Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. Viðskipti x>v Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, á fréttamannafundi 1 gær: „Hagnaðurinn er viðunandi“ - engin mannaskipti fram undan meðal helstu stjórnenda félagsins Hagnaður Eimskips og dótturfyrir- tækja eftir skatta á síðasta ári var um 341 milljón króna. Þessi hagnað- ur skilaði 11 prósent arðsemi eigin fjár félagsins á síðasta ári en undan- farin fimm ár hefur arðsemi eigin fjár félagsins verið um 13 prósent að jafnaði. Þetta kom fram á aðalfundi Eimskips í gær. Arðsemi eigin fjár er mælikvarði hiuthafa á árangur. Sé arðsemi eigin fjár félaga undir 6 prósentum er ljóst aö hluthafar hafa meira út úr því að fjárfesta í spariskírteinum ríkissjóðs. „Viðunandi hagnaöur" „Hagnaðurinn á síðasta ári er við- unandi," sagöi Höröur Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, á frétta- mannafundi sem haldinn var skömmu fyrir aðalfundinn í gær. Hörður sagði að aðalfundur Eim- skips hefði aldrei verið haldinn jafn- snemma og núna. „Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem skrifað er undir arsreikninga í febrúar.“ ^Hagnaöur Eimskips fyrir skatta á síðasta ári var um 701 milljón króna. Félagiö greiðir af þessum hagnaði um 360 milljónir í tekju- og eignar- skatta sem þýðir aö hagnaðurinn er 341 milljón krónur eða sem svarar til 4,7 prósenta af rekstrartekjum. Markaðurinn metur Eimskip á um 5,5 milljarða Fjárhagsstaða félagsins er firna- sterk. Eigiö féð var um 3,9 milljarðar króna í lok síðasta árs. Hlutafél er skráð á um 927 milljónir króna. Á hlutabréfamarkaði er sölugengi hlutabréfa í Eimskip núna 6,00. Það þýðir að hlutabréfamarkaöurinn er tilbúinn’að greiða um 5,5 milljarða króna fyrir fyrirtækiö. Það er um 1,6 milljörðum króna meira en eigið fé er skráð á. Þetta þýðir aö markaðurinn metur það svo að í fyrirtækinu séu eignir sem eru vanskráðar, það er bókfærðar á lægra verði en markaðsverði. Af slík- um eignum má nefna eignir íjárfest- ingarfélags Eimskips, Burðaráss hf. Miklar eignir dóttur- félagsins Burðaráss Hlutverk Buröaráss hf. er að kaupa EB-EFTA-viðræöur: Ríkin hafa ekki neitun- arvald - segir forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að hann hafi aldrei heyrt rætt um að hvert EFTA-landanna hefði neitunar- vald í viðræðunum við Evrópu- bandalagið, neitunarvald sem felst í þvi að hvert EFTA-ríkjanna verðiað vera sammála um niður- stöðu viðræðnanna við Evrópu- bandalagið. „Það getur vel verið að ríkin hafi gert með sér samkomulag um að standa saman eins lengi og mögulegt er; hafa samflot. Hins vegar eiga rikin eflaust eftir að fara sínar eigin leiðir í lokavið- ræöunum. Það vita til dæmis allir að Svíar og Austurríkismenn fara sínar eigin leiðir og eru á leið inn í Evrópubandalagiö.“ Um þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra að til greina komi að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum gegn þvi að Evrópubandalagiö felli niöur tolla á íslenskum sjáv- arafuröum segir Steingrímur aö þetta hafi ekki veriö rætt i ríkis- stjóminni. -JGH Þetta er hagnaður Eimskips eftir skatta á síðustu árum. Allar tölur eru á sama verðlagi, verðlagi ársins 1990. Ljóst er að Eimskip græddi mun meira á árunum 1986 og 1987 en á síðasta ári. hlutabréf í öðrum fyrirtækjum. Bók- fært verð hlutabréfa í Burðarási var um síðustu áramót 1.250 milljónir. Markaðsverð þessara hlutabréfa, sem eru flest í Flugleiðum, er hins vegar rúmir 2 milljarðar. Þarna eru hlutabréfin skráð á um 800 milljón- um króna lægra verði en markaös- verði. Hörður gerir ráð fyrir að