Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greióast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblao
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991.
Báts saknaðínótt:
Trillukarlinn
f annst helma
i ruminu
Lítillar trillu úr Reykjavík var
saknað í gærkvöldi og nótt þar sem
tilkynningu vantaði frá henni til til-
kynningarskyldu Slysavarnafélags-
ins. Hér var um að ræða sjómann
sem hefur til þessa verið samvisku-
samur við að tilkynna sig.
Maðurinn átti að tilkynna sig á
milli 20 og 22 í gærkvöldi. Þegar
klukkan var orðin þrjú í nótt voru
björgunarbátar sendir af stað út í
Faxaflóa. Þá hafði til öryggis verið
hringt margsinnis heim til mannsins
en án árangurs. Lögreglan var engu
að síður beðin um að banka upp á
heima hjá manninum. Um það bil
sem björgunarbátar voru á láta úr
höfn tilkynnti lögreglan að hún væri
búin að ná tali af manninum. Hann
hafi verið í fastasvefni heima í rúini.
Hann hafði gleymt að tilkynna sig
ogvarlöngukominníland. -ÓTT
Freyjubúðarmálið:
Síbrotamaður
eyddi öllum
penmgunum
Tæplega 19 ára karlmaður hefur
játað hafa stolið samtals á annað
hundrað þúsund krónum í peningum
úr Freyjubúðinni, Árbæjarkjöri og
kaupfélaginu á Eyrarbakka.
Maðurinn stal 45 þúsundum úr
Freyjubúöinni fyrir viku en á hinum
stöðunum stal hann peningum um
miðjan febrúar. Þjófurinn hefur
margítrekað komið við sögu afbrota-
mála áður og hefur hlotið fangelsis-
refsingu. Maðurinn var einn að verki
við ofangreindar gripdeildir - alltaf
um hábjartan dag. Þýfið sem maður-
inn nam á brott í verslununum er
uppurið. ' -ÓTT
Færeyingurinn:
Málið talið
upplýst
Fagtímarit túlka
... . - ; ' n m iiim | mm m
þetta oðruvisi
segir Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra segist á engan hátt
geta staðfest frétt Morgunblaðsins
i morgun um að framkvæmda-
stjórn Evrópubandalagsins líti svo
á að þær kröfur, sem settar verða
ír am um veiðiheimildir í samning-
unum við ríki EFTA, eigi ekki síður
við um íslandsmið en fiskimið
Norðmanna og Svía.
Jón segir aö menn hafa mismun-
andi skoðanir á því hvernig beri
að túlka það vinnutilboð sem þarna
sé verið aö vitna í. Hann ítrekar
að þetta sé vinnuskjal frá Evrópu-
bandalaginu.
„Fagtímaritin, sem hafa ijallað
um þetta mál, hafa hafa túlkað þaö
á þann veg að tilboðið feli ekki í sér
kröfu um veiðiheimildir í íslenskri
landhelgi."
Á fundi með fréttamönnum á
þriðjudaginn sagði Jón Baldvin aö
vel kæmi til greina að að leyfa inn-
flutning á landbúnaðarvörum gegn
því að Evrópubandalagið felldi nið-
ur tolla af íslenskum sjávarafurð-
um.
Jón sagði í morgun að um ár
væri liðiö síðan Evrópubandalagið
hefði sett fram óskir um að inn-
flutningur á landbúnaðarvörum
frá löndum yrði rýmkaður og ljóst
væri að bandalagið tengdi þetta
atriði sérstaklega sem svar við
spurningunni um rýmri markaöi
með sjávarútvegsvörur. Hefði ver-
ið lagður fram listi 70 landbúnaöar-
afurða í GATT-viðræðunum.
- Nú segir Steingrímur Hermanns-
son að þetta hafi ekki verið rætt
innan ríkisstiórnarinnar og auk
þess skipti þessar 70 landbúnaðar-
afurðir okkur íslendinga litlu þar
sem þær séu meira og minna flutt-
ar allar inn til landsins?
„Það er rétt hjá Steingrími að við
flytjum þegar inn margar af þess-
um vörum. En sumar vörur vernd-
um viö á listanum eins og græn-
meti og blóm. í tilboði GATT var
talað um að heimila innflutning á
unnum, verksmiðjuframleiddum,
matvælum í landbúnaði."
- En getum við íslendingar ekki
stigiö skrefið enn lengra og bætt
viö á listann landbúnaðarafurðum
eins og kjöti, eggjum og smjöri?
„Það er okkur auðvitað í sjálfs-
vald sett“
- Steingrímur segir ennfremur að
hann hafi ekki heyrt um neitunar-
vald hvers rikis innan EFTA í við-
ræðunum við EB um niðurstöður
viðræðnanna?
