö að breiðast út um alla innviði
flokksins. Þó flokkurinn virðist á
yfirborðinu vera í ró krauma eldar
ósættis undir. „Þessar kosningar
verða mjög tvísýnar. Það eru mjög
margir íhaldsmenn í flokknum sem
eru hræddir viö breytingar og vilja
ekki að báturinn ruggi. Margir þess-
ara manna eru þó ekki ánægðir með
Þorstein, telja hann ekki nógu
stefnufastan," sagði einn sjálfstæðis-
maður í samtali við helgarblaðið.
Þegar helgarblaðið kannaði hug
nokkurra sjálfstæðismanna til fram-
bjóðendanna tveggja kom í ljós að
menn vilja ekkert láta hafa eftir sér
á opinberum vettvangi, að minnsta
kosti ekki undir nafni.
Fulltrúar
skiptast í þrennt
Eftir að hafa rætt við fjölmarga
stuðningsmenn beggja aðila má trú-
lega skipta landsfundarfulltrúum í
þrennt. Stærsti hópurinn eru óá-
kveðnir, íhaldssamir landsfundar-
fuiitrúar sem munu ganga til þessara
kosninga nauðugir viljugir. í hópi
þeirra telja margir framboð Daviðs
ótímabært og að það muni vinna
flokknum tjón, hver sem niöurstað-
an verður. Þeir halda fram að slík
átök innan flokksins tæpum sex vik-
um fyrir kosningar geti ekki kostað
neitt nema fylgistap.
Nokkuð ljóst þykir þó aö fylgið er
að breytast dag frá degi og margir
munu ekki gera upp hug sinn fyrr
en á síðustu stundu. Margir telja að
menn bíði með að finna hvert
straumurinn liggi á landsfundinum
og fylgi með á síðustu stundu.
„Hinu má ekki gleyma að mörgum
þessara manna er auðvelt að telja
hughvarf," sagði gamalreyndur
sjálfstæðismaður í samtali viö DV og
bætti við: „Þess vegna veltur það al-
farið á baráttu stuöningsmanna
beggja áður en fundurinn hefst
hvern veg þeir snúast og síðast en
ekki síst munu margir ekki gera upp
hug sinn fyrr á landsfundinum sjálf-
um og getur þar oltið á stemningu
eöa hughrifum sem fulltrúar verða
fyrir, annaöhvort frá hópnum eða
vegna framgöngu eða frammistöðu
frambjóðenda á fundinum."
Er raun að þessu
„Ég vil ekkert um þetta tala. Mér
er raun að þessu,“ sagði Einar Oddur
Kristjánsson, formaður Vinnuveit-
endasambandsins og stundum kall-
aður Bjargvætturinn frá Flateyri, í
samtali viö DV. Einar sagði í fjöl-
miðlum skömmu eftir að Davið gaf
kost á sér að atferli hans væri póh-
tískt skemmdarverk. Bæði Þorsteinn
Pálsson og Davíð Oddsson hafa opn-
að kosningaskrifstofur og berjast nú
hart um fylgi landsfundarfulltrúa
sem eru alls 1.430 talsins. Báðir hafa
lýst því yfir að málefnaágreiningur
sé enginn svo fyrst og fremst er tek-
ist á um persónur. Af því leiöir að
baráttan verður afar hörö og tekur á
sig ýmsar myndir.
„Ef Davið tapar er það vegna þess
að fólk kýs Þorstein áfram af samúð-
arástæðum," sagði samherji Davíðs.
„Davíð hefur enga raunverulega
reynslu í stjórnmálum. Hversu mikiö
álit sem menn hafa á honum sem
væntanlegum framtíðarleiðtoga þá
má ekki gleyma því að það er lítill
vandi að stjórna fjársterku sveitarfé-
lagi eins og Reykjavík með sterkan
meirihluta jábræðra að baki sér hjá
því að þurfa að stýra ríkisstjórn eða
stórum stjórnmálaflokki. Slíkt krefst
sáttfýsi og málamiðlunarhæfileika
sem Davíð á ekki til,“ sagði ötull
stuðningsmaður Þorsteins úr hópi
þingmanna í samtali við DV.
