Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 17
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. 17 Fréttir Islandsmeistaramótið í vaxtarrækt 1991: Hrikalegir vödvar Það ríkti mikil spenna á Hótel ís- landi sl. sunnudagskvöld þegar ís- landsmeistaramótið í vaxtarrækt var haldið þar að viðstöddu miklu fjöl- menni. Þetta var í tíunda skiptið sem slíkt vaxtarræktarmót er haldið og var ekkert til sparað til þess að gera mótið sem glæsilegast. Keppendur voru að þessu sinni óvenjumargir eða 26 talsins og kepptu þeir í 10 flokkum. Áhorfendur á mótinu skemmtu sér konunglega og hvöttu sína menn og konur óspart til dáða en í mörgum flokkum var keppnin svo jöfn og hörð að vart mátti á milli sjá hverjir hrepptu íslandsmeistara- titlana. Það fór hrollur um áhorfend- ur og loftið var þrungið spennu þegar keppendurnir í þyngstu flokkum karla gengu fram á sviðið og byrjuöu að hnykla hrikalega massaða og stælta vöðva sína í takt við dynjandi tónlist. Það voru þeir Sigurður Gests- son og Sólmundur Öm Helgason sem gerðu áhorfendur agndofa með tröllslegum vexti sínum, auk Guð- mundar Marteinssonar sem heillaði áhorfendur með glæsilegum stöðum, vöðvamassa, skurði og samræmi í vöðvabyggingu. -JAK Guðmundur Marteinsson sigraði i flokki karla yfir 90 kg. Hrönn Einarsdóttir varð íslands- meistari í flokki kvenna undir 52 kg. I heildarkeppni unglinga varð Sölvi Fannar Viðarsson islandsmeistari og átti hann nokkuð létt með að leggja keppinauta sína að velli. Frá vinstri eru Sverrir Gestsson, 1. sæti unglinga undir 70 kg, Óskar Barkarson, 2. sæti í flokki unglinga yfir 80 kg, og 2. sæti í heildarkeppni unglinga, Sölvi Fann- ar og Kristján Jónsson, íslandsmeistari í flokki unglinga undir 80 kg og þriðja sæti í heildarkeppni unglinga. Baráttan um toppsætið i flokki karla undir 80 kg var geysihörð milli þeirra Kristjáns Ársælssonar, t.v., og Gests Helgasonar, t.h. Niðurstaöa dómar- anna varð sú að þeir töldu að Gestur væri bestur og hreppti hann íslands- meistaratitilinn. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson. Styðjum Halldór Þjóðin þarfnast hans við stjórnvölinn áfram Þitt val - Þín framtíð! við á laugardag er okkar framlag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.