Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 24
48 rwi ?HAV HIIOAaUHIVCÖM MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991. Valið er auðvelt Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Davíð er miklu hættu- legri maður en Þorsteinn," segir greinarhöfundur m.a. Óðum styttist nú í alþingiskosn- ingar sem (eins og stendur) allar horfur eru á að verði 20. apríl nk. Þær verða þá færðar fram um margar vikur eftir kröfu Sjálfstæð- isflokksins og þarf til þess laga- breytingu sem Alþingi væntanlega samþykkir áður en það fer í kosn- ingafríið. Forsendur þeirrar til- færslu sýnast þó veigalitlar. Auk þess er mjög svo hæpið að treysta á brúklegt tíðarfar kosningadaginn - hvað þá allan tímann sem barátt- an og fundirnir standa yfir. Sumir eru fljótir að gleyma Hingað til hafa menn talið sjálf- sagt mál aö hafa lögbundnar al- þingiskosningar að sumarlagi (maí-júni) á fjögurra ára fresti en nú skulu þær færðar á veturinn. Hefði þó mátt ætla að ekki væru allir búnir að gleyma því að síðast í fyrra var hin versta tíð með stór- hríðum og ófærð fram yfir sumar- mál og til 1. maí. En þeir í Sjálfstæð- isflokknum telja e.t.v. best að fólk komist ekki á kjörstaði á lands- byggðinni, enda hefur sá flokkur hlutfallslega langmest fylgi í stór- Reykjavík. Ekki munu alhr hafa verið hrifn- ir af þessari tilfærslu kjördagsins. Forsætisráðherra, Steingrímur, mun hafa viljað láta kjósa 11. maí en látið var undan kröfu Sjálfstæð- isflokksins (til að halda friðinn?). Óvanalegt, óyndislegt og óviðfelldið Búist var við að það yrði meðal síðustu verka Þorsteins Pálssonar sem formanns að fá kosningunum flýtt og færa þær á veturinn og búist var við að skipt yrði um for- mann á landsfundinum síðasta. Það er þó mjög óvanalegt og óynd- islegt að skipt sé um formann í miðri kosningabaráttu og jafn- framt ill meðferð á Þorsteini sem eflaust hefur starfað eftir bestu getu og samvisku. Hins vegar er talið að flokkseigendaklíkan hafi ráðið stefnunni þar á bæ og nú virðist klíkan ætla að taka völdin í landinu og hikaði þá ekki við að KjaUarmn Rósmundur G. Ingvarsson bóndi, Hóli, Tungusveit, Skagafjarðarsýslu sparka formanhinum þar eð hún telur að Davíð muni fiska fleiri at- kvæði. Ljómasveipur um kóng Alveg er það ósannað að Davíð verði betri stjórnandi fyrir íhaldið, enda sýnist óhjákvæmilegt að meiri háttar árekstrar verði þegar hann kemur inn á Alþingi. í borg- arstjórn er hann nánast alveg ein- valdur en á Alþingi verður að ætla að hann komist ekki upp með ein- ræði í þingflokknum en maðurinn ráðríkur og skapþungur mjög. Mikill ljómi er um Davíð sem borgarstjóra og halda margir að hér sé mikill snillingur á ferð. En hafa menn hugleitt þann mikla mismun sem er á því hve auðvelt er að stjórna kaupstað eins og Reykjavík, sem hefur óhemjumikil fjárráð og eðli málsins samkvæmt mjög vel hæfum starfsmönnum á að skipa (yfirmönnum borgar- mála), og hins vegar Akureyri og öðrum kaupstöðum sem eiga við erfiða og sums staðar mjög erfiða fjármála- og atvinnustöðu að glíma? Þar sem peningar eru nógir er enginn vandi að stjórna. Það getur hver sæmilega skynsamur maður - og þeir eru margir, sem betur fer. Þar sem