Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 4
4
'FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
Fréttir
Endar í vaxta-
hækkunum
- ef svo fer fram sem horfir
=o
7,35
Ávöxtunarkröfur húsbréfa og spariskírteina
9% -------.
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0o/oBBI
“,l™ Ávöxtunarkrafa húsbréfa
^0=3 Ávöxtunarkrafa spariskírteina
á verðbréfaþingi
1. janúar
14. janúar
26. mars
Grafið sýnir, hvernig ávöxtunarkrafa húsbréfa og ávöxtunarkrafa spariskír-
teina á verðbréfaþingi hafa hækkað það sem af er árinu.
„Ef svo fer fram sem horflr, endar
allt í vaxtahækkunum," sagði topp-
maður í banka í viðtali við DV í gær.
Vextir, ávöxtunarkröfurnar, hafa
farið mjög hækkandi á verðbréfa-
mörkuðum að undanfórnu, eins og
sjá má af meðfylgjandi grafi. Þetta
eru raunvextir, vextir umfram verð-
bólgustigið. Jafnframt hefur verð-
bólga farið vaxandi, þótt Seðlabank-
inn geri enn ráð fyrir, að hún minnki
eftir mánuð. Bankar tóku að sér eftir
áramótin að eiga ekki frumkvæði að
raunvaxtahækkunum og hafa miðað
viö samkvæmt ákvörðunum í febrú-
ar að hafa vexti óbreytta fram að
miðju ári. En gengur það?
Ríkið veldur þenslu í kerfinu. Nú
hefur verið vaxandi framboð á hús-
bréfum, meðal annars af því að fólk
í greiðsluerfiðleikum hefur getað
fært lán sín yfir í húsbréf frá áramót-
um. Umsvif ríkisins vaxa í framhaldi
hinna uppsprengdu lánsfjárlaga,
sem voru samþykkt í þinglokin.
Þenslan mun leiða til vaxtahækkana,
ef hún heldur eitthvað áfram fram
eftir sumri. En heldur hún áfram?
Það er líklegt, að árstíðabundin
þensla taki við. Þar er að nefna ver-
tíðina og svo framkvæmdatíma hins
opinbera. Á móti kann að koma, að
eitthvað dragi úr þrýstingnum af
húsbréfunum, af því að fasteignavið-
skipti minnki með sumrinu.
Steingrímur og vextirnir ‘
Bankamaður komst svo að orði, að
vextirnir yrðu óbreyttir fram yftr
kosningar, af því að Steingrímur
Hermannsson mundi hagnast á þvi,
að þeir hækkuðu. Aðrir bankamenn
sögðu, að bankarnir iðkuðu ekki
flokksstjórnmál, þegar um vexti væri
að ræða, enda óséð, hver mundi
hagnast pólitískt á hækkunum
vaxta. Þaö væri bara eðlilegt að bíða
með raunvaxtahækkun enn um sinn
og sjá, hvort þensla héldi áfram.
Sigurbjörn Gunnarsson hjá Lands-
bréfum sagði í viðtali við DV í gær,
að á verðbréfamörkuðum hefði
ástandið frá áramótum einkennzt af
samdrætti í sölu flestra bréfa nema
skammtímabréfa eins og bankavíxla.
Á sama tíma hefði verið mikiö fram-
boð á ákveðnum tegundum, fyrst og
fremst á húsbréfum. Þetta hefði leitt
af sér hækkun vaxta á verðbréfa-
markaðinum. Frá áramótum hefðu
komið á markað húsbref upp á 3,7
milljarða að nafnverði. Söluvirði
þeirra hefði því verið um 3,2 milljarð-
ar króna. Þetta væri rúmlega millj-
arður á mánuði. Þetta væri meira en
gert hefði verið ráð fyrir á fjárlögum.
Ávöxtunarkrafa, raunvextir, á hús-
bréfum hefur hækkað úr 7,3 prósent
í 7,9 prósent. Ávöxtunarkrafa spari-
Sjónarhom
Haukur Helgason
skírteina á verðbréfaþingi hefur frá
áramótum hækkað úr 7,05-7,10 pró-
sentum í 7,35-7,55 prósent nú.