Hvar er
neyðarnúmerið?
„Einn helsti ráögjafi Daviðs Odds-
sonar er Hannes Hólmsteinn. Hann
er ráögjafi hans í að sjá hlutina í víð-
ara samhengi. Hannes er mjögfróður
og þekkir söguna mjög vel. Ég veit
til þess að á borgarráösfundi fyrir
nokkru var umræða í gangi um hvort
taka ætti upp nýtt neyðarnúmer.
Borgarráðsmenn spurðu hver annan
um algengustu neyðarnúmer sem
flestir vissu en Davíð spurði: „En
hvar er neyðamúmeriö 11178?“ Eng-
inn borgarráösmaður kannaðist við
það en Davíö gaf skýringuna: „Það
er heima hjá Hannesi Hólmsteini“,“
sagði einn sjálfstæðismanna.
Kunningjar Hannesar segja þó að
eftir að Davíð haíl gefið kost á sér
opinberlega hafi ráðgjafinn dregið
sig í hlé og látið Birni Bjarnasyni
eftir aðstoðina á opinberum vett-
vangi. Þó þykir ljóst að Hannes
Hólmsteinn er ein af drifijöðrum
framboðsins.
Galli-ekki galli
„Davíð fer offari. Hann heföi átt að
bíða síns tíma og afla sér þjálfunar í
raunverulegum stjórnmálum með
setu á þingi eins og eitt kjörtímabil,"
sagði annar sjálfstæðismaður en sá
þriðji sagði: „Davíö er búinn að vera
mjög lengi í pólitík. Hann er búinn
að vera viðloðandi pólitík alla tíð og
hóf afskipti af borgarmálefnum strax
1974 er hann sat í borgarstjórn sem
borgarfulltrúi."
„Eg gæti best trúað aö það væri
mjög gott fyrir Davíð að hafa ekki
veriö samofinn ölu því plotti sem
viögengst á Alþingi. í öllu sem hann
gerir er hann alltaf að hugsa um hag
sinna umbjóðenda. Hann lemur ekki
í borðið eða er með frekju nema
vegna þess að hann vill ekki láta mál
tefjast óeðlilega eða fara út af spor-
inu. Davíð er mjög stefnufastur. Það
er sú reynsla sem mun gera hann
að miklu betri foringja en Þorsteinn
er. Þorsteinn er diplómat og vill ekki
styggja neinn. Landsbyggðarsjálf-
stæðismenn eru mjög fúlir yfir lin-
kind Þorsteins í landbúnaðarmálum.
Það hafa engar lausnir komið frá
flokknum í landbúnaðarmálum."
„Þorsteinn er vel gefinn, fylginn
sér og stefnufastur stjórnmálamaður
sem hefur vaxiö með hverri raun,“
sagði Matthías Bjarnason þingmaður
í samtali við DV. „Hann er hins veg-
ar dálítið fjarlægur og skortir jarð-
samband og nánari samskipti við
fólk utan flokks og innan.“
Vont að veðja
á rangan hest
„Margir óttast að veðja á rangan
hest og vilja því ekki gefa upp hvorn
þeir styðja. Mjög margir í hópi þeirra
styðja Davíð í hjarta sínu því þeir
skynja að flokkurinn þarf á nýjum
formanni að halda, sterkum og
ákveönum leiðtoga,“ sagði stuön-
ingsmaður Davíös í samtali við DV.
„Maður hefur auðvitað heyrt aö Dav-
íð haldi öðrum borgarfulltrúum í
skugganum af sér. Það gerist sjálf-
krafa. Hann er leiðtogi á meðan Þor-
steinn er framkvæmdastjóri," sagði
annar.
Kostir og gallar
Vinnusemi, heiðarleiki og fylgni
voru kostir sem margir tileinkuöu
Þorsteini Pálssyni í samtali við DV.
Þeir viðurkenndu jafnframt að í því
fælust gallar hans. Sáttfýsi hans
leiddi til óhóflegrar málamiðlunar
og stjómkænska hans fælist einkum
í að finna fleti sem allir gætu sætt
sig við. Úkoman yrði bragðdauf logn-
molla.
