Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þinglausnir Til stendur að slíta þinginu á föstudaginn. Það þýðir að þingmenn hafa tæpa tvo sólarhringa til að ljúka brýn- ustu málum. Ekki er það mikill tími til stefnu og ljóst að bæði þarf lagni og góða verkstjórn til að ýta þeim málum í höfn sem ekki þola bið. Önnur verða að bíða. Og kannske er það eins gott. Þingmenn hafa tilhneig- ingu til að flytja frumvörp og tillögur um gæluverkefni ellegar samþykkja meira en góðu hófi gegnir í meintri trú um að þeir þjóni kjósendum með því að láta undan kröfum þeirra. Það úir og grúir af þingmálum sem bera þess keim að þingmenn vilji sýna sig og sanna og hrósa sér í kosningabaráttunni af frumkvæði í hagsmunamál- um héraðanna. Oftar en ekki eru hér sýndartillögur á ferðinni sem best eru geymdar í ruslakörfunni. Það sama á við um ríkisstjórn og ráðherra. Þeir vilja stæra sig af afrekum í valdatíð sinni og keyra áfram af kappi frekar en forsjá ýmis þau mál sem allt kjörtíma- bilið hafa setið á hakanum ellegar ekki haft byr í gegn- um þingið. Nú keppast þeir um að nota síðustu mínút- urnar, samningsstöðu sína og forgang til að lauma þess- um sömu málum í gegn. Nú er boðið upp á kaup kaups í stað þess að líta á efnisinnihald eða útgjöld. Það er samið við aðra ráðherra, það er samið við stjórnarand- stöðuna, það er samið við þingforseta. Ég fyrst, svo þú. Þessi vinnubrögð eru þekkt úr þingsögunni og hafa endurtekið sig við hver þingslit og aldrei sem einmitt á því þingi þegar kosningar fara í hönd. Það er því af hinu góða ef tíminn er sem skemmstur fyrir þingmenn til að stunda sín hrossakaup. Ekkert mál er svo heilagt að það geti ekki beðið nýs þings. Hitt er annað að það er hvorki þingmönnun né stjórn- málunum til hróss að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra mála sem almenn samstaða er um og allsherjarhags- munir mæla með. Það verður hvorki Kvennalistanun né Hjörleifi Guttormssyni til framdráttar að setja fótinn fyrir þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um álverið og notfæra sér þannig tímapressuna í þinginu. Álmálið á að vera hafið yfir stráksskap og málþóf. Eðlileg gagn- ' rýni á rétt á sér en ekki er annað vitað en álmálið hafi fengið allítarlega umfjöllun í allan vetur og línur liggja þar ljósar fyrir. Iðnaðaráðherra hefur lagt á það áherslu að þingið gefi umboð sitt til áframhaldandi viðræðna og þingsályktunartillaga hans er flutt í þeim tilgangi. Samþykkt hennar er ekki endanleg afgreiðsla á álmál- inu, enda þarf til þess löggjöf og ennþá á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en nýtt álver er í höfn. Hér eru miklir hagsmunir í húfi, ekki síst þeir að viðsemjendur íslenskra stjórnvalda viti að ráðherrar og viðræðunefndir hafi umboð frá löggjafarsamkund- unni til að ræða við þá. Það er skemmdarstarfsemi og annarlegar hvatir sem ráða því ef lítill minnihluti á al- þingi ætlar að stöðva framgang þingsályktunartillögu um málið á síðustu stundu þinghaldsins og nota til þess þröngina sem nú er á þingi um afgreiðslu annarra mála. Lánsfjárlög eru ekki ennþá afgeidd. Lánsfjárlög eru ekki þýðingarminni en fjárlögin sjálf og þingið getur ekki farið heim án þess að ljúka afgreiðslu þeirra. Það sýnir ráðleysið. í ríkisstjórninni og erfiða stöðu ríkis- sjóðs hversu seint það frumvarp er á ferðinni. Ósam- komulag innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar á stærstu sökina á tímaþrönginni. Hættan er enn og aftur sú að á lokasprettinum verði gripið til einhverra hrossakaupa eða óábyrgra sátta um afgreiðslu lánsfjárlaganna. Ellert B. Schram Alþjóðasamningur um vopnasölu Nýlega lagöi ég fram á Alþingi þingsályktunartiUögu um alþjóða- samning um og eftirlit meö vopna- sölu í heiminum. Hér er um brýnt mál aö ræöa. Tillögugreinin Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér með mál- flutningi og tillögugerð á alþjóða- vettvangi fyrir: a) Að gerður verði alþjóðasátt- máli á vegum Sameinuðu þjóðanna um skipan vopnasölu í heiminum, ekki síst til þriðja heimsins. Sátt- málinn feli m.a. í sér: 1. Ákvæði um upplýsingaskyldu varðandi vopnaframleiðslu og vopnasölu. 2. Ákvæði um skilyrði fyrir sölu vopnategunda er kaupandi og selj- andi verða að uppfylla. 3. Ákvæði um refsingu ef sáttmál- inn er brotinn og hversu refsing skuli framkvæmd ef til brots kem- ur. 4. Ákvæði um að hvert aðildarland skuli lögfesta á þjóðþingi sínu að alþjóðasáttmálinn hafi lagagildi. b) Að sett verði á fót á vegum Sameinuðu þjóðanna stofnun eða ráð er hafi það hlutverk að fylgjast með vopnaframleiðslu í heiminum og vopnasölu og birta upplýsingar reglulega þannig að þær séu að- gengilegar allri heimsbyggðinni. Stofnunin hafi jafnframt það hlut- verk að vekja athygli hinna Sam- einuðu þjóða á brotum á sáttmála sem nefndur er í a-lið. c) Að haldin verði alþjóðaráð- stefna um vopnasölu í heiminum með þátttöku helstu vopnafram- leiðslulanda. Þróun vopnasölu Á undanfórnum árum hafa iðn- ríkin selt gríðarlegar vopnabirgðir til þriðja heimsins. Svo er komið að heimsfriðnum stafar vaxandi hætta af átökum í þriðja heiminum. Eftir að afvopnunarviðræður tóku að skila verulegum árangri hafa vopnaframleiðendur með vaxandi þunga leitað markaða fyrir fram- leiðslu sína meðal þróunarlanda. Lönd þessi verja mörg stórum hluta af takmörkuðum fjármunum sínum til vopnakaupa. í löndum sem búa íbúum sínum slök lífskjör verður vart þverfótað fyrir eld- flaugum og orrustuþotum. í heimi þar sem talið er að 40.000 börn deyi á degi hverjum úr hungri verja hinar fátækustu þjóðir veru- legum hluta tekna sinna til kaupa á stríðsvélum. Hálfnaktir og van- nærðir þegnar þessara þjóða vegast á með nýtískuvopnum, tortíming-. artækjum, fullkomnustu tækni, sem iðnríkin hafa af góðsemi sinni og velvild selt þeim, og arðurinn rennur í vasa stórfyrirtækja sem ekki vita aura sinna tal og nýta hóflausan gróða sinn til þess að fullkomna tæknina við framleiðslu tortímingartækja. Gróðavonin rekur auðug stórfyr- irtæki iðnríkjanna til útflutnings á tortímingarvélum og tækni. Síðan fyllast þeir hinir sömu heilagri vandlætingu yfir því að vopnin skuli notuð. Sundraður heimur andstæðnanna eykur sundur- þykkju sína. Vopnasalan á sér bæöi stjórn- málalegar og efnahagslegar rætur. Vopnakaup fjölmargra landa, m.a. þróunarlanda, eru hins vegar langt umfram nauðsyn vegna varna og öryggis. Víða hamla vopnakaup þjóðfélagsumbótum og þróun at- vinnulífs i þriðja heiminum. Iðu- lega eru vopnin notuð af óvönduð- um stjórnvöldum til alvarlegra brota á mannréttindum. Vopnasal- an nær síður en svo einungis til svokallaðra hefðbundinna vopna heldur einnig hátæknivopna og flauga til að flytja kjamavopn, efnavopn og sýklavopn. Svo er