Þessi hækkun ýtir undir hækkun
bankavaxta, sem eru almennt um 8
prósent (raunvextir). Litlu munar
orðið, að menn geti til dæmis tekið
bankalán til þess aö kaupa fyrir verð-
bréf með góðum gróða.
Loka þarf gamla
húsnæðiskerfinu
Sigurbjörn sagði, að erfitt væri að
spá um þróún vaxta á húsbréfum.
Menn hefðu gjarnan áður talið, að
ávöxtunarkrafan væri komin í topp,
þótt svo hefði ekki reynzt vera.
Seðlabankinn hefur reiknað með,
að verðbólguhraðinn apríl-maí verði
14,4 prósent miðað við heilt ár, en
árshraði verðbólgunnar verði ein-
ungis 4,4 prósent milli maí og júní.
Raunar má stórlega efast um spána,
þegar líður á sumarið, þar sem nýju
lánsfjárlögin eru ekki látin hafa
áhrif. Aðilar aðrir en Þjóðhagsstofn-
un og Seðlabanki spá, að verðbólgan
í ár veröi 9-12 prósent á móti um 7
prósentum í spám hinna opinberu
stofnana.
Ríkispappírarnir á markaðnum
valda uppsprengingu. Þar eru al-
mennu kjörin 6 prósent ávöxtunar-
krafa en rúmlega 7 prósent á verð-
bréfaþingi.
Sigurbjörn var spurður; hvað ylli
mestu um vandann, og nefndi hann
meðal annars, að hætta þyrfti að af-
greiða úr húsnæðiskerfinu frá 1986,
svo að myndað yrði eðhlegra mark-
aðsverð með húsbréfm.
Sem sagt loka þarf þessu afdankaða
kerfi, eigi markaðurinn að stillast,
og leysa vanda fólksins á annan hátt.
Húsbréfin bætast þó einungis ofan
á ríkispappírana, sem ringla mark-
aöinn.
Því hefur verið þetta rót að undan-
förnu.
Sjómannadeilunni á Akureyri lokið:
Verðlagsráðið heyrir
nú brátt sögunni til
- segja talsmenn sjómanna - báðir aðilar virðast ánægðir með samninginn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við náðum ekki þeirri kjarabót
sem við ætluðum okkur í upphafi.
Sigur okkar í þessari baráttu felst
hins vegar í því að koma þeirri skriöu
af stað að Verðlagsráð heyri brátt
sögunni til. Við erum búnir að opna
dymar fyrir framtíöina og það mun
koma fleirum til góöa en okkur sem
höfum staðið í þessari baráttu," sagði
Davíð Haraldsson, talsmaöur sjó-
manna á Akureyri, eftir að samning-
ar sjómanna og Útgerðarfélags Ak-
ureyringa höfðu verið samþykktir
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða á fundi sjómanna og þeir und-
irritaðir í gær.
Konráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjaljarðar, tók í sama
streng: „Hækkunin til sjómanna
miðað við 30% heimalöndunarálagið,
sem var í gildi í febrúar, er 5,6%.
Þetta er ekki mikil hækkun, en sigur-
inn felst fyrst og fremst í markaðs-
tengingunni. Nú erum við komnir
með fótinn innfyrir dyrnar og næsta
skref verður að leggja Verðlagsráð
niður og fara út í þaö að það verði
frjáls verðmyndun á fiski hér á landi.
Þetta er okkar sigur, og sú hugarfars-
breyting sem hefur orðið hjá útgerö-
armönnum, að ná þessari viður-
kenningu fram hjá þeim sem hafa
aöeins greitt verðlagsráðsverö og
heimalöndunarálag," sagði Konráð.
Samningurinn, sem gildir fram á
haust, felur í sér fast fiskverð til sjó-
manna fyrir 85% afla á öllum helstu
tegundum, og 15% aflans veröa á því
verði sem gildir á fiskmörkuðum við
Faxaflóa hverju sinni.
Strax og samningar höfðu verið
undirritaðir í gær var farið að huga
aö brottfór fyrsta togara ÚA. Það var
Haröbakur sem hafði verið 8 daga í
höfn og hélt hann til veiöa í gær-
kvöldi. Áformaö var að Sólbakur
færi til veiða í morgun og hinir þrír
togararnir halda síöan til veiða hver
af öðrum næstu daga.
