Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 40
í5|BSS*:;í 1“ r\ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. Halldór Ásgrímsson: Sýningin óháð hvalveiðum „Ég sé nú enga ástæðu til að blanda ' heimssýningunni á Spáni og hval- veiðum okkar saman. Ég tel að hval- veiðar eigi að hefjast í ár en er ekki bjartsýnn á að þær geri það. Við höf- um undirbúið okkar mál varðandi nýtingu þessara auðlinda. Gögnin verða lögð fyrir Alþjóða hvalveiði- ráðið á fundinum í vor og leitað sam- komulags. Ef það næst ekki stöndum við frammi fyrir því að segja okkur úr þeim samtökum og stuðla að stofnun nýrra í samvinnu við aðrar þjóðir,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra við DV. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í blaðinu í gær að íslendingar mættu alls ekki hefja hvalveiðar án samþykkis Alþjóða ** hvalveiöiráðsins. Að öðrum kosti gætum við gleymt heimssýningunni á Spáni og ímynd þess íslenska hreinleika sem ætlað er að halda á lofti þar. -hlh Útvarpiðorsakaði fimm bíla árekstur Fimm bíla árekstur varð í Kópa- vogi í gær og orsakaðist af því að ökumaður eins bílsins hafði litið af . veginum er hann var að stilla út- varpstæki. Tveir voru fluttir á slysa- deild. Áreksturinn varð við umferðarljós á Kársnesbraut, skammt vestan við gatnamótin á Nýbýlavegi og Daltúni um klukkan fimm síðdegis. Fjórir bílar voru svo aö segja kyrrstæðir við umferðarljósin þegar fimipti bíll- inn kom að. Ökumaðurinn þess bíls var að stilla útvarpið og athugaði ekki hvað var framundan. Lenti bíll- inn aftan á þeim aftasta. Síðan köst- uðust bílarnir hver á annan. Ökumaður og farþegi í næstaftasta bílnum kvörtuðu undan hálseymsl- um og meiðslum á höfði. Þeir voru fluttir á slysadeild. Mest tjón varð á fimmta bílnum og þeim næstaftasta •'* enhinirskemmdustminna. -ÓTT Þjóf urinn skrúfaði rúðuna úr Rúða í sýningarbás hjá Karnabæ á Laugavegi 66 var skrúfuð snyrtilega úr gluggafagi einhvern tíma í nótt. Þarna var greinilega þjófur að verki sem ekki vildi gera hávaða né valda skemmdum. Þegar þjófurinn hafði tekið rúöuna úr og lagt hana til hlið- ar tók hann til við að fjarlægja það sem hann girntist. Verslunarstjóri, sem kom að í morgun, sagði að sex gallabuxur, skyrta og gallajakki hefðu horfið úr sýningarglugganum j sem er fyrir utan verslunina en ekki í sjónmáli frá umferðinni á Lauga- veginum. -ÓTT LOKI Þetta hafa verið einstök snyrtimenni! Þarf að grípa til mjög harðra aðgerða - segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins „Ég lít svo á aö staðan sé þannig núna að það þurfi að grípa til mjög harðra efnahagsaðgeröa eftir kosn- ingar ef ekki á að hljótast skaði af. Við höfum varað við þessu oftsinn- is. Fyrir um það bil ári vöruðum við menn við þessum kosningum. Það virðist sem við íslendingar þolum ekki að fara i gegnum al- þingiskosningar. Þá fer allt á fulla ferð í efnahagsmálunum. Vissulega getur þjóðarsáttin verið í hættu. Þetta getur allt gliðnaö undan okk- ur ef svo heldur fram sem horfir í peningamálunum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins. Skuldasöfnun rikisins í Seðla- bankanum jókst um næstum 9 mílljarða króna fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma á fyrra um aðeins 3 milUjarða. Guðmundur Magnússon, próf- essor í hagfræði við Háskóla ís- lands, segir að mikil aukning á yfir- drætti ríkissjóðs i Seðlabanka frá áramótum hafi mikla hættu á þenslu í för með sér og vel komi til greina að banna ríkissjóði að ganga með þessu hætti í bankann til að ná sér 1 fé. „Það þekkist erlendis að ríkis- sjóðum sé hreinlega barrnað að fara stöðugt í viðkomandi seðlabanka til að ná sér i peninga. Ég tel að það komi vel til greina hérlendis að banna ríkissjóði að ganga svona í Seðlabankann, Það er engin ástæða til svona vinnubragða þeg- ar kominn er upp þróaður peninga- markaður. Auðvitaö á ríkissjóður að fara út á markaðinn til að taka lán ef fjárþörf hans eykst.