Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91J27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Bush ber ábyrgðina
Erfitt veröur fyrir Evrópubandalagið að dæma Sadd-
am Hussein íraksforseta fyrir stríðsglæpi, nema honum
fylgi annar valdamaður, sem hefur stutt hann dyggilega
að undanfórnu og studdi hann dyggilega fram á síðasta
dag fyrir stríð. Það er George Bush Bandaríkjaforseti.
Þegar íraksher var í rauninni búinn að gefast upp
og var innilokaður á flótta í herkví bandamanna, töldu
brezkir og franskir herstjórar, að sleppa ætti hermönn-
um Saddams án vopna úr herkvínni. Þeir tóku því af
þeim vopnin, um leið og þeir hleyptu þeim í gegn.
Herstjórar Bandaríkjamanna voru hins vegar látnir
sleppa þeim með öllum hergögnum úr kvínni. Nú er
áætlað, að þannig hafi Schwarzkopf verið látinn hleypa
í gegn 700 skriðdrekum, 1.400 brynvögnum og 340 fall-
byssum. Þetta er nú uppistaða í sláturtækjum Saddams.
Það var ákvörðun beint að ofan að vernda kjarnann
í hernaðarmætti hins sigraða. Bush tók þessa óskyn-
samlegu ákvörðun til að bæta stöðu súnníta og Ba’ath-
flokksins, sem eru fulltrúar miðsóknarafls gegn mið-
flóttafli Kúrda í norðri og sjíta í suðri.
Bush og ráðgjafar hans skilja illa þjóðernisstrauma.
Þeir þágu ráð konungsættarinnar í Saúdí-Arabíu og
annarra furstaætta á Arabíuskaga, sem vildu ekki, að
völd Kúrda, sjíta og lýðræðissinna ykjust í írak, heldur
vildu bara hallarbyltingu innan yfirstéttarinnar.
Þegar íraksher gekk miður að fást við Kúrda og sjíta,
tók Bush aðra örlagaríka ákvörðun, sem sneri stríðs-
gæfunni og breytti henni í sláturtíð. Bandaríkjaforseti
ákvað að veita herþyrlum Saddams undanþágu frá fyrra
banni við hernaði úr lofti gegn uppreisnarmönnum.
Þannig leiddi Bush hörmungar yfir Kúrda og sjita.
Hann tefldi valdaskák, sem stefndi að framhaldi á stjórn
súnníta og Ba’ath-ista, með eða án Saddams Hussein.
Hann hleypti fyrst hergögnum þeirra úr herkvinni og
leyfði þeim siðan að beita þyrlum á uppreisnarmenn.
Fyrir og eftir stríð hefur stjórn Bush Bandaríkjafor-
seta neitað fulltrúum landflótta lýðræðissinna frá írak
um áheyrn. Hann vill ekki, að þeir trufli valdaskákina.
í þessu fylgir hann ráðum arabískra konunga og emíra,
sem vilja framhald miðaldastjórnarfars á svæðinu.
Bush lét nýlega reka embættismann, sem hafði skýrt
bandarískri þingnefnd frá því, hvernig stjórn hans hafði
sífellt neitað að hlusta á mótbárur og aðvarnir rétt fyr-
ir stríð og hlaðið í þess stað vopnum og fjármagni á
fulltrúa hins ríkjandi ástands, það er Saddam Hussein.
Vafalaust hefur komið Bush og utanríkisráðuneyti
hans á óvart, hvað skjólstæðingurinn var harðskeyttur
og her hans öflugur, þegar vopnunum var beint gegn
eigin fólki. í þokubotnum Washingtonbogar hafa menn
reiknað með, að valdataflið yrði ekki svona blóðugt.
Mistök í valdatafli breyta ekki því, að Bandaríkjafor-
seti og utanríkisráðuneyti hans bera ábyrgð á blóð-
baðinu í írak. Blóð Kúrda og sjíta er á höndum Bush,
hvort sem Evrópubandalgið setur upp stríðsglæparétt-
arhöld gegn skjólstæðingi hans einum sér eða ekki.
