Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 13
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. 13 íhaldið hefur hækkað en ekki lækkað skatta Einar Árnason hagfræöingur skrif- ar afar athyglisverða grein í DV á dögunum þar sem hann flettir ofan af skattahækkunum borgarstjór- ans í Reykjavík: 1. Þar kemur fram að álagning tekjuskatts á hvern borgarbúa hefur hækkað um 23,7% á stjórnartíma Davíðs Oddssonar. Heimild: Davíð Oddsson sem sagði: „Útsvörin hafa fylgt sama takti og heildartekjurnar og tekjur af þeim hafa aukist um 23,7% á mann á sambærilegu verðlagi." 2. 1989 var útsvar á hvern Reyk- víking að meðaltali 49.105 kr. Síðasta ár vinstri meirihlutans var útsvar á hvern Reykvíking 38.699 kr. á sambærilegu verð- lagi. Hækkunin er 27% að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og fólksíjölgunar. 3. Fasteignaskattar hafa hækkað úr 10.537 kr. á hvem íbúa 1981 í 14.677 kr. á hvem íbúa áriö 1989 á sama verðlagi. Hækkunin nemur 39 af hundraði. 4. Aðstöðugjöld hafa hækkað á sama tíma um 70% á mann á fostu verðlagi. - Skattar hafa hækkað en ekki lækkað. Þrátt fyrir þessar staðreyndir liggur það í loftinu að skattar hafi KjáUarinn Svavar Gestsson skipar efsta sæti G-listans í Reykjavík LÆKKAÐ í Reykjavík. Svo oft hafa endurtekningarnar glumið í eyrum þjóðarinnar að því trúa margir - sennilega flestir. Og að minnsta kosti örugglega þeir sem nú hyggj- ast kjósa Sjálfstæðisflokkinn af því að hann muni lækka skatta. Stað- reyndin er sú að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hef- ur stöðugt verið að hækka skattana í sinni tíð í borgarstjórastóli. Nú fyrir kosningarnar heldur Sjálfstæðisflokkurinn því fram að hann muni fyrst stöðva skatta- hækkunaráform vinstri flokkanna. Staðreyndin er sú að enginn þess- ara flokka hefur uppi nein skatta- hækkunaráform. Alþýðubandalag- ið gerir ráð fyrir óbreyttri skatta- byrði í heild en mun hins vegar flytja til fjármuni með sköttum frá hátekjumönnum og fjármagnseig- „Alþýðubandalagið gerir ráð fyrir óbreyttri skattabyrði í heild, en mun hins vegar flytja til fjármuni með skött- um frá hátekjumönnum og fjármagns- eigendum yfir til láglaunafólks.“ Skattakóngurinn Davíð Oddsson „Fjöldinn er heimskur og gleym- inn, segir Hitler í bók sinni Mein Kampf og af þessari staöhæfmgu dregur hann eftirfarandi ályktanir: Áróöurinn veröur aö vera einfald- ur... jafnframt því sem áróðurinn er einfaldur veröur hann að vera einhliöa. Og þar sem fjöldinn er skilningssljór, heimskur og gleym- inn veröur aö endurtaka þessar einfóldu og einhliða skoöanir ótal- mörgum sinnum." Þessi tilvitnun er í kafla um áróöur í bókinni Sál- fræði eftir Símon Jóh. Ágústsson. Orð hans sjálfs Davíð Oddsson borgarstjóri virö- ist hafa tileinkað sér þessar’bar- áttuaöferöir Hitlers. Viö umræður um fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir rúmum mánuöi sagöi hann um skatta á Reykvíkinga: „Sannleikurinn væri sá aö undiö hafi veriö ofan af þeim hækkunum sem uröu á kjörtimabili vinstri meirihlutans í Reykjavík” (Mbl. 22/2 1991 bls. 16). Þetta veit Daviö aö er rangt. Skattar í tiö hans sem borgarstjóra hafa stórhækkaö aö teknu tilliti til hækkunar verölags og fólksfjölgunar. Þetta má meira aö segja sjá meö því aö lesa orö hans sjálfs neöar á sömu síðu. Þar segir borgarstjóri: Kjallarmn Einar Árnason hagfræðingur lega álagningu. Þá var íbúafjöldi í Reykjavik 96.708 samkvæmt sömu bók þannig að útsvar á mann var kr. 49.105. Síöasta