Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1-1. APRÍL 1991.- - Tippað á tólf_______ Sextán raðir nægðu í tólf una - EINIR einir með tólfu Þaö þarf ekki að tippa stórt til aö fá tólf rétta. Það sannaðist enn einu sinni á laugardaginn, þegar það kora í ljós að einungis ein röð var með tólf rétta og að sú röð var á sextán raða opnum seðli, sem kostar 240 krónur. Það var hópurinn EINIR, sem setti í tólfuna. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim hópi. Alltaf hefur hann verið með í vorleiknum og fengið frá fimm rétt- um upp í tólfuna nú. Einir fékk sex rétta tvær vikur á undan þessari, tólf rétta, sama og nú í einni viku. Úrslit voru ekki mjög óvænt, en þó kom einungis fram þessi eina tólfa. Búist var við allt að fimm tólfum. Margir tipparar voru nálægt því að ná tólfunni, þvi ellefurnar voru þrjá- tíu og tíurnar þrjúhundruð áttatíu og fimm. 348.113 raðir seldust og var pottur- inn 3.326.532 krónur. Fyrsti vinning- ur 2.334.410 krónur runnu óskiptar til hópsins með tólfuna, sem að auki fékk vinninga fyrir ellefu rétta og tólf rétta og hlaut alls 2.408.278 krón- ur. 496.061 krónur skiptust milli þrjá- tíu raöa með ellefu rétta og fær hver röð 16.535 krónur. 385 raðir fundust með tíu rétta og fær hver röð 1.288 krónur. Tvær vikur eftir í Vorleiknum Það er farið að síga á seinni hlutann í Vorleik getrauna og ijölmiðla- keppninni. I vorleiknum er BOND enn með forystu, er með 106 stig, en ÖSS er með 104 stig, SÆ-2 er með 103 stig, SÍLENOS og BÓ eru með 102 stig og: PEÐIN, WEMBLEY og JUMBO eru meö 100 stig. Það eru einungis tvær vikur eftir í vorleiknum og því verður hart bar- ist næstu tvær vikur. BOND á ein- ungis tíur til að henda út, en ÖSS og SÆ-2 eiga eina níu hvor hópur, SÍ- LENOS tíur, en BÓ á tvær níur.- Auk þessa eiga WEMBLEY og JUMBÓ möguleika á að sigra í vorleiks- keppninni. DV gekk best í fjölmiðlakeppninni á laugardaginn. DV fékk 8 rétta. Þjóðviljinn er efstur í fjölmiðla- keppninni, með 68 stig, en RÚV og Morgunblaðið eru með 66 stig. Fram fékk flest áheit í síðustu viku, 26.184 raðir, sem gerir 11.64%, Fylkir fékk áheit 24.593 raða, 10.93% og K.R. fékk áheit 12.387 raða, sem gerir 5.5%. Á laugardaginn verður sýndur leikur Leéds og Liverpool í ríkissjón- varpinu og hefst útsending um klukkan 14.00. Liverpool verður aö vinna þennan leik til að halda opnum möguleikanum á Englandsmeistara- titli, en Leeds er ákveðið í að sigra til að eiga möguleika á sæti í Evrópu- keppninni næsta haust. Klukkunni hefur verið flýtt á Bret- landseyjum og því veröur að skila inn getraunaseðlum fyrir klukkan 13.55 í sölukassana, PC röðum fyrir klukkan 12.55 og faxröðum fyrir klukkan 11.55. Hefurlengi dreymtumaðfá tólfuna - segir Einar Sigurðsson „Ég gerði mér vonir um 100.000 krónur þegar ég sá úrslitin, hélt að fleiri væru með tólf,“ segir Einar Sig- urðsson sem skipar hópinn EINIR. Hann er einn í hópnum, hefur tippað fyrir 2.000 krónur á viku frá því í nóvember en fékk nú 2.408.278 krón- ur fyrir eina tólfu, flórar ellefur og níu tíur. „Ég hef verið með lítið kerfi í gangi en breytti nú um kerfi og notaði 64 raða kerfi með aukahálftryggingu. Fjórir leikjanna voru með Ú merki. Tólfan var einungis möguleg ef þrjú þeirra ganga upp ogþá var möguleik- inn- einungis 25%. Eg tippa töluvert upp á jafntefli. Aldrei fengið tólfu fyrr Mig hefur lengi dreymt um að fá tólfuna, ég hef aldrei fengið tólfu fyrr, nokkrum sinnum ellefur og tíur. Ég hef tippaö nokkuö frá því að ég var 17 ára áriö 1980 en mest þegar ég var í Noregi í tvö ár. Þar fá tippar- ar miklar upplýsingar í fjölmiðlum sem hvetur tippara til aðgerða. Hér á íslandi vantar slíkar upplýsingar, til