Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Side 28
36
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991.
Limran
Okkar þjóðlíf nœstu vikur eflaust vel fer.
Blessuð sólin hœrra og hœrra um okkar hvel fer.
Allt er sem á bjargi byggt,
skjálftalaust og traust og tryggt,
og af skjánum sjaldán burt hann Bjarni Fel fer.
Jónas Árnason
Andlát
Ásta Valdimarsdóttir, Grænukinn
28, Hafnarflrði, lést á Landakotsspít-
ala miðvikudaginn 6. mars.
Jarðarfarir
Axel Magnússon pípulagningameist-
ari, Tryggvagötu 26, Selfossi, sem lést
í Borgarspítaianum þann 3. mars sl.,
verður jarðsettur frá Selfosskirkju
laugardaginn 9. mars kl. 13.30.
Meiming
Alheimskraftar í málverki
Þungir litir, mettaðir ískyggilegri birtu, einkenna
verk margra norskra listamanna af yngri kynslóð,
allt frá afstraktmálurum til raunsærri listamanna á
borð við Odd Nerdrum. Liti af þessu tagi blanda menn
ekki upp úr kennslubók, né heldur eru þeir bein endur-
speglun birtunnár. Þeir eru miklu heldur eins og
materia gullgerðarmannsins, samsafn aðskiljanlegra
framefna úr náttúrunni sem listamaðurinn hantérár,
skefur, skarar í og skrámar uns það lætur uppi merk-
ingu sína. Svo mögnuð er þessi blanda oft og tíðum
að hún getur staðiö ein og sér, þarfnast ekki lista-
mannsins.
Þessi dauðaieit að andlegu inntaki í dumbu efninu
er mjög einkennandi fyrir þankagang Norðmanna.
Flestir íslenskir listamenn mundu vísast láta sér nægja
að krafsa í yfirborð efnisins, fella það að formrænum
hugmyndum sínum. En vera má að þetta sé að breyt-
ast, ef til vill fyrir áhrif frá Norðmönnum.
Ungur listamaður, Birgir Björnsson, hefur um skeið
sýnt ellefu málverk í Galleríi Sævars Karls við Banka-
stræti (lýkur í kvöld, 8. mars). Birgir er einmitt mennt-
aður í Noregi, var þar í læri hjá Morten Krohg og
Knut Swane.
í glóðheitum litum
Málverk hans eru smá í sniðum en hlaðin glóðheitum
litum sem eru allt í senn ámálaðir, mótaöir og rákaðir
af rnikilli ákefð en jafnframt af fágun. Trú listamanns-
ins á áhrifamátt litanna er alger; sjá þykka litatau-
mana í myndum hans sem dregnir eru milliliðalaust,
með sjálfum málningartúpunum.
Hér, eins og í verkum margra Norðmanna, er gengið
eins nærri efninu, málningunni, eins og hægt er án
þess að öðrum miölum sé blandað inn í dæmið. Mark-
miðið er að gera efnið gegnsætt, opinbera þá krafta
sem það endurspeglar. Hér er ekki um helberar getgát-
ur að ræða frá minni hendi því í sýningarskrá er að
flnna tilskrif frá listamanninum. Þar segir hann með-
al annars: „Málarinn endurspeglar þeim áhrifum sem
Birgir Björnsson.
MyncUist
Aðalsteinn Ingólfsson
heimurinn hefur á hann, í þau verk sem hann vinnur
að... Fólk skapar hugmyndaheima. Heimurinn skap-
ast að nýju á hverjum degi... Kraftar alheimsins eru
öllu sterkari. Þessi kraftur endurspeglast í öllu um-
hverfmu - í allri hinni stóru náttúru..
Nú veit ég ekki, fremur en aðrir, hvemig alheims-
kraftarnir líta út þegar þeir hafa verið yfirfærðir á
striga. En málverk Birgis eru sterk í sér, þau varð-
veita í sér hráan og ómengaðan veruleikann eins og
hann líður um vitund listamannsins. Birgir sjálfur er
næstum aukaatriði.
Góður f lutningur
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla-
bíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Frank Shipway frá
Bretlandi og landi hans Imogen Triner óbóleikari lék
einleik. Flutt voru verk eftir Benjamin Britten, Ralph
Vaughan Wilhams og Johannes Brahms.
Eftir Britten voru fluttar Fjórar sjávarmyndir úr
óperunni, Peter Grimes. Þetta er einföld og einkar
myndræn tónlist í neoklassískum stíl. Hún er ef til
vill eki mikil á dýptina en falleg og stemningsrík og
vel útsett fyrir hljómsveitina. Konsert fyrir óbó og
strengjasveit eftir Williams er ekki tónlist sem líkleg
er til langlífis. Verkið er heldur hugmyndasnautt og
einkennilega hreyfihamlað.Stundum er dvalið lang-
tímum saman dúllandi í kringum einn tón í hending-
um sem koma aftur og aftur nánast óbreyttar. Tóna-
mál Williams er kunnuglegt og fer lítið fyrir tilraunum
til sjálfstæðis. Má vera að vinsældir hans megi rekja
einmitt til þessa.