Menn fá ekki syndaflausn með að fleygja matarpökk-
um eins og poppkorni á gönguleiðir flóttamanna. Menn
ná ekki heldur þeim árangri í valdatafli, sem stefnt var
að með því að hleypa hergögnun Saddams úr herkvínni
og skilja herþyrlur hans undan flugbanni.
Vanmat Bush á lýðræði, rangt mat hans á eftirstríðs-
stöðunni og tvenn örlagarík mistök í herfræðum hafa
breytt Bush sigurvegara í Bush stríðsglæpamann.
Jónas Kristjánsson
Framfarir í
stað kyrrstöðu
Undanfarnar vikur hafa einstakir
ráöherrar sent landsmönnum
áróðursrit sem unnin eru í ráöu-
neytum og kostuð af almannafé.
, Taiið er að útgáfa bæklinga á veg-
um alþýðubandalagsráðherranna
einna kosti skattborgara a.m.k. 10
milljónir króna. Þaö kemur úr
hörðustu átt þegar þessir menn
kalla eftir stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins sem að sjálfsögðu getur ekki
gengið í ríkissjóð til að standa
straum af kostnaði við stefnumót-
un og útgáfu.
Stefnumótun
Sjálfstæðisflokksins
I Sjálfstæðisflokknum starfa 18
málefnanefndir sem leggja drög að
stefnu flokksins í hintim ýmsu
málaflokkum. Sjálfstæðisfólkgetur
skráð sig í mismunandi málefna-
nefndir og dæmi eru um að yfir 100
manns taki þátt í störfum einstakra
nefnda. Þannig koma hundruð
manna að stefnumótum flokksins
þegar á frumstigi.
A landsfundum flokksins er
stefnan endanlega mótuð og sam-
þykkt. Um 1400 fulltrúar hvað-
anæva að af landinu sóttu lands-
fund Sjálfstæðisflokksins í síðasta
mánuði. Á fundinum störfuðu 20
málefnahópar sem tóku drög mál-
efnanefndanna til efnislegrar með-
ferðar. Endanleg drög voru síðan
rædd í almennum umræðum, at-
kvæði greidd um framkomnar
breytingartillögur og loks voru til-
lögumar samþykktar og gerðar að
ályktunum landsfundarins.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn sem getur státað af slík-
um vinnubrögðum við stefnumót-
um. Sjálfstæðismenn leggja
áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð
enda er flokkurinn fjöldahreyfing
sem á sér rætur meðal frjálslyndra
íslendinga. Stefna Sjálfstæðis-
flokksins er í flestum tilvikum ítar-
legri og skilmerkari en stefna ann-
arra flokka. Núverandi stjórnar-
flokkar nota hins vegar ráðuneytin
til að kosta birtingar á „afreka-
skrám“ og „upplýsingum“ um
stöðu mála.
Skattalækkunarloforð
vinstri flokkanna
Þótt kosningabaráttan snúist að
nokkm leyti -um stefnur stjórn-
málaflokkanna verður ekki hjá því
komist að fjalla um feril fráfarandi
ríkisstjórnar. Eitthvað virðast
stjómarflokkarnir óttast slíka um-
ræðu því að þeir leggja mikið á sig
til að beina augum kjósenda í aðrar
áttir. Tökum tvö dæmi:
Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið segjast ætla að hækka
skattleysismörk og lækka þanhig
skatta. Formenn þessara flokka
hafa farið með fjármálaráðuneytið
sl. 4 ár. Á þeim tíma hafa skattleys-
ismörkin í raun lækkað og skatt-
byrðin þyngst. Þannig hefur stað-
greiðslubyrði manns með 100.000
króna mánaöartekjur þyngst um
tæplega 40% frá árinu 1988.
Þess vegna er ástæða til að
spyrja: Hvers vegna hafa þeir ekki
framkvæmt „skattastefnuna" fyrr?
