Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991.
25
Iþróttir
ÉÉI8Í
Lokamínútumar
vmu rosalesar
ungur nýliöi bjargaði Þór á ævintýralegan hátt frá falli
og
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Þaö var frábært aö sjá boltann-
fara rétta leið á síðustu sekúndu
leiksins eftir skotið frá Helga mín-
um. Þar með tryggðum við það
endanlega að við föilum ekki, enda
með allt of gott lið til þess. Þetta
var rosalegur leikur og Stólarnir
að berjast fyrir urslitasæti. Þeir
gáfu allt í leikinn en geta í lökin
engu um kennt. nema sjáifum sér,“
sagði Sturla Örlygsson þjálfari og
leikmaður Þórs eftir einhvem æsi-
legasta körfuboitaleik sem fram
hefur farið á Akureyri. Með 97:96
sigri tryggðu Þórsarar það að þeir
geta ekki fallið í 1. deild, en úrslitin
þýða að sama skapi þaö að Tinda-
stóll missir af sætinu í úrslita-
keppninni.
Helgi Jóhannesson, ungur piltur
sem er að stíga sín fjrstu skref í
meistaraílokki skoraði sigurkörfu
leiksins með langskoti þegar 6 sek,
vora eftir af leiknum, og flölmargii-
áhorfendur hreinlega ærðust af
fögnuði. Æsilegum leik, þar sem
voru miklar sviptingar í vel leikn-
um leik upp á líf og dauða fyrir
bæði iiðin, lauk þvi heimamönnum
í vil, en miðað við gang leiksins
hefði sigurinn getað hafiiað hvoru
megin sem var.
Þórsarar voru yfirleitt með for-
ustuna í fyrri háifleik og náðu mest
13 stiga forskoti í hálfleik 48:35. En
eftir 6 mín. í siðari hálfleik hafði
Tindastóll unnið þetta upp og gott
betur því þeir voru yfir 61:54. Þór
jafnaði en undir lokin komust Stól-
arnir aftur yfir og þegar 3 min.
voru eftir leiddu þeir með 6 stigum.
En þórsarar neituðu að gefast upp
og með griðarlegri baráttu tókst
þeim að sigra í lokin og loksins að
vinna í jöfnum leik.
Dan Kennard var mesti maður
Þórs, skoraði 28 stig og tók jafn-
mörg fráköst. Þá var Sturla Örlygs-
son góður og Konráð Óskarsson
átti frábæran kafla í síðari hálfleik.
Hjá Stólunum var Ivan Jonas best-
ur, gríðarlega sterkur og Einar
Einarsson átti stórleik framan af.
• Stig Þórs: Dan Keimard 28,
Sturla Örlygsson. 26, Konráð
Óskarsson 21, Jón Örn Guðmunds-
son 9, Björn Sveinsson 4, Helgi Jó-
hannesson 4, Jóhann Sigurðsson 3
og Eiríkur Sigurðsson 2.
• Stig Tindastóls: Ivan Jonas 30,
Einar Einarsson 22, Karl Jónsson
21, Valur Ingimundarson 20, Sverr-
ir Sverrisson 2 og Haraldur Leifs-
son l.
■
i Hauka og ÍR í Hafnarfirði í gærkvöldi.
eiga eftir einn leik til að rétta hlut sinn
DV-mynd Brynjar Gauti
Flavík
;apíKeflavík
• Stig Keflvíkinga: Falur Harðarson
30, Hjörtur Harðarson 18, Jón Kr. Gísla-
son 14, Tyron Thornton 12, Albert
Óskarsson 10, Sigurður Ingimundarson
9, Kristinn Friðriksson 5, og Skúli
Skúlason 4.
• Stig Vals: David Grissom 23, Guöni
Hafsteinsson 15, Matthías Matthíasson
15, Helgi Gústafsson 8, Gunnar Þor-
steinsson 6, Ragnar Jónsson 2, Bjarni
Magnússon 2, og Brynjar Sigurðsson 2.
• Guðmundur Stefán Maríasson og
Jón Otti Ólafsson dæmdu leikinn og
voru sæmilegir
o n
Körfubolti
Úrvalsdeild
• Staðan í úrvalsdeildinni er
þessi eftir leikina í gærkvöldi:
Þór-Tindastóll...........97-96
Haukar-ÍR................78-70
Kefla vík-V alur........102-73
A-riðill:
Njarövík.....25 21 4 2407-1930 42
KR...........25 16 9 2134-2024 32
Haukar.......26 12 14 2177-2217 24
Snæfell......25 6 19 1965-2238 12
ÍR...........25 6 19 2033-2323 12
B-riðill:
Keflavík....25 19 6 2472-2279 38
Grindavík...25 17 8 2163-2049 34
Tindastóll... 25 15 10 2333-2260 30
Þór..........26 7 19 2347-2490 14
Valur........25 7 18 2059-2220 14
• í gærkvöldi voru tveir leikir í
1. deild kvenna í körfuknattleik.
ÍS sigraöi KR í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans með 62 stigum gegn
43 og Haukar unnu Grindavík,
78-33.
Golf mót haldið á
íslandi 9. mars
HVeðurblíðan hér á landi í vetur hefur komið sér illa fyrir ákveðinn
hóp íþróttamanna, nefnilega skíðafólk. Annar er sá hópur sem
nýtt hefur sér ótrúlega gott tíðarfar. Er þar átt við golfáhugamenn.
Kylfingar hafa varla lagt kylfum sínum enn þó komið sé fram í
marsmánuð. Ög ekki eru líkur á því að veðurfar bregði fæti fyrir kylfmga á
næstu dögum.
