Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Page 34
42 M-i í'. II / FíTTt'í/ il' ' y l/l-i FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. Afmæli DV Hilmar Jónsson Hilmar Jónsson sparisjóösstjóri, Mýrum 4, Patreksfiröi, er fimmtug- ur i dag. Starfsferill Hilmar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk samvinnuskóla- prófi áriö 1963 en íluttist þá til Keíla- víkur og starfaöi þar hjá Kaupfélagi Suðurnesja og síðar hjá Útvegs- banka íslands. Frá 1969-1973 bjó Hilmar á Hellu á Rangárvöllum og starfaöi sem framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Þórs. Allt frá árinu 1973 hefur Hilmar veriö búsettur á Patreksfirði og ver- ið sparisjóðsstjóri Eyrasparisjóös. Áriö 1974 geröist hann umboösmað- ur Brunabótafélags íslands og gegndi því starfi þar til B.í. samein- aðist Samvinnutryggingum fyrir u.þ.b. tveimurárum. Hilmar var í hreppsnefnd Patreks- hrepps frá 1974-1982 og oddviti hreppsins frá 1974-1978. Hann var formaður Hestamannafélagsins Mána í Keflavík frá stofnun þess áriö 1965 og allt til ársins 1969. Hilmar hefur einnig gegnt ýrnsum félags- og trúnaöarstörfum fyrir Sjálfstæöisflokkinn síðustu tvo ára- tugina og veriö félagi í Lions-hreyf- ingunni frá árinu 1972. Fjölskylda Hilmar kvæntist 22.10.1966 Helgu Guðjónsdóttur, f. 13.2.1941, banka- starfsmanni. Helga er dóttir Guö- jóns Guðjónssonar og Maríu Jóa- kimsdóttur sem bæöi eru kaup- menn á Patreksfiröi. Hilmar og Helga eignuöust dóttur- ina Maríu, f. 4.10.1969, sem nú stundar nám á Patreksfirði. Systkini Hilmars eru: Kristján Friðrik, f. 17.12.1935, d. 15.12.1983, skrifstofumaður, var kvæntur Sig- ríöi Sigurðardóttur verslunarmanni - og eignuðust þau tvær dætur; Erla, f. 29.12.1937, húsmóöir í Osló, gift Einari Stensby vélstjóra og eiga þau tvo syni; Margrét, f. 16.9.1942, bankastarfsmaður í Reykjavík, gift Sigurjóni Einarssyni trésmiö og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Guöbjartur, f. 18.1.1946, bakara- meistari í Malmö. Var kvæntur Huldu Theódórsdóttur og átti meö henni tvö börn. Guðmundur á einn- ig tvö börn utan hjónabands. Hilmar er sonur Jóns Kristjáns- sonar, f. 10.12.1900, d. 24.12.1983, sjómanns, og Margrétar G. Guö- mundsdóttur, f. 5.2.1907, húsmóöur. Þau voru búsett í Reykjavík. Ætt Jón er sonur Kristjáns, b. í Miðdal í Bolungarvík, Jónssonar. Móöir Jóns Kristjánssonar er Friðrikka Kristensa Lúðvíksdóttir, Magnúsar Emils, skipstjóra á ísaflrði, Ásgeirs- sonar, Magnússonar Jensen. Móðir Friðrikku var Halldóra Katrín Jón- asdóttir, borgara og beykis á ísaflröi, Jónassonar, listasmiðs á Melum á Skarösströnd, Magnússon- ar. Móöir Halldóru Katrínar var Ingibjörg Jónsdóttir, hreppstjóra á Sléttu, Sturlusonar, b. i Þjóöólfs- tungu, Sturlusonar. Móðir Jóns hi eppstjóra var Ingibjörg Báröar- dóttir, b. í Arnardal og ættfööur Hilmar Jónsson. Arnafdalsættarinnar, Illugasonar. Móöir Ingibjargar var Katrín Guö- mundsdóttir, prests i Aöalvík, Sig- urössonar, prests í Holti í Önundar- flröi, Sigurðssonar. Margrét er dóttir Guömundar Gísla, formanns í Álftafiröi, Guð- mundssonar. Hilmar tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. Guðmundur Magnússon Guömundur Magnússon flugrekstr- arstjóri, Tjarnarmýri 1, Seltjarnar- nesi, er fertugur í dag. Starfsferill Guömundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MH árið 1972 en vann þau sumur sem hlaö- og flugafgreiðslumaður. Guömundur lauk BA-prófi frá HÍ árið 1977 í ensku, dönsku og landa- fræði en hóf flugnám jafnhliða há- skólanámi áriö 1968 hjá Flugstöð- inni hf. undir handleiðslu föður síns, Magnúsar Guömundssonar, fyrrverandi eftirlitsflugstjóra. Guö- mundur lauk svo atvinnuflug- mannsprófi áriö 