Hvemig ætla þeir að brúa biliö
milli gjalda og tekna ríkissjóðs þeg-
ar árlega vantar a.m.k. 5 milljarða
til þess? Hvaö ætla þeir að skera
niður? Hver trúir því að þeir muni
lækka skatta á næsta kjörtímabili
þegar hver ráöherrann á fætur öðr-
um hefur gefið þá yfirlýsingu að
hækka veröi skatta?
Steingrímur og EES
Af einhverjum ástæöum virðist
forsætisráðherra ekki vilja láta
þjóöina kjósa um verk ríkisstjóm-
arinnar. Ráðherrann, sem jafn-
framt er formaöur Framsóknar-
flokksins, segir að kosningabarátt-
KjaUarinn
Friðrik Sophusson
alþingismaður og vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins
an fjalli um allt annað. Hann segir
að kosningarnar 20. apríl snúist um
aðild íslands og EB og bætir því
við að hann vilji ekki aöild. Nú vita
allir þeir sem eitthvað fylgjast með
að enginn stjómmálaflokkur hefur
stungið upp á aðild. Það mál er
ekki á dagskrá. Hitt vita lands-
menn einnig að núverandi ríkis-
stjórn hefur ásamt öðrum EFTA-
ríkjum verið í viðræðum við EB
um Evrópskt efnahagssvæði (EES).
Þær viðræður fara fram á ábyrgð
forsætisráðherrans og þær geta
leitt til þeirrar niðurstöðu að innan
EES gildi reglur EB í ríkum mæli.
Hvernig væri að forsætisráð-
herrann gæfi þjóðinni svar við því
hvort hann vilji aðild að EES og
með hvaða skilyrðum. Um það er
fjallað nú en ekki aðild að EB. Þjóð-
in man hins vegar vel að Steingrím-
ur Hermannsson sagði í fyrstu
stefnuræðu núverandi ríkisstjóm-
ar að hann teldi vestrænar leikað-
ferðir ekki eiga við í íslensku efna-
hagslífi. Er hann enn sömu skoð-
unar eða heldur hann e.t.v. að þær
reglur, sem taka gildi við samþykkt
EES-samningsins, verði í anda
hugmynda Framsóknarflokksins
um handstýringu efnahagslífsins?
Farseðill til
bjartari framtíðar
Kosningabaráttan hefur verið
stutt en snörp. Andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins hafa átt í nokkru
bash með að fóta sig í orrahríð-
inni. Fyrst var því haldið fram að
Sjálfstæðisflokkurinn væri miklu
harðari nú en áður. Þegar í ljós
kom að barátta flokksins var rekin
af hógværð, málefnalegri festu og
án yfirboða var sagt að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði enga stefnu. Þegar
það gekk ekki heldur var reynt að
bjóða upp á skattalækkanir eftir
kosningar eða atkvæðagreiðslu um
Evrópubandalagið en aöild að því
er ekki á dagskrá. Að áliti stjórnar-
flokkanna var allt betra en að fjalla
um ríkisstjórnina og árangursleysi
hennar.
Kjósendur sjá í gegnum þessar
tilraunir til að víkja sér undan
umræðunni um rikisstjórnina.
Landsmenn vilja komast út úr
kyrrstöðutímabilinu og á fram-
faraskeið undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins. Kjörseðillinn getur
orðið farseðill til bjartari framtíðar
ef hann er notaður til að efla Sjálf-
stæðisflokkinn. Friðrik Sophusson
„.. .Stelngrimur Hermannsson sagði i fyrstu stefnuræðu núverandi ríkis-
stjómar að hann teldi vestrænar leikaðferðir ekki eiga við i íslensku
efnahagslifi," segir Frlðrik m.a. í grein sinni.
„Af einhverjum ástæðum virðist for-
sætisráðherra ekki vilja láta þjóðina
kjósa um verk ríkisstjórnarinnar. Ráð-
herrann, sem jafnframt er formaður
Framsóknarflokksins, segir að kosn-
ingabaráttan fjalli um allt annað.“