Helstu kostir Davíös Oddssonar
voru einnig nefndir sem gallar á hon-
um. Þannig er stutt bil milli stjórn-
semi og röggsemi og einstrengings-
háttar og yfirgangs. Hugrekkið, sem
stuðningsmenn hans telja felast í því
að ganga gegn sitjandi formanni,
telja andstæöingar hans merki um
valdhroka og oftrú á eigin hæfileika
og fylgi.
„Menn hafa haldið að Davíð væri
ekki málamiðlunarmaður en hann
er það. Ég veit varla nokkurn stjórn-
málamann sem er eins næmur fyrir
þrýstingi og ábendingum borgar-
anna og Davíð. í landspólitíkinni
skella menn skollaeyrum við halla-
rekstri í ríkisbúskapnum og land-
búnaðarruglinu á meðan fólk vill fá
raunhæfar lausnir og lækkun skatta.
Ef Davið verður var við óánægju-
raddir í hverfum borgarinnar með
einhverjar ráðstafanir borgarinnar
þá er hann búinn að kalla þetta fólk
á sinn fund umsvifalaust og leitar
leiða í samvinnu við það um úrbæt-
ur. Gott dæmi um það eru óánægju-
raddirnar sem komu upp í Árbænum
um sorpböggunarstööina."
„Þorsteinn er ótrúlega harður af
sér og mikill baráttumaður, meiri en
ég held að flestir geri sér grein fyr-
ir,“ sagði Hermann Gunnarsson,
gamall skólabróðir Þorsteins úr
Verslunarskólanum, í samtali við
DV.
„Hann var að áliti margra einn
feimnasti maður í bekknum til
hversdags og því rak marga í roga-
stans þegar hann stóð upp á mál-
fundum og reyndist vera flugmælsk-
ur. Skemmtilegustu minningarnar á
ég þó frá því að viö sátum saman í
4. bekkjarráði og sömdum saman
Eddu sem er skemmtiblað um nem-
endur skólans. Þá koin í ljós hve
hann er mikili húmoristi. Það er
synd að þjóðin skuh aldrei hafa feng-
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991.
41
ið að njóta þess,“ sagði Hermann. í
þessari sömu Eddu fékk Þorsteinn
viðurnefnið góði sem átti að vísa í
dagfarsprýði hans og hrekkleysi.
„Ég er Daviðsmaður en það er þó
ekki þar með sagt að ég sé á móti
Þorsteini, alls ekki. Þorsteinn varð
formaður flokksins vegna þess að
hann kom fram á réttu augnabliki á
réttum stað. Eins gæti maður litið
svo á að Davíð væri núna réttur
maður á röngum stað.“
Hver er húmoristi?
Einn heimildarmanna blaðsins
orðaði það svo, þegar hann bar sam-
an kandídatana tvo, aö Þorsteinn
væri í pólitík fyrir fjöldann en fynd-
inn fyrir sjálfan sig og örfáa aðra.
Davíð væri hins vegar fyndinn fyrir
íjöldann en í póUtík fyrir sjálfan sig
og örfáa aðra.
„Ég held að aðalástæðan fyrir því
að Davíð býður sig fram núna sé að
hann finnur óánægjuraddir og hann
er sjálfur óánægður með formann-
inn. Honum finnst Þorsteinn ekki
keyra flokkinn áfram á neinum
dugnaði og fylgið, sem mælist núna,
er einungis óánægjufylgi,“ sagði enn
einn sjálfstæðismaöurinn sem neitar
að koma fram undir nafni.
Erú engirvinir
„Þorsteinn og Davíð eru ekki eins
góðir vinir og haldið hefur verið
fram. Þeir yoru kannski ágætis félag-
ar en hafa ekki verið það lengi. Klúð-
ur eins og þegar ríkisstjórn Þor-
steinn sprakk fór mjög í taugarnar á
Davið. í stjórnarandstöðu hefur
flokkurinn í tíð Þorsteins ekki komið
með neinar markvissar, góðar yfir-
lýsingar. Hvað ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn að bjóða upp á í komandi
kosningum?
