Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 7
I FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. 7 » Stöðugleikinn er staðreynd - Næsta verkefni er: LÍFSKJARAJÖFNUN Nú hefur Alþýðubandalagið á ný gengið fram fyrir skjöldu og bent á leiðir sem geta skilað launafólki auknum kaupmætti og jafnað lífskjörin án þess að árangrinum í efnahagsmálum sé stofnað í hættu. Alþýðubandalagið einblínir ekki á eina hlið þessara mála heldur leggur fram ítarlegar tillögur um lífskjarajöfnun gegnum skattkerfið, í næstu kjarasamningum og með umbótum í húsnæðismálum, félagsþjónustu, skólamálum og byggðamálum. Alþýðubandalagið hefur sýnt að það munar um þátttöku þess í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur skapað forsendur fyrir þjóðarsátt um kaup og kjör og hefur á sínum snærum fólk sem þorði að framkvæma hana. Nú þarf á sama hátt að vinna lífskjarajöfnun brautargengi. Launafólk styður stöðugleika í efnahagsmálum ef honum fylgir jöfnun lífskjara. Á G - listum um land allt er að þessu sinni margt forystumanna úr röðum launafólks. Okkar fólk í kjarabaráttunni getur komið á lífskjarajöfnun - og það þorir að takast á við það vandasama verk. Frambjóðendur G - lista í kjarabaráttunni BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, G - listanum Austurlandi. GRÉTAR ÞORSTEINSSON formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, G - listanum Reykjavík. GUÐRÚN KR. ÓLADÓTTIR varaformaður Sóknar, G - listanum Reykjavík. SIGURÐUR INGVASON formaður Alþýðusambands Austurlands, G - listanum Austurlandi. ÞORVALDURJÓNSSON formaður Samtaka bæjarstarfsmannafélaga á Austurlandi, G - listanum Austurlandi. ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR ritari Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og formaður viðræðunefndar Samflots bæjarstarfsmannafélaga, G - listanum Suðurlandi. SIGURÐUR T. SIGURÐSSON formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, G - listanum Reykjanesi. ÞORBJÖRG SAMÚELSDÓTTIR varaformaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, G - listanum Reykjanesi. SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR stjórnarmaður í Kennarasambandi íslands og Norræna kennarasambandinu, G - listanum Reykjanesi. MARGRÉT RÍKARÐSDÓTTIR formaður Félags þroskaþjálfa, G - listanum Reykjavík. { J < 4 *1 _____ ' ALÞYÐUBAN DALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir l HAFÞÓR RÓSMUNDSSON formaður Verkalýðsfélags Vöku á Siglufirði, G - listanum Norðurlandi vestra. EINAR KARLSSON formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, G - listanum Norðurlandi vestra. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda og varaformaður Alþýðusambands Vestfjarða, G - listanum Vestfjörðum. JÓN ÓLAFSSON varaformaður Verkalýðsfélags Hólmavíkur, G - listanum Vestfjörðum. HELGI ARNASON formaður vörubílstjórafélagsins á Barðaströnd, G - listanum Vestfjörðum. GUÐMUNDUR FRIÐGEIR MAGNUSSON formaður Verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri, G - listanum Vestfjörðum. LEIFUR GUÐJÓNSSON stjórnarmaður í Verkamannafélaginu Dagsbrún og forstöðumaður Verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna, G - listanum Reykjavík. GUÐMUNDUR Þ. JÓNSSON formaður Iðju í Reykjavík, G - listanum Reykjavík. KRISTÍN HJÁLMARSDÓTTIR formaður Iðju á Akureyri, G - listanum Norðurlandi eystra. Á síðustu tveimur arum 'Anm við verðbólgunm niður. naðTnæstu tveimur árum náum við kaupmættinum upp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.