Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Side 31
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. 39 Meiming Mannlíf í kreppu Heimskreppan hefur teygt ljótar krumlur sín- ar til landsins og breyttir atvinnuhættir valda því aö fólk flykkist úr sveitunum á mölina. Af- urðir falla í verði og í Reykjavík versnar at- vinnuástandið með hveijum degi. Hungurvofan stendur við dyr margra bæjarbúa. En hingað berast líka.straumar nýrra hug- sjóna og alþýðan er að vakna til vitundar um mátt sinn og megin. Ranglætið blasir alls staðar við, en þaö kostar fórnir að ná fram breytingum. Þetta er í grófum dráttum baksvið leikrits Guðmundar Ólafssonar sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Það ber einfald- lega nafnið 1932, og þar segir frá öldruðum hjón- um með þrjú uppkomin börn sem hafa flosnað upp af bújörð sinni og flust suður. Saga þessarar fjölskyldu er mörgum öðrum lík. Guðmundur, sem er líka leikstjóri sýningar- innar, opnar verkið þar sem þau koma fyrst til bæjarins ókunnug öllum staðháttum, en hreint ekki vondauf um framtíöina. Sá sem nennir að vinna hlýtur að bjarga sér. Eða hvað? Smám saman skýrast máhn. Það er nánast enga vinnu að hafa nema eyrarvinnu með höpp- um og glöppum. Bræðurnir Páll og Einar fá ein- hveijar snapir en faðir þeirra má eigra um at- vinnulaus. Kvenfólkið gengur í ýmis þjónustu- störf hjá betri borgurum bæjarins. Fyrsti hluti verksins er hægur og tíðindalítill, textinn fremur rislágur og atriðin snubbótt og rýr. Þar eru persónur verksins leiddar fram á sviðið og þjóðfélagsbakgrunnar kynntur. Þenn- an hluta verksins hefði að ósekju mátt gæða mun meira lífl og lit í uppsetningunni. En þegar kemur fram undir hlé byijar höfund- ur að þétta vefinn og vinnur upp snyrtilega fléttu í seinni hlutanum. Þar tvinnast saman mannleg örlög og ólgandi stéttabarátta þar sem allir verða að taka afstöðu, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr. Þetta leiðir óhjákvæmilega til uppgjörs og htla kjarnafjölskyldan, sem er miðpunktur verksins, klofnar í herðar niður. Annar bróðirinn kýs sem sé að ganga í lið meö valdastéttinni en hinn tekur eindregna af- stöðu með verkalýðnum, þó að það kosti bæði hann og fjölskylduna fórnir. Þegar fylkingum lýstur saman haustið 1932, í Gúttóslagnum fræga, takast þeir bræður hressilega á, en á bak við þau átök er ekki hugsjónin ein heldur bland- ast ástamál þar inn í. Það hefur margt verið skrifað um þetta tíma- bil og ýmislegt sem kemur kunnuglega fyrir. En engu að síður tekst Guðmundi að tengja sam- an efnisþræði á þann hátt, að ég hygg að hann hafi, þegar á leið, náð óskiptri athygli og eyrum leikhúsgesta með mannlegu viðhorfi og sann- ferðugum lýsingum á aðalpersónum verksins og örlögum þeirra. Textinn verður hka þéttari og samtölin líflegri þegar hér er komið. Úrvinnslan á sviðinu er laus við prjál og um margt freiiiur hefðbundin. Leikmynd Hlínar Gunnarsdóttur sýnir hýbýli þeirra sem við sögu koma. Fremst eru kjallara- kompur og verkamannaskýh en stofur betri borgara eru aftar og ofar. Á milli, eftir miðju sviðsins og bakatil, er opið svæði sem getur verið bryggja, gata eða ballhús, allt eftir hentug- leikum. Kolakraninn, sem margir muna enn,' gnæfir svo í baksýn