Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25; Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991. Riðu um og kveiktu sinuelda . Skemmdir urðu á trjáplöntum af völdum sinubruna í ræktunarreit roskinna hjóna í nágrenni við skóg- ræktina á Akranesi í gær. Trjáplönt- ur skemmdust einnig af völdum elds við Árbæjarsafn í gærkvöldi. Mikill reykjarmökkur lá yfir Akra- nesbæ fram á kvöld þar sem ung- menni og fleiri höfðu kveikt sinuelda í nágrenni bæjarins. Bæjarstarfs- menn, lögregla og fleiri unnu hörð- um höndum við að slökkva eldana. Tveir piltar á hestum fóru um svo- kallaðan Flóa og kveiktu elda á ýms- um stöðum. Þeir voru greinilega á ferð til að valda sem mestum usla. Lögreglan náði að lokum í þá. Þeir gátu ekki gefið neinar haldbærar skýringar á athæfi sínu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi „logaði Suðurlandið í gær“ af völd- um elda sem bændur höfðu lagt að löndum sínum til að nýta sér tíðar- farið. Litlu munaði að eldur kæmisc að sandgræðslulandi í nágrenni Eyr- arbakka. Tilkynnt var um sinuelda á 12 stöð- um í Reykjavík. - -ÓTT Stórbruni á Geldingalæk Bráðabirgðalögin: Ríkið sýknað LOKI Hrekur Hjörleifur næst sjálft álmálið út úr þing- húsinu? Eg sH ekki undir ofbekli Hiorleifs „Ég frestaðí þessum fundi og ætlaði að halda honum áfram í dag en iðnaðarráðherra réðst í það að láta shta fundinum. Þar með verð- ur þetta mál ekki á dagskrá í dag og með öllu óvíst hvenær málið verður rætt á ný,“ sagði Guðrun Helgadóttir, forseti Sameinaðs Al- þingis, í samtali við DV í morgun. Þingforeti frestaði umræðum um álmálið um klukkan þrjú í nótt og yfirgaf húsið án þess að shta fundi. Þingmenn héldu aö um stutta frest- un væri að ræða. Um þrjúleytið tilkynnti þingfor- seti að hún hefði í hyggju að halda fundi áfram til klukkan fjögur. Bað hún þá sem voru á mælendaskrá, Hjörleif Guottormsson og tvær kvennalistakonur, að koma máli sinu fyrir innan þess tima. Hiörleifur Guttormsson lýsti yflr óánægju sinni með þessar tímatak- markanir þar sem hann hefði beðið í meira en sólarhring eftir að fá oröið. Sagðist hann vart verða bú- inn með inngang að máli sínu klukkan fjögur. „Þá frestaði þing- forseti fundi og hvarf úr þinghús- inu,“ sagði Hjörleifur við DV í morgun. „Ég harma það mjög að almennar þingheföir eru ekki virtar. Það hef- ur verið dagljóst að Hjörleifur Guttormsson hefur sérálit á þessu máli. Það hefur fyrir löngu komið fram og óþarfi að eyða tíma í það. Það hefur verið venja hingaö til, þegar þingi er að ljúka, að menn virða samkomulag mihi stjórnar- flokkanna og samkomulag viö stjórnarandstöðuna um framgang nauðsynlegustu mála. En það varð þvi miður Ijóst að Hjörleifur Gutt- ormsson ætlar að beita því ofbeldi sem hann hefur rétt til samkvæmt þingskaparlögum og taka allan tíma í þetta mál svo að engin önnur störf verði unnin i þinginu á með- an. Forseti er ekki skyldugur að sitja undir slíku. Klukkan þrjú i nótt var ekki um annað að ræða en fresta fundi,“ sagði Guðrún. Salóme Þorkelsdóttir varaþing- forseti hafði yfirgefið Alþingis- húsið og var að leggja úr hlaði á bíl sínum þegar hún var stöðvuð og beðin um aö koma inn og slita fundinum. Gerðí hún það á káp- unni. Guðrún sagði i morgun að álmálið yrði ekki rætt fyrr en þing- ið heföi lokið öðrum störfum. -hlh Lögreglan lagði hald á áfengi og bruggtæki í gær: Bruggarinn svaf Mikill bruni varð á bænum Geld- ingalæk í Rangárvallahreppi í gær- kvöldi og nótt. 300 kinda fjárhús, hlaða með nokkur þúsund heybögg- um og tengibygging eyðilögðust al- veg í brunanum