Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
13
Sælkeri góður,
hvað er að?
í grein sem ber yfirskriftina „ís-
lenskir bakarar, hvaö er að?“ og
birtist á sælkerasíðu DV laugar-
daginn 2. mars sl„ verður höfundur
ber að meiri vanþekkingu um ís-
lenska bakara og framleiðslu
þeirra en trúað hefði verið að
óreyndu.
Vélar og efni
Höfundur byijar á því að riíja
upp fyrir lesendum sínum hvernig
ástandið var í brauðmálum þjóðar-
innar fyrir 20 árum þegar einungis
voru fáanlegar 3-A brauðtegundir.
Síðan hafi íslenskir bakarar tekið
að bjóða upp á alls konar úrvalsteg-
undir úr ótal korntegundum. Hins
vegar telur höfundur að nú sé öldin
aldeilis önnur því að farið sé að
framleiða brauð í vélum. Höfundur
„Sælkerasíðunnar" skal upplýstur
um það að framleiðsluhættir í bak-
aríum hafa í grundvallaratriðum
ekkert breyst á sl. tuttugu árum.
Brauö hafa um áratugi verið bökuð
í vélum á sama hátt og gert er í dag.
Næsta fullyrðing greinarhöfund-
ar er sú að farið sé að setja í brauð
alls konar efni til þess að þau geym-
ist betur. Með þessu er hann að
segja að rotvamarefni sé sett í öll
brauð sem bökuð eru hér á landi.
Staðhæfing þessi er í raun atvinnu-
rógur af verstu gerð. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins hefur
rannsakað þetta sérstaklega og
hafa 700 brauðtegundir verið inni-
haldsgreindar á undanfórnum
árum. Langt innan við 1% þessara
brauða hafa reynst innihalda rot-
vamarefni og raunar hefur þessi
hundraðstala lækkað enn á allra
síðustu árum. Þannig aö í raun má
segja að rotvarnarefni séu ekki sett
í íslensk brauð.
Þessu næst heldur höfundur því
■ fram að íslensk brauð séu að verða
einkennalaus og það skipti varla
nokkru máli hvaða brauð keypt
eru, þau séu öll eins. Hér er hann
væntanlega einungis að miða við
eigin smekk. Staðreyndin er hins
vegar sú að algengast er að bakarí
hafi á boðstólum um tuttugu
brauðtegundir hvert. Brauð þessi
eru af öllum gerðum, bæði gróf og
fín og allt þar á milli. Bakaríin í
landinu eiga í mikilli samkeppni
um hylh neytendanna og byggist
því afkoma þeirra á því hversu vel
þeim tekst að ná til þeirra. Við slík-
ar aðstæður er erfitt að ímynda sér
annað en að bakarun, hvert um
sig, reyni að ná fram einhverjum
séreinkennum á framleiðslu sinni
sem neytandinn falli fyrir.
Þá spyr höfundur „Er ekki hægt
að fá sykurminni brauð?“. Með
þessu gefur höfundur til kynna að
óhæfilegt magn sykurs sé yfirleitt
í brauðum hér á landi. Enn skal
höfundur upplýstur um þaö að
mikill meirihluti þeirra brauð-
Kjallarinn
Haraldur Friðriksson
formaður Landssambands
bakarameistara
haft metnað til þess að vera fljótir
að tileinka sér nýjungar. í því sam-
bandi skal hann upplýstur um að
helstu einkenni þeirrar brauðbylt-
ingar sem hann nefnir í grein sinni
voru þessi: Auknar trefiar í brauð-
um (gróft korn), minni sykur og
minni fita. Það má fullyrða að á
þessu sviði voru íslenskir bakarar
15 til 20 árum á undan starfsbræðr-
um sínum annars staðar á Norður-
löndum.
Þótt margumrædd grein sé
ómerkt verður að ætla að höfundur
hennar sé umsjónarmaður „Sæl-
kerasíðunnar", Sigmar B. Hauks-
son. Sigmar þessi hefur nokkur
undanfarin ár gert sitt ýtrasta til
að skapa sér þá ímynd hjá almenn-
ingi í þessu landi að hann sé einn
mestur sérfræðingur hérlendur á
sviði matargerðarlistar. Sjálfsagt
„Bakaríin í landinu eiga í mikilli sam-
keppni um hylli neytendanna og bygg-
ist því afkoma þeirra á því hversu vel
þeim tekst að ná til þeirra.“
tegunda sem bakaríin hafa á boð-
stólum eru án sykurs, þannig að
það er ekki erfiðleikum bundið fyr-
ir íslenska neytendur að verða sér
úti um sykurlaus brauð. Þessu til
staðfestingar skal enn bent á rann-
sóknir þær sem Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hefur gert á þessu
sviði.
Á undan starfsbræðrum á
Norðurlöndum
Undir lok greinarinnar er eins og
höfundur vilji bæta fyrir það sem
áður hefur verið sagt þegar hann
segir að íslenskir bakarar séu góðir
fagmenn. Þar fer hann þó með rétt
mál. íslenskir bakarar hafa ætíð
hefur honum tekist þessi ætlan sín
að nokkru leyti, þótt honum muni
reyndar skorta alla faglega mennt-
un á sviði matargerðar.
