Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 9
;im SflAWI SIIOACIUXr/QIM
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
Uflönd
PLO reiðubúin að gefa
ef tir gagnvart ísrael
Pólitískur ráögjafi Yassers Arafat,
leið’toga Frelsissamtaka Palestínu,
PLO, kvaöst í gær myndu tilkynna á
fimmtudaginn um eftirgjöf gagnvart
ísrael tíl að auðvelda viðræður um
myndun palestínsks ríkis. Breska
sjónvarpsstöðin Sky News greindi
frá þessu í morgun.
Samkvæmt sjónvarpsfréttinni eru
helstu atriði áætlunarinnar þau aö
PLO lætur af kröfu sinni um að fá
að taka þátt í viðræðunum við ísra-
elsk yfirvöld. í staðinn verða út-
nefndir til viðræðnanna Palestínu-
menn sem ekki eru félagar í PLO.
Samtökin eru einnig sögð sam-
þykkja að fá ekki yfirráð yfir öllum
Vesturbakkanum og Gazasvæðinu
og vera reiðubúin til málamiðlunar-
samkomulags um landamæri palest-
ínsks ríkis. Hernaðarafskiptum ísra-
ela yrði aflétt á vissu aðlögunartíma-
bili en á meðan myndu Sameinuðu
þjóðirnar tryggja öryggið. Sam-
kvæmt Sky News er einnig gert ráð
fyrir kosningum í áætluninni.
ísraelsk yfirvöld hafa neitað bein-
um viðræðum við PLO á þeim for-
sendum að þau séu hryðjuverkasam-
tök. ísraelar hafa einnig verið mót-
fallnir því að yfirgefa herteknu
svæðin gegn friði við Palestínumenn
og ítrekuðu þeir það í viðræðum sín-
um við James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í gær.
Fréttin um væntanlega eftirgjöf
PLO kom eftir að Baker hitti fulltrúa
Palestínumanna í Jerúsalem í gær. í
kjölfar þess fundar gaf bandarískur
embættismaður í skyn að Bandarík-
in kynnu að taka upp viðræður sínar
við PLO á ný. Leiðtogar Palestínu-
manna, sem ínttu Baker í gær, tjáðu
fréttamönnum að bandaríski utan-
ríkisráðherrann hefði tekið það fram
að viðræðunum hefði einungis verið
frestað, þeim væri ekki lokið. Banda-
rísk yfirvöld hættu opinberum sam-
skiptum við PLO eftir að samtökin
neituðu að fordæma árás palest-
ínskra byssumanna á ísraelskar
strendur í maí 1990.
Háttsettur bandarískur embætt-
ismaður vildi ekki nefna nein skil-
yrði fyrir því að viðræðurnar við
PLO yrðu teknar upp á ný. Hann
sagði hins vegar að harðari tónn
myndi einkenna þær vegna stuðn-
ings PLO við íraka í Persaflóastríð-
inu. Reuter
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem verið hefur i heim-
sókn í ísrael, flaug í gær í þyrlu yfir Jerúsalem og Vesturbakkann.
Símamynd Reuter
Hernaðaráætlunum
bandamanna stolið?
Dagblaðið The Times 1 Lundúnum
segir að skömmu áður en sókn
bandamanna á landi gegn írökum
hófst hafi tölvu með leynilegum
hernaðaráætlunum verið stolið frá
háttsettum breskum herforingja.
Þama átti m.a. að vera að finna
áætlanir um blekkingar herhðsins.
Norman Schwartskopf, yfirmaður
herliðs bandamanna, hefur sagt að
þessar blekkingar hafi verðið úrshta-
atriðið í sókninni gegn írökum.
Breska varnarmálaráðuneytiö vhl
engar yfirlýsingar gefa um málið. Þó
er nú viðurkennt að einhverju var
stohð frá hershöfðingjanum en á sín-
um tíma var bannað að segja frá
máhnu. í ráðuneytinu er sagt að því
sem stolið var hafi verið skilað.
Reuter
Ford Econoline 350, dísil, árg. 86,
m/gluggum. V. 1.250.000, sk. á ód.
Ford Econoline, dísil, 6,9, árg. ’85,
m/siðum gluggum og háum toppi,
6 d„ álfelg., tvfl. o.fl., einnig árg. '86.