hagnaður þessa árs verði svipaður og á síðasta ári þó starfsemi félagsins fyrstu tvo mánuöina fari mun rólegar af stað en í fyrra. Þannig eru flutningar um 4 prósent minni núna en fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Formennska í Flugleiðum? DV spurði Hörð á fundinum í gær hvort hann sæktist eftir stjórnarfor- mennsku í Flugleiðum síöar í þess- um mánuði en Höröur er varafor- maður stjórnar Flugleiða og þrálátur orðrómur hefur verið innan við- skiptalífsins að Hörður muni taka við af Sigurði Helgasyni, núverandi stjórnarformanni, og verða þar jafn- vel stjórnarformaður í fullu starfi. Eimskip á 34 prósent í Flugleiðum og er langstærsti hluthafinn. „Mál stjórnar Flugleiöa eru ekki á dagskrá hér en munu skýrast á aðalfundi Flugleiða." DV spurði þá hvort einhverjar mannabreytingar væru fyrirhugað- ar á meðal helstu stjórnenda Eim- skips, forstjóra og framkvæmda- stjóra: „Nei, það eru engar breyting- ar fyrirhugaðar á meðal helstu stjómenda Eimskips á næstunni." Er einokun í siglingum til og frá íslandi? Á síðasta ári komst Eimskip nokk- uð í umræðuna þegar danskt skipafé- lag hugðist hefja reglubundnar sigl- ingar með mun lægra fraktgjöld en Eimskip býður upp á en hætti við vegna aðstöðuleysis hér, að eigin sögn. Þess má geta að hópur innan Félags íslenskra stórkaupmanna ýtti Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, sagði í gær að engar manna- breytingar væru fram undan innan raða æðstu stjórnenda félagsins. mjög undir siglingar þessa danska skipafélags. - Er Eimskip einokunarfélag? „Nei. Siglingar til og frá landinu eru frjálsar. Við keppum viö erlenda aðila sem innlenda. Þetta eru ekki aðstæður einokunar. Það er jafn- framt rangt að þetta danska skipafé- lag hafi ekki getað fengiö afgreið'slu." - Eru farmgjöld Eimskips of há? „Viö keppum hér á markaði sem myndar þessi farmgjöld. Ég tel þessi farmgjöld eðlileg. Ég bendi hins veg- ar á að farmgjöld hafa lækkað hjá Eimskip um 25 prósent að raunvirði undanfarin ár.“ Eðlilegt að eiga svo stóran hlut í Flugleiðum? - Er eðlilegt að Eimskip eigi í Flug- leiðum, og þar að auki svo stóran hlut? „Ég tel ekkert óeðlilegt við það að Eimskip eigi svo stóran hlut í Flug- leiðum." - Nú er það í markmiðum Eimskips Verðbréfamarkaðurinn: Hagnaður þriggja stærstu verðbréfafyrirtækjanna Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB hf., er með mestan hagnað þriggja stærstu verðbréfafyrirtækja landsins, Fjárfestingarfélagsins, Kaupþings og VÍB. Hagnaður VÍB eftir skatta var um 40,8 milljónir. Arðsemi eigin fjár hjá fyrirtækinu var hvorki meira né minna en 37 prósent. Forstjóri VÍB er Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur. Hagnaður Fjárfestingarfélagsins var rúmar 32 milljónir og hagnaður Kaupþings eftir skatta var um 17 milljónir. Þess má geta aö Fjárfest- ingarfélagið greiðir enga skatta af hagnaði síðasta árs þar sem nýta má sér skattafrádrátt vegna taps á síð- asta ári en þá afskrifaði félagiö öll bréf sín í Vogalaxi. Arðsemi eigin fjárvhjá VÍB var einnig mest á síöasta ári. Hún var um 37 prósent á móti 18 prósenta arðsemi hjá Fjárfestingarfélaginu og um 15 prósenta arðsemi Kaupþings. Þess má geta að bæði Fjárfestingar- félagið og Kaupþing eru með talsvert meira hlutafé en VÍB sem þýðir að svipaður hagnaður í krónum talið hjá fyrirtækjunum þremur gefur sjálfkrafa meiri arðsemi eigin fjár VÍB en hinna tveggja. Dæmi: Fyrirtæki A hefur 100 millj- ónir í hlutafé. B hefur 20 milljónir í hlutafé. Bæði skila 10 milljóna króna hagnaði. Arðsemi eigin fjár hjá A er Arðsemi eigin fjár í töflunum