Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 16
28 MIÐVIKUDAGUR 20. MARQ J991. Spumingin Lesendur Hvað finnst þér um að Davíð hætti í borgarstjórn? Sigurður Hólmar gæslum.: Mér frnnst nú aðallega slæmt að hann sé orðinn formaður Sjálfstæðisflokks- ins, því þá fær flokkurinn of mikið fyigi. Kjartan Jóhannsson nemi: Hann a að vera áfram í borgarstjórn, hann er sjálfsagt betri borgarstjóri en þingmaöur. Gunnlaugur Ingimarsson starfsm. Nóatúns: Mér líst ekki vel á það, það er óþarfi. María Pétursdóttir húsmóðir: Mér líst vel á það, það eru örugglega margir hæfari en hann. Guðmundur Magnússon þjónn: Það er í góðu lagi að leyfa öðrum að spreyta sig. Skjöldur Eiríksson ellilífeyrisþ.: Ég er ánægður með það. Ég hef aldrei dáðst að honum fyrir að hlaða undir sig byggingum sem fara 100% fram úr kostnaðaráætlun. Umferðin og slysin Guðni Ágústsson alþm. skrifar: Sá skaði sem íslendingar verða fyr- ir í umferðinni árlega er stór. Mann- tjónið verður ekki metið í peninga- legar stærðir, það er aftur hægt að gera með eignatjónið og örkumlin. Hvaða leiðir sjá landsmenn til þess að draga úr slysahættunni? Að mínu mati er þetta mikilvæg- ast: Að ná hraðanum niður, koma í veg fyrir ölvunarakstur. Að auka fræðslu og áróður um umferöina gagnvart ungu fólki á aldrinum 15 til 20 ára. Að ráðast í lagfæringar á vegum sem greinilega valda hættu fram yfir aðra staði. Að skoða hvort banna beri að flytja til landsins ákveðnar tegundir bifreiða sem standast ekki aksturslag landans né aðstæður landsins, svo sem veðráttu eða vegakerfi. Skoðum þessar hugmyndir nánar. Fyrst hraðann og ölvunaraksturinn. Þar skilja menn sennilega best þyngri peningasektir og sviptingu ökuleyfis. í báðum tilfellum er um að ræöa nokkuð sem menn temja sér. Því þurfa brotin að leiða af sér refsingu sem hræðir. Stighækkandi fjársektir og sviptingu leyfis skilja flestir. Hvað bílprófsmálið og fræðsl- una varðar eru ýmsar leiðir til, svo sem ítarlegra ökunám sem ekki síst snýr meira að þjálfun í akstri við breytilegar aðstæður. Fara einnig í skólana, þar eru þeir sem senn fá ökuréttindindi eða hafa fengið þau, flytja þar markvissa fræðslu og sýna í myndum og máh afleiðingar slysa og hvað beri að varast. Mér er tjáð af ýmsum þeim sem bera varanleg örkuml að þeir vildu gjarnan taka þátt í slíkri áróðurs- herferð og koma á fundi með ungu fólki til að vitna. Sjón og heym eru sterk skynfæri og að ná athygli ungl- ingsins með lifandi dæmum gæti dregið úr þeirri tísku sem hraðakst- ur virðist vera hjá ungu fólki. Um- ferðarskólinn hefur reynst vel gagn- vart yngstu börnunum og slíkt starf þurfti einnig gagnvart fólkinu frá 15-20 ára. Hvað vegina varðar eru dæmi um slysastaði skýr eins og sést glöggt á meðfylgjandi mynd af veginum frá Hveragerði til Reykjavíkur. Þar ber að ráðast í endurbætur. Það er furðu- legt hversu lengi við horfum á þessa slysastaði án þess að gera nokkuð. Tökum dæmi af leiðinni Selfoss- Reykjavík þar sem 25 manns hafa látist á 18 árum og álíka hópur beðið varanlegt tjón á heilsu sinni. Slysin verða á tiltölulega fáum stöðum. Fjármagnið, sem færi í að endurbæta þessa staði, skilar sér strax, meira að segja lántaka er mjög hagkvæmur kostur. Þegar maður horfir á bifreiðaeign landsmanna er ljóst að hingað eru fluttir inn bílar sem nágrannalönd banna. Við stuðlum að innflutningi á lélegum bílategundum. Menn greiða minna í tolli og í kílóagjaldi í tryggingum. Við hvetjum þannig til innflutnings á bifreiðum sem stand- ast hvorki umferð okkar né veður- far. Með góðu eða illu verðum við að vakna því að akstur er dauðans alvara. Fómirnar eru stærri en svo að þögn eða aðgerðarleysi megi ríkja. Brýnar aðgerðir, sem draga úr slysa- hættu, verður að ráðast í strax. Slysatíðnin á Suðurlandsvegi 1973-1991 jl* • r's Hveragerði ..