“ Að sögn Guðmundar virðist rík- íssjóður geta yfirdregið stjórnlaust og einhliða i Seðlabanka innan árs- ins án áætlana þótt reglur séu um yfirdrátt rikissjóðs i bankanum yfir árið í heild. Valur Valsson, formaður Sam- bands íslenskra viðskiptabanka, hefur þetta að segja um aukinn yfirdrátt í Seðlabanka: „Þessi yfir- dráttur ríkisins í Seðlabankanum eru augljós merki um þensluáhrif og er mikið áhyggjuefni. Það eru raunar fleiri bhkur á lofti um aukna þenslu í efnahagslífmu. Gjaldeyrisstaðan hefur versnað, uppi eru mikil útgjalda- og lán- tökuáform hjá opinberum aðilum og það er aukin spenna á vinnu- markaði. Skuldasöfnun ríkissjóðs getur augljóslega stefnt verðbólgumark- miðum í ár í hættu. Það bendir ýmislegt til þess að það verði erf- iðara að fiármagna halla ríkissjóðs innanlands á þessu ári en var í fyrra. Þá tókst ríkinu að fiármagna hallann með þvi að ýta fyrirtækj- um í landinu út af lánsfjármark- aðnum. Þess vegna er nú mikilvægt að menn nái tökum á halla ríkissjóðs sem veldur þessum vandræðum og haldi aftur af auknum lántökum og útgjaldaáformum ríkissjóðs." - JGH/Sdór. - sjá einnig bls. 5 Sigrún kærð út af kjörskrá - kæran er markleysa, segir Páll Pétursson Lögreglumenn halda á rúðunni sem þjófurinn fjarlægði. DV-mynd S Þórður Guðjohnsen, Ránargötu 6 í Reykjavík, hefur kært Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, til borgarráðs vegna kjörskrár. Ástæðan er sú að Sigrún er gift Páli Péturssyni, al- þingismanni og bónda á Höllustöð- um í Syínavatnshreppi í Húnavatns- sýslu. í kærunni segir að samkvæmt lögum eigi hjón að eiga sama lög- heimili nema þau hafi fengið skilnað að borði og sæng. Því hafi lögheimili Sigrúnar Magnúsdóttur flust sjálf- krafa frá Skipasundi 56 i Reykjavík að Höllustöðum þegar þau Páll og Sigrún giftu sig. Því beri að strika hana út af kjörskrá í Reykjavík við alþingiskosningarnar. „Það er einn af varaborgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins sem stendur fyrir þessari kæru þótt þessi Þórður skrifi undir hana. Varaborgarfull- trúinn var búinn að hóta mér þessu og segist ætla meö málið alveg upp í Hæstarétt," sagöi Páll Pétursson í Veðriö á morgun: Hæg suð- austanátt Á morgun verður fremur hæg suðaustanátt. Dálítil súld verður á annesjum suðvestanlands en úrkomulaust annars staðar. Frost verður á bilinu 1 til 7 stig en 11 stig á Hveravöllum. samtali við DV í morgun. Hann sagði að ef þessi kæra yrði tekin til greina yrði Sigrún að segja af sér sem borgarfulltrúi. Einnig væri þetta gert til að koma höggi á hann. „Okkur Sigrúnu þykir vænt hvort um annað og vildum heldur gifta okkur en búa saman í óvígðri sam- búð. Við fengum leyfi Hagstofu ís- lands til að hafa sitt lögheimilið hvort þar sem Sigrún verður að búa í Reykjavík sem borgarfulltrúi. Hitt er svo annað mál að kæran er mark- leysa vegna þess að samkvæmt kosn- ingalögum skal kjósandi kjósa þar sem hann átti lögheimili sjö vikum fyrir kjördag. Sigrún átti lögheimili í Reykjavík sjö vikum fyrir kjördag og þvi er ekki hægt að taka kæruna til greina. Ég átti hins vegar ekki von á að þessi varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins væri sá drullusokk- ur að láta verða af þessari hótun sinni,“ sagði Páll Pétursson. S.dór NEYDARHNAPPUR frA vara fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða 0 91-29399 | aya/ Aihiiða öryggisþjónusta VARI síðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.