1974. Hann vann við stundakennslu í Kvennaskólanum en kenndi auk þess sinn hvorn veturinn viö Réttar- holtsskólann og Iðnskólann í Hafn- arfirði. Þau sumur flaug hann fyrir Vængi hf. Guðmundur var formaöur samn- inganefndar flugmanna við Vængi árið 1977 og meðstjórnandi í FÍ A 1978. Hjá Vængjum flaug hann DHC-6, BN-2 og Piper Apache. Hann réöst til Arnarflugs sem flugmaður á B-720B haustið 1977, varö flugstjóri á B-720 og B-737 árið 1981 og tók sama ár viö stöðu flug- rekstrarstjóra Arnarflugs. í júní 1985 varð hann síöan yfirflugstjóri félagsins. Guðmundur réðst til Flugleiöa 1. janúar 1987 sem flugmaöur á DC-8 en síðan á B-727 og í dag á B-737-400. 1. september 1990 tók hann viö stööu flugrekstrarstjóra Flugleiöa sem hann gegnir í dag. Fjölskylda Guðmundurkvæntist27.8.1975 Ragnhildi Gunnarsdóttur, f. 25.3. 1952, deildarstjóra þjónustudeildar Flugleiöa. Hún er dóttir Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar, og Brynju Þórar- insdóttur húsnpður. Guömundur og Ragnhildur eiga tvöbörn, þaueru: Styrmir, f. 21.5. 1975, nemi, og Brynja, f. 23.8.1982, líka nemi. Guðmundur á tvær systur, þær eru: Guöný, f. 10.10.1946, sálfræö- ingur í Svíþjóð, í sambúð meö sænskum manni sem heitir Gunnar, og Una Þóra, f. 18.10.1958, lögfræö- ingur, gift Þórarni Stefánssyni stöðvarstjóra og eiga þau tvö börn. Foreldrar Guðmundar eru þau Magnús Guömundsson, f. 9.8.1916, fyrrverandi eftirlitsflugstjóri, og Ágnete Simson, f. 9.9.1923, ljós- myndari og húsmóðir. Þau hafa lengst af búiö í Reykjavík. Ætt Magnús er sonur Guðmundar, verkamanns á ísafirði, Árnasonar, Guömundur Magnússon. sjómanns á Hafurstöðum á Skaga- strönd, Sigurössonar. Móöir Guö- mundar var Steinunn Guðmunds- dóttir. Móöir Magnúsar var Una Magnúsdóttir, sjómanns á ísafiröi, Kristjánssonar. Móöir Unu var Margrét Gunnlaugsdóttir frá Skál- eyjum á Breiðafirði. Agnete er dóttir Martinusar K.P. Simson, ljósmyndara og kennara á Héöinshöfða á ísafirði, sem var son- ur Christian Petersen, b. á Jótlandi í Danmörku, og konu hans, Marie Petersen húsfreyju. Móðir Agnete er Guöný Gísladóttir frá Svínafelli í Öræfum, Gíslasonar. Móöir Guðnýjar var Kristin Þóröardóttir frá Staðastaö á Snæfellsnesi. 80 ára Sigurbjörg Magnúsdóttir, Mávahlíð 5, Reykjavík. 75 ára Finnlaugur Snorrason, Ðvergabakka 10, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Silfurgötu 7, ísafirði. 70 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Mávahrauni 8, Hafnarfirði. Oddur Lýðsson Árnason, Einholti 13, Akureyri. Sigríður Torfadóttir, Framnesvegi 25, Reykjavík. Aðalheiður L. Sigurðardóttir, Flúðaseli 91, Reykjavík. Guðrún Eiríksdóttir, Hraunbæ 68, Reykjavík. Anna Lísa Jóhannesdóttir, Flókagötu 2, HafnarfirðL Ingjaldur Indriðason, Hátúni 1, Bessastaðahreppi. Lilja Guðjónsdóttir, Bjarkarholti 3, Mosfellsbæ. 40ára 60 ára Sigurður Kristinn Jónsson, Faxabraut42C, Keflavik. Björn J. Guðmundsson, Hólabraut, Reykdælahreppi. Þórunn Pálsdóttir, Klifargötu 10,Kópaskeri. 50 ára Helgi Magnússon, Hafnartúni 20, Siglufirði. Hilmar Jónsson, Mýrum 4, Patreksfirði. Hólmfríður Ármannsdóttir, Blikabraut 1, Keflavík. Ingvar Örn Hafsteinsson, Skólavörðustíg41. Reykjavík. Jóhann Páll Símonarson, Hábergi 4, Reykjavík. Páll Björgvinsson, Akraseli 18, Reykjavík. Skæringur Sigurjónsson, Reynigrund 35, Kópavogi. Ermenga Stefanía Björnsdóttir, Helluhóh 5, Hellissandi-Rifi. Inga Sólnes, Sólvallagötu 7A, Reykjavík. Kristján P. Sigurðsson, Hrafnagilsstræti 9, Akureyri. Ingibjörg Bjarnason, Ártúni5, Hellu. Guðmundur Magnússon, Tjamarmýril, Seltjarnarnesi. Andlát Þorbjörg Sigurðardóttir Þorbjörg Sigurðardóttir húsmóðir, Látraströnd 26, Seltjarnarnesi, lést í Reykjavík þann 2. mars sl. Jarðar- för hennar hefur farið fram. Starfsferill Þorbjörgfæddist4.1.1919, í Deild á Eyrarbakka og ólst þar upp til sextán ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún vann mikið utan heimilis auk þess sem hún starfaði mikið í mæðrastyrksnefnd og í Menningar- ogfriðarsamtökum ís- lenskrakvenna. Fjölskylda Þorbjörg giftist 11.6.1938 Einari Ólafssyni, f. 11.6.1913, bifvélavirkja í Reykjav'ík. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson, bifreiöastjóri í Reykjavík, og Magdalena Bene- diktsdóttir húsmóðir. Þorbjörg og Einar eignuðust átta böm, þau eru: Sesselja Ólafla, f. 21.8. 1938, sjúkraliði, gift Jóni Grétari Guðmundssyni rafvirkja; Katrín Særún, f. 6.5.1941, skrifstofumaður, gift Helga Árnasyni fyrrv. starfs- manni Eimskips, sem nú er látinn; Ágústa, f. 14.11.1943, húsmóðir í Keflavík, gift Rúnari Guðjónssyni sjómanni; Sigrún, f. 10.6.1949, starfsstúlka hjá Sjálfsbjörg, gift Jóni Kristfinnssyni bifreiðastjóra; Gróa Sigríður, f. 31.12.1950, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Magnússyni húsasmið; Þórey, f. 1.1.1954, starfs- stúlka hjá Sjálfsbjörg, gift Valdemar Guðnasyni vélvirkja; Lind, f. 11.7. 1956, ritari, gift Gunnari Jóhanns- syni rafvirkja; Ólafur Brynjólfur, f. 16.1.1967, nemi í líffræði. Barnabörn Þorbjargar og Einars eru nú tuttugu og fjögur talsins og barnabarna- bömin ellefu. Systur Þorbjargar eru: Sesselja, húsmóðir, var gift Bergsteini Á. Bergsteinssyni fiskmatsstjóra sem nú er látinn. Börn þeirra eru: Haf- þóra skýrslustjóri, Sigurður smið- ur, Sigurberg Bragi kennari og Al- bert Ebenezer guöfræðingur; og Klara húsmóðir, fyrri maður henn- ar var Jóhann Friðriksson skips- stjóri, sem nú er látinn, og eignuð- ust þau eina dóttur, Margréti Ágústu. Seinni maður hennar var Þorsteinn Bjarnason, bókari og lengi kennari viö VÍ, sem nú er lát- inn, og eignuðust þau einn son, Jó- hann Bjarnason b. á Auðólfsstööum í Langadal, Húnavatnssýsiu. Foreldrar Þorbjargar voru Sigurö- ur Daníelsson, gullsmiður og Ágústa Ebenezerdóttir. Ætt Meöal systkina Siguröar má nefna Daníel í Guttormsahaga, fóður Guð- mundar rithöfundar og Ágústínus á Eyrarbakka, fóður Daníels, fyrrv. bæjarstjóra á Akranesi. Sigurður var sonur Daníels í Kaldárholti í Holtum, Þorsteinssonar, b. þar Árnasonar, b. þar, Þorsteinssonar. Móðir Daníels var Guörún Daníels- dóttir. Móðir Sigurðar gullsmiös var Guðrún Siguröardóttir, b. á Gadda- stööum, Guöbrandssonar, bróður Sæmundar á Lækjarbotnum, ætt- fóður Lækjarbotnaættarinnar og langafa Guörúnar Erlendsdóttur, forseta Hæstaréttar. Meðal systkina Ágústu má nefna Jóhönnu; móður Ólafs lögfræðings og Ebenezar sagnfræðings Pálssona. Ágústa var dóttir Ebenezar, gull- smiðs á Eyrarbakka, hálfbróöur Guömundar, bóksala á Eyrarbakka, langafa Þorsteins Pálssonar. Ebenezer var sonur Guðmundar, b. á Minna-Hofi Péturssonar, þó talinn launsonur Páls skálda, prests í Vest- mannaeyjum. Móðir Ebenezar var Guðrún, systir Sæmundar, langafa Kristmanns Guðmundssonar rit- höfundar. Guörún var dóttir Sæ- mundar, ölgerðarmanns á Vífils- stööum, Friðrikssonar, prests á Borg á Mýrum, Ólafssonar djákna, Þorbjörg Sigurðardóttir. Kárssonar, ættföður Kársættarinn- ar og bróður Jóns, langafa Þor- gríms, gullsmiðs á Bessastöðum, fóöur Gríms Thomsens skálds. Móðir Ágústu var Sesselja Ólafs- dóttir, b. í Geldingaholti, bróður Margrétar, móöur Brynjólfs Jóns- sonar, fræðimanns á Minna-Núpi. Ólafur var sonur Jóns, b. á Baugs- stööum Einarssonar, og Sesselju Ámundadóttur, snikkara í Vatnsdal og Langholti Jónssonar. Móöir Sess- elju var Gróa, systir Þórðar, afa Þormóös Ögmundssonar, fyrrv. bankastjóra Útvegsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.