Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Síða 15
MIÐVIKUDAGUiR 13. MARS 1991.
15
Jú, það skiptir máli
Stundum er haft á orði að stjórn-
málamenn séu allir eins: Að það
sé sami rassinn undir þeim öllum.
Þeir sem á annað borð láta sig
stjórnmál einhverju varða vita
hins vegar að þessi gamla goðsögn
er bábilja. Það skiptir nefnilega
máli hvaða afstöðu fólk tekur í
kjörklefanum því þótt ekki sé reg-
inmunur á stefnu flokkanna eru
áherslur þeirra og forgangsröð á
verkum með afar misjöfnu móti. -
Lítum nánar á.
Allt frá árinu 1978 hafa Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur ráðið
mestu um stjóm bæjarmála í Kópa-
vogi og síðustu fjögur ár verið einir
í meirihluta. Á þessum tíma hefur
Kópavogur þróast í fyrirmyndar-
bæjarfélag á flestum sviðum þar
sem áherslan á manngildi og
menningu hefur verið meiri en víð-
ast annars staðar.
Vorið 1990 skipuðust veður í lofti.
Þá kræktu saman klónum fimm
bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna
og einn framsóknarmaður og
mynduðu meirihluta. Var fram-
sóknarmaðurinn gerður að hæjar-
stjóra á hærri launum en menn i
hans stöðu eiga að venjast, eða 5-6
foldum meðallaunum kennara, svo
að dæmi sé tekið.
Mál aldraðra í svelti
Fyrst skulum við líta á málefni
aldraðra. Á þeim vettvangi hefur
verið lyft grettistökum í Kópavogi
á síðustu árum. Nú er því skeiði
lokið. Ákveðið er að stöðva bygg-
ingu þjónustumiðstöðvar fyrir
aldraöa á miðbæjarsvæði og dregið
er úr framlögum til bygginga í
Kjallarinn
Vaiþór Hlöðversson
skipar 3. sæti G-listans
í Reykjaneskjördæmi
þeirra þágu í Vogatungureit. Sama
er að segja um stuðning í verki við
Sunnuhlíðarsamtökin: Á þessu ári
mun bærinn ekki kaupa eina ein-
ustu íbúö í nýbyggingum samtak-
anna en áður hafði verið ákveðið
að kaupa þar sex íbúðir fyrir aldr-
aða skjólstæðinga bæjarins.
Leikskólar í svelti
Ekki tekur betra við þegar kemur
að yngstu borgurunum. Strax eftir
kosningar sl. vor var tekin ákvörð-
un um að leggja niður leikskólann
Kópasel í Lækjarbotnalandi en þar
hefur Kópavogur rekiö afar sér-
stæða starfsemi um margra ára
skeið. Tillaga frá bæjarfulltrúum
Alþýðubandalagsins um að halda
þar áfram rekstri var felld með 9
atkvæðum gegn 2.
Áfram er haldið á sömu braut.
Taka átti nýjan leikskóla í Suður-
hlíðum í notkun sl. haust. Það hús
er ekki enn komið í fullan rekstur
og verður sennilega ekki fyrr en
síðla þessa árs. Hvað rekstur leik-
skólanna í Kópavogi varðar eru
framlög skorin við nögl og m.a.
ákveðið að fækka starfsmanna-
fundum og fjölga börnum á deild-
um.
Loks gæla bæjarfulltrúar fram-
sóknaríhaldsins í Kópavogi við þá
hugmynd að loka ungbarnadeild-
um leikskólanna í Kópavogi með
þeim rökum að þær séu of dýrar í
rekstri! Og ekki þarf að taka fram
að auðvitað er frekari bygging
slíkra skóla í bænum ekki á döf-
inni.
Já, það skiptir máli hverjir
stjórna.
Heilsugæslan í svelti
Kópavogsbúar eru nú um 16.500
talsins. Þeir mega láta sér lynda
afar bágborna heilsugæsluþjón-
ustu þar sem áðeins ein heilsu-
gæslustöð er á miðbæjarsvæði. Sú
stöð er mjög góð sem slík en býr
við svo þröngan kost að hreint
neyðarástand hefur skapast.
A þessu ári er ekki sett ein ein-
asta króna úr bæjarsjóði til að
þrýsta á um byggingu eða leigu
húsnæðis fyrir nýja stöð í austur-
hluta bæjarins. Tillaga bæjarfull-
trúa Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks um nokkurra milljóna
króna framlag til þess verkefnis
var felld í atkvæðagreiðslu.