•i'r'k* +++ ++ t HelUShem KögunLö,, T • Hafravatn : jf.. •• Lækjarbotnar SandskeU^ Hveradala- brekka Selfoss VEGAMÓT ÞRENGSLAV. 1977(1) \4 I Skýringar 1984 (1) 1986 (2) 5"-^, w > f * Dauðaslys ,'-gg | 1987 (2) DVJRJ 1989 (1) „Hér sést glöggt að slysin verða á afmörkuðum stöðum." Aðeins hlé hjá þeirri „óvinsælustu“? Konráð Friðfinnsson skrifar: Á fjögurra ára fresti kýs þjóðin sér fulltrúa á Alþingi. Kjörtímbilið sem brátt er á enda mnnið er um margt sérstætt, t.d. fyrir þær sakir að ríkis- stjómin er sú þriðja er starfað hefur á tímabilinu. Einnig er verðbólgan loksins komin á viðráðanlegt stig. Þannig er ljóst að stefna ynrvalda hefur í mörgu skilað árangri. Um hæstvirta stjómarandstöðu má segja að fátt bitastætt heyrist úr þeirri átt. Fellur enda flestur mál- flutningur hennar dauður niður í ræðupúltum. Slík er málefnaþumðin á bænum þeim gagnvart þessum annars „óvinsælustu valdhöfum sem sögur fara af‘! Þess vegna mun styrrinn hjá at- kvæðasmölunum að þessu sinni ekki standa um það hvað gera eigi eftir atkvæðatalninguna í vor hkt og endranær, heldur um það hvemig unnt verður að vemda og bæta það sem þegar hefur áunnist, t.d. i pen- ingamálunum. - Og slíkur talsmáti er nýr í íslenskum stjórnmálum. Hugum að þessari staðreynd. Ég er líka þeirrar skoðunar að ef væntanleg sijórn víkur langt af nú- verandi braut muni það leiða til þess að verðbólgan brosi senn sínu breið- asta og jafnframt andstyggilegasta brosi framan í þjóðina. Og Islending- ar vita hvað það táknar. Þetta segi ég, í fyrsta lagi vegna þess að áður þekktar vestrænar stjórnvaldsleiðir eru nú fullreyndar. Þær skiluöu ekki árangri. í öðru lagi vegna þess að mörg áhugaverð frum- vörp sem þessi stjórnvöld hafa lagt fram og komið í gegnum þingdeildir eru í raun afar völt í sessi. Þurfa ein- faldlega lengri tíma til að sanna sig í kerfmu. Af þeirri ástæðu fullyrði ég líka að það væri þjóðfélaginu fyrir bestu að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssor.ar fengi áframhaldandi umboð frá fólkinu til að sinna þessu á næsta kjörtímabili. - Vöndum því valið í aprfi. Orkufyrirtæki á líka að selja Björn Sigurðsson skrifar: landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk Nokkuð hefur verið rætt um sölu þar sem ályktað var um sölu á rás 2 ríkisfyrirtæka og þá einkum eftir að ríkisútvarpsins. Auðvitað hlýtur að Hvers á íslensk orka að gjalda að vera eyrnamerkt rikisrekstri um alla fram- tíð? koma að þvi að eitthvað af bákni rík- isútvarpsins verður selt eða lagt nið- ur. Slíkt er það bákn nú og óarðbært að ekki er verjandi að halda því öllu gangandi á fóðrum skattborgaranna. Nú hefur líka kolnið til tals að selja orkufyrirtæki og þá er helst litið til Landsvirkjunar, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavík- ur. Þaö hljóta flestir að vera sam- mála um að nú sé tími til kominn að afnema einokun ríkis og sveitarfé- laga á öllum orkuiðnaði. Þótt þessi fyrirtæki verði eftir sem áður einok- unarfyrirtæki (þar sem aðrir keppa varla um sölu