Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
Viðskipti________________________________________________________________________dv
Hótelrými í Reykjavík stækkar:
Hundrað hótelherbergi
tekin í notkun í sumar
- mest munar um Hótel ísland og Leif heppna á Skólavörðuholti
Hótelrými í Reykjavík stækkar í
sumar þegar 100 ný hótelherbergi
veröa tekin í notkun. Þessi aukning
veröur um 10 prósent af hótelrými í
höfuðborginni.
Hótelherbergin, sem bætast viö í
sumar, eru 42 herbergi á Hótel ís-
landi, 30 herbergi í nýju hóteli Leifs
Eiríkssonar á Skólavörðuholti og 20
á Hótel Esju. Til viðbótar telur DV 8
herbergi í gistiheimilinu Egilsborg
viö Þverholt til hótelherbergja en í
hverju þeirra er baö og salemi.
Hótelherbergin í Reykjavík eru
núna 945 talsins, samkvæmt könnun
DV. Eftir aukninguna í sumar veröa
þau 1.045 talsins.
Fjöldi hótelherbergja núna, fyrir
aukninguna, er þessi:
HótelSaga 218
Hótel Loftleiðir 220
Hótel Esja 134
Holiday Inn 100
HótelHolt 50
Hótel City 50
HótelLind 44
Hótel Borg 40
Hótel Höfði 35
HótelÓðinsvé 28
HótelíSÍ 11
Arnfiörð 15
Samtals 945
Hlutur einstakra hótela í sumar
verður þannig að Hó'tel Saga og Hót-
el Loftleiðir veröa með 21 prósent af
markaðnum. Það skal tekið fram að
viðbótarherbergin á Hótel Esju eru
sýnd undir liðnum ný gisting í kök-
unni hér til hliðar og því verður hlut-
ur Hótel Esju á markaðnum eftir
stækkunina í raun tæplega 15 pró-
sent en ekki 13 prósent eins og við
sýnum í kökunni.
Auk hótelanna telst DV til að um
17 gistiheimili í Reykjavík muni í
sumar bjóða yfir 300 herbergi. Til
fyrir fólk
K0SNINGA
SKRIFST0FUR
Skeifunni 7 Reykjavík 91-82115
Eyrarvegi 9 Selfossi 98-22219
Háholti 28 Akranesi 93-12903
Glerárgötu 26 Akureyri 96-27787
Nýbýlavegi 16 Kópavogi 91-45878
FRJÁLSLYNDIR
Þetta er Hótel Leifur Eiríksson á Skólavörðuholti þar sem áður var Hábær í mörg ár. Hjá Leifi verða 30 herbergi
en auk þess verða ný hótelherbergi á Hótel islandi og Hótel Esju. Innfeilda myndin sýnir hlut nýrra hótelherbergja
af hótelrými í Reykjavík. Gistiheimilin eru ekki tekin með i þessari köku.
þekktra gistiheimila má nefna Her-
kastalann og Farfuglaheimihö í
Laugardal. Þá bætist við í sumar
gistiheimilið Mar í Brautarholti 22
en allt þar til í fyrra var rekið þar
gistiheimili undir nafninu Gisti-
heimilið í Brautarholti. Þá er víða
að finna gistingu í heimahúsum í
höfuðborginni.
Varöandi Hótel ísland er ætlunin
að það hótel verði um 120 herbergja
fullbúiö á næsta ári, 1992, eða um 80
hótelherbergi til viðbótar.
-JGH
Stríðsverð enn á gasolíu á íslandi:
Olíuverð mun lækka
en bensínverðið ekki
fyrirsjáanleg lækkun gasolíu og svartolíu mikil búbót fyrir flotann
Stríðsverö er nú á gasolíu og svar-
tolíu hér á landi þrátt fyrir aö nokkr-
ar vikur séu liðnar frá því að stríði
bandamanna við íraksher með Sadd-
am Hussein í fararbroddi lauk.
Verð á gasolíu var síðast ákveðið
hér á landi 20. nóvember. Þá var verð
birgða, viðmiðunarverðið, 320 dollar-
ar tonnið í Rotterdam. Nú er verðið
ytra hins vegar komið niður í um 168
dollarar tonnið og hefur verið um
hríð.
Samkvæmt upplýsingum DV í gær
er von á fórmum af gasolíu síðar í
Stríðsverð á gasolíu og svartolíu
„ - Dollarar á tonn -
320
Bensín Gasolía Svartolía
' Viðmiðunarverð við síðustu verðákvörðun á ísiandi.
Greinilegt stríðsveró er á gasolíu og svartolíu. Verðlækkun liggur í loftinu
og verður hún mikil búbót fyrir islenska togaraflotann.
