Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991. Útlönd __________________________________________________ Margar þjóðir bjóðast til að leggja kúrdískum flóttamönnum 1 Tyrklandi lið: Aðstoða f lóttafólk en ekki uppreisnarmenn - hermenn Saddams skjóta enn á Kúrda sem reyna að komast undan Tyrkir hafa ákveöið aö heimila um 100 þúsund Kúrdum til viðbótar að koma inn í landið eftir að fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa boðist til aö leggja fram fé til flóttamanna- hjálpar. Hins vegar eru engin merki um að bandamennirnir í stríðinu við írak um yfirráðin yfir Kúvæt ætli að skerast í leikinn og stöðva árásir ír- aka á flóttamenn Kúrda. í Bandaríkjunum er sagt að nú sé unnið að mótun ályktunar til að for- dæma framferði íraksstjórnar gegn uppreisnarmönnum og óbreyttum borgurum. Ályktunin á að leggja fyr- ir þing Sameinuðu þjóðanna þegar hún er tilbúin. Á sama tíma berast fréttir um að íraksher noti herþyrlur og flugvélar tO árása á flóttafólk á leiðinni frá Kúrdistan til Tyrklands. Engar öryggar tölur eru um mann- fall en þó er vitað að það er gifurlegt. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, hefur beðiö um aukafundi í öryggisráöi Samein- uðu þjóðanna um borgarastríðið í írak. Hann lýsir framgöngu her- manna Saddams Hussein sem þjóð- armorði. Ekki er ákveðið hvenær fundurinn verður haldinn. Bretar hafa lofað að veita verulegu fé til flóttamannahjálpar í Tyrklandi. John Major forsætisráðherra sagði fréttamönnum í gær að stjórn hans gæti lagt fram allt að 20 milljónir punda. Hann tók þó skýrt fram að Bretar og aðrir andstæðingar íraka í Persaflóastríðinu heföu enga heim- ild til að skerast i leikinn með vopna- valdi. Major sagði aö íraksher einn gæti steypt Saddam Hussein af stóli. í þessu efni er hann á sama máli og Bush Bandaríkjaforseti sem allt frá upphaíi átakanna við Persaflóa hefur leynt og ljóst lýst vonum sínum um að herforingjar Saddams rísi upp og taki völdin. Engin merki eru um að slíkt gerist í bráð. Colin Powell, forseti bandaríska herráðsins, segir að herlið Banda- ríkjanna verði allt kallað heim um leið og írakar samþykkja að fara að vopnahlésskilmálum Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrradag. Skilmál- Ástandið er ömurlegt í meðal kúrdískra flóttamanna I Tyrklandi. Tyrkir treysta sér ekki til að taka á móti fleira fólki nema aðþjóðleg aðstoð komi til. Símamynd Reuter arnir eru í 34 liðum en þar eru ekki gerðar kröfur til íraka um að þeir hætti sókn á hendur upppreisnar- mönnum. Bandaríkjamenn fylgjast enn með framvindu mála í írak úr lofti. Könn- unarvélar þeirra fljúga reglulega yfir landið en nú er langt liðið frá því að Bandaríkjamenn beittu orrustuþot- um til að hindra árásir flughers íraka á uppreisnarmenn. Enn gildir það skilyrði Bandaríkjamanna að írakar mega ekki senda herþotur á loft. Því var framfylgt fyrst eftir að vopnahlé komst á og tvær herþotur voru skotnar niður. Eftir það hefur ílug- her Bandaríkjanna ekkert aðhafst. Reuter Nýiheims- friðurinn byrjar með svikum „Fyrstu dagar nýja heímstrið- arins viröast ætla að vera eins og eftir öll önnur stríð. Friðurinn byrjar með svikum," skrifað Jim Hoagland, einn af stjórnmála- skýrendum The Washington Post. Hann er einn þeirra fjöi- mörgu sem hafa gagnrýnt Ger- orge Bush og stjórn Bandarikj- anna harðlega fyrir að hafa blekkt Kúrda og aðra andstæð- inga Saddams Hussein út í upp- reisn gegn harðstjóranum en svikist um að veita aðstoð þegar á reyndi. Í grein sinni vitnar Hoagland til orða Bush frá 6. mars um 'að friöurinn eftir þetta stríö verði allt öðruvisi en friðurinn eftir fyrri stríð. Hann segir að hins vegar hafi komiö á daginn að þjóðir eins og Kúrdar, sem Bandaríkjamenn hafi engan hag af að styðja, verði undir nú eins og alltaf