dæmis um hverjir eru meiddir og hvernig liðum hefur gengið í síðustu sex heimaleikjum og útileikjum. Maður leggur töluvert í þetta tóm- stundagaman en nú gekk þetta upp,“ segir Einar Sigurðsson tippari að lokum. Getraunaspá fjölmiðlanna c r= c > — <5 > E 'O CZ c 5 »- CU »3 55 .52 ’O ™ 5 :Q CN D I— n. > rc cq cc o -Q 3 C O 3 S 5 03 < LEIKVIKA NR.: 15 Coventry Derby 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 C.Palace Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Everton Chelsea 1 1 X X 1 1 1 1 1 1 Leeds Liverpool X X 2 2 2 2 1 2 2 2 Luton Wimbledon 2 X 1 2 2 2 2 X X X Q.P.R Sheffield Utd 1 1 2 1 2 1 X X 1 X Southampton.... 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 Blackburn Charlton 1 1 X 2 X 1 1 1 1 X Brighton Notts C 1 1 X 2 1 1 1 X 1 1 Millwall Port Vale 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Newcastle Oldham X X 2 X X 2 X 2 1 2 Sheff.Wed Middlesbro 1 1 1 2 X 1 1 1 X X Árangur eftir þrettán vikur.: ii ÍL 53 69 o co 65 67 54 59 52 aá á tólf rw | n -ekkibaraheppni Enska 1. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T IVIörk U J T Mörk S 33 12 3 o 38-6 9 8 1 23-8 72 32 11 3 2 34 -13 Liverpool 8 4 4 27 -17 64 32 9 4 2 22-17 8 3 6 21 -21 58 31 10 2 3 34-13 Leeds 6 5 5 15 -18 55 33 9 3 4 29-15 Manchester Utd 5 8 4 23 -22 52 32 10 3 4 30 -22 Manchester C 3 7 5 20 -23 49 32 8 6 4 28-19 Wimbledon 3 6 5 19 -21 45 31 8 7 2 31 -18 Tottenham - 3 5 6 12 -20 45 31 8 4 4 22 -11 Everton 3 4 8 17 -25 41 33 9 6 3 29 -23 2 2 11 18-32 41 34 9 5 3 27 -16 Coventry 1 5 11 10-25 40 32 6 4 5 21 -18 Q.P.R 4 5 8 17 -28 39 31 7 3 6 23 -28 Norwich 4 3 8 12 -20 39 32 6 4 4 23 -17 Nott.Forest 3 7 8 22 -28 38 34 7 5 4 27 -19 Southampton 3 3 12 23 -41 38 33 8 2 7 19 -20 Sheffield Utd 3 3 10 10 -29 38 31 6 8 1 23-15 Aston Villa 2 4 10 14 -26 36 34 6 5 5 19 -15 Luton 3 2 13 20 -42 34 33 6 4 7 15-16 Sunderland 1 4 11 18 -37 29 30 2 8 6 17 -30 Derby 2 1 11 10 -28 21 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 38 13 5 1 36 -15 West Ham 8 8 3 16 -11 76 38 14 5 1 48-18 Oldham 7 6 5 23 -25 74 37 7 9 1 30-19 Sheff.Wed 10 5 5 34 -23 65 40 10 4 7 32 -17 Middlesbro 8 5 6 30 -23 63 39 9 6 4 36 -22 Millwall 8 6 6 21-19 63 38 10 3 5 34 -26 Brighton 8 3 9 25-35 60 37 12 5 2 36-13 Barnsley 4 5 9 20 -25 58 38 10 4 5 35-27 Notts C 6 6 7 25 -24 58 39 13 4 3 41 -23 Bristol C 4 2 13 18 -36 57 40 10 5 5 41 -32 Wolves 2 12 6 16 -22 53 39 9 8 3 38-27 Oxford 3 8 8 22 -33 52 40 9 6 5 25-19 Bristol R 4 6 10 25 -32 51 39 7 5 8 24 -23 Charlton 5 9 5 26 -27 50 37 7 7 4 25-22 Ipswich 4 9 6 24 -32 49 37 6 8 4 15 -14 Newcastle 6 4 9 22-30 48 40 9 3 8 28-21 Port Vale 4 6 10 20-37 48 40 8 9 3 27 -16 Plymouth 2 6 12 18 -42 45 39 7 4 9 20 -23 Blackburn 5 4 10 21 -30 44 40 8 6 6 30 -25 Portsmouth 3 5 12 20-38 44 39 7 6 7 24 -24 Swindon 3 7 9 28 -34 43 39 10 3 7 38 -32 Leicester 2 3 14 14 -40 42 39 6 8 5 21 -17 W.B.A 3 4 13 23-37 39 39 3 7 9 16 -26 Watford 5 7 8 19 -26 38 39 5 9 5 32 -28 Hull 3 3 14 19 -51 36 Leeds - Liverpool i 1 Coventry - Derby 1 Þegar Derby á átta leikjum ólokið á liðið fræðilegan mögu- leika á að halda sér uppi í 1. deild en útlitið er svart. Derby er með 21 stig en þarf lágmark 14 stig af 24 mögulegum til að halda sér uppi. Sá möguleiki er hverfandi. Coventry hefur unnið sjö af átta síðustu heimaleikjum sínum, fengið 22 stig af 24 mögulegum. 2 Crystal P. - Æston Villa 1 Crystal Palace vann Zenith Data bikarkeppnina á sunnudag- inn en erfitt er að ímynda sér hvemig liðiö er stillt þessa dagana. Það liggur þó ljóst fyrir að liðið stefuir að einu af num úl aö exga moguletka a sæh i hvropu- Sigur í þessum leik er spor fram á við í keppni næsta ár. þeirri viðleitni. 