Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991. 31 íslensk byggðastefna Viö vitum að Reykjavikursvæðið getur tekið við öllum islendingum. Þeir eru ekki svo margir. Er íslensk byggðastefna í raun og veru til? Ég held ekki, hún er sundurlaust orðagjálfur. Hvað með alla ijármunina sem látnir eru í það að leggja vegi, brúa stórar ár, grafa jarðgöng og setja brýr á firði. Hvað með alla skólana í dreifbýlinu? Jafnvel háskóli settur þar niður, reyndar til skelflngar fyrir menntamenn í Reykjavík. Reyndar hefur það aukið líkur á að byggðakjarnar myndist en þeir eru jafnan fjárhagslega veikir og atvinnutækifæri fábreytt og því verður andlegt líf fábreyttara en efni standa til. Eigum við sem úti á landsbyggð- inni búum að vanþakka alla þá styrki sem landsbyggðin fær? Þeir eru flokkaðir undir byggðastefnu. Hvað um staði eins og Selfoss og Egilsstaði? Þessir staðir eru aðeins nefndir sem dæmi. Eru þeir ekki óskabörn byggðastefnunnar? Kvótakerfiö er í Jag meginþáttur- inn í byggðastefnunni og stundum virkar sú stefna þannig á mig að íslenskir bændur séu af þrælum komnir en ekki af víkingum, nema sögurnar af víkingum séu karla- grobb eitt, aöeins sagðar til þess að hylja eigin vanmátt. Engin mörkuð stefna í land- búnaðarmálum hefur verið lögð fram. Engar leiðir að raunverulegu markmiði grundaðar. Allt sem gert er miðast við núverandi byggða- mynstur en það þýðir afturför. Kvótakerfið er afturför Kvótakerfið er afturfór og leiðir til stöðnunar. Stórbændastefnan er röng vegna þess að hún skilar ekki meira til bóndans og ekki lægra vöruverði til neytandans. Kvóta- KjaJIarinn Sveinn Guðmundsson bóndi og kennari kerfið bindur bændur í nær óslít- anlega flötra. Hér eru þeir verri en í Sovétríkjunum því þar mega bændur þó selja ofurlítið fram hjá kerfinu. Hér á að leiða þá bændur fyrir dómarann sem það gera. Stundum virðast mér Náttúru- verndarsamtökin vera sofandi, enda hafa þau ekki tekið á byggða- málum. Smábændur fara betur með landið og nýta það betur en stórbændurnir. Þetta sjónarmið ber náttúruverndarmönnum að kanna og taka afstöðu til. Fáir eru ánægðir með þá byggða- stefnu sem rekin er og hefur verið rekin vegna þess að hún lengir að- eins í þjáningum þolenda. Auðvitað hljótum við að spyrja sem svo: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Sumt hefur tekist vel en annað ekki. Fyrir um aldarfjórðungi þurfti enginn bátseigandi að fá sér kvóta. Hann veiddi eins og hann gat. Þá var fólki líka sagt að ef íslendingar fengju yfirráð yfir fiskimiðunum þá mætti auka veiðina að mun. Svo kom stjórnunin og kvótakerfið og alltaf minnkar aflinn. Enda er allt- af farið neðar í fæðukeðjuna. Eins og flestir vita er maðurinn alæta. Þurfum við að skipuleggja landið allt? Það er mín skoðun að það þurfi að gerast sem fyrst. Er hægt að fela miðstýringarmönnum það? Ég tel það vafasamt. Bændur búa við einræði í yfirstjórnun land- búnaðarmála. Auðvitað er það gott fyrir þá bændur sem ekki nenna aö hugsa en á meðan verður engin þróun í framtíðarátt. Stór hluti bænda hefur trúað á SÍS en þeir bændur eru nú áttavillt- ir. Um leið og menn fara að trúa hætta þeir að hugsa og flestar breytingar verða óhugsanlegar. Bændur séu sjálfir ábyrgir... Landbúnaðarráðuneytið og Bún- aðarfélag íslands eru ein og sama stofnunin. Þaðan sem launin koma, þar er húsbóndavaldið. Stéttar- samband bænda verður að skil- greina sem flokkseigendastofnun. Yfirstjórnin