Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 9
’-OOr ncjff f r; Or f. (J' M f í'T FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. I>V Utlönd Ekkert lát á hörmungum Kúrda meöan ríki heims þrátta um hvaö gera skuh: Major og Bush ósáttir um kúrdískt griðland - Bandaríkj amenn segja að írakar fari að tilmælum um að hætta hernaði „Þeir eru sammála um að eitt- hvað þurfi að gera varðandi dvalar- stað fyrir flóttamennina í framtíð- inni en þeir eru ekki á einu máli um hvaö gera skuli,“ sagði Marlin Fitzwater, talsmaður George Bush, um viðræður sem forsetinn hefur átt í síma við John major, forsætis- ráðherra Breta. Leiðtogamir ræddu saman í gær en komust ekki að niðurstöðu. í fréttaskeytum er svo látið heita sem þeir hafi orðið sammála um að vera ósammála um griðasvæði fyrir Kúrda í Norður-írak. Major hefur haft forystu í þessu máh og fengið stuðning frá leiðtogum Evr- ópubandalagsins við hugmyndina um að Sameinuðu þjóðirnar tryggi frið í héruðum Kú-da, jafnvel þótt það kosti að beita verði íraka her- valdi. Kúrdar eru enn á flótta frá írak og reyna að komast til Tyrklands og írans. Hjálpargögn berast fólk- inu en samt er vitað að þúsundir manna hafa látið lífið vegna hung- urs, vosbúöar og af sárum eftir árásir írakshers. Bandaríkjamenn segjast hafa varaö íraka stranglega við að herja á Kúrda. Þeir segja að írakar hafi haft hægt um sig síð- ustu daga og því bendi allt til að þeir fari að tilmælunum. Bandaríkjamenn eru mjög and- vígir því að írak Hðist í sundur og óttast að stofnun griðlands fyrir Kúrda verði aðeins fyrsta skrefið í þá átt. Áhyggjumar minnka ekki við aö nú er einnig farið að ræða um griðland fyrir sjíta í Suður-írak. Þá hefur Bush oft lýst því yfir að hann vilja forðast með öllu móti að Bandaríkjaher dragist á ný inn í hernaðarátök á svæðinu. Bush finnur þó fyrir þvi að hann verður að breyta stefnu sinni því að vinsældir hans minnka nú hröð- um skrefum í Bandaríkjunum. Nýjar skoðanakannanir sýna að stuðningur við stefnu hans í mál- efnum Mið-Austurlanda fer ört minnkandi þótt hann njóti enn stuðnings um 80% landsmanna sem forseti. Nú telur hins vegar fast að helmingur Bandaríkja- manna að Bush hafi hætt sókninni gegn írökum of snemma og rang- lega gefið Saddam tækifæri til að koma hluta hers síns undan. Reuter Kurdar eru enn á (lótta frá írak og biða þess sem verða vill í Tyrklandi og írak. Ástandið meðal flóttamann- anna er víða hörmulegt en ekkert samkomulag er um hvað gera skuli. Símamynd Reuter Egyptar I allast á friðarráðstef nu James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, hefur tekist að fá stuðning Egypta við friðarráðstefnu um Mið-Austurlönd. Enn á hann eft- ir að fá Sýrlendinga til að fallast á hugmyndina þannig að allt er á huldu um hvort arabar og ísraels- menn setjast að samningaborðinu.. Baker verður í Sýrlandi í dag og reynir að fá Assad forseta til að styðja hugmyndir um varanlegan frið. Assad sagði í gær að arabar gætu ekki fallist á annað en að ísra- elsmenn færu að ályktunum Samein- uðu þjóðanna um Palestínumálið. Það þýðir að ísraelsmenn verða að skiia aftur herteknu svæðunum. Til þessa hafa þeir ekki ljáð máls á því. Egyptar hafa einnig stutt þessa kröfu en féllust á að reyna mætti frið- arráðstefnu. Það eru helst .Tyrkir sem styðja við bakið á Baker í friðar- viðleitni hans. Þeir hafa m.a. boðist til að leggja vatnsleiðslu til ísraels til að tryggja þeim vatn í stað þess sem ísraelsmer.n töpuðu ef þeir neyddust til að skila Gólanhæðunum. Reuter BMW 318í ’85, 4 gíra, ek. 80 þús., d. blár. V. 750.000. Lada Samara 1300 '89, 5 gíra, ek. 32 þús., beige. V. 450.000. Mazda 626 2,0 GTI ’86, 5 gíra, ek. 81 þús., hvitur. V. 695.000. Mazda 626 1,6 LX '87, 5 gira, ek. 50 þús., hvitur. V. 650.000. Nissan Patrol, stuttur, ’87, 5 gira, ek. 49 þús., grár. V. 1.650.000. Subaru XT turbo ’88, S3, ek. 30 þús., rauður. V. 1.190.000. Suzuki Fox 413 '87, 5 gira, ek. 50 þús., silfurgrár. V. 740.000. EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF NÝLEGUM BÍLUM ÁSTAÐNUM BlLASALA BÍLDSHOFÐA 5 « BlLALElGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.