„Vorvindar glaðir..Þótt snjór og kuldi ráði rikjum þessa dagana er
vorið vonandi á næsta leiti. Fólk er þegar byrjað á vorverkunum og marg-
ir eru í óða önn að hlúa að gróðrinum og rétti tíminn fyrir trjáklippingar fer
að koma. Þessi maður var að aðstoða trén við að standa upprétt þegar
Ijósmyndari DV átti leið hjá. DV-mynd Hanna
Meðferðarstöðin að Fitjum:
Einkafyrirtæki
f ær styrk frá
skattborgurum
- fær20milljónirtilaðtryggjareksturinn
Á lánsfjárlögum, sem samþykkt
voru á síðustu dögum þingsins, er
að fmna heimild fyrir ríkisstjórnina
til að taka 20 milljón króna lán til
að styrkja meðferðarstöðina að Fitj-
um í Mosfellssveit. Stöðin er rekin
af Meðferð hf. sem er í eigu 5 ein-
staklinga. Tilgangurinn með rekstr-
inum er að fá erlenda áfengis- og
vímuefnaneytendur í meðferð á ís-
landi gegn háu gjaldi.
Meðferð hf„ sem var stofnað í árs-
byijun 1988, hefur komið sér upp
víðtæku sölu- og markaðskerfi á
Norðurlöndunum og er alfariö rekið
á viðskiptalegum forsendum. Kostn-
að vegna meðferðar að Fitjum hafa
félagsmálastofnanir og stærri fyrir-
tæki í viðkomandi löndum borið fyr-
ir hönd skjólstæðinga sinna.
Að jafnaði eru um 30 einstaklingar
í meðferð að Fitjum. Starfsmenn
stöðvarinnar eru milh 35 og 40, en
að auki vinna um 10 manns á skrif-
stofum félagsins ytra og hjá dóttur-
fyrirtæki þess í Svíþjóð. Velta fyrir-
tækisins á síðasta ári nam 148 millj-
ónum en heildarskuldir þess eru
taldar nema um 50 milljónum.
Að sögn Grettis Gunnlaugssonar
framkvæmdastjóra var rekstur fyr-
irtækisins mjög erfiður á síðasta ári,
einkum vegna erfiðrar skuldastöðu
en einnig vegna þess að færeysk
stjórnvöld hættu að senda fólk til
meðferðar að Fitjum. Skuldirnar seg-
ir hann hafa komið til á fyrstu árum
fyrirtækisins þegar unnið var að
uppbyggingu sölu- og markaðskerfis-
ins, þjálfun starfsfólksins' og hús-
næði undir stöðina keypt. .
„Styrkurinn er til þess að hjálpa
okkur til að komast út úr skuldum
sem við höfum á bakinu. Það var
mjög dýrt að koma þessu öllu saman
á fætur og við þurftum að leggja út
í mikinn kostnað til að tryggja okkur
markaðinn á Norðurlöndunum.
Þetta er í raun hrein útflutnings-
starfsemi sem við stundum að Fitjum
og allar okkar tekjur eru í erlendum
gjaldeyri."
Grettir segir forsvarsmenn fyrir-
tækisins fyrst hafa leitaö aðstoðar
ríkisstjórnarinnar um mitt síðastlið-
ið sumar þegar sýnt þótti að lausa-
tjárstaöan var að sliga fyrirtækiö.
Hann segir bæði fjármálaráðherra
og forsætisráðherra hafa tekið vel í
þessa málaleitan og í lánsfjárlögun-
um hafi síðan verið gefm heimild
fyrir 20 milljón króna styrk.
„Við erum búnir að vera aö þessu
baksi í ein 5 ár og þetta er í fyrsta
skiptið sem við förum fram á ein-
hvern stuðning frá hinu opinbera,"
segir Grettir.
-kaa
Ekkert símasamband
á 98-svæðinu
Símasambandslaust var viö allt
svokallað 98-svæði fram á dag í gær.
Viögerð hófst við ljósleiðara hjá Sel-
fossi í gærkvöldi. Þurfti því að af-
tengja ýmis svæði á Suðurlandi, þar
á meðal Vestmannaeyjar. í morgun
var búist við að viðgerð lyki um há-
degisbilið. -ÓTT