Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDAGUR 20. MARS'1991. 3 Fréttir Kvóti smábátaeigenda: Gjaldþrot bíasir við fjölda smábátaeigenda Fjöldi smábáta - raðað eftir aflamarki 1991 Aflamark í aflamarki Á línuveiöum Smábátar 0-10 322 763 1085 10-20 231 162 393 20-40 302 31 333 40-60 188 2 190 60-80 55 0 55 80-100 44 1 45 100-150 29 0 29 150-200 5 0 5 ' Alls 1176 959 2135 Þegar úthlutanir sjávarútvegs- ráðuneytisins á botnfiskkvóta fyrstu átta mánuði ársins eru skoðaðar kemur í ljós að það eru 1480 smábát- ar sem fá úthlutað kvóta á bilinu 0 til 20 tonn eða um það bil tveir þriðju þeirra. Á undanfornum mánuðum hafa sjómenn gagnrýnt mjög úthlutanim- ar og í ályktun frá Landssambandi smábátaeigenda vegna þessa máls segir meðal annars: „Stjóm Lands- sambands smábátaeigenda telur að þær breytingar, sem gerðar voru á fyrirkomulagi fiskveiða um síðustu Fréttaljós Jóhanna Margrét Einarsdóttir áramót, séu nú fyrir alvöru farnar að sýna alvarlega þverbresti. Af- komu fjölda smábátaeigenda er ekki aðeins teflt í tvísýnu heldur blasir gjaldþrot við mörgum þeirra. Eignir fjölda smábátaeigenda eru því gerðar verðbtlar eða verðlausar, ásamt því að atvinna þeirra er nær einskis virði.“ Hægt að lifa af 50 tonnum Það er að sjálfsögðu misjafnt hvað smábátaeigandi þarf af kvóta til að lifa af og hafa þokkalega afkomu en ef þorskkvótinn er undir 50 tonnum er erfitt að átta sig á hvernig hann á að geta haldið útgerö sinni áfram. Að sögn sjómanna greiðir smábáta- eigandi, sem á 9,9 tonna trillu, um 800 þúsund krónur í tryggingar á ári fyrir hana. í olíu má ætla að hann eyði 300 þúsund krónum og í annan kostnað 100 þúsundum. Gróft reikn- að fara því 1200 þúsund krónur í kostnað á ári en hins vegar er ekki reiknað með neinum afborgunum af bátnum heldur miðað við að hann sé skuldlaus. Ef miðað er við að hann selji 50 tonna þorskafla sinn á lág- marksverði, sem er 51,67 krónur fyr- ir kílóið, fær hann tæpar 2,6 milljón- ir fyrir aflann. Ef reiknað er inn í dæmið að hann fái 15 prósenta heimalöndunarálag fær hann rétt tæpar 2,9 milljónir í aflaverðmæti. Ef fasti kostnaðurinn hér að framan er dreginn frá er þetta því 1,7 milljón- ir króna. Á 9,9 tonna trillu eru yfir- leitt tveir. Það koma því 850 þúsund krónur í hlut hvors um sig sem gera rétt tæplega 71 þúsund krónur í mán- aðarlaun miðað við 12 mánaða út- hald. Fiskmarkaður Suðurnesja Ef dæmið er reiknað upp á nýtt og smábátaeigandinn selur afla sinn á Fiskmarkaði Suöurnesja, þar sem fengist hefur hæst meðalverð fyrir þorsk það sem af er ári, 98,68 krónur fyrir kílóið, fást tæpar 5 milljónir í aflaverðmæti. Að frádregnum frá- dráttarliðunum hér að ofan eru þetta 3,8 milljónir eða 1900 þúsund í hlut hvors sjómannanna. Mánaðarlaunin yrðu því tæpar 160 þúsundir. Smábátaeigandi á Ströndum, sem á 9,9 tonna trillu og DV ræddi viö, kvaðst hafa fengið 17 tonnum úthlut- að af botnfiskkvóta. Ef hann selur afla sinn á lágmarksverði auk 15 pró- senta heimalöndunarálags fá sjó- mennirnir um milljón í aflaverðmæti sem dugir rétt fyrir tryggingum og olíu. Ef þeir ækju hins vegar