skuldabaslið er og samdráttur eða kyrrstaða í at- vinnumálum þar er erfitt að stjórna svo að vel fari og eigi á færi meðalmanna. Hvað yrði úr Davíð Reykjavíkurkóngi við slíkar aðstæður? A það hefur ekki reynt. Peningafurstarnir hafa tögl og hagldir Menn skyldu hafa í huga að þótt skipt sé um formann eru engar lík- ur til aö Sjálfstæðisflokkurinn batni. Peningafurstarnir, flokks- klíkan, mun áfram hafa tögl og hagldir. Að auki hafa þeir Þor- steinn og Davíð í flestu sömu stefnu. Báðir stefna að inngöngu íslands í Efnahagsbandalag Evr- ópu eins og fram hefur komið og það er hið stóra mál sem kosið verður um nú í lok vetrar (eða hvenær sem kjördagurinn verður). Þar er um að tefla líf eða dauða sjálfstæðis íslendinga, hvort ísland verður áfram frjálst og fullvalda ríki eða hvort sjálfstæði þess verð- ur fórnað fyrir einhver ímynduð heimsins gæði og þjóðin koðnar svo niður í efnahagslegu ósjálfstæði og jafnvel hverfur í þjóðahafið eftir aö hafa horft á útlendinga leggja smám saman undir sig auðlindir landsins og atvinnuvegi. Því fer mjög fjarri að forystu Sjálfstæðis- flokksins sé nú trúandi fyrir fjör- eggi þjóðarinnar og enn síður eftir að skipt hefur verið um formann. Davíð er miklu hættulegri maður en Þorsteinn. Nýtt frjálshyggjuævintýri er of dýrt Þaö er gefið mál að ef Sjálfstæðis- ílokkurinn vinnur kosningarnar og tekur við stjórn þá verða dagar þjóðarsáttar taldir og frjálshyggju- öflin svonefndu hleypa vöxtum upp og verðbólgu á skrið. Við það eru jafnvel heildsalarnir, sem ílestir eru sjálfstæðismenn, hræddir. Hvorki þeir né aðrir hugsandi menn vilja kynnast frjálshyggju- dellunni aftur. Menn voru búnir að fá nóg af þeirri hugsjón margra sjálfstæðismanna sem hafði nær gengið af mörgum atvinnuvegum og fyrirtækjum dauðum. Þar sem annarra og betri kosta er völ kemur ekki til greina að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við vilj- um ekki fórna efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Viö viljum ekki sleppa verðbólgudraugnum og íjár- mála-markaðs-ófreskjunni laus- um. í báðum þessum málum er hins vegar óhætt að treysta Fram- sóknarflokknum og jafnvel Al- þýðubandalaginu. Rósmundur G. Ingvarsson „Því fer mjög fjarri að forystu Sjálf- stæðisflokksins sé nú trúandi fyrir fjör- eggi þjóðarinnar og enn síður eftir að skipt hefur verið um formann.“ Dagsbrún sf.? „Og þá á ég náttúrlega ekki von á öðru svari frá miðstjórn ASÍ en að það eigi að fara eftir þessum lögum og að þau séu gagnkvæm.“ Aðalfundur félagsins Dagsbrúnar hefur ekki verið haldinn enn sem komið er og virðist ekki standa til hjá forráðamönnum félagsins aö fara eftir lögunum um aðalfundinn frekar en öll síðastliðin ár. Dagsbrún kærð Fyrir nærri því ári var Dagsbrún kærð fyrir að fara ekki eftir lögum um aðalfund félagsins til miö- stjórnar ASÍ. Það var svo spuming samkvæmt lögunum sem segja að hver sá maður, sem brýtur lög fé- lagsins, sé í raun og veru rækur úr félaginu og ef þessi lög eru gagn- kvæm ætti Guðmundur J. Guð- mundsson að vera rækur úr félag- inu. Guðmundur hefur sjálfur bent á í einu af mörgum áróðursblöðum Dagsbrúnar aö menn eigi að fara eftir þessum lögum og hvað það sé í raun og veru