Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
Iþróttir
Hvað gerir kvennaliðið?
• Guðríður
Guðjónsdóttir.
í dag hefst á Norður-Ítalíu, C-heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik. Þar keppa
13 þjóðir um fimm sæti í næstu B-keppni og er íslenska landsliðið á meðal þátttak-
enda. íslensku stúlkumar héldu utan í gær og mæta ítölum í sínum fyrsta leik á morgun.
Liðunum 13 er skipað í tvo riðla. í A-riðli eru ísland, Holland, Ítalía, Portúgal, Finn-
land og Belgía en í B-riðli eru Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Spánn, Sviss, Grikkland,
Tyrkland og ísrael.
Tvær efstu þjóðir í hvoram riðli komast beint í B-keppnina og síðan mætast hðin sem
hafna í þriðja sæti riðlanna í úrslitaleik um 5. sætið. Taldar eru nokkrar líkur á að
ísland geti náð öðru sætinu í A-riðli en reiknað er með að Holland vinni þann riðil.
ísland hefur sjaldan teflt fram sterkara eða reyndara kvennalandsliði en í þessari
keppni. Leikið er við Ítalíu á morgun, Portúgal á sunnudag, Finnland á mánudag,
Holland á miðvikudag og loks við Belgíu á fimmtudaginn í næstu viku. Um aðra helgi
verður síðan leikið til úrshta um einstök sæti.
-VS
Broddi Krisíjánsson.
Badminton:
Broddi
sterkur
Broddi Kristjánsson lék í gær
gegn Dananum Peter Knudsen á
All England-stórmótinu í bad-
minton sem fram fer í Englandí.
Broddi sigraði með algerum
yfirburðum í íyrri lotunni, 15-0,
og í þeirri síðari, 15-12. Broddi
er kominn í aðalkeppnina í ein-
hðaleiknum.
-SK
Körfuknattieikur:
Thomas áfram
hjá Haukum?
Bandaríkjamaðurinn Glenn
Thomas mun að öllum líkindum
stýra úrvalsdehdarhði Hauka í
körfuknattleik álram á næsta ári.
Forráðamenn Hauka eru mjög
ánægðir með störf hans þó svo
að liðinu hafi ekki tekist aö vinna
sér sæti í úrslitakeppninni.
Thomas hefur gert góða hluti og
hefur unnið gott starf í þjálfun
yngri fiokka félagsins og þá er
hann mjög ánægður með dvöl
sína hér á landi. Hann var á dög-
unum ráðinn astoöarþjálfari
landshðs karla og kvenna í fullu
samráði viö Haukana.
Ekki er enn ljóst hvort Damon
Vance leiki áíram meö liðinu á
næsta keppnistímabili. Vance
hélt heimleiðis til Bandaríkjanna
í gær en forráðamenn körfu-
knattleiksdeildar Hauka eru með
drög af samningi við leikmann-
inn.
-GH
Robinson varð
stigakóngur
- í úrvalsdeild og skoraði alls 748 stig
Rondey Robinson, Bandaríkja-
maðurinn í liði Njarðvíkinga, varð
stigakóngur úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik. Robinson skoraði 748
stig í 26 leikjum Njarðvíkinga, eða
tæp 29 stig að meðaltali í leik.
Ivan Jonas, Tékkinn hjá Tinda-
stóli, varö annar og Jonathan Bow,
Bandaríkjamaðurinn hjá KR, þriöji.
Magnús Matthíasson, Val, varð fjórði
og jafnframt stigahæsti íslendingur-
inn í deildinni í vetur.