aflanum á Fiskmarkað Suðurnesja og fengju þar 98,68 krónur eða 1677 þúsund krónur fyrir afla sinn að frádregnum 1200 þúsund króna kostnaði væru því 477 þúsund krónur eftír sem þeir gætu skipt með sér í laun. Það gera 238 þúsund eða sem nemur rétt tæp- um 20 þúsund krónum á mánuði. Verðlausar eignir Þeir sem fá úthlutað hvað mestum kvóta eru hins vegar á grænni grein. Smábátaeigandi, sem fær úthlutað 150 tonna kvóta, þarf ekki að kvarta. Ef miðað er við lágmarksverðið og 15 prósenta heimalöndunarálag fær hann í aflaverðmæti, ef hann veiðir eingöngu þorsk, 8,7 milljónir. Að frá- dregnum fasta kostnaðinum eru þetta því 7,5 milljónir. Hvor maður um borð fær því 3 milljónir og 750 þúsund í sinn hlut sem samsvara 312 þúsund króna mánaðarlaunum. Ef selt er á hæsta verði á fiskmarkaði er aflaverðmætið 14,8 milljónir, að frádregnum frádráttarliðunum 13,6 milljónir eða 6,8 milljónir í hlut hvors um sig sem eru 566 þúsund á mánuði. Dæmin hér að ofan eru tilbúin og eingöngu reiknað með að smábáta- eigendur veiði þorsk sem er ein verð- mætasta aflategundin. Samantektin gefur hins vegar hugmynd um að þaö sé rétt sem Landssamband smábáta- eigenda heldur fram, áð eignir fjölda sjómanna séu orðnar verðlausar og þeir geti ekki lengur stundað þann atvinnuveg sem þeir hafa kosið sér. -J.Mar Sllppstöðin á Akureyri: Engin tilboð í nýja skipið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Menn hafa verið að spyrjast fyrir um skipið en það hefur ekkert gerst meira,“ segir Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, um sölumál skipsins sem stöðin smíöaöi á sínum tíma og ekki hefur tekist að selja þrátt fyrir ítrekaðar og nær stanslausar tilraunir. Nú er um það bil ár síðan lokið var við að smiða skipið að því leyti sem áætlað var að gera áður en kaupandi væri fenginn en það sem eftir er, s.s. að setja niður tæki í brú og þess hátt- ar, er áformað að gera í samráði við kaupanda. Tveir aðilar voru á sínum tíma tilbúnir að kaupa skipið en urðu báðir frá að hverfa vegna þess að fyrirgreiðsla fékkst ekki. Sigurður G. Ringsted segir að Slippstöðin fái alltaf af og til fyrir- spurnir um skipið en síðan verði ekki neitt úr neinu. Hann neitaði því að þar spilaði verð skipsins, sem er 37 metra langt, inn í. „Skipið er alls ekki dýrt og það er t.d. ekki hægt að fá svona skip á sambærilegu verði erlendis," sagði Sigurður. Þess má svo geta í lokin að talið er að skipið hlaði á sig um 2,5 milljónum króna í fjármagnskostnað á hverjum mán- uði sem það liggur óselt við bryggju og eru þær upphæðir nú farnar að skipta tugum milljóna króna. STÓRK0STLEGT ÚRVAL AF BORÐSTOFUM Meran 51 borðstofuborð + stólar, kr. 135.460. Víður: Hnota, old germen. Denluxborðstofuborð + östólar, kr. 115.950. Skenkur kr. 35.850, skápur kr. 62.880. Víður: svart/mahóní. Malta borðstofuborð + 4 stólar, kr. 79.970. Viður: perlugrár áskur. Komdu og skoðaðu þessí glæsílegu borðstofu- sett og hinar 35 gerðirnar sem víð eigum. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR BlLDSHÖFÐA 20-112 RVlK - SÍMI91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.