er miðað við hagnað eftir skattgreiðsiur___________ 10 prósent en 50 prósent hjá B. Þess skal getið að ekki er búið að loka ársreikningum veröbréfafyrir- tækja Landsbankans, Landsbréfa og Verðbréfamarkaðar Samvinnubank- ans og því ekki hægt að fá upplýsing- ar um afkomu þeirra. -JGH VÍB hagnaðist mest þriggja stærstu verðbi-éfafyrirtækjanna. Arðsemi eigin fjár hjá VÍB var einnig mest og hvorki meira né minna en 37 prósent. að fjárfesta í atvinnulífinu en til þessa hafa helstu fjárfestingarnar verið í fluginu. Liggja fyrir ákvarð- anir um að fjárfesta í nýjum atvinnu- greinum á næstu árum? „Þaö liggur ekkert ákveðið fyrir í þeim málum,“ sagöi Hörður Sigur- gestsson á fréttamannafundi Eim- skips í gær. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN óverðtr. Sparisjóðsbækur ób. 4,5-5 Lb Sparireikmngar 3ja mán. uppsogn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4.5-5 Lb\ VISITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24mán. 6-Ö.5 lb,Sp Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar i SDR7.1 -8 Lbjb Gengisb. reiknmgar i ECU 8,1 -9 Lb.ib ÓBUNDNIR StRKJARAR. Vísitolub. kjor, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjor, hreyfðir 10.25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR Vísitolubundinkjor 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12.25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 5,25-6 Ib Sterlingspund 11.5-12,5 Ib Vestur-þýsk mork 7,75-8 Ib Danskarkrónur 7.75 8.8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERDTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25 15.75 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareiknmgar(yfirdr) UTLÁN VERÐ- 18.75-19 Bb TRYGGÐ 7.75 8.25 Lb AFURÐALÁN Isl. krónur 14,75-15.5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandarikjadalir 8.8-9 Sp Sterlingspund 15.5 15.7 Lb.lb Vestur-þýsk mork 10,75-10.9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4.5 Lffeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21.0 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 91 15.5 Verðtr. mars 91 8 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 3009 stig Lánskjaravisitala feb. 3003 stig Byggmgavísitala mars. 566 stig Byggingavisitala mars 177.1 stig Framfærsluvisitala feb. 149,5 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun , jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.397 Einingabréf 2 2.916 Einingabréf 3 3,539 Skammtimabréf 1.808 Kjarabréf 5.308 Markbréf 2.828 Tekjubréf 2.066 Skyndibréf 1.579 Fjolþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2.587 Sjóðsbréf 2 1,811 Sjóðsbréf 3 1.794 Sjóðsbréf 4 1,552 Sjóðsbréf 5 1,081 Vaxtarbréf 1.8371 Valbréf 1.7098 íslandsbréf 1.120 Fjórðungsbréf l .073 Þingbréf 1.119 Öndvegisbréf 1.109 Sýslubréf 1.129 Reiðubréf 1.098 Heimsbréf 1.036 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7.14 Eimskip . 5,87 6.10 Flugleiðir 2,54 2.64 Hampiðjan 1.76 1.84 Hlutabréfasjóðurinn 1.77 1.85 Eignfél. Iðnaðarb. 2,00 2,10 Eignfél. Alþýðub. 1,47 . 1.54 Skagstrendingur hf. 4,20 4.41 Islandsbanki hf. 1.54 1.60 Eignfél. Verslb 1.35 1.40 Oliufélagið hf. 6.00 6,30 Grandi hf. 2.36 2.45 Tollvorugeymslan hf. 1.10 1.15 Skeljungur hf. 6.40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2.45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1.35 Útgerðarfélag Ak 3,80 3.95 Olis 2,19 2.30 Hlutabréfasjóður VlB 0.97 1.02 Almenni hlutabréfasj. 1,02 1.06 Auðlindarbréf 0,975 1,026 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíx’um og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.