Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Síða 26
34 •íttl 'ifl/.I/. .í nU.j/.UoVijÖl FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. Afmæli Dagbjört Ásgrímsdóttir Dagbjört Ásgrímsdóttir húsmóðir, Skíðabraut 7, Dalvík, er áttatíu og fimmáraídag. Starfsferill Dagbjört fæddist í Haganesvík í Fljótum og ólst upp í Vestur-Fljót- um. Hún lauk kennaraprófi 1933 og kenndi við Unglingaskólann í Svarf- aðardal 1933-34, við Unglingaskól- ann á Dalvík 1934-35, við Unglinga- skóla Svarfdæla 1938-39 og var for- fallakennari við barnaskólanri á Grund í Svarfaðardal um skeið frá 1942. Dagbjört flutti til Dalvíkur 1960 og rak þar hannyrðaverslun um fjórt- án ára skeiö frá 1963. Fjölskylda Dagbjört giftist 2.6.1933 Stefáni Bjömssyni, f. 9.7.1908, b. að Grund í Svarfaðardal og síðar verkstjóra og skrifstofumanni á Dalvík, en hann er sonur Björns Runólfs Árna- sonar, b. og kennara í Svarfaðardal, og konu hans, Önnu Stefaníu Stef- ánsdóttur. Böm Dagbjartar og Stefáns eru Þorsteinn Svörfuður, f. 22.8.1937, læknir í Reykjavík, var kvæntur Sigríði J. Hannesdóttur kennara og eiga þau þrjú börn en kona Þor- steins er Þórunn Ingólfsdóttir; Jó- hannes, f. 27.1.1940, fiskmatsmaður á Dalvík, kvæntur Hugrúnu Marin- ósdóttur húsmóöur og eiga þau einn son; Anna, f. 8.8.1947, hjúkrunarfor- stjóri í Reykjavík, gift dr. Jóni Pét- urssyni eðlisfræðingi og eiga þau þrjú börn; Bjöm Runólfur, f. 8.7. 1948, verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur málara og eiga þau þrjú börn; Sigur- laug, f. 7.5.1952, bókari á Dalvík, gift Símoni Páli Steinssyni skip- stjóra og eiga þau þrjú böm. Fóstur- sonur Dagbjartar: Ásgrímur Páls- son, f. 13.8.1930, d. 17.12.1984, lærð- ur flugumferðarstjóri og síðar fram- kvæmdastjóri, var kvæntur Önnu Þorgrímsdóttur og áttu þau tvö börn en seinni kona Ásgríms var Ragn- heiður Hermannsdóttir. Ásgrímur var bróðursonur Dagbjartar. Dagbjört er yngst þrettán systk- ina. Systkini hennar: Ingiríður Ás- laug, f. 26.12.1880, d. 27.12.1946, húsmóðir á Siglufirði; Sigurður, f. 26.6.1883, d. 1936, b. og sjómaður, afi Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi; Stefán, f. 1886, d. 17.11. 1897; Grímur, f. 4.6.1888, d. 1897; Páll, f. 21.3.1892, d. 3.8.1978, búsett- ur á Siglufirði, faðir Indriða, fyrrv. forstjóra Skeljungs; Jóhanna Lo- vísa, f. 19.4.1893, húsmóðir í Kaup- mannahöfn; Kristinn Ágúst, f. 19.8. 1894, d. 21.12.1971,járnsmiður í Hrísey og á Skagaströnd, faðir Björns Ottós, fyrrv. skólastjóra Vél- skólans á Akureyri, Áma Garðars, auglýsingastjóra Morgunblaðsins og Magnúsar Bærings, fyrrv. skóla- stjóra í Kópavogi; Guðrún, f. 27.9. 1895, dó mánaðargömul; María, f. 23.10.1896, húsfreyja ÍFljótum og síðar á Akureyri, móðir Ástu Krist- ínar Guðvarðardóttur, konu Úlfs Ragnarssonar læknis; Guðrún, f. 1897, dó eins og hálfs árs; Stefán Grímur, f. 26.9.1899, d. 1.12.1968, verkamaður á Siglufirði og síðar á Akureyri; faðir kennaranna Jóns Arndal og Sigurlaugar Arndal; Bær- ingur, f. 26.7.1902, fórst með Mb Samson frá Siglufirði 1922. Foreldrar Dagbjartar voru Ás- grímur Sigurðsson, f. 8.12.1856, d. 23.6.1936, b. í Dæli í Fljótum, og kona