Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVÍKUDÁGÚR 20. MARS1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. „ Villta vestrið" „Þetta er eins og í villta vestrinu," sagöi Júlíus Sól- nes umhverfisráðherra um síöustu daga þingsins. Ólaf- ur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hafði aldrei kynnzt öðru eins á langri þingsetu. Alþingi var í upplausn. Ráðherrar réðust hver gegn öðrum í hinum ýmsu málum. Af þessu ætti fólki að skiljast, að núverandi ríkisstjórnarmynstur er óalandi og óferj- andi. Það gengur einfaldlega ekki. Kosningar nálgast. Ríkisstjórnarbræðsla getur ekki aftur orðið eins og hún hefur verið. Til dæmis þurrkast Borgaraflokkurinn út. Vænta má sigurs sjálfstæðis- manna, sem þá kunna að mynda ríkisstjórn með ein- hverjum öðrum. En sú staða kemur einnig upp að líkind- um, að rædd verður samsteypustjórn til vinstri. Kvennalistinn kæmi þá í ríkisstjórn í stað Borgara- flokksins. Sú ríkisstjórn yrði svipuð núverandi stjórnar- mynstri í flestum aðalatriðum. Upplausnin á Alþingi sýndi, hversu mjög stjórnin hafði farið úr böndunum. Síðustu daga þings bar álmál- ið einna hæst. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lagði ofurkapp á, að samþykkt yrði þingsályktunartillaga um áframhaldandi álviðræður. Þá snerist Alþýðubandalag- ið í heild sinni í rauninni gegn honum, þótt mest bæri á Hjörleifi Guttormssyni, sem fór létt með að setja ís- landsmet í lengd þingræðu, sex klukkustundir. Kvenna- listinn aðstoðaði við að eyða álmáhnu. Þingsályktunar- tillagan dagaði uppi. Þetta sýnir að sjálfsögðu bezt sundrungu núverandi stjórnarflokka í einu hinu mikils- verðasta máli, en það sýnir okkur einnig, að ekki yrði að vænta aukinnar samheldni, ef Kvennalistinn kæmi í stjórn. Stjórnarliðið var nokkru tilkippilegra til að fallast á aukin ríkisútgjöld og stofna til nýrra framkvæmda í trássi við stöðu efnahagsmála. Þar verður gefinn út kosningavíxill. Fjárhagslega er enginn grundvöllur fyr- ir þeim stórauknu framkvæmdum, sem munu líklega valda mikilli þenslu og skapa hættu á verðsprengingu Og eyðileggingu þjóðarsáttar. Þetta fór af stað sem kosn- ingabrella Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra. Jafnvel ýmsir stjórnarþingmenn skildu, hvað var á ferð- inni. í óstjórn síðustu daga var „sláturtíð“, og hvað munar þá um einn kepp? Þessi órökstudda eyðsla er kannski grófasta dæmið um þá algeru upplausn, sem orðin var. Landsmönnum varð ljóst af fréttum síðustu daga þingsins, að allt var farið úr böndunum. Ástandið í þing- inu hafði aldrei orðið eins. Og ljóst má vera, að ekki verður seinna vænna að fá einhvers konar annað stjórn- armynstur, eigi þetta að geta gengið. Núverandi stjórn- arflokkar eiga ekki skap saman. Meðan villta vestrið réði ríkjum á Alþingi, skrapp saman óskalisti ríkisstjórnarinnar yfir mál, sem ráð- herrar vildu afgreiða fyrir þingrof. í því efni var ekkert skipulag. Stöðugir næturfundir og frestun þingrofs skipti þar engu. Og þjóðin þarf að gjalda fyrir vitlausar samþykktir þessa daga villta vestursins, svo sem vegna lánsfjárlaga, sem sýna hættulega ranga efnahagsstjórn, því að augljóst er, að upplausnin á Alþingi og í lands- stjórninni yfirleitt verður okkur