Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991. 25 • Haukur Eiriksson frá Akureyri brosir breitt eftir sigurinn í 15 km göngu í gær. Það er Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði, sem varð annar, sem óskar honum til hamingju. DV-mynd Brynjar Gauti Skíðalandsmótið á Isafirði: Heimamenn fengu fyrstu verðlaunin - Ásta vann stórsvig, Haukur, Kristinn og Daníel göngugreinar Jón Kristján Sigurösson, DV, Lafirði: ísfirðingar voru fyrstir að vinna til verðlauna á skíðalandsmótinu sem hófst á ísaflrði í gær. Hin tvítuga Ásta Halldórsdóttir sigraði í stórsvigi kvenna á sannfærandi hátt. Ásta var í öðru sæti eftir fyrri umferðina en þá síðari keyrði hún af miklu öryggi og hlaut samanlagðan tíma 1:14,68 mínútur. Guðrún Kristjánsdóttir frá Akur- eyri varð í öðru sæti á tímanum 1:15,61 mínútu en hún hafði forystu eftir fyrri umferðina. María Magnús- dóttir frá Akureyri hafnaði í þriðja sæti, hlaut samanlagðan tíma 1:15,66 mínútur. Ásta Halldórsdóttir var að vonum mjög ánægð með sinn fyrsta sigur í stórsvigi á skíöalandsmóti en hún lagði mikla rækt við æfingar fyrir þetta mót og árangurinn varð eftir því. „Það er alltaf gaman að vinna sigur og að því stefndi ég. Samt sem áður átti ég hálfpartinn ekki von á þessu. Ég hafði allt að vinna en engu að tapa eftir fyrri umferðina. Það var því um að gera að keyra á fullum krafti í síðari umferðinni," sagði Ásta Halldórsdóttir í samtali við DV skömmu eftir að sigurinn var í höfn í gær. Ásta sagðist ennfremur ekki sjá eftir tímanum sem færi í skíðaiðkun- ina, hún æfði að jafnaði í íjóra tíma á dag. Ásta mun keppa í öllum alpa- greinum hér á landsmótinu og verð- ur fróðlegt að sjá hvort hún nær að innbyrða fleiri gullverðlaun. Yfirburðir hjá Kristni Björnssyni Kristinn Björnsson frá Ólafsflrði sýndi fádæma yfirburði í stórsvigi karla. Kristinn er við nám í skíða- menntaskóla í Noregi og sýndi 1 stórsviginu í gær að hann er í feikna- góðu formi. Hann var tæpum þremur sekúndum á undan næsta skíða- manni, hlaut samanlagðan tíma 1:10,71 mínútu. Valdemar Valde- marsson frá Akureyri varð í öðru sæti á 1:13,74 mínútum og Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri lenti í þriðja sæti á 1:15,32 mínútum. „Ég veit hvar ég stend um þessar mundir og átti því allt eins von á að vinna sigur í stórsviginu. Ég æfi í Noregi við frábærar aðstæður og það skilar mér sem mun betri skíöa- manni, sérstaklega hvað stórsvigið áhrærir. Ég stefni að sjálfsögðu að því að vinna fleiri sigra á landsmót- inu,“ sagði hinn geðþekki Kristinn Björnsson í samtali við DV. Þess má geta að Kristinn er sonur hins lands- kunna skíðamanns, Björns Þórs Ól- afssonar, sem oft hefur verið sagður faðir skíðaíþróttarinnar hér á landi. Kristinn Björnsson er aðeins 18 ára að aldri og ef fram heldur sem horflr er vert að gefa þessum skíðamanni gaum í framtíðinni. Haukurvann 15kmgöngu Haukur Eiríksson frá Akureyri sigr- aði í 15 km göngu karla. Haukur seig fram úr keppinautum sínum síðari hluta leiðarinnar og kom í mark á 49,20 mínútum. Sigurgeir Svavars- son frá Ólafsfirði varð í öðru sæti á 50,16 mínútum og Rögnvaldur D. Ing- þórsson frá Akureyri lenti í þriðja sæti á 51,31 mínútu. í 10 km göngu pilta, 17-19 ára, sigr- aði Daníel Jakobsson frá ísafirði, hlaut timann 32,39 mínútur. Tryggvi Sigurðsson frá Ólafsfirði varð annar á 35,16 mínútum og í þriðja sæti varð Kristján Ó. Ólafsson frá Akureyri á 36,02 mínútum. Snjó kyngdi niöur nóttina fyrir fyrsta dag landsmótsins og var færi frekar mjúkt. Dró það úr hraða kepp- enda. Eins var mjög lélegt skyggni. Af þeim sökum varð töluverð seink- un á að landsmótið gæti hafist í gær. • Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði vann sannfærandi sigur í stórsvigi. DV-mynd Brynjar Gauti Þórhalhrr Asmundss., DV, Sauðárkróki: George Nazario, 23 ára gamall Bandaríkjamaður, er genginn til liðs við Tindastól og mun leika með félaginu i 2. deildinni i knatt- spyrnu í sumar. Hann kemur í staðinn fyrir Jamaíkabúann Winston Anglin sem flúði heim vegna kulda á dögunum eihs og DV hefur áður sagt frá. Nazario er varnarmaður og verður löglegur með Tindastóli í 3. umferð. Hann er annar Banda- ríkjamaöurinn sem leikur með Tindastóli í sumar en hinn er miöjumaðurinn Kevin Grimes. íþróttir Einvígiö um íslandsbikarinn í körfubolta: Semnýtt lið hjá IBK - vann Njarðvík, 75-73, og staðan er jöfn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Það var eins og Keflvíkingar tefldu fram nýju liði þegar þeir mættu Njarðvíkingum í öðrum úrslitaleikn- um um íslandsbikarinn í körfuknatt- leik í Keflavik í gærkvöldi. Eftir 37 stiga skell á þriðjudagskvöldið sneru þeir dæminu við og unnu Njarðvík- inga, 