heila ár vinstri meirihlutans i borgarstjórn var áriö 1981. Samkvæmt árbókum Reykjavík- ur fyrir þaö ár var útsvar á Reyk- víkinga þá samtals rúmlega 314 mifljónir króna sem á verðlagi árs- ins 1989 gerir tæplega 3.274 milljón- ir króna. Þar sem ibúar borgarinn- ar voru þá 84.593 þýöir þetta 38.699 krónur í skatta á mann áriö 1981. Skattahækkunin i formi útsvars er þvi tæplega 27% þþtt tekið sé tillit til verölagsbreytinga og fólksflölg- unar. Leikur borgarstjóra meö útsvars- tölur í fjölmiðlum hefur falist í því að bera saman álagningaprósentur „... grein Einars Arnasonar er tímabær afhjúpun," segir hér m.a. um grein Einars sem birtist í DV 11. apríl sl. „Leikur borgarstjóra með útsvarstölur í Q ölmiðlum hefur falist í því að bera saman álagningarprósentur áður fyrr, þegar útsvar var greitt ári eftir að tekn- anna, sem það var byggt á var aflað.“ endum yfir til láglaunafólks. Við höfum rætt um að flytja þannig til upphæðir á bilinu 5-7 milljarða króna. íhaldið hefur engu svarað En Sjálfstæðisflokkurinn hefur engu svarað hvað hann ætlar að gera. Og þegar formaður hans er spurður um skattalækkanir svarar hann engu til en skilar auðu eins og í öðrum málum. En á bak við sauðargæruna glittir í úlfshárin. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að bjóða fram stefnuleysi heldur býð- ur hann fram hina hörðu stefnu, stefnuna frá 1988 sem Þorsteinn Pálsson vildi breyta í ljósi slæmrar reynslu en fékk ekki að breyta. Þessi stefna má ekki ná að sigra. Það er stefna verðbólgu, vaxtaok- urs, atvinnuleysis tuga þúsunda, stefna gjaldþrota. Og þegar Davíð Oddsson var spurður í sjónvarpinu á dögunum hvað hann hygðist gera svaraði hann: Það er hugarfarið sem skipt- ir máli - og vitnaði til reynslu borg- arbúa og fréttamennirnir höföu auðvitað ekki svör á reiðum hönd- um. En grein Einars Árnasonar er tímabær afhjúpun. Hún hefði að vísu þurft að koma fyrr: Verkin sýna merkin: Davíð Oddsson hefur hækkað skattana í sinni borgar- stjóratíð: Tekuskatt (útsvar) um nærri íjórðung á mann. Fasteigna- skatta um 39% á mann. Aðstöðu- gjöld um 70% á hvern íbúa. - Þar höfum við það. Svavar Gestsson Sjávarútvegsskóli í Reykjavík Reykjavík var til skamms tíma stærsta verstöð landsins. Það er því eðlilegt að vagga sjávarútvegs- fræðslunnar í landinu sé í Reykja- vík. Þeir skólar, sem nú eru starf- andi og annast kennslu og fræðslu á framhaldsskólastigi fyrir sjávar- útveginn, eru Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Vélskóh íslands, Fisk- vinnsluskólinn í Hafnarfirði og Tækniskóli íslands. Þrándur í götu breytinga Ekki leikur vafi á að allir þessir skólar hafa gegnt mikilvægu hlut- verki við að mennta og fræða starfsfólk, sem síðan hefur komið til starfa í sjávarútveginum. Sjáv- arútvegurinn er hins vegar undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar og því hlýtur það að vera eðlileg krafa þeirrar atvinnugreinar að vel sé búið að fræðslumálum hennar. í gildandi lögum um framan- greinda skóla eru ýmis ítarleg ákvæði um nám og námskipan. Lögin eru um margt nákvæm hvað þessa hluti varðar og ætla.má að þau séu þrándur í götu breytinga á námi og þess sveigjanleika sem krefjast verður af skólum ef þeir eiga að þjóna síbreytilegum þörfum atvinnulífsins. Því er mikilvægt að hið allra fyrsta verði sett ný rammalöggjöf um sjávarútvegsskóla á framhalds- skólastigi, sem verði sveigjanleg og að hún rúmi breytilegt námsfram- boð í takt við þróun atvinnulífsins og þarfir