Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Qupperneq 8
8 FIMMTUÐAGUR 18. APRÍL 1991.
Útlönd DV
Japanar gefa ekki eftir
- vilja Kúrileyjamar aftur eða enga samninga við Sovétmenn
Leiðtogar Sovétríkjanna og Japans
reyna í dag til úrslita að ná ein-
hverjum árangri er þriggja daga
fundi, þar sem samskipti ríkjanna
hafa verið rædd, lýkur. í gærkvöld
var búist við að þeir sendu frá sér
yfirlýsingu um að eitthvað hefði þok-
ast í rétta átt en eftir morgunfund
var ákveðið að halda viðræðunum
áfram.
Engar fréttir berast af því sem þeim
Gorbatsjov forseta og Kaifu forsætis-
ráöherra fer á milli en blaðamenn
eru nú almennt á því máli að þeir
eigi þaö eitt eftir að bjarga andlitinu
því raunverulegt samkomulag verði
ekkert.
Það sem stendur í veginum fyrir
að leiðtogarnir nái saman er að hvor-
ugur vill gefa eftir í deilunni um
yfirráö yfir fjórum smáeyjum við
norðurströnd Japans. Japanar setja
það sem skilyrði fyrir samkomulagi
á öðrum sviðum að Sovétmenn skili
aftur eyjunum, sem þeir tóku í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Þeir Gorbatsjov og Kaifu hafa nú
komið saman á fimm fundi og emb-
ættismenn telja allt eins líklegt að
fundimir verði fleiri og er jafnvel
talið að Gorbatsjov verði lengur í
Japan en áætlaö var í upphafi. Hann
ætiaði að kveðja keisarahjónin í
kvöld en óvíst er hvort af kveðjuat-
höfninni verður fyrr en á morgun.
Með fór sinni til Japans vonaðist
Gorbatsjov eftir að geta samið við
heimamenn um verulega efnahags-
aðstoð. Honum er mjög mikilvægt
að fá stuðning við áform sín um að
lífga við hnignandi efnahag í Sovét-
ríkjunum. Sumir sérfræðingar taka
Mikhail Gorbatsjov hefur ekki náð þeim árangri í ferð sinni sem hann vonaðist eftir. Toshiki Kaifu, forsætisráð-
herra Japans, heldur fast við kröfur landa sinna um að fá aftur fjórar smáeyjar i Kúrileyjaklasanum og semur ekki
um efnahagsaðstoð við Sovétríkin nema það mál komist i höfn fyrst. Simamynd Reuter
svo djúpt í árinni að segja að valda-
tími Gorbatsjovs gæti verið senn á
enda nái hann ekki árangri í Japans-
förinni.
Gorbatsjov áþómjög óhægt um vik
að ganga að kröfum Japana um að
skila eyjunum fjórum því það yrði
vatn á myllu harðlínumanna ef hann
neyddist til að láta af hendi sovéskt
land. Yfírráðin yfir eyjunum eru
táknræn fyrir Sovétmenn ekki síður
en Japana vegna þess að með þeim
er staðfest hveijir sigruðu og hveijir
töpuðu í síðari heimsstyijöldinni.
Reuter
Baker samþykk-
urþátttökuEBí
friðarráðstefnu
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, samþykkti
í gær aö Evrópubandalagið, EB,
ætti á einhvern hátt aö taka þátt
í ráðstefhu um frið í Miðaustur-
löndum. Þaö er þó enn óljóst hver
þáttur bandalagsins verður. Bak-
er, sem er á leið til Miöaustur-
landa, kom viö í Lúxemborg í gær
þar sem hann ræddi við utanrík-
isráðherra Evrópubandalagsins.
Bandaríkjanna. Simamynd Reuter
Yflrvöld í ísrael, þangað sem
Baker kemur í dag, hafa tilkynnt
aöþau vilji einungis að EB fylgist
með á ráðstefnunni en verði ekki
beinn þátttakandi. Það vill hins
vegar taka þátt í tilraunum til að
finna varanlega lausn á deilumál-
um araba og ísraela og koma á
friði í Miðausturlöndum.
Sérfræðingar telja að Banda-
rikln vilji hafa sem fæsta þátttak-
endur í viöræöum araba og ísra-
ela og séu þess vegna andvíg
beinni þátttöku EB.
Baker hefur lagt fram tillögu
um svæðisbundna ráðstefhu um
frið í Miðausturlöndum. Hann er
nú að fara í þriðju heimsókn sína
til þessara landa frá því að stríð-
inu við íraka lauk. Evrópubanda-
lagið hefur lýst yfir fullum stuðn-
ingiviðfriöarfórhans. Reuter
REYKN ESIN G A R!
Styðjum
Steingrím
Þjóðin þarfnast hans við
stjórnvölinn áfram.
Þitt val - Þín framtíð!
við á laugardag
er okkar framlag
I