þar verður að koma úr Framsóknarílokknum með örfáa aftaníossa úr Sjálfstæðis- flokki og Alþýðubandalagi. Ég hef aldrei orðið var við skoðanamun sem skiptir nokkru máli. Við sem úti á landsbyggðinni búum höfum valið þann kost vegna þess að við erum nær landinu og náttúrunni sjálfri en ef við búum í borg. Hins vegar erum við stoltir af höfuðborg okkar. Þar sjáum við fallegar byggingar og vel hirta garða og alls konar listaverk. í dreifbýlinu finnum við gróðurang- an frá hinni villtu náttúru og sjáum ennþá náttúruna ósnortna. Við viljum rækta skóg. En kunn- um viö til verka? Ég held tæpast. Fyrir nokkrum árum hitti ég Norð- mann á sínum heimavelli sem hafði verið hér á landi við að setja niður skógarplöntur. Hann sagði að íslendingar kynnu ekki að rækta skóg á skóglausu landi. Ég bað hann um dæmi. Það var stór hópur manna sem var búinn að planta skógi í marga daga og hann gerði sitt verk vel og þegar við vor- um að ljúka verki komu nokkrir góðglaðir íslendingar og hleyptu hestum sínum yfir hið nýgróður- setta svæði. Á meðan skilningur okkar er ekki meiri fyrir nýgræð- ingnum verður erfitt að koma upp skógi á íslandi., Við þurfum að marka stefnu um byggðina. Hvað ætlum við að gera við landið okkar allt? Við vitum að Reykjavíkursvæðiö getur tekið viö öllum íslendingum. Þeir eru ekki svo níargir. Við vitum líka aö í Reykjavík er allstór hópur undir fátæktarinörkum og þvi er ekki úr vegi að spyria hvort þar sé á bæt- andi. Ég hygg að það sé rétt byggða- stefna að ríkið skili nú þegar öllum jarðeignum sínum til viðkomandi sveitarfélaga og það án nokkurs endurgjalds. Hætta á öllum niðurgreiðslum svo að kerfiskarlar séu ekki með puttana í málefnum byggðanna til ills og bölvunar. Bændur séu sjálfir ábyrgir fyrir sinni framleiðslu og leggja á niður kvótakerfið. Senniiega hefur ekk- ert kerfi gert íslenskum bændum eins mikla bölvun og það. Þeir sem trúa því aö karl gamli Marx sé besti vinur alþýðunnar eru á rangri braut. Sveinn Guðmundsson „Ég hygg að það sé rétt byggðastefna að ríkið skili nú þegar öllum jarðeign- um sínum til viðkomandi sveitarfélaga og það án nokkurs endurgjalds.“ Hlutdrægir fjölmiðlar „Starfshættir Stöðvar 2 eru jafnsiðiausir og það sem tiðkast i élnræðis- ríkjunum," segir m.a í greininni. Alþingiskosningar fara nú í hönd og er allur undirbúningur þeirra hinn undarlegasti. Fleiri stjórn- málaflokkar og samtök eru nú i framboði til Alþingis en nokkru sinni fyrr og sjálfsagt erfitt fyrir margan kjósandann að átta sig í þessu framboðaflóði. Þær raddir hafa heyrst að allt of margir listar séu í framboði og sjálfsagt má deila endalaust um það hvort raunveruleg þörf sé á mörg- um þeirra framboða sem nú hafa litið dagsins ljós. Hins vegar eru það kjósendur einir sem munu skera úr um það þegar þeir ganga að kjörborðinu 20. apríl næstkom- andi. Misskilja hlutverkið Margir íjölmiðlar hafa misskilið hlutverk sitt og tekið sér það vald að ákveða fyrirfram hvemig kosn- ingarnar fara. Þeir hafa það alveg á hreinu hvaða flokkar munu vinna kosningarnar og hvaða flokkar hljóti hinn vafasama titil „smáflokkar". Morgunblaðið gerir það að viðfangsefni sínu í leiðara blaðsins þann 16. mars sl. og lýsir þar hvílík hætta lýðræði stafi af mörgum og smáum flokkum og gerir því jafnframt skóna að afleið- ingarnar geti orðið eitthvað svipað- ar og á tímum þýsku nasistanna. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, lýsir því yfir í leiðara DV þann 3. apríl að í kosningunum verði kosið á milli fjórflokkanna og Kvenna- listans því fylgi annarra flokka mælist ekki í skoðanakönnunum og því engin ástæða til að ætla þeim KjáUarinn Kristín Sævarsdóttir, skipar 3. sæti Þ-listans í Reykjavík - Þjóðarflokks/Flokks mannsins neitt fylgi, hvaö þá þingsæti. Drop- inn, sem fyllti mælinn, var svo ákvörðun Stöðvar 2 um að loka á alla umijöliun um aðra flokka en áðurnefnda flokka og Samtök frjálslyndra. Stöð 2 gerir 17 mínútna þætti um öll kjórdæmin þar sem frambjóð- endur og kjósendur eru teknir tali og þar er framboðslistum mismun- að gróflega því okkur hjá Þjóðar- flokki/Flokki mannsins hefur verið tjáð af Stöð 2 að frambjóðendur okkar verði ekki hafðir með í áður- nefndum þáttum. Sömu sögu er að segja um Samtök græningja, Heimastjórnarsamtökin og Öfga- sinnaða jafnaðarmenn. Fimmtudaginn 4. apríl stóð svo JC í Reykjavík í samvinnu við Stöð 2 að framboðsfundi í Háskólabíói sem auglýstur var í fjölmiðlum sem opinn fundur með öllum stjórn- málaflokkum. Þegar á reyndi kom í Ijós að á fundinn var einungis boðið fulltrúum íjórflokkanna. Kvennalistans og Frjálslyndra. Ef hins vegar við á Þ-listanum hefðum geta púkkað upp á gamlan þing- mann hefðum við verið sett á sömu skör og áðurnefnd framboð og fengið að sjónvarpa okkar skoðun- um til jafns við þau. Ríkisstyrkir og opinberir sjóðir Vinnubrögð Stöðvar 2 og umfjöll- un annarra fjölmiðla um hin svo- kölluðu „smáframboð" lýsa virð- ingarleysi þeirra gagnvart þeirri grundvaliarhugmynd lýðræðis- þjóðfélags að þar ríki tjáningar- frelsi og jafnrétti. Það er líka van- virða gagnvart þeim 3(M0% kjós- enda sem enn hafa ekki ákveðið hvaða stjórnmálaafli þeir treysta fyrir atkvæði sínu í komandi kosn- ingum. Nú á okkar dögum gegna fjölmiðlarnir lykilhlutverki í að miðla upplýsingum til fólksins og ef þeim upplýsingum er misskipt eða stjórnaö af ákveðnum hags- munaöflum getur það haft alvar- legar afleiðingar. Islendingar. og þá ekki síst fjöl- miðlar, hefðu hneykslast mikið ef búlgarska ríkissjónvarpið hefði hagað kosningaumfjöllun sinni á þá leið að flokksmerki Kommún- istaflokksins hefði verið þvert yfir skjáinn en htlu grasrótarsamtökin og stjórnarandstööuflokkarnir hafðir í kraðaki neðst á skjánum. Svoleiðis lagað kalla íslenskir fjöl- miðlar skýlaust brot á mannrétt- indum og við í hinum svokölluðu lýðræðisríkjum vestursins for- dæmum að sjálfsögðu slíkt. Starfshættir Stöðvar 2 eru jafn- siðlausir og það sem tíðkast í ein- ræðisríkjunum. Munurinn er bara sá að Stöð 2 matreiðir hlutdrægn- ina betur og lætur ekki eins mikið á henni bera. Við í hinum svokölluðu „smá- flokkum" höfum ekki nokkra að- stöðu til samkeppni við ríkisstjórn- arflokkana því þeir hafa öll fjárlög íslenska ríkisins til að leika sér með í kosningabaráttunni og stjórnar- andstöðuflokkarnir á þingi hafa bæði ríkisstyrki til blaðaútgáfu og opinbera sjóði til að gartga í. Ef ofan á þetta bætist svo hlutdrægni fjöl- miðla erum við fyrirfram dæmd úr leik. Það hlýtur að vera grundvallar- atriði í lýðræðisríki að öli stjóm- málaöfl hafi jafna möguleika á að kynna sjónarmið sín. Ef íslenskir fjölmiðlar fara ekki að átta sig á því er illa komið fyrir lýðræði á Islandi. Kristín Sævarsdóttir ,,.. þeirhafaöllfjárlögíslenskaríkis- ins til að leika sér með 1 kosningabar- áttunni... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.