Ford Econoline 350, árg. ’88, 7,3,
disil, 15 manna, m/háum toppi o.fl.
aukahlutum.
Ford Econoline 150 4x4, árg. '84,
loftl. + spil, 36" dekk, 351 vél,
svefnb., gasm. o.fl. V. 1.680.000.
Höfum úrval af Econoline-
og pickupbílum.
. Þar sem
viðskiptin gerast.
Bílasala
MATTHÍASAR
v/Miklatorg
Sími 24540 - 19079
Blóðbað í írak
- Bush beðinn um hjálp
írákar í útlegð segja sérsveitir Leiðtogi Kúrda sagði í Beirút í
Saddams Hussein íraksforseta Líbanon 1 gær að hermenn Sadd-
sýna enga miskunn í því að bæla ams hefðu tekið fimm þúsund kon-
niður uppreisnina og hafi hk hrúg- ur og börn í gislíngu og að þeir
ast upp í þeim helgu borgum sem hótuðu að lífláta þau ef á þá yrði
óbreyttirborgararleituðuskjólsi. ráðist.
Bandarískur embættismaöur, írakarbúsettiríLondonfóruþess
sem ekki vill láta nafns síns getið, á leit í opnu bréfi til Bush Banda-
sagði augljóst að blóöbað ætti sér ríkjaforseta aö hann kæmi í veg
stað en engar sannanir fyrir þvl að fyrir tilraun Saddams til að útrýma
menn Saddams hefðu beitt efna- írösku þjóðinni.
vopnumgegnuppreisnarmönnum. Reuter
fermingar.
Gefðu alvöru tæki
í fermingargjöf!
SJÁ BLS. 33
í AUKABLAÐI
Kiko, prinsessa i Japan, og Akishino, maður hennar, eiga von á erfingja.
Áhrifanna er þegar farið að gæta í kauphöllinni i Tokýo. Simamynd Reuter
Tllkynnt um þungun prinsessu í Japan:
Hlutabréf í mjólkur-
búum snarhækkuðu
Hlutabréf í japönskum mjólkurbú-
um snarhækkuðu í kauphöhinni í
Tokýo þegar tilkynning barst frá
keisarahöhinni þess efnis að Kiko
prinsessa væri ólétt. Verð á öðrum
hlutabréfum féh heldur.
Sérfræðingar í hlutabréfa viðskipt-
um eru þess fiUMssir að þungun
prinsessunnar sé helsta ástæðan fyr-
ir að bréfin hækkuðu.
Það sama gerðist þegar Kiko trúlof-
aðist Akishino, yngri syni keisarans,
á síðasta ári. Þá voru það þó perlu-
kaupmenn sem nutu góðs af fréttinni
því að prinsinn gaf sinni heittelskuðu
perlufesti. í kjölfarið fylgdi æði í Jap-
an og aUar konur urðu að eiga perlu-
festar.
Verðbréfasalar höfðu einnig spáð
því að bleiuframleiðendur mættu
eiga von á að hlutabréf í fyrirtækjum
þeirra hækkuðu við fréttina. Svo fór
þó ekki og er það skýrt með því að
enginn Japani trúi því að í keisara-
fjölskyldunni séu einnota bleiur
lagðar við bossa afkomenda sonar
sólarinnar.
Reuter
Aðalfundur íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
Aöalfundur íslenska hlutabréfasjóösins hf. veröur haldinn þriðjudaginn 26. mars, 1991
kl. 16:00 í Þingstofu A að Hótel Sögu, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga aö útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins um heimild
til stjórnar til aö hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
4. Önnur mál löglega upp borin.
5. Staöa og horfur á íslenska hlutabréfamarkaðnum;
erindi flutt af Davíö Björnssyni deildarstjóra hjá Landsbréfum h.f.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síöar en 7 dögum fyrir aöalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögúr svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu Landsbréfa h.f. hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn veröa afhent á fundarstað.
Reykjavík 11. mars, 1991.
Stjórn íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
LANPSBRÉF H.K
« Landsbankinn stendur meö okkur
S ÍSLENSKI Suöurlandsbraul 24,108 Reykjavík, simi 91-679200
HLIITABRÍFASJÓDURINN HF. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands.