Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991. 5 Fréttir Pirringur vegna fréttar D V um að atvinnulausir Sauðkrækingar höfnuðu vinnu: Þeir sem haf na vinnu f á ekki atvinnuleysisbætur „Þaö var fariö að pirra mann svo- lítið aö heyra um það aö auglýst væri eftir fólki í vinnu en enginn fengist þrátt fyrir atvinnuleysi. Ég tók mig því til á endanum og baö fulltrúa verkalýösfélagsins og Fisk- iðjunnar aö koma saman og hitta mig. Við ræddum í bróðerni um þaö hvemig hægt væri að koma þessum málum svo fyrir aö þeir sem höfnuðu vinnu dyttu út af atvinnuleysisskrá og misstu bætur. Við verðum náttúr- var niðurstaða fundar sem bæiarstjórinn boðaði um málið lega að reka vinnumiðlun eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson, bæj- arstjóri ? Sauðárkróki, í samtali við DV. Snorri boðaði framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar á Sauðárkróki og for- mann verkalýðsfélagsins á staðnum til fundar við sig á miövikudag. Til- efni fundarins var frétt DV frá því fyrir páska um að Fiskiðjan fengi ekki fólk í vinnu þrátt fyrir að fyrir- tækið auglýsti eftir þvi og 50-60 manns væru á atvinnuleysisskrá. Bæjarstjórinn sagðist ekki vita til að þetta tiltekna vandamál ætti við önn- ur fyrirtæki en Fiskiðjuna. „Fiskiðjumenn segja að þeir hafi ekki fengið fólk í vinnu þrátt fyrir auglýsingar. Hafa þeir hringt í fólk sem ekki hefur treyst sér til að koma í vinnu hjá þeim. Hins vegar hafa þeir, að mér skilst, ekki talið það í sínum verkahring að koma upplýs- ingum um hverjir það væru sem vildu ekki vinnu áfram til vinnu- miðlunarinnar. Þar með hefur vinnumiðlunin ekki haft neitt í hönd- unum yfir hverjir þetta eru. Grunnur ágreiningsins er þannig skortur á upplýsingamiðlun." Snorri Björn sagði að á næstu dög- um yrði útfært kerfi sem verkar þannig að nefndar upplýsingar berist rétta boðleið á milli aðila. Hann sagði að fiskiðjuna vantaði aðallega konur í vinnu en fólkið, sem væri á atvinnuleysisskrá, gæti af ein- hverjum ástæðum ekki unnið í fiski. „Ég legg ekki dóm á hvort verið er að misnota kerfið eða ekki. Ég var ekki að spá í það. Ég vildi umfram allt sjá til þess að allir aðilar hefðu sömu upplýsingarnar. Það fóru allir sáttir af fundinum." -hlh Tillögur húsafriðunamefndar um friðun 24 húsa: Loks komið að því að ákvörðun verði tekin Búast má við að eftir ekki mjög langan tíma verði loks tekin endan- leg ákvörðun um tillögur húsafrið- unarnefndar um friðun 24 húsa í Reykjavík. Tillögurnar hafa verið á flækingi bæði um borgarkerfið og menntamálaráðuneytið í marga mánuði og hafa hlotið umsögn fjöl- margra nefnda og ráða. Það var fyrir um ári að húsafriöun- arnefnd kom með þessar tillögur sem sendar voru í menntamálaráðuneyt- ið. Þegar ráðuneytið tók á þeim var skipuð ný húsafriðunarnefnd þannig að tillögurnar voru sendar til baka því nýja nefndin þurfti að fjalla um þær. Samkvæmt lögum þarf að leggja slíkar tillögur fyrir borgarminjavörð og það var gert. Þá fóru tillögumar á flæking milli nefnda og ráða og vom loks afgreiddar frá borgarráði rétt fyrir páska. Þá var máhð sent til menntamálaráðuneytisins þar sem það er nú til lokaafgreiðslu_að öllum líkindum. Hins vegar á eftir að fá leyfi eigenda húsanna fyrir friðun- inni. Húsin, sem lagt er til að verði frið- ið, að hluta til eða í heilu lagi, era flest í gamla miðbænum en önnur eru í Þingholtunum, í vesturbænum og við Tjörnina. Þetta era flest stein- steypt hús sem byggð voru um eða upp úr aldamótum og hafa ýmist byggingarsögulegt gildi, eða þau mynda óvenju samsteypta heild, fall- ega þyrpingu eöa teljast nauösynleg- ur hluti bæjarhluta. í gamla miðbænum er lagt til að þessi hús verði friðuö: Austurstræti 9, Austurstræti 11, Austurstræti 16, Pósthússtræti 2, Pósthússtræti 5, Hafnarstræti 1-3, Kirkjutorg 6, Lækj- argata 10 og Aðalstræti 16. Við Tjarn- argötu eru það húsin númer 18, 22, 24, 26, 28 og 32. Þá ér það Vonar- stræti 3 eða Iðnó og Sóleyjargata 1. í Þingholtunum er lagt til að húsið að Skálholtsstíg 7 verði friðaö, svo og Skálholtsstígur 6. í vesturbænum er lagt til að þrjú hús verði friðuð. Það eru húsin að Öldugötu 23, Túngötu 18 og Landa- kotsskólinn. -ns m-trnti Einstakt tækifæri Á laugardag, frá kl. 14 til 16, veitir Ólafur Már Ásgeirsson dúklagningameíst- ari persónulega ráðgjöf um lagningar á teppum, dúkum og flísum. Íí Árni Svavarsson verður á sama tima og sýnir SKUFUR hreinsun og viðhald á teppum. FILTTEPPI 4 LITIR, KRM0. wm- 375, BILATEPPI MARGIR QQC LITIR, KR UUjm LYKKJU- TEPPI FRÁ KR. 455. KERAMIKFLÍSAR BÓMULLARMOTTURMEÐBLÓMAMYNSTRI 10x20, kr. 1560 20x20, kr. 1647 30x30, kr. 1979 75x125, kr. 2950 110x170, kr. 4995 170x230, kr. 10.800 190x290, kr. 15.650 ÁBútmmsm Vorum áður í Byggingamarkaði Vesturbæjar, Hringbraut 120 Opið laugardag kl. 10-16 4 Si m m MARLEY GÓLFDÚKUR IIQE enskgæðavara, kr. 1 ru m2 3ja metra breiður - þarf ekki að líma Fallegar parket- mottur 67x115 1995 100x140 2850 160x230 8470 FALLEGT URVAL AF GÓLFTEPPUM MARGAR GERÐIR Á GÓÐU VERÐI OM-BUÐItl Grensásvegi 14, símar 83290 og 68-11-90 Beint á móti Sölunefndinni. Næg bílastæði á baklóð..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.