þessum mánuði á nýja verðinu og
því má búast við að fljótlega upp úr
því veröi gasolían lækkuð í verði
hérlendis. Togaraflotinn er helsti
notandi gasolíu hérlendis. Búbótar
er því að vænta á skipunum síöar í
mánuðinum.
Verð á svartolíu mun einniglækka
þegar líða tekur á mánuðinn. Þegar
verðiö var ákveðið síðast, 1. febrúar,
var viðmiðunarveröið 141 dollar
tonnið. Nú er verðið hins komið nið-
ur í rúma 84 dollara tonnið. Þegar
nýir farmar komast í gagnið lækkar
verðið.
Verð á bensíni var síðast ákveðið
1. febrúar. Þá var viömiðunarverðið
á birgðunum, sem lagt var til grund-
vallar, um 260 dollarar tonnið. Verðið
er núna hins vegar um 224 dollarar
tonnið. Þar sem ríkið breytti álagn-
ingu við síðustu verðákvörðun á
bensíni og hækkaði tolla aftur í 50
prósent, en þeir höfðu verið lækkaö-
ir í 30 prósent í stríðstímunum, er
ekki búist við að verð á bensíni lækki
á næstunni. Það sem ýtir einnig und-
ir þessa skoðun er líkleg hækkun
bensíngjalds í bensínverði en ný
vegaáætlun gerir ráð fyrir veruleg-
um hækkunum.
Loks skal vakin athygli á því að
dollar hefur verið að hækka að und-
anfornu og við það hækkar inn-
kaupsverð á olíuvörum til landsins.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
innlAnóverðtr.
Sparisjóðsbækur ób. 4,5-5 Lb
Sparireikningar
3ja mán. ubpsögn 4,5-7 Sp
6mán.uppsögn 5,5-8 Sp
Tékkareikningar.alm. 1-1.5 Sp
Sértékkareikningar 4,5-5 Lb
VlSITÖLUB. REIKN.
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib
15-24 mán. 6-6,5 lb,Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar I SDR7.1 -8 Lb.lb
Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 Lb.lb
ÓBUNDNIR SÉRKJARAR.
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir
óverðtr. kjör, hreyföir 10,25-10,5 Nema Ib
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundinkjör 5,25-5,75 Bb
Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb
INNL. GJALDEYRISR.
Bandaríkjadalir 5,25-6 Ib
Sterlingspund 11,5-12,5 Ib
Vestur-þýskmörk 7.75-8 Ib
Danskarkrónur 7.75-8.8. Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLÁN ÓVERÐTR.
Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir \
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 15,25-15,75 Lb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb
7.75-8.25 Lb
1AFURÐALÁN
Isl. krónur 14,75-15,5 Lb
SDR 10-10,5 Lb
Bandaríkjadalir 8,8-9 Sp
Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.lb
Vestur-þýsk mörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb
Húsnæðislán 4.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. mars 91 15,5
Verðtr. mars 91 7.9
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala apríl 3035 stig
Lánskjaravísitala mars 3009 stig
Byggingavísitala apríl 580 stig
Byggingavísitala apríl 181,2 stig
Framfærsluvísitala mars 150,3 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 . april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5.478 ,
Einingabréf 2 2,956
Einingabréf 3 3,592
Skammtimabréf 1,834
Kjarabréf 5,376
Markbréf 2,866
Tekjubréf 2,059
Skyndibréf 1,597
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,626
Sjóðsbréf 2 1,837
Sjóðsbréf 3 1,820
Sjóðsbréf 4 1,575
Sjóðsbréf 5 1,098
Vaxtarbréf 1,8641
Valbréf 1,7349
islandsbréf 1,138
Fjórðungsbréf 1,069
Þingbréf 1,137
Öndvegisbréf 1,126
Sýslubréf 1,149
Reiðubréf 1,114
Heimsbréf 1,048
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7,14
Eimskip 5,27 5.50
Flugleiðir 2,62 2.12
Hampiðjan 1.80 1,88
Hlutabréfasjóðurinn 1,82 1,91
Eignfél. Iðnaðarb. 2,05 2,15
Eignfél. Alþýðub. 1.47 1,54
Skagstrendingur hf. 4,40 4.60
Islandsbanki hf. 1,54 1,60
Eignfél. Verslb. 1,36 1,43
Oliufélagið hf. 6,30 6,60
Grandi hf. 2,40 2,50
Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05
Skeljungur hf. 6,40 6,70
Ármannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35
Útgeróarfélag Ak. 3,82 4.00
Olís 2,23 2,33
Hlutabréfasjóður VlB 0,98 1,03
Almenni hlutabréfasj. 1.03 1.07
Auðlindarbréf 0,975 1,026
islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11
Sildarvinnslan, Neskaup. 2,40 2,50
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum. útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við'sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn,
lb = íslandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.