Rúsínan í pylsuendanum á þessum tónleikum var
fyrsta sinfónía Brahms, göfugt snilldarverk sem óþarfi
er að fara mörgum orðum um. Hins vegar er ástæða
til að víkja að frammistöðu tónlistarmanna á tónleik-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
unum. Stjómandinn, Shipway, sýndi frábært vald á
verkum þessum og tveimur þeirra stjórnaði hann blað-
laust. Hljómsveitin virtist verða fyrir góðum áhrifum
af stjórnandánum því hún spilaði af innlifun og ör-
yggi og best þar sem mest á reyndi eins og í Brahms.
Brassið átti sérlega góöan dag. Kristján Stephensen
og Guðný Guðmundsdóttir skiluðu einleikspörtum
meö prýði. Síöast en ekki síst var mjög gaman að heyra
leik hins snjalla óbóleikara, Imogen Triner, og var það
ljósasti punkturinn við óbókonsertinn.
Akureyri:
Iðunn sýnir í
Gamla-Lundi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Iöunn Ágústsdóttir listmálari opn-
ar í dag myndlistarsýningu í Gamla-
Lundi á Akureyri en þar sýnir hún
um 50 myndverk, pastelmyndir, vprk
unnin í silki og olíumálverk.
Þetta er 10. einkasýning Iðunnar
sem einnig hefur tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum bæði hér
heima og erlendis. Sýning Iðunnar í
Gamla-Lundi er sölusýning. Hún
verður opin virka daga kl. 18-21, um
helgar kl. 14-21 en sýningunní lýkur
sunnudaginn 17. mars.
Iðunn Ágústsdóttir við eitt verka sinna.
Guðmundur J. Arnason lést 27. te-
brúar. Hann var fæddur í Bolungar-
vík 22. desember 1934, sonur hjón-
anna Árna Sumarliðasonar og Jón-
ínu Sæunnar Gísladóttur. Hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum og
starfaði sem stýrimaöur og skipstjóri
á ýmsum togurum um árabil. Frá
1976 varð hann framkvæmdastjóri
Gistiheimihsins Snorrabrautar 52 og
gegndi því starfi til dauðadags. Guð-
mundur bjó undanfarin 25 ár með
Mimmí Midjord. Ólu þau aö mestu
upp sonarson Mimmíar auk dætra
hennar. Útför Guðmundar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Menntaskólinn á Akureyri:
Jóhanna ræð-
irumPersa-
flóastríðið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
í tengslum við „Listadaga 1991“ hjá
Menntaskólanum á Akureyri mun
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður
halda fyrirlestur í Möðruvallakjall-
ara nk. mánudagskvöld kl. 20.30.
Þar mun Jóhanna ræða rætur
Persaflóastríðsins, það sem hefur
verið að gerast í Mið-Austurlöndum
að undanförnu og afstöðu íslama til
vestrænna ríkja. Að fyrirlestrinum
loknum mun Jóhanna svara fyrir-
spurnum og er aðgangur öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
i STÓRKOSTLEG
ASKRIFTAR
Ert þú örugglega
oroinn áskrifandi?
Leikhús
Hjá
Mjólkurskógi
eftir Dylan Thomas
Leikstjóri Viðar Eggertsson
Sýnt í Tjarnarbíói
Miðapantanir í síma 620458 eftir
kl. 14
3. sýning föstud. 8.3. kl. 20.30.
4. sýning laugardag. 9.3. kl. 20.30.
5. sýning sunnud. 10.3. kl. 20.30.
6. sýning þriðjud. 12.3. kl. 20.30.
7. sýning fimmtud. 14.3. kl. 20.30.
8. sýning föstud. 15.3. kl. 20.30.
9. sýning laugard. 16.3. kl. 20.30.
Leikfélag
Mosfellssveitar
ÞIÐ MUNIÐ HANN
JÖRUND
Vegna fjölda áskorana verður þetta frébæra leik-
rit Jónasar Árnasonar tekið upp aftur á kránni
Jockers and kings i Hlégarði.
20. sýn. föstud. 8. mars kl. 21.00.
Fleíri sýningarauglýstarsíðar.
Miðapantanir og nánari uppl. i síma 666822
9-18 alla virka daþa og síma 667788 sýningar-
daga frá 16-20.
Leikfélag Akureyrar
Söngleikurinn
KYSSTU
MIG,
KATA!
eftir Samuel og
Bellu Spewack
Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter
Þýðing: Böðvar Guðmundsson
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Una Collins
Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon
Dansar: Nanette Nelms
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikendur, söngvarar, dansarar og hljóðfæra-
leikarar: Ragnhildur Gísladóttir, Helgi
Björnsson, Vilborg Halldórsdóttir, Valgeir
Skagfjöró, Björn Ingi Hilmarsson. Eggert
Kaaber, Jón St. Kristjánsson, Kristján
Pétur Sigurösson, Jón Benónýsson, Þrá-
inn Karlsson, Sunna Borg, Gestur Einar
Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir, Berg-
lind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björns-
dóttir, Nanette Nelms. Ástros Gunnars-
dóttir, Jóhann Arnarsson, Óskar Einars-
son, Birgir Karlsson. Karl Petersen,
Sveinn Sigurbjörnsson, Þorsteinn Kjart-
ansson og Bjorn Jósepsson.
Frumsýning 15. mars kl. 20.30.
2. sýning 16. mars kl. 20.30.
3. sýoing 17. mars kl. 20.30.
Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73.
Miðasalan er opin alla virka daga nema mánu-
daga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30.
MTJNIÐ PAKKAFERÐIR
FLUGLEIÐA