Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
Sviðsljós
Nemendur 1. deildar Varmahliðarskóla sýndu leikþátt úr sögunum um Mjallhvíti og dvergana sjö og Rauðhettu
og úlfinn á árshátíð skólans sem haldin var fyrir nokkru.
Árshátíð í Miðgarði
Öm Þóiarinsson, DV, Fljótum:
Nemendur Varmahlíðarskóla í
Skagafirði héldu sína árlegu árshátíð
í félagsheimilinu Miðgarði fyrir
nokkru þar sem boðið var upp á fjöl-
breytta dagskrá. Þar voru flutt ýmis
atriði, sem nemendur skólans hafa
æft og undirbúið í vetur, en einnig
var boðið upp á kórsöng, leiksýn-
ingu, dans og fegurðarsamkeppni og
flutt atriði úr sögunni um Jörund
hundadagakonung.
Árshátíðin var mjög vel sótt og
þótti vera hinum ungu flytjendum til
sóma.
Að lokinni dagskrá í félagsheimil-
inu var haldið í skólahúsið til kafíi-
drykkju. Þar gafst gestunum kostur
á að sjá handavinnu og teikningar
nemendanna og var þar margt
ágætra verka. Að því loknu var svo
stiginn dans í Miðgarði.
Heimarétta-
kvöld
Herðubreiðar
Firrnur Baldursson, DV, Mývatnssveit.
Kiwanisklúbburinn Herðubreið í
- Mývatnssveit hélt fyrir nokkru sitt
árlega „heimaréttakvöld" þar sem á
boðstólum var einungis „sérmý-
vetnskur" matur. Sem dæmi má
nefna siginn silung, kæst andaregg,
hverabakað rúgbrauð, reyktan Mý-
vatnssilung, hverasoðið lambakjöt
og grasaysting með súru slátri. Mat-
urinn gæti htið undarlega út í augum
ókunnugra, en gestir kvöldsins
kunnu svo sannarlega að meta hann
og gerðu honum góð skil.
Hátt í 60 manns voru mættir á sam-
Komuna, Kiwanisfélagar, makar
þeirra og gestir víðsvegar að. Flutt
voru ávörp, félagar Herðubreiðar
voru kynntir með gamansömu ívafi,
sunginn fjöldasöngur og efnt til
spurningakeppni. Að því loknu var
dansað fram eftir nóttu og þótti sam-
koman takast mjög vel.
Veislustjóri kvöldsins var Hákon
Björnsson, framkvæmdastjóri
Áburðarverksmiðjunnar og fyrrver-
andi Herðubreiðarfélagi, en hann er
jafnframt upphafsmaður heima-
réttakvöldanna.
Áttundi bekkur skólans sýndi leikþátt sem kennaranemar í skólanum sáu
um og var það lokaatriði dagskrárinnar.
Allur ágóði af skemmtuninni renn- Varmahlíöarskóla, en alls eru nem-
ur í ferðasjóð nemenda 10. bekkjar endur skólans hðlega 130 talsins.
Það þótti girnilegt hlaðborðið á „heimaréttakvöldi" Kiwanisklúbbsins í
Mývatnssveit þar sem boðið var upp á „sérmývetnskan“ mat. Þó að ókunn-
ugir kynnu e.t.v. ekki að meta þessa frumlegu rétti voru þeim gerð góð skil
af heimamönnum þetta kvöld. Konurnar þrjár á innfeildu myndinni voru að
fá sér grasaysting, borinn fram með súru slátri. DV-myndir F.B.
6. UMFERÐ ■
Föstudagur 5. apríl
Víkingur - Haukar
Kl. 20:00
Laugardalshöll
Föstudagur 5. apríl
ÍBV - Valur
Kl. 20:00
Vestmannaeyjar
Laugardagur 6. apríl
Stjarnan - FH
Kl. 16:30
Garðabær
Laugardagur 6. apríl
Grótta - ÍR
Kl. 16:30
Seltjarnarnes
Sunnudagur 7. apríl
Fram - KA
Kl. 20:00
Laugardalshöll
Þriðjudagur 9. apríl
KR - Selfoss
Kl. 20:00
Laugardalshöll
^jf VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf
Gofí fólk / SlA 6705-54