hans, Sigurlaug Sigurðardótt- ir, f. 21.12.1861, d. 4.4.1952, hús- freyja. Ætt Ásgrímur var sonur Sigurðar, b. í Háakoti, Pálssonar, b. á Miklhóli, Sigfússonar, b. í Dæli, Rögnvalds- sonar, bróður Jóns, langafa Sólveig- ar, móður Einars Olgeirssonar. Sigurlaug var dóttir Sigurðar, b. á Stóra-Grindli, Sigmundssonar, og konu hans, Ingiríðar Grímsdóttur, prests á Barði í Fljótum, Grímsson- Dagbjört Asgrímsdóttir. ar, græöara, Magnússonar. Móðir Gríms á Barði var Sigurlaug, systir Kristjáns, langafa Jóhanns Sigur- jónssonar skálds, og Jóns, fóður Jónasar frá Hriflu. Sigurlaug var dóttir Jóseps, b. í Ytra-Tjarnarkoti, Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagbjört verður heima á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 8. mars 85 ára Valdís Helgadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Kristín Guðnadóttir, Furugerði 1, Reykjavík. 75 ára Jakob Böðvarsson, Engimýri 4, Akureyri. Hilmar Ágústsson, Aöalbraut 44, Raufarhöfn. Guðmundur Sverrir Runóifsson, Klapparstíg8, Njarðvík. 50 ára Kristín Guðmundsdóttir, Breiöabólstað II, Miödalahreppi. Þorvaldur Guðmundsson, Seljalandsvegi 26, ísafirði. 60 ára 40 ára Vilborg Andrésdóttir, Garöabraut 18, Akranesi. Kristjana Vagnsdóttir, Sveinseyri, Þingeyri. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Kóngsbakka 5, Reykjavík. Inga S. Óiafsdóttir, Saurbæ, Saurbæjarhreppi. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram að Bjamarbraut 2, Borgarnesi, fimmtud. 14. mars ’91 kl. 10.00: Borgarbraut 33, Borgamesi, þingl. eigandi Rafblik Reynir Ásberg Ní- elsson. Uppboðsbeiðandi er inn- heimtumaður íúkissjóðs. Borgarbraut 39, Borgamesi, talinn eigandi Ólafur H. Jóhannesson. Upp- boðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Álftárós, Álftaneslireppi, þingl. eig- endur Ólafur H. Sigtryggsson og Sig- rún Daníelsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl., Ólafur Sigurgeirsson hdl., Skúli Pálsson hrl., Garðar Garðarsson hrl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., innheimtumað- ur rfkissjóðs,_ Búnaðarbanki íslands, Landsbanki Islands, Gjaldskil sf. og Lögmenn, Seltjamamesi. Brákarbraut 7, Borgamesi, þingl. eig- endur Eggert Hannesson/Þórey Val- geirsd. Uppboðsbeiðendur em Lög- mannsstofan sf., Reynir Karlsson hdl. og Steingrímur Eiríksson hdl. Böðvarsgata 12, Borgamesi, þingl. eigandi Hörður Jóhannesson. Upp- boðsbeiðendur em Ólafur Sigurgeirs- son hdl., Sigríður Thorlacius hdl: og Landsbanki íslands. Hátröð 9, Svarfhólsskógi, Hvalíjstr., þingl. eigandi Eyþór Jónsson. Upp- boðsbeiðandi er Benedikt Ólafsson hdl. Hagamelur 7, Skilmannahreppi, þingl. eigandi Ámi P. Baldursson. Uppboðs- beiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Mávaklettur 3, Borgamesi, þingl. eig- andi Torfi Karlsson. Uppboðsbeiðend- ur eru Tryggingastofhun ríkisins, Sig- ríður Thorlacius hdl. og Guðmundur Pétursson hdl. Kolsstaðir, Hvítársíðuhreppi, þingl. eigendur Bjöm Emilsson o.fl. Upp- boðsbeiðendur em innheimtumaður ríkissjóðs, Sigríður Thorlacius hdl. og Eggert B, Ólafsson hdl. Melar, Leirár- og Melahreppi, þingl. eigandi Eggert Guðmundsson. Upp- boðsbeiðandi er Búnaðarbanki