rétt eins og ehíft tákn um erfiði og þrældóm verkamannanna. Leikmyndin hefur þann kost að engar tilfær- Margrét Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum í 1932. DV-mynd GVA Leiklist Auður Eydal ingar þarf á milli atriöa og sýningin rennur því fyrirstöðulaust áfram. Húsmunir eru fáir, eitt borð, stóll, klukka - nánast hluti fyrir heild og þeir ásamt vel völdum búningum undirstrika stéttamuninn. Þórarinn Eyfjörö leikur annan soninn, Einar, þann sem snýst á sveif með verkalýðssinnum. Einar á alla samúð höfundar, er drenghegur og velur „réttan" málstað. En Guðmundur forðast að koma boðskapnum á framfæri í prédikunum og lýsingar á aðalpersónum í verkinu verða sannferðugar því að þær eru hvorki alhvítar né kolsvartar heldur ósköp venjulegt fólk með kostum og göllum. Þórarinn var í dáhtlum vanda framan af, á meðan atburðarásin er hvað dauflegust, en óx svo ásmegin eftir því sem á leið og náði mjög styrkum og trúverðugum tökum á persónunni. Kristján Franklín Magnús, sem leikur hinn bróðurinn, Pál, náði ágætlega utan um persónu- lýsinguna í fyrri hlutanum og saman áttu þeir „bræður“ prýðhegan leik í seinni hlutanum, einkum þegar skerst í odda. Áflogaatriði á mhli þeirra var vel unnið með eðhlegum pústrum og sviptingum. Jón Sigurbjömsson leikur föður þeirra, full- orðinn bónda sem verður að þola þá niðurlæg- ingu dag eftir dag að fá enga vinnu á meðan yngri mennirnir eru látnir ganga fyrir. Jón skh- ar þarna ljóslifandi mannlýsingu. Jafnvel með þögninni túlkar hann uppgjöf og vanmáttuga reiði meistaralega. Margrét Helga Jóhannsdóttir náði hka fyrir- taksvel að túlka móðurina, Helgu, kjölfestuna í fjölskyldunni sem skhur og sér aht en grípur ekki inn í rás viðburðanna nema tilneydd. Hvernig sem árar á Helga alltaf heitt á könn- unni, enda kaffið allra meina bót. (Fyrir utan það að látlaust kaffiþamb virðist hér sem endra- nær vera algjör nauðsyn. þegar fjallað er um íslenskan veruleika.) Systurinni Auði eru ekki gerð eins glögg skil en saga hennar fléttast þó inn í viðburði. Hún fer í vist th fyrirfólks og lendir þar í ástarsam- bandi við soninn í húsinu. Þegar það kemst upp er henni óðara vísað á dyr. María Sigurðardótt- ir leikur Auði og vinnur skýra og geðþekka mynd úr þeim efnivið, sem fyrir hendi er, en hann er ekki mikill. Kvenlýsingarnar eru fremur staðlaðar í verk- inu. Þannig er Ásta, sem Sigrún Edda Björns- dóttir leikur, buguð og ráðalaus, fyrirfram dæmd th þungra örlaga. Það er mikið tárfellt, og hlutverkið fremur vanþakklátt, en Sigrún Edda tekst þó hetjulega á við það og reynir að gera ekki of mikiö úr öllum bágindunum. Katrín heitir kaupmannsdóttirin sem þeir bræður Einar og Páll elska báðir og hún fær varla að lifna við sem persóna þó að Arnheiöur Ingimundardóttir fari snyrtilega með hlutverkið svo langt sem það nær. Margir aðrir leikarar koma viö sögu, bæði sem verkamenn og betri borgarar, og nokkrar smá- myndir lukkast sérlega vel. Má þar nefna þá Steindór Hjörleifsson og Karl Guðmundsson í hlutverkum verkamanna og Valgerði Dan sem hina ísköldu frú Guðrúnu. í því broti af baráttusögu, sem fram kemur í verkinu, er leitast við á persónulegan hátt áð bregða ljósi á kreppuárin. Sumt er undirstrikað, úr öðru dregið, Við