Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Page 9
joor sq /.re a qTTn /, njTTP.Ö'5 FOSTUDAGUR 8. MARS 1991. Utlönd Neyðarástand er þúsundir Albana streyma til Italíu: Flóttamenn í matarleit berjast við lögreglu Neyöarkall barst í nótt frá al- bönsku skipi sem var aö sökkva und- an strönd Ítalíu með tuttugu og fimm manns um borð. Snemma í morgun var ekki vitaö hvort skipið væri eitt þeirra sem flutt hafa albanska flótta- menn til Ítalíu undanfarna viku. í ítölsku hafnarborginni Brindisi beitti fáliöaö lögreglulið kylfum gegn hungruöum albönskum flóttamönn- um sem reyndu í gærkvöldi að klifra yfir girðingar á hafnarbakkanum í M. Benz 190 E, árg. 1988, ek. 26.000, vel búinn aukahlutum. Volvo 740 GLE, árg. 1986, ek. 91.000, toppl., rafm. i rúðum samlæs., litað gler. Adríahaf dndisi /ALÍA Um fimmtán þúsund flóttamenn hafa komið á bátum frá Durres i Albaníu til Brindisi á Ítalíu siðustu viku. átt aö vörubíl meö matvæli. Hjálpar- Meðal albönsku flóttamannanna, sem komu til Ítalíu í gær, var ung kona komin að því að fæða barn. Hún var flutt starfsmenn eru sagðir hafa fleygt brauði og öörum matvælum til flótta- mannanna en síðan ekið bílnum burtu á meðan lögreglan reyndi að halda aftur af Albönunum. Rétt áður en til átakanna kom höföu sjúkrabíl- ar flutt á sjúkrahús tugi flóttamanna sem slasast höfðu er þeir reyndu að stökkva í land. Tíu bátar með al- banska flóttamenn lögðu að bryggju í hraðbát í land. í Brindisi í gær og í morgun reyndu tvö skip að leggjast aö. Útvarpið í Tirana í Albaníu greindi frá því í gær að flóttamenn hefðu reynt að taka traustataki danskt skip sem lá í höfninni í Durres. Áhöfnin er sögð hafa leyst landfestar og fleygt óæskilegum farþegum fyrir borð. Albanskir flóttamenn stökkva í land í Brindisi á ítaliu i gær. Símamynd Reuter Skammt frá þar sem átökin áttu sér stað í Brindisi í gærkvöldi hímdu átta þúsund albanskir flóttamenn, sem komu til Ítalíu í gær, undir ber- um himni einungis meö plast til að skýla sér fyrir næturkuldanum. Þar meiddust um tvö hundruð manns lít- ils háttar fyrr um daginn í troðningi sem varð er hjálparstarfsmenn dreiíðu mjólk og kexi. ítalska stjórnin kemur saman til fundar í dag vegna málsins annan daginn í röð. Aðstoðarforsætisráð- herra Ítalíu, Claudio Martelh, sagði við fréttamenn í gær að afstaða yfir- valda væri sú senda ætti flóttamenn- ina til baka nema þá sem væru pólit- ískir flóttamenn. í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra sagði síðar að ítölsk yfirvöld myndu hvetja stjórnina í Albaníu til að stöðva flóttamannastrauminn. Hins vegar var ekki minnst á að flóttamennimir yrðu sendir heim. Yfirvöld í Albaniu settu hafnar- borgina Durres undir stjórn hersins í gær og bönnuðu fjöldasamkomur í höfuðborginni Tirana og þremur Simamynd Reuter öðmm borgum til að reyna að stöðva flóttamannastrauminn. Stjómarerindrekar og fréttamenn segja ástæðuna fyrir hinum mikla flóttamannastraumi nú vera gífur- legan matarskort og stjórnmálaöng- þveiti í Albaníu. Auk þess eigi aukin tengsl