Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 24
36
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
íþróttir
Þannig skoruöu liöin mörkin
■ Langskoi
m Gegnumbrot
Mörk úr víta- |A-
köstum eru f
talinmeö þarsem
þau unnust
& Horn
Ltna
□ Hraðaupphlaup
Spofft-
stúfar
r~rrri TÍU leikir fóru ffam í
| bandarísku NBA-
|/) | deildinnl í körfuknatt-
*.....1 leik í fyrrinótt. Úrslit í
leikjunum uröu sem hér segir:
New York - 76ers....108-99
Charlotte - Miami....92-87
Detroit - Boston.....118-90
New Jersey - Indiana.126-132
Orlando - Atlanta...113-106
Washington - Milwaukee.112-106
SA Spurs - LA Clippers.128-98
Denver - Phoenix.....153-118
Utah - Sacramento...111-101
Portland - Houston..115-96
Drengjalandsliðið í köríu
iEvrópukeppni
Drengjalandslið íslands í körfu-
knattleik mun taka þátt í Evrópu-
keppni drengjalandsliða sem
frem fer í Speyer í Þýskalandi
19.-21. apríl. Islenska liðið leikur
þar þrjá leiki gegn Þjóðverjum,
Frökkum og Belgum. Eftirtaldir
leikmenn hafa verið valdir í
landsliöshópinn:
Birgir Lárusson..........ÍR
AtliÁrnason .......................UMFG
BryníarÓlafsson......Haukar
Eiríkur Önundarson.......ÍR
HalldórKristmannsson.....ÍR
ÍR
MárusAmarson
Ólafur Theodórsson....ÍR
Kristján Guðlaugsson
Unnar Sigurösson...
ÞórhallurFlosason
ÓsvaldurKnudsen
ÞórÁrnason...
IBK
ÍBK
KR
KR
KR
• Þjálfarí liðsins er Sigurður
Hjörleifsson og honum til aðstoð-
ar er Stefán Arnarsob. Dómari
fyrir íslands hönd er Kristinn
Albertsson.
Nykanen setiur úr
landsliði Finna
Matti Nykanen, sem vann til fjög-
urra gullverðlauna á síðustu
ólympíuleikum i skíðastökki,
hefur verið settur úr finnska
ólympíulandsliðinu sem æfir fyr-
ir ólympíuleikana í Albertville í
Fraltklandi á næsta ári. Ástæðan
fyrir því aö Nykanaen hefur veriö
settur úr er slakur árangur á síð-
asta keppnistímabili en hann
varð til að mynda í 52. sætí af 62
keppendum á heimsmeistara-
mótinu i febrúar síðastliðnum.
Það verða haldin nokkur mót fyr-
ir ólympíuleikana og ef Nykanen
nær sér á strik á hann möguleika
á að vinna sér sæti í liöinu að
nýju, segja forráðamenn finnska
skíðasambandsins. Nykanen hef-
ur sagt í viðtali viö ánnska fjöl-
miðla að hann muni keppa á
ólympíuleikunum.
Norðurlandamót
í fimleikum unglinga
SNoröuriandameistara-
mót unglinga í áhaida-
fimleikum , veröur
haldið í Ásgaröi í
Garðabæ um næstu helgi og sér
Stjarnan um mótshaldiö.
Átta íslensk ungmenni taka
þátt í mótinu. Þau eru Jón Finn-
bogason, Guðmundur Þór Brynj-
ólfsson, Þröstur Hrafnsson, Gísli
Garðarsson, Nína Björg Magnús-
dóttir, Anna Kr. Gunnarsdóttir,
Steinunn Ketilsdóttir og Þórey
Eiíasdóttir. Á mótiö koma full-
skipuö lið frá öllum Norðuriönd-
unum, átta keppendur og tveir
varamenn frá hverju þeirra og
auk þess veröur einn gestakepp-
andi frá írlandi.
i Jakob Sigurðsson hefur hér betur í viðureign sinni við Stefán Kristjánsson og fiskar vítakast i leik Vals og FH í gærkvöldi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Valsmenn mjakast nær
íslandsmeistaratitlinum
- unnu stórsigur á FH-ingum 1 gær, 33-22, og eru með þriggja stiga forskot
„Titillinn er ekki í höfn, við eigum
þrjá leiki eftir en vissulega er staða
okkar orðin góð. Við höfum notað
hiéið, sem gert var á keppninni, vel
pg æft meö því markmiði að vinna
íslandsmeistaratitilinn en það hafa
önnur lið ekki getað gert nema
kannski Víkingar. Næstu leikir okk-
ar eru á heimavelli gegn Stjörnunni
og Haukum og það verða ekki auð-
unnir leikir,“ sagði Valdimar Gríms-
son, hornamaðurinn snjalli í lið Vals,
eftir að Valsmenn höfðu unnið stór-
sigur á FH-ingum, 33-22, í úrslita-
keppni 1. deildar karla á íslandsmót-
inu í handknattleik.
FH-ingar héldu í við Valsmenn í
fyrri hálfleik en með góðum leikkafla
síðustu mínútur fyrri hálfleiks náðu
Valsmenn fjögurra marka forskoti,
17—13.
