Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Síða 5
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. 5 Fréttir Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings: Ríkisendurskoðun af li sér trausts sjálf - traustsyfirlýsingar ekki að vænta frá Alþingi „Það gefur augaleið að það getur enginn staðið vörð um traust Ríkis- endurskoðunar í hugum fólks nema Ríkisendurskoðun sjálf,“ segir Guð- rún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, um það hvort vænta megi traustsyflrlýsingar á störf Ríkisend- urskoðunar frá Alþingi. í kjölfar þeirra deilna, sem risu upp á milli fjármálaráðherra og Ríkis- endurskoðunar vegna sölunnar á Þormóði ramma á Siglufirði, kröfð- ust sjálfrtæðismenn á Alþingi þess að samþykkt yrði traustsyfirlýsing á stofnunina. Engin slík tillaga hefur þó enn komið fram og að sögn Guð- rúnar Helgadóttur á hún ekki von á að slík tillaga komi fram. Sigurður Þórðarson vararíkisend- urskoðandi vildi í gær ekkert tjá sig um þetta mál. „Málið er í höndum þingsins og þar viö situr,“ sagði hann. Aðspuröur vildi hann ekkert segja til um það hvort hann og Hall- dór V. Sigurðsson ríkisendurskoð- andi hygðust segja af sér embættum sínum fengju þeir ekki traustsyfir- lýsingu. Áður höfðu þeir þó gefið slíkt í skyn. Ólafur G. Einarsson, formaður þingílokks Sjálfstæðisílokksins, seg- ir óvíst hvort sjálfstæðismenn muni standa fast á kröfunni um trausts- yfirlýsingu þingsins. Hann segir að til tals hafi komið að formenn þing- ílokkanna skrifuðu undir einhvers konar yfirlýsingu en segist ekki vita hvort aðrir þingtlokkar séu tilbúnir til þess. -kaa íkveikjumálið í Stigahlíð upplýst Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst orsakir brunans sem varð í einbýlishúsi í Stigahlíð á mánudags- morgun með þeim afleiðingum að miklar skemmdir uröu í húsinu. Fljótlega eftir eldsvoðann féll grun- ur á að maður, sem á við andlega vanheilsu að stríða, hefði lagt eld að íbúðinni. Sá maður var handtekinn skömmu síðar. Rannsókn málsins ieiddi í ljós að fullvíst er að umrædd- ur maður átti í hlut. Málið er talið upplýst. Umræddur maður er nú í viðeigandi meðferð. -ÓTT Dírengur féll niðuraf annarri hæð 10 ára drengur féll niður af stein- steyptu handriði við Fannborg 5 í Kópavogi síðdegis á miðvikudag. Drengurinn var að klifra við handrið með félögum sínum á palla á annarri hæð þar sem heilsugæslustöð og bókasafn eru til húsa þegar hann féll skyndilega á tröppur fyrir neðan. Þarna var um töluvert fall að ræða. Drengurinn var fluttur á slysadeild. Þó fór betur en á horfðist í fyrstu og slapp hann með meiðsl sem talin eru minni háttar. -ÓTT Framsóknarflokkurinn: Framboðslisti á Reykjanesi Kjördæmissamband framsóknar- félaganna í Reykjaneskjördæmi hef- ur ákveðið framboðslista Framsókn- arflokksins við komandi alþingis- kosningar. Efstu sæti listans skipa: 1. Steingrímur Hermannsson, 2. Jó- hann Einvarðsson, 3. Níels Árni Lund, 4. Guðrún Alda Haröardóttir, 5. Guðrún Hjörleifsdóttir, 6. SVein- björn Eyjólfsson, 7. Siv Friðleifsdótt- ir, 8. Elín Jóhannsdóttir, 9. Róbert Tómasson, 10. Óskar Guöjónsson. -hlh Kvennalistinn: Framboðslisti á Austurlandi Framboðslisti Kvennalistans á Austurlandi fyrir alþingiskosning- arnar hefur veriö ákveöinn. Efstu sæti hans skipa: 1. Salome Guðmundsdóttir, 2. Ingi- björg Hallgrímsdóttir, 3. Helga Hreinsdóttir, 4. Edda Kristín Björns- dóttir, og 5. Snædís Snæbjörnsdóttir. -hlh TILNEFND TIL 7 ÓSKARSVERÐLAUNA ÞAR Á MEÐAL: „Besta myndin" „Besla leikstjörn- (Francis Ford Coppola) Besti karlleikari í aukahiutverki (Andy Garcia) F R ANCIS FORD COPFOLA’S Ihe PARTIII HASKOLABIO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.