rafmagns eða á heitu vatni) getur ekki veriö um vandamál að ræða hér frekar en t.d. í rekstri trygginga eða bensínsölu. Þar er um einokun á verðskrá að ræða, öll fyr- irtækin styðja hvert annað og ríkiö kemur þar ekki nærri. Orkufyrir- tæki eru ekkert öðruvísi en önnur fyrirtæki og því á að losa þau undan ríkisrekstri með því að selja þau einkaaðilum sem stofnuðu hlutafé- lög um reksturinn. DV Álverogkjörfyigi áSuðumesjum Sandgerðingur skrifar: Steingrímur Herraannsson gagnrýnir nú verk og fram- kvæmd Jóns Sigurðssonar iðnað- arráðherra i álmálinu. - Iðnaðar- ráðherra hefur þó lagt hart að sér til að ná viðunandi samníngum og góð frammistaða hans i álvers- málinu er það kunn þjóðinni að varla þarf á sérstakri þjóðarsátt að halda til að geta afgreitt ein- falda tillögu hans á Alþingi. Ég skil ekki ummæli forsætis- ráðherra öðruvísi en svo að hon- um sé sama um kjörfylgi flokks síns hér á Suöurnesjum. Álmálið er svo hagsmunatengt öllum al- menningi hér um slóðír að eng- inn stjórnmálamaður eða flokkur setur fót fyrir framgang þess án þess að tapa verulega fylgi eða þurrkast hreinlega út. Vanmerkingá vörusendingum Verslunarstjóri á landsbyggðinni hringdi: Ég er einn af mörgum í verslun- arrekstri úti á landsbyggðinni, sem á við það vandamál að etja að taka við sendingum frá heild- sölum af höfuðborgarsvæðínu og þurfa að finna út hvaðan þær koma. Oft er það þannig að víö fáum nokkrar sendingar saman i bíl eins og eðlilegt er, án þess þó aö þær beri með sér hvaðan þær eru. Að öðru leyti rétt merktar. Þaö getur verið óþægilegt að þurfa að opna hvern einasta pakka strax til aö ná í eina sér- staka vörutegund. Þess í stað væri eðlilegt að hver sendandi einkenndi sendingu sína með firmamerki eða verslunarheiti, svo aö ekki þurfi að velkjast í vafa um hvaðan hver kassi er. - Til athugunar fyrir heildsala! Nýaldarruglið erplága Sigurlaug Jónsdóttir skrifar: Mér finnst áberandi hve við ís- lendingar erum móttækilegir fyr- ir öllum „hreyfingiun“ og ný- bylgjum. Þær berast hingað með ýmsum furðufuglum og út- breiðslustjórum sértrúarsafnaða. Einangraðar þjóðir grípa oft svona flugur. Hjátrú er líka oft viðloðandi eyjarskeggja og það á viö um okkur eins og aðrar ey- þjóöir. Verst er hvað svona fár er leiði- gjarnt Síðast var það nýaldarfár- ið sem var orðið að eins konar plágu sem greipum sig og teygði anga sína inn á allar útvarps- stöövar, dagblöö og aöra fjöl- miðla. Nú finnst mér þó að úr þessu sé að draga aftur og þá verður aö líta á þetta eins og hverja aðra öldu sem ríður yfir og hjaðnar þegar búið er að yfir- keyra fólk með glamrinu. Framtíðar- flugfargjöld? Aðalsteinn skrifar: Það geta margir veriö sammála um þá staðreynd aö há flugfar- gjöld héðan til útlanda eru orðin eins konar átthagafjötrar. Venju- legt fólk, sera vill eða þarf nauð- synlega að fara úr landi, á x erf- iðleikum með að reiða fram far- gjöldin og margir fara þá leið að „semja“ sérstaklega um greiðslur viö viökomandi ferðaskrifstofu eöa flugfélag. - Þetta er auðvitað ótækur viðskiptamáti. Nú eru auglýst fargjöld til tveggja borga, London og Kaup- mannahafnar, fyrir kr. 14,700 og 15.700. Þetta eru fargjöld sem allir ættu að geta sætt sig viö og verð- ur aö telja mjög sanngjöm. - En hvers vegna eru þetta ekki gjöld- in sem gilda á markaðinum? Eða verða þetta framtíðarflugfargjöld hér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.