Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. 17 LífsstOl Upplýsingar á íslensku smjörlíki: Geymsluþolsmerkingar vantar - í flestum tilfellum Geymsluþolsmerkingar vantar á nær allar tegundir af islensku smjörliki, en þó eru til undantekningar. DV-mynd Brynjar Gauti Töluvert er um þaö að merkingar á íslenskum framleiösluvörum séu ófullnægjandi. Smjörlíki framleitt hér á landi er þessu marki brennt. Geymsluþolsmerkingar viröist vanta á flestar tegundir smjörllkis sem framleitt er af íslenskum aöilum. Hér á landi eru þrír aöilar sem framleiða smjörlíki fyrir smásölu- markað. Fyrirtækið Sól hf. framleiö- ir Ljóma smjörlíki sem er lang mest notaö hér á landi. Þar aö auki fram- leiðir fyrirtækið Jurta smjörlíki. Fyrirtækið Kjama-vörur framleiðir Kjarna smjörlíki, en þaö kom fyrst á smásölumarkað á síðasta ári. Smjör- líkisgerð KEA framleiðir tvær teg- undir smjörlíkis, Akra og Flóru smjörlíki. Stendur allttil bóta Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur fengust upplýsingar um hvaða atriði ættu að sjást utan á smjörlíkis- umbúðum. Þar á að koma fram; inni- haldslýsing, heiti framleiöanda, heiti vöru, geymsluþol, geymsluskilyrði, þyngd, nafn og heimilisfang fram- leiðanda. Blaðamaður Neytendasíðu gerði könnun á því hvort þessum skilyrð- um væri fullnægt á íslensku smjör- liki. Könnunin var gerð í Hagkaupi Kringlunni. í ljós kom að geymslu- þolsmerkingar vantaði í nær öllum tilfellum. Önnur atriði voru í lagi. Á aðeins einni tegund smjörlíkis, Jurta smjörlíki frá Sóþhf. var geymsluþols- merking í lagi. Á Ljómasmjörlíki frá sama fyrirtæki vantaði geymsluþols- merkingu á um það bil annað hvert stykki í kæliborðinu. Alexander Þórisson, markaðs- og sölustjóri hjá Sól hf. var spurður hverju þetta sætti. „Við höfum geymsluþolsmerkt allt smjörlíki hjá okkur í rúmt hálft ár og við merkjum smjörlíkið með bleksprautubyssu. Ég skil ekki hvernig það á að hafa gerst að geymsluþolsmerkingu vanti Neytendur á Ljómasmjörlíkið hjá okkur. Byssan hlýtur aö hafa bilað og einhvern veg- inn hefur það komist fram hjá eftir- liti okkar. Hér er þá um takmarkað magn að iæða,“ sagði Alexander. Óttar Felix Hauksson er fram- leiðslustjóri hjá Kjarna-vörum. „Við framleiðum aðallega smjörliki fyrir bakara og erum stærstir á því sviði. í fyrra hófum við sölu Smjörlíkis í smásölu. Við höfum enn ekki farið út í að geymsluþolsmerkja smjörlíki frá okkur en eigum von á þrykki- byssu í vor. Frá og með vorinu í ár verður því smjörlíki frá okkur geymsluþolsmerkt," sagði Óttar Fel- ix. Júlíus Kristjánsson er yfirmaður rannsóknarstofu KEA. „Við vorum nýlega aö kaupa bleksprautubyssu og smjörlíki frá KEA veröur með geymsluþolsmerkingum þegar hún kemst í gagnið. Viö gerum ráð fyrir að það verði strax í næstu viku. Við fengum frest hjá Heilbrigðiseftirliti Akureyrar til þess að sinna þessu og klára birgðir okkar. Sama máli gegnir um umbúðir ut- an um Akra smjörlíkið. Mistök í prentsmiðju gerðu það að verkum að upplýsingar um smjörlíkið hurfu við umbrot pappírsins. Við fengum frest til þess að klára þær birgðir okkar og við gerum ráð fyrir að þær klárist í þessum mánuði. Eftir um það bil þrjár vikur ættu þessi atriði bæði að vera komin í lag,“ sagði