Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
33
LífsstOl
TÓMATAR
+49%
SVEPPIR
+1%
I
3
MJ
I
564 363
A
VINBER
+6%
I
s
c
'O
OQ
376 150
P
Meðalverð grænmetis hækkaði almennt frá þvi sem það var i síðustu könnun og munaði allt að helmingi á meðal-
verði á tómötum og gúrkum.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Verð flestra
tegunda hækkar
- mest á tómötum og gúrkum
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum: Bónusi í Faxafeni, Fjarð-
arkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi í
Kringlunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ
og Miklagarði í Garðabæ.
Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti
í stykkjatali en hinar verslanirnar
selja eftir vigt. Til að fá samanburð
þar á milli er grænmeti í Bónusi vigt-
að og umreiknað eftir meðalþyngd
yfir í kílóverð.
Meðalverð á tómötum er nú 278
krónur og er það hækkun um heil
49% frá síðustu könnun sem var fyr-
ir hálfum mánuði. Mikligarður bauð
upp á lægsta verðið, 199 krónur, en
næst kom Bónus, 200, Fjarðarkaup,
296, Hagkaup, 299, og Kjötstöðin, 398
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði var nákvæmlega 100%.
Meðalverð á gúrkum hækkaði um
heil 54% frá síðustu könnun og er
það nú 391 króna. Gúrkur voru ódýr-
astar í Bónusi en þar kostaði kílóið
158 krónur. Á eftir fylgir verðið í
Hagkaupi, 395, Kjötstöðinni, 398,
Fjarðarkaupi, 415, og Miklagarði, 588
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði er mjög mikill, eða 272%.
Meðalverð á sveppum stóð nánast
í stað og er það nú 474 krónur sem
er hækkun um einn aThundraði.
Sveppir voru á hagstæðasta verðinu
í Bónusi en þar kostuðu þeir 363
krónur. Næst kom Mikligarður, 397,
Kjötstöðin, 498, Hagkaup, 549, og
Fjarðarkaup, 564. Munur á hæsta og
lægsta verði á sveppum var 55%.
Hækkun um 6 af hundraði varð á
meðalverði á grænum vínberjum frá
í síðustu könnun og er meðalverðið
nú 284 krónur. Vínber voru ódýrust
í Bónusi, á 150, en næst kom verðið
í Miklagarði, 247, Hagkaupi, 299,
Fjarðarkaupi, 350, og Kjötstöðinni,
376 krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði á grænum vínberjum er 151%.
Hækkun um 3% varð á meðalverði
á grænni papriku og er- það nú 371
króna. Græn paprika var á lægsta
verðinu í Miklagarði en þar kostaði
kílóið 198 krónur. Næst kom verðið
í Bónusi, 229, Fjarðarkaupi, 434, Hag-
kaupi, 495, og Kjötstöðinni, 498. Mun-
ur á hæsta og lægsta verði er 152%.
Meðalverð á kartöflum var það
eina sem lækkaði á samanburðar-
vörunum sé miðað við síðustu könn-
un. Lækkunin er 8% og meðalverðið
er nú 70 krónur. Kartöflur fengust á
lægsta verðinu í Bónusi, á 55, síðan
koma Hagkaup og Mikligarður, 64,
Fjarðarkaup, 75,50, og Kjötstöðin, 89
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði var 62 af hundraði.
Hækkunin á meðalverði á blómkáli
nam 14% og er þaö nú 204 krónur.
Blómkál fékkst ekki í Bónusi en
lægst var verðiö í Miklagarði, 141.
Næst kom verðið í Fiarðarkaupi, 159,
Hagkaupi, 225, og Kjötstöðinni, 289
krónur kílóið. Munur á hæsta og
lægsta verði er 105%.
Meðalverð á hvítkáli hækkaði lítið
eitt, um 2%, og er nú 83 krónur.
Hvítkál var á lægsta verðinu í Bón-
usi, á 48, næst kom verðið í Hag-
kaupi og Miklagarði, 75 krónur, 83 í
Fjarðarkaupi og 132 í Kjötstöðinni.
Munur á hæsta og lægsta verði á
hvítkáli er 175%.
Meðalverð á gulrótum hækkaði um
6% frá í síðustu könnun og er það
nú 150 krónur. Verðið á gulrótum var
lægst í Bónusi, 93, gulrætur kostuðu
138 í Fjaröarkaupi, 155 í Hagkaupi,
170 í Miklagarði og 192 í Kjötstöð-
inni. Munur á hæsta og lægsta verði
er 106%.
-ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Campbells súpur
Bónusbúðirnar bjóða upp á sértil-
boðsverð á 454 g af E1 Marino kaffi á
184, Remia Mayonnaise, 650 g, á 96
krónur, Tupla sælgætisbita í poka,
samtals 208 g, á 132 krónur og Prik
þvottaefni, 70 dl, á 354 krónur.
í Fjarðarkaupi gat að líta blá vín-
ber á tilboðsverðinu 223 krónur kíló-
ið. Auk þess voru þar á tilboði Camp-
bells súpur í dós, allar bragðtegund-
ir, 300 g, á 73 krónur stykkið, Choco
Quik kókómalt, 800 g, á 266 og
Swahns kaffi, 500 g, á 198 krónur.
í Hagkaupi voru grænar baunir frá
Ora í 450 g dósum á tilboði á 52 krón-
ur, Kellogs kornfleks, 750 g pakki, á
259 krónur, Flavorite örbylgjupopp,
3x100 g, á 99 krónur og Gillette Sens-
or rakvélarblöð, 5 stk., á 249 krónur.
Golden Walley örbylgjupopp, 3x100
g, var á sértilboði á 149 krónur í Kjöt-
stöðinni Glæsibæ. Einnig gat að líta
tilboðsverð á Havre Fras morgun-
korni, 375 g á 189 krónur, Sanitas
appelsín, 2 1, á 139 og Busy Baker
partíkex með lauk- og beikonbragði,
226 g, á 66 krónur.
Mikligarður í Garðabæ var með
Honey Nut Cheerios á tilboðsverðinu
179 krónur 400 gramma pakki. Mikla-
garðs wc-pappír, 12 rúllur, var á af-
sláttarverðinu 209, kílóverðiö af ban-
önum er 98 krónur þessa daganá og
kílóverðið 398 krónur á kjúklingum
í Miklagarði.
ÍS
......
Tómatar
Verð í krónum
Sept.Okt. Nóv. Oes. Jsn. Feb. Mors April