dýr. Menn geta haft Alþingi í fhmtingum, en öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Sagt hefur verið, að þinginu hafi verið slitið of snemma. í raun var þingi shtið of seint. Haukur Helgason Kosið í Eystra- saltslöndum Alþingi íslendinga ákvað að senda fuUtrúa til þess að vera viðstaddir og fylgjast með þjóðaratkvæða- greiðslu Letta og Eista sem fram fór 3. mars sl. Þessi ferð var að ýmsu leyti mjög mikilvæg. Sendinefndir frá 23 þjóð- um, að ég hygg, fylgdustmeð kosn- ingunum. Eg varö þeirrar ánægju aðnjót- andi að fara þessa ferð ásamt Frið- riki Ólafssyni, skrifstofustjóra Al- þingis, og konu hans, Auði Júlíus- dóttur. Mikilvægi nálægðar þess- ara fulltrúa þjóðanna viö kosning- arnar má rekja á marga vegu. Með því að senda fulltrúa sína sýndu margar þjóðir að þær teldu að um mjög merkan atburð væri aö ræða; mikilvægi þessarar þjóðarat- kvæðagreiðslu var þannig undir- strikað. Jafnframt fylgdust þessir fulltrú- ar með framkvæmd kosninganna og geta vottað að allt fór eðlilega fram. Erfiöara er því eftir á að véfengja úrslit á þeirri forsendu að ólöglega eða illa hafi verið staðið að verki. í þriðja lagi var mjög mikilvægt að fá aðstöðu til að kynnast við- horfum og hugsunarhætti fólksins. Augljóst var hversu frelsisþráin brann í brjóstum þessa fólks. Það taldi sig undirokað; hörmungar hafa gengið yfir þessar þjóöir og í áratugi hafa aðrar þjóðir látið sér fremur fátt um finnast. Það var gott að vera íslendingur í Lettlandi og Eistlandi. Þarna þekktu allir ísland og viö- horf íslendinga til sjálfstæðisbar- áttu þessara þjóða. Þarna vissu allir sem ég ræddi við að Sovétríkin höfðu kallað sendiherra sinn heim frá Reykja- vík til skrafs og ráðagerðar og það einnig að staðgengill sendiherrans hafði lýst áhyggjum sínum við for- seta Alþingis yfir því sem Sovét- menn kalla afskipti af innanríkis- málum Sovétríkjanna. Margir spuröu hvort íslendingar væru tilbúnir að ganga jafnlangt gagnvart Lettlandi og Eistlandi og þeir hefðu gengið gagnvart Lithá- en. Mismunur Mér hefur alltaf komið þaö dálítið spánskt fyrir sjónir að Eystrasalts- ríkin þrjú skyldu ekki móta sam- eiginlega stefnu gagnvart Sovét- ríkjunum og koma meira fram sem eitt ríki. Raunar er lokamarkmið þeirra allra það sama: fullt og óskorðað sjálfstæði. En framganga þessara ríkja hefur verið talsvert mismunandi. Lithá- en lýsti yfir fullu sjálfstæði fyrir rúmu ári. Hin ríkin hafa ekki geng- ið svo langt og vilja ná markinu í ákveðnum þrepum. Þegar sovéski herinn, svarthúf- urnar, greip til aðgerða í Litháen og Lettlandi slapp Eistland e.t.v. vegna framgöngu annarra. Eistar, sem ég ræddi við, sögðu mér að þeir heföu sloppið vegna þess að Sovétmönnum hefði oröið ljóst að aðgerðirnar í Litháen og Lettlandi náðu ekki tilætluðum árangri. Mótaðgerðir Litháa og Letta voru svo harðar og einnig brást um- heimurinn miklu harðar við en Sovétmenn höfðu reiknað með. Finnar, sem ég ræddi við, töldu hins vegar að Eistar heföu veriö lagnari í samningum við Sovét- menn. í Lettlandi og Eistlandi voru kosningarnar 3. mars sl. en höföu þá fyrir nokkuð löngu farið fram í Litháen. í Lettlandi voru kosningarnar kallaðar „ráðgefandi kosning" en í Eistlandi þjóðaratkvæöagreiðsla. í raun