„Það er grundvallarregla EFTA-
ríkjanna frá upphafi að ríkin séu
með samstöðu í öllum viðræðum.“
-JGH
Rannsókn vegna Færeyingsins,
sem fannst illa brunninn við Faxa-
markað þann 1. febrúar, er lokið hjá
RLR. Talið er-að maöurinn hafi sjálf-
ur oröið valdur að íkveikjunni sem
leiddi til dauða hans. Dánarorsök var
af völdum brunasára.
Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins er talið ljóst að maöurinn var
einn á á staðnum þar sem hann lést.
Vegna misskilnings var sagt í DV í
gær aö umrætt mál væri óupplýst.
Þaðleiðréttisthérmeð. -ÓTT
Nýr búvörusamningur:
Dvínandi and-
staða krata
- stefht að undirskrift
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaöarráðherra kynnti drög að nýj-
um búvörusamningi á fundi ríkis-
stjórnarinnar í morgun. Jafnframt
óskaði hann eftir heimild til undir-
skriftar. Á sama tíma var einnig
haldinn stjórnarfundur hjá Stéttar-
sambandi bænda þar sem drögin
voru kynnt og Hauki Halldórssyni
formanni veitt umboð til undirskrift-
Fyrir fund ríkisstjórnar í morgun
var ekki talið líklegt að ráöherrar
Alþýðuílokks myndu leggjast af jafn
miklum þunga og fyrr gegn nýjum
búvörusamningi. Líklegt er að þeir
óski eftir að afgreiðslu málsins verði
frestað til næsta fundar.
Samkvæmt heimildum DV er ástæð-
an fyrir minni andstöðu meðal krata
sú að nú hefur þingflokkur Alþýöu-
bandalags heimilað Jóni Sigurðssyni
iðnaðaráðherra" að leggja fram
stjórnartillögu í álmálinu. í samtali
við DV í morgun vildi Jón Baldvin
Hannibalsson ekkert tjá sig um mál-
ið.
Að sögn Hauks Halldórssonar, for-
manns Stéttarsambands bænda
verður væntanlega skrifað undir
nýjan búvörusamning um helgina
fáist samþykki ríkisstjórnar og
stjórnar Stéttarsambandsins fyrir
því. Hann segir stefnt að því aö halda
fulltrúaráðsfund hjá bændum um
miðja næstu viku þar sem samning-
urinn yrði kynntur. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um málið.
„Málið er á mjög viðkvæmu stigi,“
sagði hann. -kaa
Almálið:
Tillagatil
þingsályktunar
fyrirAlþingi
Hlaðinn steypubíli valt á hliöina við Flatahraun á móts við Skútahraun við Kaplakrikavöll í Hafnarfirði síðdegis í
gær. Talið er að svokallað augablað í fjaðrabúnaði hafi gefið sig. Bílstjórinn sagðist nær algjörlega hafa misst
stjórn á bílnum þegar billinn tók skyndilega krappa vinstri beygju og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeidd-
ur. Taka þurfti um tvö tonn af steypu úr bílnum áður en krani hífði hann aftur á réttan kjöl. Hús steypubilsins
skemmdist töluvert við veltuna. DV-mynd S
Stjórnarflokkarnir hafa náð sam-
stöðu um að lögð verði fyrir þingið,
til samþykktar nú, stjórnartillaga til
þingsályktunar um samninga um
álver á Keilisnesi. Þá verður aflað
sérstakrar heimildar í lánsfjárlögum
fyrir Landsvirkjun til að taka allt að
580 milljónir króna að láni 1991 til
að undirbúa virkjanagerð. Loks
verður aflað heimildar í lánsfjárlög-
um í ár til að Vatnsleysustrandar-
hreppur geti keypt jarðnæði og höfn
vegna álvers.
Er þetta þingleg meðferð álmálsins
í kjölfar funda iðnaðarráðherra með
fulltrúum Atlantsálfy rirtækj anna.
Iðnaðarráðherra mun flytja skýrslu
um álviðræðurnar á þingi þar sem
drög að heimildarlagafrumvarpi
vegna álvers koma fram. -hlh
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
\i
i
$
i
Í
i
Veðrið á morgun:
Ámörkum
frosts og hita
Á morgun verður norðaustan
átt, víða hvöss um noröanvert
landið en heldur hægari syðra.
Slydda austanlands, víða él eða
snjómugga norðanlands og norö-
an til á Vestfjörðum en bjart veð-
ur um suðvestanvert landið. Hiti
ætti víöast að vera um eða yfir
frostmarki, hæstur suðaustan-
lands.
LOKI
Það hefur vonandi ekki
gefiðá ívatnsrúminu!