úrvinnsluna er ekki kafað djúpt eftir lang- sóttum rökum eða sett fram mergjuð heimsá- deila heldur ræður mannúðleg söguskoðun ferð- inni og áhugi á því hvernig ytri aðstæður og þjóðfélagslegt óréttlæti skapa persónunum ör- lög. Áhorfendur geta síðan spáð í að hve miklu leyti við stöndum enn í sömu sporum og 1932. Leikfélag Reykjavikur sýnir á Stóra sviðinu í Borgar- leikhúsl: 1932 Höfundur og leikstjóri: Guómundur Ólafsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson , Umsjón með tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Sýningarstjóri: Ingibjörg Bjarnadóttir -AE Fjölimðlar Burt úr sviðsljósinu Fyrsteftir að nýsteinöld lauk í útvarpi og einokun Ríkisútvarpsins var aflétt þá var ekkert á íslandi eins fínt og að vinna á útvarpsstöð. Nöfn hinna ýmsu plötusnúða voru á flestra ef ekki ahra vörum. Hlust- endur hringdu inn og tjáðu þeim ást sína og við þá voru bir t viðtöl i blöð- um, tímarítum, útvarpi og sjón- varpi. Þar gat fólk séð hvernig þess ar elskur litu út, hvað þær borðuðu, hjá hverjum þær sváfu, hvað þær gerðu í frístundum sínum og ég veit ekki hvað. Svo má ekki gleyma því að plötusnúðar voru óskaplega iðnir við að taka langa viðtalsþætti hver viðannan. Engan þarf að undra þótt frægðin stigi mörgum th höfuðs. Afleiðingin varð sú að margir töldu vist aö þaö mætti aht i útvarpinu. Hlustendum þætti vænt um þá og væru jafnvel tilbúnir til að hlusta á þá flissa sam- fleytt i tvo líma. Allt var leyfilegt efþað bara var í beinni útsendingu. Þessir tímar eru liðnir, sem betur fer. Nýjabrumið fór af og allt í einu stóöu plötusnúðarnir uppi eins og keisarinn forðum, ekki í neinu. Nú hefur enginn maður áhuga á því hver snýr hvaða plötum hvenær eða á hvaða rás. Samt lifa nokkir plötu- snúðanna ennþá í fortíðinni ogláta rigna upp í nefið á sér í beinni út- sendingu og varðveita stjörnuhlut- verkið. Það verður sennilega aldrei nóg brýnt fyrir þeim sem vinna viö fjöl- miðla að það er innihaldið sem skiptir máli og efnistökin. Blaða- menn hafa sem betur fer flestir roynt aö halda sig utan sviðsljóssins eftir því sem kostur er. Það sem skrifaö er skiptir máli en ekki hver skrifar dálkinn eða segir orðin. Þeir sem vinna \úð ijölmiðla eiga helst að vera nafnlausir í augum við- takendanna. Þá varðar ekkert um hver maðurinn bak við röddina, pennann eða skjámy ndina er. Lifi nafnleysið. Páll Ásgeirsson Veður Vaxandi norðan- og siðar norðaustanátt, viða all- hvasst eða hvasst þegar liður á daginn, einkum um norðanvert landið. Sunnanlands og vestan verður bjart veður að mestu en þó verður viða skýjað í kvöld og nótt. Norðanlands 03, austan snjóar fram eftir degi en siðar lítur út fyrir slyddu eða rigningu á Austurlandi. Lítið eitt hlýnar suðaustan og austan- lands en annars breytist hiti litið. Akureyri slydda 0 Egilsstaðir snjókoma 0 Hjarðarnes léttskýjað 1 Galtarviti snjókoma -2 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað -1 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 2 Raufarhöfn snjókoma -1 Reykjavik heiðskírt -3 Vestmannaeyjar heiðskírt -1 Bergen rign/súld 4 Helsinki þokumóða -2 Kaupmannahöfn þokumóða 2 Ósló þokumóða 1 Stokkhólmur þokumóða 0 Þórshöfn léttskýjað 4 Amsterdam mistur 10 Barcelona þokumóða 11 Berlín