má segja að það sé fyrst KjaUariiin Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður eftir fyrri heimsstyrjöldina sem þessi þrjú ríki tengjast sem Eystra- saltsríkin. Saga þessara ríkja er mismun- andi; þó eiga Eistland og Lettland skylda sögu en Litháen alveg sjálf- stæða. Tungumál þjóðanna er óskylt þannig að tunga Eista, sem er mjög skyld finnsku, er alls óskyld tungu Letta og Litháa sem aftur eru mjög skyldar. Trúarlega er mismunur. Eistar og Lettar eru mótmælendur en Lit- háar katólskir. Menning Eista og Letta er skyld en Litháen á óskylda menningu og vitnar gjarnan til miðalda er ríki Litháa náði allt til Svartahafsins. Eftir innlimun Eystrasaltsríkj- anna í Sovétríkin hefur þróunin og orðið meö nokkuð mismunandi hætti. Sovétmenn hafa sest aö í svo rík- um mæli i Lettlandi að þeir eru nær helmingur íbúa. Svo hátt er hlut- fallið ekki í Eistlandi. Þar eru Eist- ar taldir 62% íbúa en 38% eru So- vétmenn og aðrir. í Litháen er hlut- fall Sovétmanna miklu lægra. Þetta segir þó ekki alla söguna. í Lettlandi eru „Rússar“, sem hafa búið þar marga áratugi, en í Eist- landi er meira af „Rússum" sem tiltölulega nýlega hafa sest þar að. Þessi samsetning íbúanna, sem er mjög mismunandi, hefur auðvit- að áhrif í þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl við Sovétríkin. Sovétmenn virðast hafa tekið mikinn þátt í atkvæðagreiðslunum og margir þeirra styðja óskorað sjálfstæði Eystrasaltslandanná. Úrslitin og framtíðin Úrsht kosninganna voru ótvíræð. íbúamir óska eftir sjálfstæði landa sinna og kemur engum á óvart. Fyrir heimsstyrjöldina voru Eystrasaltsríkin sjálfstæð ríki og fullgildir meðlimir þjóðabanda- lagsins. Alhr era sammála um að samningur þeirra Molotovs og Rib- bendorfs um að Sovétríkin fengju Eystrasaltsríkin í sinn hlut sé ólög- legur og ógildur; jafnvel þing Rúss- lands hefur ályktað um það. Málefni Eystrasaltsríkjanna eru þannig að verða einu stórmálin sem óleyst eru frá heimsstyrjöld- inni. Eystrasaltsríkin horfa mjög til Vesturlanda um hjálp og stuðning. Frumkvæði íslands hefur vakið mikla athygli. Þarna ræddu margir við mig um ráðstefnuröð, þ.e. alþjóðlegar ráð- stefnur um stööu Eystrasaltsríkj- anna. Sumir töldu að lokaráðstefnan, þar sem ákvarðanirnar væru tekn- ar, ætti að vera á íslandi. Ráð- herrarnir ættu að funda í Höfða og ísland, sem væri í fylkingarbrjósti, ætti að vera ráðstefnulandið, landið þar sem ákvörðun um fram- tíð og frelsi Eystrasaltsríkjanna væri endanlega tekið. Að því tel ég að íslendingar eigi að vinna. Jafnframt er afar mikilvægt að tengja efnahagslega aðstoð Evr- ópubandalagsins og Bandaríkj- anna við Sovétríkin lausn á mál- efnum Eystrasaltsríkjanna. Þar er engin lausn viðunandi önnur en fullt og óskorað vald þess- ara ríkja. Guðmundur G. Þórarinsson „Sumir töldu að lokaráðstefnan, þar sem ákvarðanirnar væru teknar, ætti að vera á íslandi. Ráðherrarnir ættu að funda 1 Höfða og ísland, sem væri í fylkingarbrjósti, ætti að vera ráð- stefnulandið.“ „Finnar, sem ég ræddi við, töldu að Eistar hefðu verið lagnari í samn- ingum við Sovétmenn," segir greinarhöfundur meðal annars. - Frá þing- inu í Eistlandi. Símamynd Reuler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.