því komið að heimsfriðnum er í reynd ógnað af vígbúnaði þriöja heims- KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður ins, vígbúnaði sem iðnríkin hafa fengið honum í hendur. Alþjóðasamningar Alþjóðasamningar hafa verið gerðir til að hindra útbreiðslu kjarnavopna og sáttmáli hefur ver- ið í gildi um sölu hátæknibúnaðar til austurblokkarinnar. Allt frá ár- inu 1949 hafa vestræn iðnríki ásamt Japan reynt að hindra út- flutning háþróaðrar framleiðslu til austurblokkarinnar, frarnleiðslu er nota mætti í hernaði. Árið 1949 - var sett á laggirnar sérstök nefnd, COCOM (Co-ordinating Committee on Multilateral Export Controls), til þess að samræma aðgerðir í þessu skyni. Sautján gerðust aðilar að þessari samþykkt og bannlistinn náði fljótlega yfir um 100.000 vörur og vöruflokka. Á síðastliðnum misserum hefur fremur verið dregið úr hömlum á útflutningi hátæknivara til aust- urblokkarinnar og frá því í sumar hefur veruleg áhersla verið á því að losa um útflutningsbann. Sér- staklega hefur það verið gert gagn- vart Ungveijalandi, Póllandi og • ríki Tékka og Slóvaka. Hér er um að ræða tilraunir til að hjálpa ríkj- um Austur- og Mið-Evrópu til að endurreisa efnahag sinn í kjölfar hruns hins kommúniska kerfis og aukinnar viðleitni þessara landa til þess að láta öfl markaðarins ráða meiru. En á sama tíma og hömlur hafa verið lagðar á hátæknivið- skipti við Austur-Evrópu hefur út- flutningur hergagna og vopna ver- ið gríðarlegur til landa þriðja heimsins. Afleiðingar þessa verða æ skýrari. Hér er ekki tilefni til að rekja í ítarlegu máli upplýsingar um vopnasölu í heiminum. Þau fáu dæmi sem hér hafa verið nefnd eru aöeins örlítið brot þessara viö- skipta. Nauðsynlegt er að bregðast við með lagasetningu á alþjóðavett- vangi. Við svo búið má í raun ekki standa lengur. Því er þessi tillaga flutt. íslendingar eiga að leggja sín lóð á vogarskálina. Staðan við Persaflóa, sem og víð- ar í heiminum, sýnir að harðra aðgerða er þörf. COCOM-nefndin starfaði aðeins gegn austurblokk- inni. Nauðsynlegt er að koma á fót alþjóðlegri stofnun eða ráði, t.d. á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fylgist náið með allri vopnasölu í veröldinni. Komið verði á tilkynn- ingaskyldu um vopnasölu. Állar upplýsingar um slíka sölu verður að birta og gera heyrinkunnar, gera þessi viðskipti gagnsæ. Strangar reglur verða að gilda og alvarleg refsing verður að liggja við brotum. Til setunnar verður ekki boðið í þessum efnum. Velferð mannkyns er í veði, þúsundir almennra borg- ara víða um heim falla og börn hljóta örkuml, fjármunum er varið til vopna í stað fæðu. Það er í raun ótrúlegt hve gróðavonin er sterkt afl. Aðilar innan iðnríkjanna, aðil- ar sem hafa allt til alls í. óhófs mæli, eru tilbúnir til að fórna öllu á altari Mammons og gjörvöllu mannkyni verður æ ljósari upp- skeran. íslendingar eiga jafnframt með málflutningi sínum á alþjóðavett- vangi að hvetja til alþjóðlegrar ráð- stefnu um þessi mál með þátttöku allra helstu vopnaframleiðslu- landa. Guðmundur G. Þórarinsson „Hálfnaktir og vannærðir þegnar þessara þjóða vegast á með nýtísku- vopnum.. „Eftir að afvopnunarviðræður tóku að skila verulegum árangri hafa vopna- framleiðendur með vaxandi þunga leit- að markaða fyrir framleiðslu sína með- al þróunarlanda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.