viö umheiminn hlut að máli. Margir þeirra sem halda úr landi eru sagðir ungir, án nokkurrar mála- kunnáttu og starfsmenntunar. Unga fólkið hefur að engu beiðni bæði yfir- valda og stjórnarandstöðu um að vera um kyrrt heima og taka þátt í fyrstu fjölflokkakosningunum í Al- baníu sem fram fara 31. mars næst- komandi. Reuter BMW 325i, árg. 1986, ek. 94.000, toppl., álfelgur, ABS, litað gler o.fl. Cherokee Laredo, árg. 1985, ek. 106.000, 2,5 I vél, 5 gírar. ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SKRÁ OG Á STAÐINN. BILASALAN Smiðjuvegi 4, Kop. s. 77202 Opiö laugardaga Eduard Sévardnadze talar út um sovésk stjómmál: „Hulið vald“ ræður meira en forsetinn - segir að Gorbatsjov hafi ekki fyrirskipað beitingu valds Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð verður haldið á neðangreindu lausafé fimmtudaginn 21. mars 1991 kl. 14.00 við lögreglustöðina, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, að kröfu ýmissa lögmanna og innheimtumanns ríkissjóðs. Selt verður: Bifreiðarnar: R-46094, L-1053, G-26326, FÞ-513, HF-078, L-2471, EJ- 364, N-139, L-96, L-2576, R-49749, U-3334, L-800, L-2161, L-2471. Dráttarvélarnar: LD-1753, ZO-718, ZK-945, ZK-420, ZK-535, LD-2034, LD-1296, LD-1482, LD-1883. Auk þess ámoksturstæki, sláttuþyrlur, rakstrartæki, kartöfluupptökuvél, vél- sleði, sjónvarp, myndbandstæki. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU „Forsetinn ákveður ekki alltaf allt sem gert er. Ég á við að það er við lýði í Sovétríkjunum eins konar „hulið vald" sem við verðum að rannsaka betur,“ sagði Eduard Sé- vardnadze, fyrrum utanríkisráö- herra Sovétríkjanna, í viötah við sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum. Sévardnadze ræddi þar um síðustu atburði í Sovétríkjunum og sagði að Mikhail Gorbatsjov hefði ekki fyrir- skipað beitingu valds gegn sjálfstæð- ishreyfingum í Eystrasaltslöndun- um. Þess í stað vísaði hann til þessa „hulda valds“ sem enginn vissi hvernig starfaði en þó væri ljóst að einhvers staðar að kæmu fyrirskip- anir th KGB um að láta th sín taka. „Oft eru ákvarðanir teknar án þess að forsetinn hafi hugmynd um. Þaö er mjög slæmt,“ sagði Sévardnadze. Hann sagði að versti kosturinn í stöðunni fyrir Gorbatsjov væri að segja af sér. í því fælust að vísu kröft- ug mótmæli við framferði harðlínu- manna en vandi Sovétríkjanna væri ekki leystur. Sévardnadze mótmælti kenningum um að hann hefði sjálfur sagt af sér embætti utanríkisráðherra vegna þess að hann vissi að th stæði að beita valdi í Eystrasaltsríkjunum. „Hefði ég vitað hvað var í Vændum hefði ég sagt frá því opinberlega. Ég hefði varað fólk við en ég vissi ekk- ert,“ sagði Sévardnadze. Reuter Hm ÉLUi & LEIiI Smiðshöfða 6-112 Reykjavík, sími 674800, fax 674486 ÚTSALA TRÉSMÍÐAVÉLAR - JÁRNSMÍÐAVÉLAR RÝMUM FYRIR NÝJUM VÉLUM 10-20% AFSLÁTTUR Á NÝJUM OG NOTUÐ- UM VÉLUM NÆSTU DAGA. EIGUM ÁVALLT MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM OG NOTUÐUM VÉLUM. OPIÐ LAUGARDAG KL. 13 - 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.