Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. 29 Iþróttir Úrslitin ráðast í körfunni í kvöld: Íslandsbikarinn til Njarðvíkur eða Kef lavíkur? - UMFN og ÍBK mætast í Njarðvik í kvöld - Mæta dómarar í leikinn? Úrslitin á íslandsmótinu í körfuknattleik ráð- ast í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík leika 5. úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn. Stað- an eftir fjóra leiki er 2-2 og því er um algjöran úrslitaleik að ræða í íþróttahúsinu í Njarðvík í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Mæta dómarar til leiks í kvöld? Dómaranefnd KKÍ hélt fund í gærkvöldi og var ákveðið að senda Njarðvíkingum bréf þess efn- is að ef dómarar kæmu til leiks yrðu Njarðvík- ingar að ganga að kröfum þeirra. Kröfur dóm- aranna eru þær að gæsla á leiknum verði stór- efld frá síðasta leik, minnst 20 menn, að áhorf- endur megi ekki vera á salargólfinu og að dóm- arar hafi tryggan aðgang inn og út úr íþrótta- salnum. Dómararanefndin gaf Njarðvíkingum frest til klukkan 11 í morgun að svara bréfinu og ef þeir ganga að kröfum dómaranna ætlar dómaranefndin að hittast í hádeginu og íhuga að setja dómara á leikinn. „Vona að stuðningsmenn haldi rósinni" „Það verða miklar úrbætur gerðar vegna leiks- ins í kvöld. Það verða 20 gæslumenn á leiknum og 5 lögregluþjónar verða til staðar ásamt starfsfólki hússins svo það á ekkert að fara urskeiðis. Ég vona að stuðningsmenn liðanna haldi ró sinni meðan á leiknum stendur og eft- ir hann,“ sagði Böðvar Jónsson, formaður UMFN, í samtali við DV. • Af ummælum Böðvars má merkja að Njarð- víkingar ganga örugglega að tilmælum dómara- néfndar KKÍ svo að leikurinn fer fram í Njarð- vík í kvöld. DV hafði tal að fyrirliðum liðanna seint í • Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga. gærkvöldi og innti þá álits á leiknum og undirbúningi fyrir hann. „Leikurinn verður taugastríð“ „Við komum saman snemma í dag, ræðum málin og undirbúum góða stemningu fyrir leikinn. Leikurinn verður mikið taugastríð og úrslitin ráðast ekki fyrr en á lokamínútun- um. Við megum ekki gera mikið af mistökum því þá ganga Keflvíkingar á lagið,“ sagði Hreiöar Hreiðarsson, fyrirliði Njarðvíkinga. „Úrslitin ráðast á lokamínútunum“ „Við komum saman á hádegi og • Hreiðar Hreiðarsson, fyrirliði Njarðvíkinga. munum verða saman fram að leikn- um í kvöld. Það er mikill hugur í okkur og við vitum að leikurinn verður rosalega erfiður. Ég hef þá trú að úrshtin ráðist ekki fyrr en á loka- mínútunum eins og í síðustu leikjum og að sjálfsögðu ætlum við okkur ekkert annað en sigur,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson, fyrirhði Keflvík- inga, í samtah við DV. • Nær öruggt er að leikurinn verður sýndur á stórum skjá í íþróttahúsinu í Keflavík eða á veitingahúsinu K17. Bæði félögin munu standa að þessu en fólki er bent á að hafa samband við íþróttahúsið í Keflavík og fá upp- lýsingar um sýninguna. -GH/ÆMK íslandsmet Ragnheiðar Knattspyrnuúrslit: Jaf nt hjá Þrótti og Víkingi Þróttur og Víkingur skildu jöfn, 2-2, á Reykjavíkurmótinu 1 knatt- spymu í gærkvöldi og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Páll Einarsson og Ingvar Ólafs- son skoruðu mörk Þróttar en Helgi Sigurðsson og Ásmundur Helgason, sjálfsmark, mörk Vík- ings. Sjálfsmark Þróttar kom á síðustu sekúndum leiksins. Leeds tapaði heima Fimm leikir voru í 1. deild ensku knattspymunnar i gærkvöldi og urðu úrsht þessi: Everton-Wimbledon....1-2 Leeds-ManchesterCity.1-2 Norwich-Tottenham....2-1 Nottingham Forest-Derby.1-0 QPR-Aston Villa......2-1 • í 2. deild voru nokkir leikir og urðu úrslit þessi: Brighton-West Ham 1-0, Bristol R-Ipswich 1-0, Leicester-Oldham 0-0, Millwall- Charlton 3-1, Newcastle-Oxford 2-2, Sheff.Wed-Blackburn 3-1, WBA-Huh 1-1. -GH Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, setti íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsbikarmóti sem fram fór í Kanada í fyrradag. Ragnheiður synti vegalengdina á 1:10,90 mínútum en gamla metið, sem hún átti sjálf, var 1:12,33 mínút- ur. Ragnheiður sýnir með þessu íslands- meti að æfingarnar í Bandaríkjunum í vetur eru famar að skhar sér. Búast má við enn frekari framforum hjá Á næstunni verða haldin þrjú alþjóðleg skíðamót hér á landi. Verður það fyrsta haldið á ísafirði um helgina og hefst