þokumóða 3 Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt skýjað 6 Glasgow mistur 6 Hamborg þokumóða 4 London rigning 10 LosAngeles heiðskírt 14 Lúxemborg mistur 8 Madrid skýjaö 4 Malaga skýjað 7 Mallorca skýjað 14 Gengið Gengisskráning nr. 47. - 8. mars 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 56,380 56,540 55,520 Pund 105,966 106,267 106,571 Kan. dollar 48,518 48,655 48,234 Dönsk kr. 9,4478 9,4747 9,5174 Norsk kr. 9,2891 9,3154 9,3515 Sænsk kr. 9,8010 9,8288 9.8370 Fi. mark 15,0350 15,1278 15,1301 Fra. franki 10,6563 10,6866 10,7399 Belg. franki 1,7619 1,7669 1,7744 Sviss. franki 41,6704 41,7886 42,2205 Holl. gyllini 32,1978 32,2892 32,4394 Þýskt mark 36,2864 36,3894 36,5636 it. líra 0,04860 0.04874 0,04887 Aust. sch. 5,1547 5,1694 5,1900 Port. escudo 0,4173 0,4185 0,4181 Spá. peseti 0,5833 0,5849 0,5860 Jap. yen 0,41404 0,41522 0.41948 irskt pund 96,661 96.935 97,465 SDR 78,9833 79,2075 78,9050 ECU 74,5710 74.7826 75,2435 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 7. mars seldust alls 195,325 tonn. Magn i Verö í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,282 32,71 5.00 86,00 Hellur 0,075 310,45 305,00 325,00 Hrogn 2,589 54,19 50,00 260,00 Karfi 80,464 40,78 39,00 44,00 Keila 0,594 39,42 31,00 40,00 Kinnar 0,020 160,00 160,00 160,00 Langa 1,998 94,35 54,00 67,00 Lúða 0,217 401,36 325,00 560,00 Skarkoli 0,321 53,00 '53,00 53,00 Steinbítur 3,670 34,80 32,00 39,00 Þorskur, sl. 8,115 '96,10 73,00 99.00 Þorskur, ósl. 28,192 96,65 71,00 105,00 Ufsi 54,301 48,18 43,00 51,00 Ufsi, ósl. 1,354 45,00 45,00 45,00 Undirmál. 1,904 70,42 59,00 75,00 Vsa.sl. 9,818 100,05 92,00 1 37,00 Ýsa, ósl. 1,405 98,93 78,00 112,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 7. mars seldust alls 97,000 tonn. Rauðm/gr. 0,015 95,00 95,00 95.00 Smáýsa, ósl. 0,058 60,00 60,00 60,00 Ufsi, ósl. 0,693 21,00 21,00 21,00 Smáþorskur, ósl 0,091 30,00 30,00 30,00 Langa, ósl. 0,027 30,00 30,00 30,00 Keila, ósl. 0,039 10,00 10,00 10,00 Skötus. 0,067 515,00 515,00 515,00 Skata 0,031 75,00 75,00 75,00 Keila 0,048 25,00 25,00 25,00 Þorskur, ósl. 14,598 88,61 79,00 97,00 Smárþorskur 0,012 30,00 30,00 30,00 Steinbítur, ósl. 13,843 28,92 24,00 37,00 Vsa 2,338 97,31 82,00 100,00 Þorskur 39,501 96,17 75,00 104,00 Steinbitur 0,400 32,43 28,00 33,00 Skötuselur 0,022 209.00 209,00 209,00 Lúða 0,462 352,15 290,00 455,00 Langa 0,972 30,00 30,00 30,00 Karfi 10,686 41,70 38,00 42,00 Hrogn 1,426 182,50 105,00 210,00 Ufsi 9,538 43,88 38,00 45,00 Koli 0,586 54, 54,00 54,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 7. mars seldust alls 234,580 tonn. Lýsa 0,016 10,00 10,00 10,00 Skötuselur 0,012 170,00 170,00 170,00 Hrogn 0,164 220,00 220,00 220,00 Hlýri 0,099 30,00 30,00 30,00 Hlýri/Steinb. 0,316 33,00 33,00 33,00 Blandað 1,414 24,89 6,00 45,00 Kinnar 0,068 93,00 93,00 93,00 Ufsi 24,511 41,54 15,00 47,00 Lúða 0,456 405,95 295,00 495,00 Þorskur 161,955 97,06 61,00 115,00 Keila 5,459 24,53 23,00 26,00 Rauömagi 0,169 110,59 109,00 114,00 Karfi 3,348 43,02 38,00 47,00 Vsa 19,260 98,86 56,00 111,00 Skarkoli 1,118 72,58 60,00 78,00 Langa 10,338 63,68 20,00 69,00 Steinbitur 5,868 33,14 25,00 36,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.