mikilvægt. Og þá á ég náttúrlega ekki von á öðru svari frá miðstjóm ASÍ en að það eigi að fara eftir þessum lögum og að þau séu gagnkvæm. Þá er það spurning hvort Guð- mundur J. eigi rétt á lífeyrissjóðs- láni eða fullum sjúkrabótum þar sem hann hefur brotið þessi log hvað eftir annað. Það er svo spurning út af fyrir Kjallarirai Þorsteinn Sch. Thorsteinsson verkamaður hjá Eimskip og nemi í TÍ sig af hveiju lögum félagsins hefur ekki verið breytt fyrir löngu þar sem formaður þess á að hafa eftir- lit með að lögum félagsins sé fram- fylgt. Einnig ætti Guðmundur J. að hafa vit á að láta breyta þeim þar sem hann hefur brotiö þau svona oft eða í mörg ár og ekki getaö farið eftir þeim sjálfur. Þrátt fyrir aö það kosti allsherjar- atkvæðagreiðslu til þess að fá þess- um lögum breytt þá ætti formaður- inn að hafa vit á að beita sér fyrir því en þaö hefur hann alls ekki gert enn sem komið er. Mér var ekki boðið í veisluna Það er ekki hægt að saka Guð- mund J. um neitt annaö en víta- vert gáleysi í starfi og ef hann verð- ur gerður rækur úr félaginu á hann ekki von á neinum atvinnuleysis- bótum þar sem hann er sjálfur valdur að sinni eigin uppsögn. Aðalfundurinn verður núna haldinn seint og síöar meir eins og gefur að skilja og þá mun Guö- mundur J. útskýra það fyrir mönn- um að hann hafi veriö færður vegna breytinga á fyrirkomulagi innheimtu og að endurskoðun reikninga sé ekki lokið eins og hef- ur sjálfsagt átt sér stað í félaginu öll síðastliðin ár ef maður á að marka það sem Guðmundur J. hef- ur verið að segja. Hann mun þá útskýra þaö fyrir félagsmönnum í næsta Dagsbrúnarblaði ásamt þeim stórmerkilegu atburðum sem áttu sér stað við veisluhöldin, og þá á maður ekki von á öðru en að birtar verði myndir af þessum at- burði í næsta áróðursblaði, hvenær nú sem það kemur út. Þá skil ég ekkert í þessum for- ráðamönnum hjá Dagsbrún að hafa ekki boðið mér í þessa veislu þar sem ég er fullgildur félagsmaður í Dagsbrún og þar sem Guðmundur J. bauð mig svona innilega velkom- inn í félagið á sínum tíma. Hvemig getur þetta eiginlega hafa átt sér stað? Það kemur mér gjörsamlega á óvart að þeir skuli hafa gleymt mér. Kostnaður og lagabreytingar Það væri hins vegar mjög fróðlegt fyrir félagsmenn í Dagsbrún að fá að vita eitthvað frá forráðamönn- um Dagsbrúnar hvað þessi veislu- höld kostuðu. En það fá félagsmenn náttúrlega ekkert aö vita um í næsta áróðursblaði en hugsanlega gefst mönnum tækifæri til að spyrja um það á næsta aðalfundi félagsins en ég stórlega efast um að forráðamenn Dagsbrúnar svari slíkum fyrirspumum sem beint er að þeim sjálfum. Nú hef ég frétt að það stendur til áð setja á stofn sérstaka laganefnd í félaginu og muni þá hlutverk hennar hugsanlega vera ætlað að semja lög sem banna allt sem hefur að gera með mótframboð í félaginu. Og þá verður Guðmundur J. ráðinn sem formaður félagsins næstu 150 árin og eftir daga Guðmundar verður trúlega sérstakur miðill sem mun hafa beint samband við Guðmund J. um starfsemi félags- ins. í framhaldi af því verður lögum breytt, þannig aö ekki sé hægt að nota þau gegn forráðamönnum Dagsbrúnar á einn eða annan hátt. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.