3 Everton - Cheisea 1 Everton hefur spilað af miklum krafti undanfama mánuði. Síðustu heimaleikir hafa verið gjöfulir, sex sigrar, eitt jafri- tefli, eitt tap. Hjá Chelsea er allt í molum. Fimm töp á úti- velli, eitt stig í sex síðustu útileikjum og einungis eitt stig úr fimm síðustu leikjum vitna um hrun. 4 Leeds - Liverpool X Það er langt síðan Liverpool hefur spilað á Elland Road. Þegar Leeds var upp á sitt besta og Liverpool einnig með stórlið var beðið eftir þessum leikjum með eftirvæntingu. Sú efúrvænting er að sönnu mikil nú enda mikið í húfi. Liv- erpool hefur verið að gefa eftir og Leeds á möguleika á að færast nær Evrópusætí. Leikurinn verður sýndur í ríkis- sjónvarpinu á laugardaginn. 5 Luton - Wimbledon 2 Luton er á hættusvæði því þriðja neðsta lióið þarf að spila við lið úr 2. deild um sæti í 1. deild aó ári. Luton hefur náó flestum stiga sinna á heimavelli sínum, en hefur ekki sýnt nægan styrk í undanfömum leikjum til að hægt sé að spá því stigi gegn tætingsliðinu Wimbledon. 6 Q.P.R. - Sheff.Utd. 1 O-P.R- hefur gerbreyst frá því um miðjan veturinn er liðiö var í faUhættu. Hið sama má segja um Sheffieldliðið, sem hefur þó gefið eftir örlítið og tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Hnífaborgarleikmennimir hafa meiðst í öllum látun- um og því er liðið ekki eins sterkt og þegar best gekk. 7 Southampton - Sunderland 1 Southampton hefur tekist að þoka sér úr mestu fallhætt- unni, en er þó ekki alveg sloppió. Liðið lagði Liverpool í síðasta heimaleik og ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leggja Sunderland sem er í bráðri fallhættu. Það er mik- ið stuð á Southamptonliðinu. Allir helstu kappamir eru heil- ir og sóknarleikmennimir sprækir. 8 Blackbum - Charlton X Neðstu liðin í 2. deild eru svipuð að getu enda í hnapp á botninum. Blackbum er neðar en Charlton og ertn í tölu- verðri fallhættu. Blackbum hefur unnið fjóra síðustu heima- leiki sína en Charlton hefúr einungis tapað einum af tólf síð- ustu útileikjum sínum. Nú fellur Lundúnaliðið. 9 Brighton - Notts C. 1 Brighton og Notts County berjast um efstu sætin í 2. deild en úrslitasæti, 4. til 7. sæti, gefúr möguleika á sæti í 1. deild í haust. Gengi Brighton kemur í nokkurs konar krampaköst- um. Liðinu gengur vel í nokkrum leikjum og svo illa í þeim næstu. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð en vann fjóra þar á undan. Notts County er erfitt við að eiga en þó er hægt að bera af því sigurorð. 10 MillwaU - Port Vale 1 Millwall er í fjórða efsta sæti í 2. deild og á töluverða mögu- leika á að komast upp í 1. deild. Liðið er töluvert sterkt á heimavelli. Lióið væri ofar ef ekki hefði komið til slæmur kafli í nóvember og desember, þegar liðið vann ekki leik. Port Vale er fyrir neðan miðia deild. Liðið getur náð ár- angri á góóum degi en vantar staðfestu. 11 Newcastle - Oldham X Þrátt fyrir nýjan framkvæmdastjóra, Ossie Ardiles, hefur Newcastle ekki komist á rétta braut. Tap í þeim tveimur leikjum þar sem Ardiles hefur verió við stjóm, veldur hon- um meltingartruflunum. Það er þó ekki að efa að hann á eftir að þétta vömina og bæta vinnuframlag leikmanna. Oldham er í næstefeta sæti deildarinnar. 12 ShefiF.Wed. - Middlesbro 1 Það er svart útlitið hjá Sheffield Wednesday. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en haföi tapað þremur leikjum þar á undan í þrjátíu og fjórum leikjum. Liðiö er í þriðja efeta sæti sem gefur sæti í 1. deíld í vor. Millwall, Middles- bro og önnur lið sækja á. Það er því nauðsynlegt að vinna þennan leik til að halda hinum í hæfilegri fjarlægð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.