Á morgun, laugardaginn 9. mars, er ætlunin að halda golfmót hér á landi,
nánar tiltekið á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði. Það er einstakt að hægt
sé að halda golfjnót hér á landi á þessum árstíma þegar vetur konungur
lætur jafnan mest fara fyrir sér. Samkvæmt heimildum DV hefur aldrei far-
ið fram golfmót á þessum árstíma áður hér á landi.
Sveinbjörn Björnsson hjá Golíklúbbnum Keili sagði í samtali viö DV í
gærkvöldi að fjöldi kylfmga hefði leikið golf undanfarna daga í veðurblíð-
unni. Það ætti því ekkert að koma kylfmgum á óvart að þeir hjá GK ætluðu
að halda mót á morgun, laugardag. Ræst verður út frá klukkan tíu um morg-
un til klukkan tvö eftir hádegi og er öllum kylfingum heimil þátttaka. -SK
Stúf ar frá Englandi
O Jón Kr. Gislason lék vel með IBK
i gærkvöldi að venju.
Gimnar Sveinbjömsson, DV, Englandi:
Bobby Gould byrjaði vel hjá WBA
og náði jafntefli í sínum fyrsta leik
gegn efsta hði deildarinnar, West
Ham, á The Hawthorns um helgina.
WBA var betra hðið í leiknum og
hefði verðskulað sigur ef eithvað
var. Lífið er þó ekki alltaf dans á
rósum hjá Gould og hann þarf nú að
finna nýjan fyrirliða í snarhasti því
harðjaxhnn Graham Roberts neitar
alfarið að sinna því starfi áfram.
Roberts verður þó ekki refsað fyrir
* gerðir sínar því það var fyrst og
fremst pressa sem stuðlaði að þess-
arri ósk leikmannsins.
• West Ham hefur orðið fyrir
miklu áfalh. Markahæsti leikmaður
liðsins, Trevor Morley, var stunginn
tvívegis í kviðinn með hnífi snemma
á mánudagsmorgun í ónefndu húsi í
Essex og liggur nú á sjúkrahúsi og
missir af næstu leikjum liðsins. Kona
hefur verið handtekin vegna málsins
og færð til yfirheyrslu. Líðan Mor-
ieys er sögð vera eftir atvikum en
ljóst er að hann missir af deildarleik
gegn Plymouth og bikarleiknum
gegn Everton. West Ham er efst í 2.
deildinni sem stendur og er komið í
8-liða úrslit í bikarnum. Stöðu Mor-
leys í næstu leikjum tekur Jimmy
Quinn.
• Imre Varadi, framherjinn víð-
förli hjá Leeds United, virðist nú vera
á faraldsfæti enn á ný. Leeds hefur
litla not fyrir leikmanninn og er th-
búið að selja ef viðkomandi tilboð
berst. Rotherham hefur sýnt málinu
áhuga og lagt fram tilboð sem Leeds
sætti sig við en gallinn var sá að
Varadi hafði engan áhuga á að leika
með Rotherham. Það er þó deginum
ljósara að framtíð Varadi liggur ekki
hjá Leeds og aðeins spurning um
hvert þessi ungverskættaði fram-
herji heldur næst með ferðatösku
sína.
• Brian Talbot fyrrum fram-
kvæmdastjóri WBA var ekki lengi
atvinnulaus eftir að forráðamenn
Albion sögðu honum að taka pokann
sinn. Talbot hefur nú gengið til liðs
við Fulham en mun eingöngu leika
með liðinu ef hann kemst í það en
láta öll stjórnunarstörf alfariö eiga
sig. Talbot sagði við fréttamenn að
hann hlakkaði til að spila með Ful-
ham og það yrði góð tilbreyting að
spila án pressunnar sem fylgdi því
að vera líka framkvæmdastjóri.
• Teitur. • Ólóíur.
Brann erf itt
í samskiptum
- Óll skoraöi fyrir Lyn
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Gamla félagið þeirra Teits og
Ólafs Þórðarsona, Brann frá
Björgvin, neitar nú alfarið að
ganga frá félagaskiptum Ólafs
Þórðarsonar yfir til Lyn fyrr en
sættir hafa náðst í deilu félagsins
við Oslóarliðið Lyn í kjölfar
brotthvarfs Teits síðasthðið
haust. Hefur Brann jafnvel hótað
aö fara méð málið fyrir dómstóla.
„Við vonumst til þess að geta
leyst máhð með friði eða með
málamiðlun af einhveiju tagi en
útilokum ekki þann möguleika
að máhð fari fyrir dómstóla,"
sagði stjórnarformaður Brann,
Magne Revheim, í samtali viö
Bergens Tidende um helgina.
Forráðamenn félaganna áttu um
síðustu helgi viðræður um lausn
málsins á ársþingi norska knatt-
spymusambandsins í Haugasundi.
Ekkert samkomulag náðist hins
vegar þar.
„Allir launþegar hafa rétt á að
segja upp vinnu sinni,“ var þaö
eina sem Teitur vildi láta hafa eft-
ir sér um málið í spjalli við BT.
Lögfræðingur Teits, Gunnar
Martin Kjenner, sagði í samtali við
BT að hann gæti ekki séð að Brann
gæti gert neina peningakröfu á
hendur honum eða Lyn.
• Ólafur Þórðarson skoraði eitt
fimm marka Lyn í stórsigri þess í
æfingaleik gegn Moss fyrir stuttu.
Lokatölur urðu 5-0.
; 11111 i
t 4 f f í!Íffilrrt?fí i 1 $ i 1 iHÍffHiriiliiilfl f * »