Is- lands. Kveldúlfsgata 15, Borgamesi, þingl. eigandi Agúst Guðmundsson. Upp- boðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð annað og siðara á eftirtöldum eignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtud. 14. mars ’91 kl. 10.00: Reitur, Reykholtsdalshreppi, þingl. eigandi Þórður Þórðarson. Uppboðs- beiðandi er Búnaðarbanki íslands. Steinsholt, Leirár- og Melahreppi, þingl. eigandi Ólafur H. Ólafsson. Uppboðsbeiðendur em Gylfi Thorla- cius hrl., Fjárheimtan hf. og Lands- banki íslands. Sumarb. nr. 53, Fitjum, Skorradal, þingl. eigendur Magnús Bjömsson- /Valgerður Sigurðaní. Uppboðsbeið- endur em Ólafur Sigurgeirsson hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Björk, Reykholtshreppi, þingl. eigend- ur Jón Péturss./Þórvör E. Guð- mundsd. Uppboðsbeiðandi er inn- heimtumaður ríkissjóðs. SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU Hilmar Bjömsson Hilmar Björnsson, fyrrv. stýrimað- David T. Mc. Kee og eru börn þeirra ur og verkstjóri, Hlaðbrekku 13, Kópavogi, er sextíu og fimm ára í dag. Starfsferill Hilmar fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann fluttist til Reykjavíkur 1945 og lauk farmanna- prófi Stýrimannaskólans 1952. Hilmar var stýrimaður hjá Land- helgisgæslunni á vitaskipinu Her- móði og síðan hjá Eimskip til 1962. Eftir að Hilmar kom í land var hann verkstjóri hjá Jöklum til 1969 en hóf þá störf hjá Tollvörugeymslunni í Reykjavík þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Hilmar kvæntist 23.9.1951 Louisu Haraldsdóttur, f. 28.8.1920, d. 1.10. 1971, dóttur Haraldar Arasonar og Kristínar Guðnadóttur frá Akra- nesi. Dóttir Hilmars og Louisu er Krist- ín Björg, f. 24.4.1953, í sambúð með Jóni ívari Guðjónssyni, en börn Kristínar Bjargar eru Louisa Karin, f. 4.12.1971, HilmarBjörn, f. 29.4. 1976, Pétur Már, f. 6.7.1978 og Karó- lína, f. 12.9.1982. Sonur Hilmars og Louisu er Bjöm Hilmarsson, f. 9.5.1960. Sambýliskona Hilmars er Sigríður Gestsdóttir, f. 10.6.1924. Dóttir Sigríðar er Ragnhildur Guðbrandsdóttir, f. 25.11.1950, gift Guðbrandur og Isak. Sonur Sigríðar er Rúnar Guð- brandsson, f. 24.5.1956 og á hann einadóttur, Mist. Hilmar á einn bróður. Sá er Björg- vin Hreinn, f. 20.5.1932, kvæntur Erlu Ásgeirsdóttur, og er dóttir þeirra Birna, f. 21.12.1954, en dóttir Bimu er Kristín Erla. Foreldrar Hilmars voru Bjöm Magnússon, f. 17.3.1879, d. 26.1.1939, b. á Borgarlæk og verkamaður á Sauðárkróki, og kona hans, Karitas Jóhannsdóttir, f. 3.3.1894, d. 11.9. 1979, húsfreyja. Ætt Björn var sonur Magnúsar, b. í Selnesi á Skaga, hálfbróður Mar- grétar, móður dr. Rögnvalds Péturs- sonar í Winnipeg. Hálfbræður Magnúsar, samfeðra, voru Rögn- valdur Björnsson sýslumaður og Ólafur, prestur á Ríp. Magnús var sonur Björns, b. í Eyhildarholti, bróður Árnljóts, prests í Sauðanesi, þess er skrifaði Auðfræðina. Björn var sonur Ólafs, b. á Auðólfsstöðum, bróður Guðmundar, afa Frímanns í Hvammi, afa Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns, fóður Páls Ásgeirs sendiherra, íoður Tryggva banka- stjóra. Ólafur var sonur Björns, b. á Auðólfsstöðum, Guðmundssonar, Skagakóngs, b. í Höfnum á