Jú, það skiptir máli hveijir
stjórna.
Menningarmál í svelti
Strax að loknum kosningum árið
1986 ákvað meirihluti Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks í bæjar-
stjórn að efna til starfs bæjarlista-
manns. Hafa nokkrir Kópavogs-
búar notið þessa stuðnings við
menningariðkun sína.
í nýsamþykktri fjárhagsáætlun
er þetta starfsgildi lagt af. Er fróð-
legt fyrir listunnendur í Kópavogi
að íhuga slíka ráðstöfun, sérstak-
lega þá sem ljáðu Framsóknar-
flokki eða Sjálfstæðisflokki at-
kvæði sitt í síðustu kosningum.
Jú, það skiptir máli hverjir
stjórna.
Valþór Hlöðversson
„A þessu ári er ekki sett ein einasta
króna úr bæjarsjóði til að þrýsta á um
byggingu eða leigu húsnæðis fyrir nýja
stöð í austurhluta bæjarins.“
Ráðhús Reykjavikur:
Kostnaður og framkvæmd
Myndin sýnir skiptingu kostnaðar vegna hönnunar og framkvæmda
milii ára.
I Dagblaðinu þann 5. mars heldur
Einar Árnason hagfræðingur því
fram að ég hafl viljað bera fram-
kvæmdakostnað við byggingu ráð-
hússins saman við áætlanir sem
gerðar hafi verið „eftir á“. Þetta er
alrangt. Ég hef viljað miða við þá
áætlun sem lögð var fram og sam-
þykkt í borgarráði í janúar 1989.
Þá voru 14 mánuðir síðan byijað
var að hanna húsið, 30 mánaða
hönnunarvinna óunnin, 8 mánuðir
síðan framkvæmdir hófust en 40
mánuðir eftir af framkvæmdatím-
anum, en eins og menn muna var
fyrsta skóflustungan tekin 14. apríl
1988 og húsið verður fullbúið 14.
apríl 1992.
Nú eru horfur á því að kostnaður-
inn verði þá orðinn 20% hærri en
áætlunin, og það hef ég talið viðun-
andi, en þegar áætlunin var lögð
fram var einmitt kynnt að búast
mætti við slíkum frávikum.
Verkefnið „á hraðbraut“
Þeir sem vilja kynna sér feril
ákvarðanatökunnar, og ég vona að
einhverjir geri það af fróðleiksfýsn
og til að læra af reynslunni, verða
aö átta sig á því að ráðhúsið er
hannað og byggt á miklum hraða
og að það er einungis hægt með því
að teikna og byggja að miklu leyti
á sama tíma. Borgarstjórn sam-
þykkti í okt. 1987 „að þar sem bygg-
ingin stendur á viðkvæmum stað
skal hraða framkvæmdum eins og
frekast er kostur“. Því var beitt
þeirri aðferð sem hér var lýst, að
keyra verkefnið „á hraðbraut". Sú
aðferð hefur auövitað hæði kosti
og galla, og einn stærsti kosturinn
er tímasparnaðurinn; heildarferill-
inn er nánast helmingi styttri í
þessu tilfelli heldur en ella hefði
orðið þar sem hönnunin tekur tæp
4 ár.
Nú er það svo að fullnaðarhönn-
un er nauðsynleg forsenda fyrir
Kjallarmn
Stefán Hermannsson
aðstoðarborgarverkfræðingur
nákvæmri kostnaðaráætlun nema
menn geti boriö verk saman við
önnur svipuð verk sem áður hafa
verið unnin. Þetta var ekki fyrir
hendi haustið 1987. Tilefnið var tal-
ið það mikilvægt að samkeppni fór
fram um gerð hússins, dómnefnd,
sem að meirihluta var skipuð arki-
tektum, valdi það hús sem best
mætti hæfa þessum stað, og borg-
arstjórn ákvað að byggja sam-
kvæmt þeirri tillögu sem hlaut
fyrstu verðlaun. Hugmyndir voru
nefndar um kostnað en þær voru
ekki byggðar á áætlunum og ekki
forsenda ákvörðunar heldur var
þeim einungis varpaðvfram til að
gefa hugmynd um stærðargráðu.
Hönnuðir höfðu á þessum tíma
ekki verið ráðnir og stærð hússins
samkvæmt samkeppnistillögu var
ekki endanleg.
