Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 28
r Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. LOKI Ætli þessu fylgi ekki vaxtaverkir? Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1991. Veðrið á morgun: Minnkandi norðvest- anátt Á morgun verður minnkandi norðvestanátt. É1 verða norðan- lands, einkum austan til, en létt- skýjað syðra. Frostlaust verður sunnanlands yfir hádaginn en annars 1-6 stiga frost. Sprenging í ammoníakstanki við Rækjunes í Stykkishólmi: Sáum stórt ammon- íaksský stíga upp - segir Smári Guðbjartsson verkstjóri sem tókst að forða sér „Við vorum þrír fyrír utan húsið þegar við heyrðum dúndrandi sprengingu. Það var engin spurn- ing um hvað hafði gerst. Við sáum stórt og hvítt ammoníaksský stíga upp fyrir húsið. Við náðum að forða okkur í burtu þarrnig að við sluppum. Vindáttin stóö út á sjó og siðan gufaði skýið smám saman upp,“ sagði Smári Guðbjartsson, verkstjóri hjá skelfiskvinnslunni Rækjunesi í morgun. Lögreglunni var í gær tilkynnt um mikla sprengingu á ammon- iakstanki sem stóð fyrir utan véla- sal Rækjunesverksmiðjunnar. Tal- ið er að 80 kíló af ammoníaki hafi gufað upp þegar kúturinn, sem var fullur, sprakk og stór rifa kom á hann eftir endilöngu. Engan sak- aði. Atburðurinn átti sér staö í há- deginu á föstudag, að sögn Smára. Þá var fólkið sem vinnur á staðnum nýfarið i mat. , ,Ég reikna með að kúturinn verði sendur suður i dag til Vinnueftir- lits ríkisins til skoðunar. Þetta slapp nú allt vel. Anunoníaksskýið fór í áttina að sjónum þannig að þetta fór betur en á horfðist. Við fengum svo lögregluna til að gera skýrslu um þetta i gær,“ sagði' Smári í morgun. Að sögn lögreglunnar er mesta mildi að ekki urðu slys á fólki, mun verr hefði farið ef þremennkigamir hefðu verið inni í húsinu. Tveir aðrir ammoníakstankar vom á svæðinu. Ammoníak er vökvi sem geymdur er undir þrýstingi. Sprengingin var því gífurlega mögnuð. Ammoníaksfnykur var ennþá viö Rækjunesverksmiðjuna í gær, að sögn lögreglu. Fólk sem var í nærliggjandi hverfum sagðist hafa heyrt greini- lega þegar kúturinn sprakk. Eftir því sem DV kemst næst hefur eng- inn orðið fyrir heilsutjóni vegna ammoníakskýsins sem steig upp fráRækjunesi. -ÓTT/IH Ólafur Björnsson: Hætta á seðla- prentun Ólafur Björnsson, fyrrum hag- fræðiprófessor, segir að aukin lántaka ríkisins á innlendum peningamarkaði auki verðbólg- una í landinu ef ekki komi nægi- legur sparnaður á móti hjá þjóð- inni. „Hættan er auðvitað sú að auk- in innlend lántaka ríkissjóðs verði Qármögnuð með aukinni seðlaprentun og þar meö eykst verðbólgan," segir Ólafur. „Aukin eftirspurn ríkisins eftir lánum á innlendum peninga- markaði hefur einnig tilhneig- ingu til að hækka vextina nema framboð á peningum, sparnaður þjóðarinnar, aukist að sama skapi,“ segir Ólafur. „Halli á ríkissjóði sem fjár- magnaður er með lánum hefur einnig tilhneigingu til að hækka vexti og auka halla á erlendum viðskiptum," segir Ólafur. -JGH Kosiðístjórn Landsvirkjunar Ekki var kosið í stjórn Lands- virkjunar í nótt. Á dagskrá þings klukkan 10 í morgun var kósiö í stjórn Landsvirkjunar, Kísiliðj- unnar, Viðlagatryggingar íslands og Orkuráös. -J.Mar Þórarinn V. Þórarinsson um lánsfjárlögin: Stór kosningavíxill „Þessi lánsfjárlög eru einn af þess- um stóru kosningavíxlum og þetta eru vond lög,“ segir Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um lánsfjárlögin sem samþykkt voru í gær. „Þessi lánsfjárlög eru sérstök fyrir tvennt. í fyrsta lagi eru teknar inn fjárhæöir sem með réttu ættu að koma inn á fjáraukalögum og lögin eru þannig notuð til að fela raun- verulegan halla á ríkissjóði. Hins vegar er með þessum lögum enn stefnt að auknum hlut ríkissjóðs í nýjum peningalegum sparnaði á þessu ári. Samkvæmt fyrstu hug- myndum var að því miðað að ríkið tæki til sín 6 af hverjum 10 krónum í nýjum sparnaði á þessu ári. Þetta hlutfall hefur hækkað og það þýðir hækkun vaxta. Enda hefur lánsfjá- reftirspurn ríkisins á innlendum markaði haldið uppi vaxtastiginu. Grunnurinn að vaxtastiginu í landinu er og verður vextir sem rík- issjóður er sjálfur að bjóða og allir aðrir vextir verða með álagi ofan á það,“ segir Þórarinn. -ns Tryggvi Pálsson bankastjóri: Ríkið heldur uppi vöxtum Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís- landsbanka, segir að aukin eftir- spurn ríkisins á innlendum fjár- magnsmarkaði, komi mjög líklega fram í hærri raunvöxtum en ella hefði orðið. „Ríkið tók til sín stóran hluta af frjálsum sparnaði í landinu á síðasta ári. Ég hef ekki séð sundurliðunina á lánsfjárlögum núna en ef ríkið ætl- ar aö taka til sín enn stærri hluta af frjálsum peningalegum sparnaði í landinu leiðir það til aukins sam- dráttar í öðrum lánum, samkeppnin um peningana eykst og áhrifin verða mjög líklega hærri raunvextir en ella,“ segir Tryggvi. -JGH PéturH. Blöndal: Þýðir mikla vaxtahækkun „Þetta þýðir mjög mikla hækkun vaxta,“ segir Pétur H. Blöndal, Kaup- þingi, í viötali við DV um afgreiðslu lánstjárlaga í nótt. „Erfitt er að spá, hvar jafnvægis- punkturinn er. En þetta gengur ekki upp, nema til komi mikil aukning sparnaðar, sem ekki er unnt að bú- ast við. Kannski munu vextir hækka vegna þessa um eitt prósentustig, en eitt prósent vaxtahækkun er líka gíf- urlega mikið,“ sagði Pétur. -HH Sinfóníuhljómsveit æskunnar frum- f lytur Baldr eftir Jón Leif s á sunnudag Þegar hið viðamikla tónverk Baldr efti'r Jón Leifs verður frumflutt á sunnu- daginn verða hátt i tvö hundruð manns á sviðinu í Háskólabíói. Það er Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn Paul Zukofsky ásamt kór og tleiri listamönnum sem fiytur verkið sem aldrei hefur heyrst áóur. Ekki er einung- is notast vió hefðbundin hljóófæri eins og sjá má á þessari mynd, en á henni handleikur Maria Strand-Borin keðjur af öllum stæróum og Ómar Guðnason lemur grjót. DV-mynd GVA .S?A(f Hfy A/~~i HEIMSENDINGÍ 1800-23 3C HELGAR'iaÖb'Ö300 ft’/v 1? HEIGAR 1800-0300 t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.