það á fóstudag. Þetta er punktamót og munu 56 keppendur taka þátt í því, þar af 27 erlendis frá. Auk mótsins á ísafirði verða mót á Akur- eyri og í Reykjavík síðar í mánuðinu. Á Ragnheiði á næstunni en hún mun meðal annars keppa fyrir hönd íslands á smá- þjóðaleikunum sem fram fara í Andorra í næsta mánuði. Á sama móti í Kanada í fyrradag keppti Helga Sigurðardóttir en hún æfir einnig í Bandaríkjunum. Helga synti 200 metra skriðsund á 2:07,46 mínútum og lenti í 11. sæti og 50 metra skriðsund synti hún á 27,33 sekúndum. -JKS mótinu á ísafirði veröur keppt í svigi karla og kvenna á fostudagsmorguninn og keppni verður síðan framhaldið á laugar- dagsmorguninn klukkan 10. Allt okkar besta skíðafólk mun taka þátt í punktamótunum og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þess í keppn- inniviðútlendingana. -JKS Þrjú alþjóðleg mót á skíðum - haldin hér á landi á næstunni Sportstúfar Seattle Supersonics tryggði sér í fyrrinótt 16. og síðasta sætið í úrshta- keppni bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik þegar Los Angeles Clippers, eina liðiö sem gat ógnað Seattle, tapaði á heimavelli fyrir Orlando Magic. Úrsht urðu annars þessi: Charlotte - Indiana......120-122 Cleveland - Atlanta...... 98-104 Minnesota - NJ Nets......109-89 Chicago - NY Knicks......108-106 Houston - Portland....... 93-103 Milwaukee - Detroit......105-95 LA Clippers - Orlando....100-110 Phoenix - Golden State...120-106 Sacramento - Dallas......113-104 Maradona má æfa með landsliðinu Alfio Basile, landsliðs- þjálfari Argentínu í knattspyrnu, hefur boð- ið Diego Maradona að æfa meö landsliðinu á meðan hann tekur út 15 mánaða keppnisbann sitt. „Það verður alltaf rúm fyrir Maradona í landsliðinu, jafnvel þó hann hafi neytt kókaíns. Ég dæmi engan, hver og einn getur hagað sínu einkalífi að vild,“ sagöi Basile í gær. Umboðsmaður Maradona sagði að hann hefði ekki neytt eit- urlyfja og að úrskurðinum um leik- bann yrði áfrýjaö. „Ég hef alltaf vonað heitt og innilega að Mara- dona kæmi aftur í landsliðið. Bíð- um og sjáum hvernig áfrýjunin fer,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Fuchs til Kölnar Henri Fuchs, markahæsti leikmað- ur Hansa Rostock, efsta liðsins í austur-þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun leika með Köln í þýsku úrvalsdeildinni næsta vet- ur. Fuchs er tvítugur og mjög efn- ilegur sóknarmaður. Hann leikur væntanlega gegn sínu gamla félagi því Hansa Rostock er með örugga forystu í austur-þýsku deildinni og verður nánast örugglega annað tveggja liðanna úr henni sem vinn- ur sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Þorbjörn unglingameistari Þorbjörn A. Sveinsson sigraði Gunnar A. Ingvarsson, 4-1, í úr- slitaleiknum á íslandsmóti 16 ára og yngri í snóker sem fram fór í Fjarðarbilliard í Hafnarfirði um síöustu helgi. Á sama tíma var ís- landsmót 40 ára og eldri í Snóker í Mjódd og þar sigraði Gunnar Hjartarson Óskar Kristinsson, 4-0, í úrslitaleik. Um næstu helgi verð- ur íslandsmót Billiardsambands íslands og Tryggingamiðstöðvar- innar í 1. ílokki og verður það hald- ið í Ingólfsbihiard og Billiardstof- unni Klöpp og hefst klukkan 9.45 á laugardag. Handbolti á Húsavík Um helgina verður haldið unglingamót í handknatt- leik á Húsavík með þátt- töku tæplega 200 krakka á aldrinum 9-14 ára. Þeir koma frá Húsavík, Akureyri, Eghsstöðum og Reyðarfirði. Toyota, ásamt umboðs- aðha sínum, Bílaleigu Húsavíkur, styrkir mótið veglega. Mótið hefst klukkan 13.30 á laugardag. ÍBR ______________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA VALUR-FYLKIR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL SHELLMÓT TÝS1991 (ÁCHIR TOMMAMÓT) Þau lið sem óska eftir að taka þátt í SHELL- MÓTI TÝS 1991, er verður haldið í Vestmanna- eyjum 26. júní til 1. júlí n.k. tilkynni þátttöku eigi síðar en 20 apríl til: Knattspyrnufélagið Týr Pósthólf 395 902 Vestmannaeyjar eða Knattspyrnufélagið Týr Símbréf 98-12751 í þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara og símanúmer, áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og símanúmer ábyrgðar- manns hópsins. Allar nánari upplýsingar veitir Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri Týs í síma 98-12861. FÓTBOLTI ER SKEMMTUN a w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.