Hér á eftir fer hsti yfir 40 stiga-
hæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar
1990-1991:
1. Rondey Robinson, Njarðvík...748
2. Ivan Jonas, Tindastóli......690
3. Jonathan Bow, KR............634
4. Magnús Matthíasson, Val.....608
5. Falur Harðarson, Kefiavík...559
6. Jón Amar Ingvarsson, Haukum 543
7. Franc Booker, ÍR............531
8. ValurIngimundarson,Tindast..524
9. Dan Krebbs, Grindavík.......523
10. Bárður Eyþórsson, Snæfelli.515
11. TeiturÖrlygsson,Njarðvík...492
12. David Grissom, Val.........482
13. Sigurður Ingimundars, ÍBK..480
14. Sturla Orlygsson, Þór......475
15. Guðmundur Bragason, UMFG .457
16. Brynjar Harðarson, Snæfelli.... 421
17. Jón Kr. Gíslason, Keflavík.403
18. Pétur Guðmundsson, UMFT ....369
19. Konráð Óskarsson, Þór......369
20. Tomas Lytle, Keflavík......359
21. ívarÁsgrímsson, Haukum.....357
22. JóhannesKristbjöms.,UMFG .351
23. Jón Öm Guðmundsson, Þór.....335
24. Páll Kolbeinsson, KR.......327
25. Cedric Evans, Þór..........317
26. Damon Vance, Haukum.........316
27. SteinþórHelgason, Grindavík.. 315
28. Friðrik Ragnarsson, Njarðvík.. 311
29. Douglas Shouse, ÍR.........305
30. Dan Kennard, Þór...........296
31. Axel Nikulásson, KR........295
32. Einar Einarsson, Tindastóli.284
33. Albert Óskarsson, Keflavík..283
34. PálmarSigurðsson,Haukum...277
35. Henning Hennings, Haukum.... 275
36. Tim Harvey, Snæfelli.......274
37. Matthías Einarsson, KR......258
38. ísak Tómasson, Njarðvík....249
39. KristinnEinarsson, Njarövík...231
40. Karl Guölaugsson, ÍR.......223
-VS
• Bjarki Sigurðsson átti ágætan leik í liði Vikings gegn FH í gærkvöldi og hér
engum vörnum við frekar en Bergsveinn Bergsveinsson markvörður.
Meistarar
- FH-ingar enn án sigurs í úrslitakepp
„Þetta var mikilvægur sigur fyrir
okkur í baráttunni um íslandsmeistara-
titilinn. Ég var ánægður með sóknar-
leikinn en varnarleikurinn var lélegur
og við þurfum svo sannarlega aö bæta
hann,“ sagði Bigir Sigurðsson, línu-
maðurinn snjalli í liði Víkings, sem átti
frábæran leik með hðið sínu þegar Vík-
ingur lagði FH að velli, 30-27, í úrslit-
keppninni í handknattleik í gærkvöldi.
Það ópnuðust allar flóðgáttir strax í
byrjun leiks og liðin skiptust áað skora
og eftir 15 mínútna leik voru mörkin
orðin 18 eða, 9-9. Þá skoraði Árni Frið-
leifsson 4 mörk í röð og þá má segja að
með þessu forskoti hafi Víkingur lagt
grunninn að sigrinum. Staðan í leikhléi
var 17-13 og mestur munur í síðari hálf-
leik var 7 mörk, 21-14. FH-ingar náðu
að rétta sinn hlut, vamarleikur liðsins
lagaðist um tíma og tvívegis var mun-
urinn aðeins 2 mörk en nær komust
Hafnfirðingar ekki.
Þetta var þriðji leikur hðanna í úrsli-
takeppninni, Víkingar eru á toppnum,
hafa sigrað í tveimur leikjum og tapað
einum en FH-ingar hafa enn ekki unnið
leik og víst er að íslandsmeistaratitill-
inn er genginn úr greipum Hafnfirðing-
anna. Eins og sést á úrslitum leiksins
„Hefur liðið vel á lslandi“
segir bandaríski stigakóngurinn, Rondey Robinson, hjá Njarðvík
„Mér finnst körfuboltinn hérna mjög góður og mun betri en ég átti von á. Sérs-
taklega finnst mér mikið af góðum skyttum í úrvalsdeildinni. Það er jákvætt fyr-
ir íslenskan körfubolta að leyfa erlenda leikmenn og margir íslenskir leikmenn
gefa okkur erlendu leikmönnunum lítið eftir,“ segir Rondey Robinson, 23 ára
Bandaríkjamaður frá Chicago, sem leikið hefur með liði Njarðvíkinga í úrvals-
deildinni í vetur en DV spjahaði við hann á dögunum.
að taka því hvernig dómarar dæma.
Sumir dómarar eru mjög góðir hér og
aðrir mjög slæmir eins og gerist og
gengur alls staðar."
„í Reykjanesmótinu í haust var ég far-
inn að heyra það að menn væru óá-
nægðir með mig og jafnvel að það ætti
að reka mig. Ég spilaði ekki vel þá og
fyrst eftir að ég kom hingaö var ég
bæði þjálfari og leikmaður og það gekk
einfaldlega ekki upp hjá mér.“
En ef Njarðvíkingar hafa áhuga þá er
ég tilbúinn að vera áfram í Njarðvík."