75-73. Þar með eru liðin jöfn, 1-1, og ljóst að minnst fjóra leiki þarf til að finna íslandsmeistara. Þriðji leikur lióanna verður í Njarðvík á morgun klukkan 16. Njarðvík náði 14 stiga forystu und- ir lok fyrri hálfleiks en Keflavík lag- aði þó stöðuna fyrir hlé í 38-43. Njarðvíkingar voru yfir allan síðari hálfleik þar til heimamenn jöfnuðu, 70-70, þegar þrjár mínútur voru eft- ir. Þegar 2,14 mínútur voru eftir stóð 73-73 og í lokin var um mikinn darr- aðardans að ræða og leikurinn æsi- spennandi. Falur Haröarson skoraði síðan tvívegis úr vítaskotum, úr því síðara þegar 9 sekúndur voru eftir, og þriggja stiga skot Njarðvíkinga geigaði í lokin. „Það voru fyrst og fremst góður vamarleikur og mikil barátta sem færðu okkur sigurinn. Ég sagði við strákana að ef við ynnum myndi fólk gleyma skellinum á þriðjudag. Það eru viljinn og dagsformið í hverjum leik fyrir sig sem ráða úrslitum," sagöi Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, við DV eftir leikinn en hann átti frá- bæran leik í vörn og sókn. „Það voru mikil mistök gerð undir lokin og við fórum ekki rétt í gegnum leikkerfm. Við reyndum ótímabær skot þegar við áttum að gefa okkur tíma. En við verðum tilbúnir að taka á þeim aftur á laugardaginn," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarð- víkinga. Keflvíkingar sýndu hvers þeir eru megnugir en geta meira. Varnarleik- urinn var góöur, sérstaklega seinni hluta síðari hálfleiks. Jón Kr. var hreint frábær og sýndi hve sterkur varnarmaður hann er með því að halda Teiti Örlygssyni niðri. Falur, Albert, Guðjón og Thornton áttu allir ágætan leik. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalh í leiknum þegar ísak Tómasson meiddist á hné og fór af velli í seinni hálfleik. Liðið datt niður á lokakaf- lanum og gerði aðeins 10 stig síðustu 10 mínúturnar. Rondey Robinson lék vel, Friörik Ragnarsson einnig og Teitur átti ágæta spretti sem og Kristinn í fyrri hálfleik. ísak stjórn- aði liðinu vel meðan hans naut við. • Stig Keflavíkur: Falur Harðar- son 17, Albert Óskarsson 14, Guðjón Skúlason 13, Tairone Thornton 11, Sigurður Ingimundarson 10, Jón Kr. Gíslason 8, Egill Viðarsson 2. • Stig Njarðvíkur: Rondey Robin- son 21, Teitur Örlygsson 17, Friðrik Ragnarsson 15, Kristinn Einarsson 12, ísak Tómasson 6, Hreiðar Hreið- arsson 2. Jón Otti Ólafsson og Bergur Stein- grímsson dæmdu og skiluðu erfiðu hlutverki sæmilega. Guðríður bikarmeist- ari í tíunda skipti? - eða vinnur Stjarnan annan bikarsigur sinn? Fram og Stjarnan, tvö sterkustu kvennalið landsins, mætast í úrslita- leik í bikarkeppni kvenna í hand- knattleik í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og hefst viðureign liö- anna klukkan 15. Þessi sömu félög eiga einnig óuppgert einvígi um ís- landsbikarinn síðar í þessum mán- uði. Fram er núverandi íslands- og bik- armeistari og vann bikarinn í níunda skipti í fyrra. Guðríður Guðjóns- dóttir hefur verið með í öll níu skipt- in og gæti því bætt tíunda sigrinum í safnið. Ekkert annað lið hefur unn- ið bikarinn oftar en einu sinni. Stjarnan hefur einu sinni sigrað, það var árið 1989. Leikir hðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi. Stjarnan hefur unnið einn, 17-15, en Fram hina tvo, 22-20 og 17-16. Lítið hefur skihð hðin að og því ómögulegt að spá um úrslit. -VS Lokaleikir í blakinu í kvöld og á morgun fara fram tíu síðustu leikir íslandsmótsins. Þeir verða í Hagaskóla og Digranesi og ætti blakunnendum að gefast kostur á að berja góðar viöureignir augum. • í kvennadeildinni stendur bar- áttan um silfrið og munu Völsungar og Blikastúlkur vafalaust heyja harða rimmu um málminn þann í Digranesi á morgun. • Karlahð Þróttar R. tryggði sér annað sætið með auðveldum sigri á vandræðalegu og vonlausu liði ÍS í fyrrakvöld (15-10,14-16,15-7,15-11). Stúdentum tókst að vinna sigur í annarri hrinu en siðan ekki söguna meir. í fjórðu hrinu stóð ekki steinn yfir steini i leik þeirra. Vandræðaleg- ir og klaufalegir tílburðir urðu ein- ungis til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda. HK-ingar eiga enn veikan mögu- leika á að krækja í verðlaunasæti en til þess þurfa þeir að vinna bæði Þrótt Nes. og KA. Verður gaman að fylgjast með HK og KA í kvöld en það eru einmitt þessi tvö lið sem mætast í bikarúrshtunum. -gje Víkingar sigruðu Leikni Víkingur sigraði Leikni, 2-0, í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu sem fram fór á gervi- grasinu í Laugardal í gærkvöldi. Guðmundur Steinsson skoraði úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálf- leiks og Hörður Theodórsson gerði síðara markið um miðjan síðari hálf- leik. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.