Júl- íus. _ Það er greinilegt að hér er víða pottur brotinn. Allt stendur þetta til bóta, en er samt sem ekki fullkom- lega í lagi hjá neinum framleiðsluað- ilanna. Atriði eins og geymsluþols- merking ættu að vera með mikilvæg- ustu upplýsingum sem gefnar eru upp á matvörum eins og smjörlíki. Það kostar hins vegar mestu fyrir höfnina og er því ef til vill ástæðan fyrir því að þetta er ekki í lagi. Verðstrið stórmarkaðanna eykur söluna á þeim vörum þar sem verðið hefur lækkað. Verðstríð stórmarkaðanna: Samkeppni eykur sölu - segir Jóhannes í Bónus Verðstríð stórmarkaðanna er enn í fullum gangi. Hagkaup, sem lækk- aði verð á ytlr 500 vöruflokkum, að jafnaði um 15%, hefur ekki hækkað verðiö aftur. Sama má segja um Miklagarð og Fjaröarkaup þó þeir hafi ekki lækkað verðið á eins mörg- um vöruílokkum og Hagkaup. Bónusbúðirnar, sem lækkuðu sín- ar vörur enn frekar er Hagkaup hóf verðstríðið, virðast ekkkert gefa eftir í baráttunni. Jóhannes Jónsson, eig- andi Bónuss bar sig vel í samtali viö blaðamann DV. „Þegar Hagkaup hóf verðstríðið lækkuðum við verðið hjá okkur. Samkvæmt mínum verð- könnunum erum við nú með um 14% lægra verð en Hagkaup og um 22% lægra en Mikligarður. Verðstríðið er á engan hátt að sligaokkur. Þaö hef- ur virkað söluhvetjandi á vörur hjá okkur og nóg aö gera. Eins og kunnugt er, þá er vöruúr- val hjá okkur takmarkað en við byggjum sölukerfiö hjá okkur í Bón- us á um 900 vöruflokkum. Stórmark- aðirnir eru með mikið fleiri vöru- flokka. Heildsöluaðilar hafa nokkuð haft sambandi við mig vegna verð- stríðsins. Verðstríðið hefur þau áhrif á milli skyldra vöruflokk^a að þær vörutegundir sem ekki lenda í verð- stríðinu, verða ekki samkeppnis- færar þar sem svo miklu munar á verði. Því hafa margir heildsöluaðil- ar, sem ekki hafa lent í verðstríðinu, reynt að fá okkur til þess að taka inn sínar vörur. Við hins vegar höldum okkur við 900 vöruflokka og ef við tækjum inn nýja vörutegund, yrði önnur sambærileg tegund að fara út og allar breytingar því vandkvæðum bundnar," sagði Jóhannes. Á meðan verðstríðiö varir þarf neytandinn að eyða minna í inn- kaupin. Áður hefur verið reiknað út aö sparnaðurinn á hverja fjögurra manna fjölskyldu, vegna verðstríðs stórmarkaðanna, er um 6.000 krónur ámánuðiaðjafnaði. ÍS Sjáðu glæsileg fellihiolhysi nsa a innan viO 15. seK. Sýning á Esterel tellihjólhýsum um helgina. Opið laugardag kl. 10 til 18 ogsunnudag Út aprílmánuð lá þelr lortjald í kaupauka, sem staðlesta pöntun á lellihjólhýsl. EYJARSLÓÐ 7 ■ SÍMI 91-621780 Séi'WJ „antoðu' Esterel eru handunnin, frönsk fellihjólhýsi í úrvalsflokki. Úr hentugri kerru reisir þú notalegt hýsi á innan við einni mínútu. Innan veggja er öllu haganlega komið fyrir og vandað til allra hluta. Gashitari, eldavél, vaskur, ísskápur, geymir fyrir 12 volt sem heldur ísskápnum köldum við akstur. Hægt er að tengja vagninn við 220 volt. Hleðslutæki fæst aukalega og er tengt bílnum. Fortjald fæst aukalega. Vagnarnir eru útfærðir fyrir íslenskar aðstæður; bætt vörn á undirgrind, 13" dekk, þéttilistar sem útiloka vegarykið o.fl. Komdu á sýninguna um helgina og kynntu þér málið nánar. 0lVem: SEGLAGERÐIN ÆGIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.