Til þess að ganga upp...
Síðan hófst hönnun af fullum
krafti og 22. febrúar 1988 liggur
stærð yfirbygginga fyrir og verk-
efnisstjórn skrifar borgarráði um
það og birtir bráðabirgðaáætlun
miðað við 90 bílastæði í kjallara á
einni hæð, 979 millj kr„ sem svarar
til 1591 millj. kr. á núverandi verð-
lagi. Þó var haldið opnum mögu-
leika á að fjölga bílastæðum í kjall-
ara og er það lagt til með bréfi 25.
júlí 1988 og er þá frumáætlun miö-
uð við 1 'A kjallara með 130 stæðum
kr. 1071 millj. sem svarar til 1843
millj. kr. á núverandi verðlagi. í
janúar 1989 er svo lögð fram kostn-
aðaráætlun eins og áður sagði og
svaraði hún til 2234 millj. kr. á
núverandi verðlagi sem var 21%
hærri upphæð en frumáætlunin frá
1988 sagði til um. Eins og fram hef-
ur komið er nú gert ráð fyrir að
kostnaður verði 2700 millj. kr. og
er það 45% hærra heldur en frum-
áætlunin 1988 og 20% hærra en
áætlunin frá 1989.
í verkefnisstjórnarfræðum er
stundum talað um hvaða skilyrði
lausn verkefnis þurfi að uppfylla
svo það teljist hafa gengið upp,
„success criteria". Ef fjárfest er í
verksmiðju eru skilyrðin þau að
afköst verksmiðjunnar séu eins og
við var búist, að gæði vörunnar,
sem framleidd er séu viðunandi og
að stofnkostnaður sé sem næst
áætlun svo að ekki þurfi að hækka
vöruverð til að bera uppi hærri
afskriftir og vexti af stofnkostnaði.
Ef þú lætur mála málverk hljóta
skilyrðin að vera önnur.
Borið saman við
þjóðarbókhlöðu
Endurbygging Viðeyjarstofu og
framkvæmdir í Viðey urðu fimm-
falt dýrari heldur en fyrst var talið.
Enginn hefur á það deilt, enda ekki
farið illa með fé, og allir eru sam-
mála um að vel hafi tekist til. Á
sama hátt mun fara með ráðhúsið,
það mun standa eða falla með hst
höfundanna, og hvort verðlaunatil-
lagan var rétt valin, og kostnaður-
inn verður þar ekki aðalatriðið, þó
vissulega þurfi að sýna aðgát eins
og frekast er unnt.
Einar Árnason nefnir í sinni
grein að hann hafi verið íbúi við
Tjarnargötu haustið 1987. Lítið hef-
ur heyrst í því fólki síðan þann
vetur en í febrúar 1988 skrifuðu
húseigendur við Tjörnina borgar-
yfirvöldum bréf og höfðu af ýmsu
áhyggjur.
Spurt var um stöðu jarðvatns á
byggingartímanum, um það hvort
stálþilið kringum grunninn mundi
leka, um gerð jarðlaga á svæðinu
og um reynslu hönnuða og verk-
taka, um stærð vörubíla á bygging-
artímanum og um hávaða og titring
frá vinnuvélum. Allt voru þetta
eðlilegar áhyggjur en verkið hefur
í alla staði gengið eðlilega og ekki
valdið meiri truflun heldur en allt-
af má búast við þegar byggt er í
gömlum bæjarhluta.
Ég hef til gamans fengið (að hluta
til) upplýsingar um kostnað og
framvindu við byggingu þjóðar-
bókhlöðu svo menn geti borið sam-
an sér til fróðleiks. Forsögn er gerð
1971. Skóflustunga tekin 1978.
Fyrstu kostnaðaráætlun hef ég
ekki fengið, heldur ekki þá síðustu,
en kostnaðaráætlun frá 1988 var
100% hærri en áætlun frá 1983, allt
reiknað upp til verðlags. Varla hef-
ur tímapressan gert hönnuðunum
erfitt fyrir í þessu verki, kannski
hiö gagnstæða, en framkvæmdum
er hvergi nærri lokið. Hvað halda
menn að vextir á byggingartíman-
um kosti í svona hægagangi?
Stefán Hermannsson.
. verkið hefur í alla staði gengið
eðlilega og ekki valdið meiri truflun
heldur en alltaf má búast við þegar
byggt er 1 gömlum bæjarhluta.“