Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. Breytt viðhorf - ný póiitík Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem íslenskt þjóðfélag hefur gengið í gegnum á undaníornum áratug- um sitjum við uppi með þá stað- reynd að lífskjör almennings fara versnandi, vöruverð er mun hærra en tíðkast í nágrannalöndum okk- ar, vextir eru svimandi háir og greiðslur af erlendum skuldum þjóðarinnar nema um þriðjungi af ráðstöfunartekjum ríkissjóðs. Kosningarnar, sem nú fara í hönd, snúast um framtíð þjóðar- innar. Þær snúast um það hvort við viljum áframhaldandi ástand eða að fá inn á þing nýjar raddir með breytt viðhorf gagnvart fólk- inu í landinu. Það eru mjög mikil- vægir tímar framundan og við sem þjóð verðum að mynda samstöðu og leysa nokkur mikilvægustu mál samtímans. Aðaláherslumál Þjóðarflokksins - Flokks mannsins í þessum kosn- ingum tengjast lífsgæðum, frelsi og þátttöku einstakhngsins, sjálfstæði þjóðarinnar og ábyrgð stjórnmála- manna. Lífsgæði Það er algjört grundvallaratriði til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi. að skattleysismörk verði hækk- uð og að lágmarkslaun verði aldrei undir þeim mörkum. Einnig verð- ur að setja inn í stjórnarskrána mannréttindaákvæði sem tryggi að stjórnvöld geti ekki tekið af samn- ingsbundnar launahækkanir. Til að ná niður vöruverði verður að afnema virðisaukaskatt af matvæl- um og nauðsynjavörum. Til að lækka vexti og halda niðri verðbólgunni viljum við tafarlaust stöðva erlendar og innlendar lán- tökur ríkissjóðs. Við viljum gera lánveitendur jafnábyrga lántak- endum og útvíkka hugtakið frið- helgi heimihsins þannig að ekki verði hægt aö bjóða upp heimiU fólks og bera það út. Valdið til byggðarlaganna Þjóðfélagsuppbyggingin í dag byggist á miðstýringu og forræðis- hyggju. Þessu viljum við breyta. Við viljum auka ábyrgð einstakl- inga og byggðarlaga. Stofnaðar veröi sérstakar stjómsýslueining- ar landshlutanna sem hafi ákvörð- unarvald um sameiginlegar fram- kvæmdir og þjónustu hver í sínum landshluta. Einnig vfljum við að lífeyrissjóðir verði lagðir niður í núverandi mynd og gerðir upp. Stofnaðir verði í bankakerfmu lífeyrisreikn- ingar fyrir hvem einstakling og uppsafnaö innlegg í núverandi Uf- eyrissjóðum verði lagt þar inn. Til að tryggja sjálfstæði þjóöar- innar þarf að setja lög sem fyrir- byggja hringamyndanir. Þróunin í dag er sú að fjármagnið færist á æ færri hendur og með sama áfram- haldi verður greið leið fyrir erlend stórfyrirtæki að hasla sér vöU í ís- lensku viðskiptalífi. KjaUarinn Áshildur Jónsdóttir skipar 2. sæti á Þ-lista, Þjóðarflokks - Flokks mannsins í Reykjavík Ný stjórnarskrá Forsenda þess að þjóðin geti lagt af stað inn í nýja tíma er ný íslensk stjórnarskrá. Fæstir gera sér sjálf- sagt grein fyrir því að stjórnarskrá- in sem við sitjum uppi með í dag var okkur gefin af danska konung- inum á 19. öld. Stjórnarskráin þarf að taka mið af þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag og vera tákn um vUja og von þjóðarinnar komandi kynslóðum tíl handa. Það er altalað að stjórnmálamenn segi eitt og geri allt annað. Við vUj- um að almenningur geti borið virð- ingu fyrir stjómmálamönnum. Setja þarf lög um ábyrgð alþingis- manna svo að þeir hætti öllu bmðli og óráðsíu í peningamálum á kostnað skattborgaranna. Það vantar heiðarleika Það er í tísku í dag að kasta fram glæsUegum slagorðum eins og „frelsi og mannúð", „manngildi" og „mannréttindi". Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að tala um mannréttindi í öðru orðinu en nema úr gUdi gerða kjarasamninga í hinu. Við sem búum í þessu landi vilj- um láta bera virðingu fyrir okkur sem manneskjum. Á hverjum degi finnum við hvernig allt er að verða harðneskjulegra og að það vantar eitthvað. Það vantar traust, það vantar samstöðu, það vantar heið- arleika. Allir hinir flokkarnir gmndvalla starf sitt á hentistefnu og peningahyggju en ekki á virð- ingu fyrir manninum. Þeir hafa gert mörg mistök á und- anfórnum árum og þeir munu halda því áfram ef við leyfum það. En við höfum bara ekki efni á meira klúðri. Það yrðu afdrifarík mistök ef meirihluti kjósenda gæfi enn á ný skammtíma pólitík hinna flokkanna atkvæði sitt. Ég hvet ykkur því til að snúa við blaðinu og seta x við það sem þörf er á - x viö þ. Áshildur Jónsdóttir „Við viljum gera lánveitendur jafn- ábyrga lántakendum og útvíkka hug- takið friðhelgi heimilisins þannig að ekki verði hægt að bjóða upp heimili fólks og bera það út.“ RAUTT UÓS 21 BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 -FAX 91-673511 Þú hringir... Við birtum... ÞaÖ ber árangur! Smáauglýsmgadeildin er i Þverholti I I Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 1TVÖFALDUR1. vinningur ■ ______________________ Vinningar í happdrætti Slysavarnafélags íslands iitdráttur 12. aprít 1991 SUBARU LEGACY AÐ VERÐMÆTI KR. 1.454.000.- 42493 NISSAN PRIMERA AÐ VERDMÆTI KR. 1.219.000. 52691 86156 SUBARU JUSTY AD VERDMÆTI KR. 808.000.- 62053 121987 127381 VÖRUÚTTEKTIR AD VERDMÆTI KR. 200.000.- 8955 37710 9628 39396 10998 54300 15653 55481 71064 97276 164129 77233 98509 170573 81709 131918 172644 85151 161775 184160 VÖRUUTTEKTIR AD VERÐMÆTI KR. 100.000.- 7098 21288 46670 60867 76335 100658 108229 126716 145818 161567 8122 22887 48375 64166 76915 101191 111498 129990 148052 167233 10368 26806 48442 66183 79212 102104 117362 135667 148504 168503 11064 33682 51023 67841 82317 102529 121282 136840 150177 169217 16084 33722 54798 69222 82783 106539 122407 142946 151197 178543 20553 45904 58865 72888 97509 107778 122532 143434 156067 180743 VÖRUUTTEKTIR AD VERDMÆTI KR. 50.000.- 1343 20362 43964 61810 79263 98889 115457 129457 145488 162233 3960 27119 44438 62827 79487 99262 115927 129609 145895 162726 4641 29060 44725 63596 80480 100759 116546 129767 146985 163247 6506 30926 47265 64407 81214 101259 119185 130136 148133 164420 6716 33088 49364 65153 81269 103132 121128 130708 148146 164803 6864 33331 50310 65814 83432 103231 122566 131277 148253 168741 11747 34093 50827 66509 83874 104044 123387 131291 148306 172520 11751 34428 51003 68041 84277 104886 123556 131293 149376 173507 12966 34564 51153 68303 85522 104998 124514 134539 151980 174488 13334 35031 51194 69306 87016 105465 124586 134548 153735 177762 13775 40075 53133 71016 87677 107499 124631 137646 154407 177784 14094 40800 55323 71751 88618 107917 124883 138105 155772 178035 15655 41176 55667 73480 89156 108903 124906 139006 156815 179266 15723 41470 56191 73705 91194 110385 126501 140076 157592 180196 17797 41926 57324- 75146 92064 111282 127134 140213 158706 181570 19152 42938 60015 76812 93216 112514 127497 142137 158808 19814 43643 60735 79210 97713 114759 128178 145046 162104 Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagssins innan árs frá drætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.