Vilji maðurinn hins vegar láta
taka sig alvarlega, sem maður
verður að ætla að hann vilji, væri
viturlegt af honum að afla sér betri
upplýsinga um staðreyndir mála
áður en hlaupið er með staðlausa
stafi í fiölmiðla eins og gert var í
þessari grein. íslenskir bakarar
munu hins vegar, í ljósi þessarar
reynslu, taka öllum yfirlýsingum
hans á sviði matargerðar af full-
kominni varfærni.
Haraldur Friðriksson
„ ... algengast er að bakarí hafi á boðstólum um tuttugu brauðtegundir
hvert.“
Hugmyndafræði
Vilt þú fræðast um hugmyndafræði Kvennalistans.
Fundur í kvöld kl. 20.30 að Laugavegi 17, 2. h.
Allar velkomnar.
Kvennalistinn
Nauðungaruppboð
á eftirtalinni fasteign fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Vesturgata 25, miðhæð, þingl. eigandi
Landsbanki íslands, föstudaginn 15.
mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi
er Veðdeild Landsbanka Islands.
BÆJARJARFÓGETINN Á AKRANESI
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Bakkatún 26,26A, 26B, þingl. eigandi
Þorgeir og Ellert hf„ föstudaginn 15.
mars 1991 kl. 11.15. Uppaboðsbeiðend-
ur eru Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ár-
mann Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Bakkatún 28, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Bakkatún 28A, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Bakkatún 30, þingl. eigandi Þorgeir
og EUert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Bakkatún 32, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru
Iðnþróunarsjóður, Gjaldskil sf„ Ásgeir
Thoroddsen hdl„ Guðjón Armann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Garðabraut 45, 01.01., þingl. eig. Ás-
geir Gunnarsson, Elínborg Sigurðar,
föstudaginn 15. mars 1991 kl. 11.00.
Uppboðsbeiðendur eru Lögþing hf„
Magnús Haukur Magnússon hdl„
Veðdeild Landsbanka íslands, Indriði
Þorkelsson hdl. og Jakob J. Havsteen
hdl.__________________________
Garðabraut 45, 01.02., þingl. eig. Har-
aldur Ásmundss., María Gunnars-
dóttir, föstudaginn 15. mars 1991 kl.
11.00. Uppboðsbeiðendur eru Lög-
mannsstofan Kirkjubraut 11 og Veð-
deild Landsbanka fslands.
Háholt 12, neðri hæð, þingl. eigandi
Sigríður Andrésdóttir, föstudaginn 15.
mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur
eru Veðdeild Landsbanka íslands,
Gjaldskil sf„ Sigurður I. Halldórsson
og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.
Háholt 26, þingl. eigandi Guðmundur
Bjamason, föstudaginn 15. mars 1991
kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Inn-
heimtumaður ríkissjóðs og Sigríður
Thorlacius hdl.
Höfðabraut 12, neðsta hæð, þingl. eig-
andi Sigurður Ámason, föstudaginn
15. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið-
endur em Lögmannsstofan Kirkju-
braut 11, Tryggingastofoun ríkisins
og Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Krókatún 22, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Krókatún 24, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em
Iðnþróunarsjóðm-, Guðjón Armann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Krókatún 24A, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Armann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Krókatún 26, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em
Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Krókatún 26A, þingl. eigandi Þorgeir
og Ellert hf„ föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em
Iðnþróunarsjóðm-, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Iðnlánasjóður.
Krókatún 5, efri hæð og bílskúr, þingl.
eig. Gróa L. D. Haraldsd., Hjörvar
Jóhannsson, föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em
Veðdeild Landsbanka íslands og Lög-
mannsstofan Kirkjubraut 11.
Presthúsabraut 24, þingl. eigandi Jó-
hann Adolf Haraldsson, föstudaginn
15. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið-
endur em Veðdeild Landsbanka ís-
lands, Lögmannsstofan Kirkjubraut
11, Hafsteinn Hafsteinsson hrl. og
Guðjón Armann Jónsson hdl.
Sandabraut 14, neðri hæð, þingl. eig-
andi Kristjana Ágústsdóttir, föstudag-
inn 15. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðs-
beiðendur em Veðdeild Landsbanka
íslands, Akraneskaupstaður og Sig-
ríður Thorlacius hdl.
Vallholt 13, kjallari, þingl. eigandi
Guðni Jónsson, föstudaginn 15. mars
1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er
Innheimtumaðm- ríkissjóðs.
' BÆJARJARFÓGETINN Á AKRANESI
FERÐAGETRAUN
og Flugleiða
Má bjóða þér til Amsterdam?
Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna farseðla fyrir tvo til
Amsterdam og heim aftur og þar að auki gistingu í tveggja manna herbergi á góðu
hóteli í fjórar nætur er að svara spurningum sem birtust 18. og 25. febrúar og 4. mars.
Skilafrestur er til 15. mars.