Yfirlýsing landsfundarins er
dæmigerð fyrir það hve formaður
flokksins er máttlaus í að auglýsa
Sjálfstæðisflokkinn. Frelsi og mann-
úð segir ekkert og á sennilega eftir
aö breytast í frelsi og samúð. Fyrir
Davíð er að hrökkva eða stökkva
núna.“
Hvað gerir
landsbyggðin?
Margir segja að Þorsteinn eigi
meira fylgi úti á landi en Davíð og
fullyrða að margir landsbyggðar-
menn sjái í Davíð fulltrúa Reykjavík-
urvaldsins sem vill gína yfir öllu.
„Ég fullyrði aö 95% Vestfirðinga á
landsfundi flokksins styðja Þorstein
og ég hef ekki heyrt neinn mæla
framboði Davíðs bót,“ sagði lands-
fundarfulltrúi af Vestfiörðum í sam-
tali við DV. Davíð mun hafa borist
skeyti frá Austfiörðum þar sem allir
fulltrúar heils byggðarlags lýsa
stuðningi við hann. Trygga stuðn-
ingsmenn beggja má finna í röðum
áhrifamikilla þingmanna Reykjavík-
ur- og Reykjaneskjördæma. Áf því
virðist ljóst að línur í umræddri
skiptingu eru langt frá því að vera
skýrar.
„Það versta sem hent getur flokk-
inn er að Davíð tapi,“ sagði gamal-
reyndur sjálfstæðismaður í samtali
við DV. „Fari svo þá fer hann í mikla
fýlu og veröur í virkri stjórnarand-
stöðu eftir kosningar. Hann mun
aldrei taka aö sér að verða ráðherra
undir forsæti Þorsteins."
„Davíð er vinsæll víða úti á landi.
Þeir sem hafa sagt að svo sé ekki
vilja bara reka þennan flokk eins og
huggulegan klúbb. Engan má styggja
og allt á að vera í sátt og samlyndi.
Það gengur bara ekki í harðri póli-
tík.“
Saman í
sandkassanum
Davíð og Þorsteinn eru á líku reki,
Þorsteinn fæddur 1947 en Davíð 1948.
Þeir slitu barnsskónum á sama bæj-
arhlaðinu austur á Selfossi. Móðir
Davíðs var heimagangur hjá foreldr-
um Þorsteins og því léku þeir félagar
sér í sama sandkassanum og sváfu á
tíðum í sömu vöggunni. Þegar for-
eldrar Þorsteins fluttu til Reykjavík-
ur árið 1956 var Davíð fluttur á möl-
ina með móður sinni. Það kom því í
hans hlut að einhverju leyti að lóðsa
Þorsteinn og Davíð berjast harðri og hatrammri baráttu um æðsta embætti flokksins.
sveitadrenginn Þorstein um ókunna
stigu borgarinnar og Páll Sigurðsson,
faðir Þorsteins, segist muna eftir
þeim kumpánum í strætóferðum um
borg og bý. Eftir að þeir urðu full-
orðnir var hins vegar ekki um náinn
vinskap milli þeirra að ræða þó þeir
væru samstiga á leið sinni til met-
orða innan Sjálfstæðisflokksins."
„Það er engin eining í flokknum.
Menn hafa lært að vera ekkert að
lýsa yfir óánægju með formann sinn
en undir niðri kraumar hressilega
vegna máttleysis Þorsteins. Mönnum
finnst Þorsteinn tala mál sem enginn
skilur á meðan Davíð talar tæpi-
tungulaust.
Það má ekki gleyma því sem Mogg-
inn sagöi þegar Þorsteinn var fyrst
kjörinn leiðtogi: „Tími hinna miklu
leiðtoga er liðinn.“ “
„Það er ekki víst að allir þeir sem
telja sig helst kallaða til forystu
hefðu sýnt sömu staöfestu og dreng-
lund og Þorsteinn Pálsson hefur gért
í þrengingum Sjálfstæðisflokksins á
undanfórnum árum,“ segir Pétur Kr.
Hafstein í grein í Mbl. á fimmtudag
og bergmálar þar skoðanir hinna
íhaldssamari sjálfstæðismanna, eins
og einn viðmælenda DV komst að
orði. „... hann hefur stofnað einingu
og heill Sjálfstæðisflokksins í meiri
hættu en hann hefur siðferöilegan
rétt til...,“ segir Pétur síðar um fram-
boð Davíðs.
„Ég hef grun um að stuðningsmenn
Davíðs muni á næstu dögum hringja
í alla landsfundarfulltrúa um allt
land, útskýra máliö og sannfæra þá
um kosti Davíðs. Þar mun margt fara
á milli sem ekki er hægt að segja
opinberlega," sagði enn einn sjálf-
stæðismaðurinn.
Annar
kosningaslagur
„Ef Davíð sigrar kemur upp allt
annars konar kosningaslagur og
kannski enn harðari. Það er baráttan
um borgarstjórastóhnn sem allir
borgarfulltrúarnir sækjast eftir.
Davíð mun ekki láta eftir stólinn.
Hann mun koma því til leiðar að
tveir borgarfulltrúar taki að sér
borgarstjóraembættiö í fiarveru
hans, þau Katrín Ejeldsted og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsso'n. Hann velur
þau tvö með tilllti til þess aö þaú eru
ekki líkleg til vinsælda. Davíð mun
fiarstýra borginni frá Alþingi.
Það er engin spurning að allir borg-
arfulltrúar Sjálfstæöisflokksins vilja
Davíð út og þar verður hörð barátta
um stólinn," sagði einn stuðnings-
manna Þorsteins úr ungliðahreyf-
ingunni.
Að velja hest
í straumvatn
„Þorsteinn hefur haft eftir ein-
hverjum skaftfellskum bónda að það
þýði ekki að snúa hestinum við í
miðju straumvatninu en málið er að
það er verið að velja hest núna til
að leggja út í vatnið. Kosningabarátt-
an hefst ekki fyrr en eftir lands-
fundinn og þá er farið út í straum-
vatnið og vilja menn ekki vera á hesti
sem þeir treysta betur ef um tvo er
að velja?“
„Það var nokkuð gagnrýnt þegar
Davíð lýsti yfir stuðningi við Björn
Bjarnason fyrir prófkjör en nú virð-
ist Bjöm vera að endurgjalda greiö-
ann. Davíð hefur fengið sömu að-
stöðu og Björn í Hekluhúsinu og þar
eru nægir peningar í framboösslag
eins og sýndi sig í slag Björns.
Heiturog
hatrammur slagur
Þaö er gífurlega harður kosninga-
DV-myndir GVA
slagur hafinn og hann á eftir að verða
mjög heitur og hatrammur," sagði
hlutlaus sjálfstæðismaöur, sem ekki
hefur atkvæðisrétt á landsfundinum,
og bætti við: „Það er alveg ljóst að
Davíð vill Pálma í varaformanns-
embættið vegna þess að þar nær
hann í landsbyggðarmann. Davíð
leitar auðvitað til Pálma vegna þess
að hann kemur aldrei til með að ógna
formannssætinu. Davíð ætlar að
ráða í formannssætinu eins og hann
hefur gert í borginni.“
„Að mörgu leyti er gott fyrir flokk-
inn að fá Davíð en tíminn er rangur.
Davíð er hrokafullur en það er ekki
hægt að líta fram hjá því að hann er
duglegur,“ sagði stuðningsmaður
Þorsteins.
Flestir þeir sem DV ræddi við eru
sammála um klofning í flokknum
eftir að framboð Davíðs varð ljóst.
„Samband ungra sjálfstæðismanna
er mjög klofið í afstöðu sinni. For-
maður SUS er Þorsteinsniaður en
fyrsti varaformaöurinn heldur með
Davíð. Það var enginn klofningur
innan SUS fyrr en Davíð gaf kost á
sér þannig að framboðið gjörbreytir
öllu innan flokksins í rauninni.
Það eru ólíklegustu menn innan
flokksins orðnir andstæðingar út af
þessu framboði Davíðs.“ -ELA/Pá