Verður líklega áfram í UMFN
- Leikur þú með Njarðvík næsta vetur?
„Njarðvíkingar hafa rætt við mig um
næsta vetur og ég er filbúinn tU að vera
hér áfram. Einnig hafa önnur hð haft
samband við mig varðandi næsta vetur.
Brjálaðir áhorfendur
„Mér finnst áhorfendurnir hér á landi
alveg brjálaðir. Sérstaklega á Suður-
nesjum og á Sauðárkróki. Þeir styðja
vel við bakið á sínum mönnum."
Menn rífast of mikið
- Hvernig finnst þér dómgæslan hér?
„Mér finnst leikmenn hér rífast alltof
mikið í dómuram. Það þýðir einfaldlega
ekkert að gera það. Menn verða bara
Við erum með besta liðið
- Nú er úrslitakeppnin framundan.
Hverjir verða meistarar?
„Ég held að við í Njarðvík séum meö
besta' liðið. Strákarnir þekkjast mjög
vel og þaö hefur mikið að segja. Strák-
arnir vita hvað þarf til að við verðum
meistarar. Úrslitaleikurinn veröur
gegn Keflavík en ég óttast Keflvíkinga
mest. Jón Kr. Gíslason og Falur Harðar-
son ná ótrúlega vel saman og eru nán-
ast eins og tvíburar inni á vellinum."
stæðingarnir?
„Erfiðasti andstæðingurinn í dei
inni er líklega Valur Ingimundarson
hann nær að einbeita sér algerlega
leiknum. Þá er hann illviðráðanleg
Einnig finnst mér Magnús Matthíass
í Val mjög erfiður. Þá má nefna T
Örlygsson, þótt hann sé félagi mii
sem er mjög skemmtilegur leikmað
og hann gæti örugglega náð lang
körfuknattleiknum í Bandaríkjunun
Margir erfiðir andstæðingar
Hvaða leikmenn era erfiðustu and-
Kvenfólkið bætir upp verðið
„Mér hefur liðið vel á íslandi en hér
allt gífurlega dýrt og ég skil ekki hvei
ig fólk getur lifað hér. Kvenfólkið h
sem er mjög fallegt, bætir þó vöruvei
ið örugglega upp að einhverju leyt
sagði Rondey Robinson.
-SK/ÆIV
Hörkuleikir í kvöld
• Jakob Sigurös-
son fyrirliöi Vals.
Þriðju umferð úrslitakeppninnar um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik lýkur í
kvöld með tveimur leikjum, en í gærkvöldi mættust Víkingur og FH.
Stjaman og Valur leika í Garðabæ klukkan 20 og er þar um einn af mikilvægustu leikjun-
um að ræða. Takist Stjömumönnum að sigra veröa þeir komnir á fuht í slaginn um titil-
inn, en það veröur hægara sagt en gert gegn Valsliði sem er í miklum ham um þessar
mundir og hefur gjörsigrað ÍBV og FH í fyrstu tveimur umferðunum.
Á sama tíma eigast Haukar og IBV við í Strandgötuhúsinu í Hafnarfiröi. Haukar hafa
tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en ÍBV er með tvö stig eftir sigur á Víkingi. Eyja-
menn gætu blandaö sér í baráttuna um efstu sætin með sigri og leikurinn er síðasta hálm-
strá Haukanna til að láta eitthvað að sér kveða.
• í fallkeppninni eru þrir leikir, allir klukkan 20. KR og ÍR mætast í Laugardalshöll,
Selfoss og Fram á Selfossi og Grótta mætir KA á Seltjamarnesi.
• í úrslitakeppni 2. deildar mætast Breiðablik og Keflavík í Digranesi klukkan 20.
-VS
FIRMA- OG FELAGSHOPAKEPPNI KR 1991
Keppnin fer fram 9.-18. mars í stóra sal KR.
4ra manna lið án markvarðar. 5 lið í riðli. Óheimilt að nota
leikmenn sem spiluðu í 1. eða 2. deild 1990.
Getum enn bætt við liðum laugardaginn 16. mars.
Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 19 fimmtudaginn 14. mars í síma
27181. Knattspyrnudeild KR.