áður. -ii........;-------- George Bush svarar gagnrýni vegna svika við Kúrda: Getum ekki blandað okkur í borgarastríð - neitar að hafa hvatt íraka til uppreisnar og svikið þá síðan „Við getum ekki fariö að fóma hermönnum okkar í borgarastríði. Herlið Bandaríkjanna hefur lokið hlutverki sínu í írak. Því var ekki ætlað aö gera innrás í landið,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti þeg- ar hann svaraði í fyrsta sinn gagn- rýni á stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Kúrda og annarra upp- reisnarmanna í írak. í máli forsetans kom ekkert fram sem benti tll að hann hygðist breyta stefnu stjómar sinnar og beita her- liði Bandaríkjanna í Suður-írak til að stöðva sókn hers Saddams Hus- sein á hendur Kúrdum. Sjónarvottar segja að framganga hermanna Sadd- ams sé ekkert annað en þjóðarmorð. Bush sagðist harma mannfallið í írak síðustu daga. . Georeg Bush hefur sætt ámæli fyrir að taka með léttúð á málum Kúrda og annarra uppreisnarmanna í írak. Símamynd Reuter Bush sagði að það væri rangt að Bandaríkjamenn hefðu blekkt Iraka til að rísa upp gegn Saddam Hussein og svikið þá síðan þegar á reyndi. Hann sagði þó að samskipti Banda- ríkjanna við írak kæmust ekki í eðli- legt horf fyrr en Saddam væri farinn frá völdum en að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að hrekja íraksfor- seta frá völdum með hervaldi. „Hermenn okkar skiluðu hlutverki sínu óaðfmnanlega í Persaflóastríð- inu en ég tel ekki réttlætanlegt að senda þá út í borgarstríð sem gæti kostað mörg mannslíf. Ég veit ekki til að Bandaríkjamenn kæri sig um að fórna sínu fólki í slíku stríði," sagði Bush. Reuter Eldfjalliö Pinatubo sem sofið hef- ur í sex atdir þar til nú. Símamynd Reuter Eldgosá Filippseyjum EldfjaRið Pinatubo á Filippseyj- um, sem sofið hefm- i sex aldir, tók að gjósa á þriðjudaginn. Tvö þúsund manns, sem bjuggu við rætur fjallsins, lögðu á flótta en engar fregnir hafa borist af manntjóni, Ekki var hægt að staðfesta opinberlega fregnina um eldgosið fyrr en i gær þegar tlogið var yfir Qallið sem er í Zambales héraði, um 90 kíló- metra norðaustur af höfuðborg- inni Manila. Jarðfræðingar segja að ekki sé um eiginlegt gos að ræða heldur hveravirkni. Reutcr Sprengjuárásir íManchester Sjö sprengjur sprungu í morg- un í verslunarhverfi í borginni Manchester í Englandi nokkrum klukkustundum áður en verslan- ir voru opnaðar. Snemma í morg- un hafði enginn lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum. Lögreglan lokaði miðborginni á meöan leit- að var að fleiri sprengjum. Í febrúar gerði írski lýðveldis- herinn, IRA, sprengjuárásir á tveimur járnbrautarstöðvum í miðborg London með þeim afleið- ingum að einn maður lét lífið og fjörutíusærðust. itcutor Max Frisch. Simamynd Reuter Max Frisch látinn Svissneski rithöfundurinn Max Frisch lést að heimili sínu í Zurich í Sviss í gær, nær áttræð- ur að aidri. Hann var einn þekkt- asti rithöfundur Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Frisch gagnrýndi svissneskt þjóðfélag í verkum sínum og varð hann heimsfrægur fyrir bók sina „Ich bin nicht Stiller" sem kom Út1954. Reuter Engarhrefnu- veiðaríNoregi Norska stjómin hefur ákveðið að leyfa ekki veiðar á hrefnu í vísindaskyni í ár, aö því er norska fréttastofan NTB greinir frá. Forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar í Noregi sagði þessa afstöðu sfjórnarinnar ekki koma á óvart því ákvörðunin hefði dregist á langinn. Hann vildi ekki tjá sig um ástæöuna fyrir þessari afstöðu yfirvalda en lagði áherslu á aö stofninn væri ekki i hættu. Mikill þrýstingur hefur verið á norsk yfirvöld frá alþjóðlegum umhverfisvemdarsamtökum og hafa yfirvöldum meðal annars borist hótanir um viðskipta- þvinganir. ntb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.