Skaga, ættfóður Hafnarættarinnar, Björns- sonar. Móðir Björns í Eyhildarholti Hilmar Björnsson. var Margrét Snæbjörnsdóttir, prests í Grímstungu, Halldórssonar, biskups á Hólum, Brynjólfssonar. Móðir Magnúsar í Selnesi var Guö- rún Siguröardóttir, b. á Akri í Húna- vatnssýslu, Sveinssonar og Þórunn- ar Þorláksdóttur frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Móðir Björns á Borgarlæk var Ingibjörg Vigfúsdóttir, trésmiðs í Skagafirði, Vigfússonar, prests í Reykdal, Eiríkssonar, prests í Hvammi í Laxárdal og á Hofi á Skagaströnd. Móðir Ingibjargar var Júlíana María Sveinsdóttir, b. á Ljótsstöðum, Jónssonar og Guörún- ar Jónsdóttur. Foreldrar Karitasar voru Jóhann Magnússon og Ingibjörg Þorsteins- dóttir. Baldur Fjölnisson Baldur Fjölnisson, fulltrúi skatt- stjóra Norðurlandsumdæmis vestra, til heimilis að Lindargötu 11, Siglufirði, er fertugur í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Reykjavík en ólst upp að Gilá í Vatnsdal i Austur- Húnavatnssýslu. Hann bjó síöan í Reykjavík 1968-84 en hefur búið á Siglufirði síöan. Baldur lauk stúdentsprófi frá MR 1971 og stundaði eftir þaö ýmsis störf til lands og sjávar. Baldur hóf störf hjá Útvegsbanka íslands 1978 og starfaði þar til 1984. Hann var innheimtustjóri hjá Siglufjarðar- kaupstaö um nokkurra mánaða skeið á árinu 1984 en hefur síðan þá verið fulltrúi skattstjóra Norður- landsumdæmis vestra. Baldur hefur starfað nokkuö að skákmálum á Siglufirði og verið for- maður Skákfélags Siglufjarðar um nokkura ára skeiö. Hálfsystkini Baldurs, sammæðra, eru Páll Marteinsson, f. 23.8.1954, rafeindavirkjameistari á Blönduósi, en sambýliskona hans er Soffia Jó: hannesdóttir og eiga þau saman einn son, Martein Svan, en börn Soffiu frá fyrra hjónabandi eru Kristrún Huld og Björgvin Huldar Sigmundsbörn; Kristín Indíana Marteinsdóttir, f. 24.6.1956, b. á Gilá, gift Hannesi Sigurgeirssyni búfræð- ingi og eru börn þeirra Þuríður og Indriði; Jakob Daði Marteinsson, f. 21.10.1958, húsgagnasmiður i Reykjavík; Laufey Marteinsdóttir, f. 28.1.1960, húsfreyja á Blönduósi en sambýlismaður hennar er Hjör- leifur K. Júlíusson húsasmíðameist- ari og er sonur þeirra Auðun Ágúst; Einar Marteinsson, f. 20.10.1966, vinnuvélastjóri i Reykjavík en sam- býliskona hans er Hrefna Einars- dóttir og eru sonur hennar Sigur- geir Snæbjörnsson; Þór Marteins- son, f. 5.11.1967, bifreiðasmiður í Reykjavík en sambýliskona hans er Laufey Einarsdóttir. Foreldrar Baldurs: Fjölnir Björns- son, f. 4.4.1922, verslunarmaður í Reykjavík, og Þuríður Indriðadóttir, f. 8.6.1925, húsfreyja á Gilá í Vatns- dal. Eiginmaður Þuríöar og stjúpi Baldurs er Marteinn Ágúst Sigurðs- Baldur Fjölnisson. son, f. 17.10.1923, húsgagnasmíða- meistari og b. á Gilá, sonur Sigurðar Þorsteinssonar, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Lilju Mar- teinsdóttur. Fjölnir er sonur Björns, b. siðast í Mýnesi í Eiðaþinghá Antoníusson- ar, og konu hans, Guðrúnar Einars- dóttur, b. á Stóra-Sandfelli í Skrið- dal Jónssonar. Þuríður er dóttir Indriða Guð- mundssonar, b. og oddvita á Gilá, og konu hans, Kristínar Gísladóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.