en tvö fjárhús skemmdust minna. Eldurinn kviknaði um klukkan hálfátta í gærkvöldi en slökkvistarf stóð enn yfir þegar DV fór í prentun í morgun. Ábúendur að Geldingalæk voru inni í íbúðarhúsi þegar þeir urðu varir við reykjarlykt. Vindur stóð af fjárhúsunum. Fólkið hélt í fyrstu aö lyktin kæmi frá sinubruna. Síðan kom í ljós að eldur var kvikn- aöur við hlööuna og fjárhúsin. -ÓTT í áfengisf nyknum Dómur var kveðinn upp i morgun í máli BHMR gegn ríkinu vegna setn- ingar bráðabirgðalaganna síðastliðið sumar. Dómsorð féhu á þann veg að ríkið er sýknað af kröfum stefnanda og málskostnaður felldur niður. í dómnum segir að líta verði svo á að löggjafanum sé heimilt að skerða samningsbundin laun manna án þess að bætur komi fyrir th að framfylgja efnahagsstefnu. Dóminn kváðu upp Friðgeir Björnsson yfirborgardóm- ari, Allan V. Magnússon og Jón L. Arnalds borgardómarar. -kaa Lögreglan í Kópavogi stóð 22 ára karlmann að verki við bruggfram- leiðslu í vesturbænum í Kópavogi í gærmorgun. Maðurinn leigði bílskúr fyrir bruggframleiðsluna og höfðu nágrannar kvartað yfir þessari lykt- 9terku athafnasemi hans. Reyndar hafði maðurinn verið aðvaraður áð- ur en lögreglan var kölluð á staðinn. Þegar lögreglumenn bönkuðu upp á hafði maðurinn sofnað yfir brugg- inu sem var í framleiðslu hjá honum inni í skúrnum. Maðurinn kvaðst hafa verið við bruggstörf um nóttina. í bílskúrnum fundust mjög fullkom- in bruggtæki og 200 lítra tunna með slatta af svokölluðum gambra í. Einnig fundust ýmis efni sem notuð eru við bruggframleiðslu. Lögreglan lagði einnig hald á um tíu lítra af tærum og tilbúnum landa. Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa staðið einn að framleiðslunni. Hann kvaðst sjálfur hafa ætlað að drekka landann og hafði ákveðið að gefa kunningjum sínum með sér. Maðurinn sagðist einnig hafa brugg- að á síðasta ári. Lögreglunni hefur verið kunnugt um nokkurt magn af bruggi í umferð á síðustu misserum - sérstaklega á skólaböllum. Þó virðist slíkt hafa minnkað á síðustu mánuðum, að sögn lögreglunnar, það er eftir að rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík stöðvaði umfangsmikla bruggverksmiðju í Landeyjum í des- ember og fleiri verksmiðjur í Reykja- vík. -ÓTT Háskóliíslands: Röskva sigraði í kosningunum Jóhann Marteinsson, varðstjóri i lögreglunni í Kópavogi, með tilbúinn landa á flöskum sem lagt var hald á i bílskúr í gær. Bruggtækin á myndinni var eigandinn með í fullri notkun þegar lögreglan kom og vakti hann. DV-mynd S Röskva, samtök félagshyggjufólks, vann sigur í kosningum til Stúdenta- ráðs sem fram fóru í Háskólanum í gær. Röskva fékk 1504 atkvæði og 7 fuhtrúa en Vaka, félag lýðræðissinna, fékk 1498 atkvæði og 6 fuhtrúa. Þar sem 13 fulltrúar sitja í Stúd- entaráði er komin upp pattstaða þar sem Röskva hafði fyrir 6 fulltrúa en Vaka 7. Röskva og Vaka fengu sinn fulltrú ann hvor í háskólaráð en Vaka fékk um 150 atkvæðum meira í þeim kosn- ingum. Alls voru 5046 á kjörskrá og kosn- ingaþátttaka var um 60% sem er með því mesta sem verið hefur undanfar- mar. Veöriöámorgun: Úrkomulaust sunnanlands og vestan Á morgun verður norðaustan- átt, líklega nokkuð hvöss norð- vestantil á landinu. Um norðan- og austanvert landið verða dálíth él eða snjómugga og hiti nálægt frostmarki. Sunnanlands og vest- an verður úrkomulaust að mestu og léttir heldur th síðdegis. Allt aö 5 stiga hiti verður syöst a landinu um hádaginn en líklega frost aðra nótt. > 0\9. HtlMSENDINGA -P & & 15 mm & — í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.