í síðari hálfleik sigu þeir rauð-
klæddu hægt og bítandi fram úr,
skoruðu hvert markið á fætur öðru
úr hraðaupphlaupum og þegar upp
var staðið skildu 11 mörk liðin.
Sterk liðsheild
hjá Valsmönnum
Valsmenn sigla hraðbyri að sigri á
íslandsmótinu. Þegar þremur um-
feröum er ólokið er Valur með
þriggja stiga forskot á Víking en þessi
lið eigast við í síðustu umferð móts-
ins og eins og Valsmenn léku á köfl-
IBR
KRR
REYKJAVIKURMOT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
ÍR-VALUR
í kvöld kl. 20.00
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
um í gær fær fátt stöðvað sigur Hlíð-
arendaliðsins. Valsmenn þurftu svo
sem ekki mikið að hafa fyrir sigrin-
um á áhugalitlum Hafnfirðingum.
Liðið spilaöi lengstum sterka vörn
og hraðaupphlaupin voru aðalvopn
Valsmanna í sóknarleiknum og þar
fór Valdimar Grímsson fremstur í
flokki, skoraði samtals 10 mörk og
átti mjög góðan leik. Júlíus Gunnars-
son er í mikilli sókn og þessi öfluga
vinstrihandarskytta skoraði nokkur
glæsileg mörk en aðaistyrkur Vals-
manna verður þó að teljast sterk liðs-
heild. Einar Þorvaröarson hefur
leikiö mjög vel í marki Vals í vetur
og leikurinn í gær var engin undan-
tekning, Einar varði 20 skot og eitt
vítakast.
FH-ingar sýndu ágætis tilþrif fram-
an af fyrri hálfleik en þegar liðið fékk
hressilega mótspymu gafst það
hreinlega upp og leikmenn þess
misstu áhugann á því sem þeir voru
að gera. FH-ingar eiga þó enn mögu-
leika á verðlaunasæti en þeir veröa
að hressast ætli þeir sér að ná þriðja
sæti í deildinni. Guðjón Árnason fyr-
irliði gafst þó aldrei upp og var sá
eini sem virkilega kvað aö. Guð-
mundur Hrafnkelsson var ekki öf-
undsverður á því að standa í marki
FH því Vaismenn skoruðu helming
marka sinna úr hraðaupphlaupum.
Guðmundur varði 8 skot.
• Mörk Vals: Valdimar Grímsson
10, Júlíus Gunnarsson 6, Jakob Sig-
urösson 6, Brynjar Harðarson 5/2,
Finnur Jóhannesson 4, Dagur Sig-
urðsson 1 og Jón Kristjánsson 1.
• Mörk FH: Guðjón Árnason 6,
Óskar Ármannsson 6/4, Óskar Helga-
son 3, Gunnar Beinteinsson 2, Knút-
ur Sigurösson 2/1, Hálfdán Þórðar-
son 1.
• Leikinn dæmdu þeir Stefán Arn-
aldsson og Rögnvald Erlingsson og
stóðu þeir sig vel að vanda.
Spenna í Firðinum
- þegar Stjaman vann Hauka, 24-25
Axel Bjömsson tryggði Stjörn-
inni sigur á Haukum, 24-25, þegar
hann skoraði sigurmark Garð-
bæinga hálfri mínútu fyrir leikslok
í leik liðanna í úrslitakeppni 1.
deildar karla á íslandsmótinu í
handknattleik í Hafnarfirði í gær-
kvöldi.
Leikurinn gat ekki hafist á tilsett-
um tíma þar sem dómarar létu ekki
sjá sig og þurfti að boöa nýja dóm-
ara og því hófstleikurinn ekki fyrr
en kl. 20.40. Leikurinn var í jafn-
vægi allan leiktímann. Haukar
höfðu heldur fmmkvæðið í fyrri
hálfleik og leiddu í leikhléi, 15-13.
í síðari hálfleik var nánast jafnt
allan leiktímann og munurinn á
liðunum aidrei meira en eitt til tvö
mörk. Það gekk mikið á síðustu
mínútuna. Axel Björnsson skoraði
25. mark Stjömunnar eins og áður
er lýst en 16 sekúndum fyrir leiks-
lok fékk Hilmar Hjaltason rauða
spjaldið fyrir kjaftbrúk og þegar 10
sekúndur voru eftir fór Sigurður
Bjamason sömu leið, fékk sína
þriðju brottvísun, en tveimur leik-
mönnum fleiri tókst Haukum ekki
að jafna metin. Sigurjón Sigurðs-
son átti síðasta tækifærið þegar
hann fór inn úr horninu en Ingvar
Ragnarsson varði skot hans.
Mörk Hauka: Bamrauk 10/3,
Óskar 5, Sigurjón 4, Jón Örn 2,
Aron 2, Sveinberg 1.
Mörk Stjömunnar: Axel 8, Magn-
ús Sig. 6, Sigurður 3, Hafsteinn 3,
Patrekur 2, Magnús 2 og Hilmar 1.
-LG
-GH