einstakra greina sjávarút- vegsins á hverjum tíma. Nemendum fækkar Skólar sjávarútvegsfræðslunnar heyra nú undir menntamálaráðu- neytiö og starfa sem sjálfstæðar stofnanir með litlum tengslum eða samstarfi sín á milli. Verulegur KjaUarinn Finnur Ingólfsson skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík samdráttur hefur orðið á nemenda- fjölda Vélskólans og Stýrimanna- skólans síðustu árin. Skýringar á þessari þróun eru væntanlega margþættar. Nemendum hefur fækkað í hverjum árgangi, áhugi á bóknámi er almennt meiri en á verknámi og fjölbreytileiki náms á framhaldsskólastigi hefur aukist verulega og jafnframt samkeppni um nemendur. Kennsla við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla íslands í Reykjavík fer fram í Sjómanna- skólanum. Þar sem nemendum hefur fækkaö á undanfórnum árum er húsnæðið því stórlega vannýtt sem stendur. Auk þess er kennsla skólanna tveggja algerlega aðskilin þótt almennar námsgrein- ■ar séu 30-45% námsefnis þeirra. Samræming þessa hluta námsins gæti verulega bætt nýtingu hússins og kennslukrafta. Sama máh gegn- ir um húsnæði fyrir stjórnir skól- anna sem eru algerlega aðskildar. Fiskvinnsluskólinn hefur starfað í leiguhúsnæði. Vegna vannýtingar Sjómannaskólahússins verður ekki annað séð en að hæglega megi flytja bóknám Fiskvinnsluskólans þangað. Sjávarútvegsskóli á framhaldsskólastigi Fyrir fjórum árum var starfandi á vegum menntamálaráðuneytis- ins og sjávarútvegsráðuneytisins starfshópur, sem gera átti tillögur að stofnun sjávarútvegsskóla á framhaldsskólastigi. Starfshópur- inn skilaði af sér í október 1986, en því miður hefur ekkert verið gert með tillögur starfshópsins. Full- yrða má að þær tillögur eigi við enn þann dag í dag og því er afar mikil- vægt að hrinda þeim í framkvæmd sem allra fyrst. Megin niðurstöður starfshópsins voru: „Fiskvinnsluskólinn hefur starfað í leiguhúsnæði. Vegna vannýtingar Sjó- mannaskólahússins verður ekki annað séð en að hæglega megi flytja bóknám Fiskvinnsluskólans þangað.“ Sjómannaskólinn i Reykjavik. - Vegna fækkunar nemenda viö Sjó- mannaskólann er húsnæðiö stórlega vannýtt sem stendur, segir m.a. í greininni. a) Að stofnaður yrði sjávarútvegs- skóli í Reykjavík, er tæki við hlutverki Stýrimannaskólans í Reykjavík, Vélskóla íslands og Fiskvinnsluskólans í Hafnar- firði. b) Sjávarútvegsskólinn verði sér- skóli á framhaldsskólastigi og heyri undir menntamálaráðu- neytið. Aðfaranám að skólanum og nám á einstökum brautum geti einnig farið fram við aðra framhaldsskóla landsins. c) Sjávarútvegsskólinn fái til um- ráða húsnæði Stýrimannaskól- ans í Reykjavík og Vélskóla ís- lands í Reykjavík og hið nýja verknámshús Fiskvinnsluskól- ans í Hafnarfirði. d) Sjávarútvegsskóli starfi í upp- hafi í 5 deildum, siglingafræði- deild, vélfræðideild, fisk- vinnsludeild, fiskeldisdeild og endurmenntunardeild. Sterkari stofnun Sjávarútvegsskóli sem ein stofn- un veröur sterkari eining en þrír minni skólar og þ.a.l. betur í stakk búirth til að takast á viö verkefni sín. Sérstaklega má nefna þróunar- störf við endurnýjun námsefnis og skipulag nýrra námsbrauta. Ætla má að betur verði séð fyrir fjárveitingum til skólans njóti hann óskipts stuðnings allra hags- munaaðila. Líklegt er að sterkur og atkvæðamikill sjávarútvegs- skóli muni almennt njóta meira álits en minni sérskólar og verða fýsilegri kostur efnilegum nemend- um en verið hefur. Finnur Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.