Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Page 32
44 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. TIL SÖLU BRONCO XLT ’88, MEÐ ÖLLU. Bílsport Austurströnd 1 sími 611020 n FRAMSÓKNARFLOKKURINN X - KOSNINGAMIÐSTOÐIN okkar er að BORGARTÚNI 22 - simar 620358 - 620360 - 620361. AKSTUR Á KJÖRDAG símar 620356 - 620357. Komíð í kosníngakaffí og takíð þátt í lokasóknínní. Sérfræðingar í strikamerkjum Prentmyndastofan hf. framleiðir öll strikamerki í nákvæmum tölvubúnaði fyrir hverskonar prentun og vinnslu. Merkin okkar eru viðurkennd af Iðntæknistofnun og unnin samkvæmt staðli EAN 8, EAN 13, UPC-A og UPC-E. Hafðu samband í síma 84010 og fáðu faglegar ráðleggingar. Kjósum ekki kolkrabbann í Mnni gömlu hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins var margt gott að finna. Þar bar vitaskuld hæst áherslu og fastheldm flokksins á frelsi einstaklingsins og frjálsræði. Nú er þetta því miður breytt. í orði vill Sjálfstæðisflokkurinn að vísu ennþá frelsi einstaklingsins og frjálsa samkeppm. í borði er flokk- urinn Mns vegar í vaxandi mæli fulltrúi einokunar og miðstýringar. Staðreyndin er einfaldlega sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru handlangarar fjölskyldnanna fjórt- án, kolbrabbans í íslensku efna- hagshfl, búMr að brjótast til valda. Valdamiðjan Eimskip Fjölskyldurnar, sem mynda Mna fjórtán arma kolkrabbans'í heimi íslenskra fjármála, eru vel þekktar. Þetta eru fjölskyldur Thorsaranna, Halldósr H. Jónssonar, sem stund- um er nefndur stjómarformaður íslands hf., Garðars Gíslasonar stórkaupmanns, H. Benediktsson- ar, Engeyjarættm, Johnsonar, venslafólk Ingvars Vilhjálmssonar og örfáar aðrar. Þræðir ættanna mætast í Eim- skipafélaginu sem er Mn raun- verulega valdamiðja kolkrabbans. í Eimskipafélaginu em líka sér- stakir trúnaðarmenn ijölskyldn- ana íjórtán, svo sem Hörður Sigur- gestsson, forstjóri félagsins og stjórnarformaður Flugleiða, og Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Það er athygli vert að veldi kol- krabbans varð ekki til í upphafi vegna þess að fjölskyldurnar íjórt- án sýndu frumkvæði, dugnað eða áræði umfram aðra. Þvert á móti. Meðan raunverulegir frumkvöðlar í athafnalífinu hafa ævinlega þurft að byggja sig upp með því að taka áhættu og leggja aht sitt undir þá spmttu ítök kolkrabbans í skjóli lögbundinnar emokunar og forrétt- inda sem aðrir nutu ekki. Einokun kolkrabbans er skýring- • in á því hvers vegna engin ný stór- íyrirtæki hafa orðið til - og haldið velli - sl. 40 ár. Um leið og eitt- hvert fyrirtæki verður nógu stórt til að ógna veldi fjölskyldnanna er það annaðhvort slegið Mður (Haf- skip) eða gleypt (Stöð 2). KjaUarinn Össur Skarphéðinsson skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík Tökin hert Lítum á nokkur dæmi frá síðustu vikum um hvemig Einokunarfé- lagið ísland hf. hefur gengið grímu- laust til verks: (1) Forstjóri Eimskips; Hörður Sigurgestsson, fylgdi eftir yfirtöku Eimskips á Flugleiðum með því að láta kjósa sjálfan sig sem stjórnar- formann Flugleiða. Benedikt Sveinsson, úr Sjóvá ogEimskipum, er þar einmg í stjórn. (2) Hægt og rólega hafa fjölskyld- urnar 14 yfirtekið eignarhaldsfélög Iðnaðarbankans og Verslunar- bankans með þaö fyrir augum að kolkrabbinn hafl yfirburði í ís- landsbanka. Síðast var eignar- haldsfélag Verslunarbankans yfir- tekið og aðstoðarforstjóri Eim- skipa, Þórður Magnússon, ásamt einum úr fjölskyldubatteríinu, R. Johnson, settur í stjórn. (3) í framhaldinu var Einar Sveinsson, úr fjölskyldunum 14 og forstjóri Sjóvár-Almennra, gerður að formanM bankaráðs íslands- banka. (4) Fjölskyldurnar 14 eiga Morg- unblaðið. í gegnum yfirtöku sína á Eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans ráða þær nú Stöð 2. Þanrng er heimur fjölmiðlanna kominn í þeirra hendur líka. (5) Nýkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins nýtur sérstakrar velþóknunar fjölskyldnanna 14. Hann hefur í staðinn stutt þær á móti innan flokksins og það er táknrænt að síðustu árin hefur hann stýrt aðalfundum Eimskipa- félagsins. ísland hf. Fjölskyldumar 14 ráða þanmg lögum og lofum í samgöngum til og frá landinu gegnum Eimskip og Flugleiðir. Þær ráða heimi flölmiðl- anna gegnum Morgunblaðið og Stöð 2. Þær hafa seilst til áhrifa í bankakerfmu gegnum Eignar- haldsfélög Verslunarbanka og Iðn- aðarbanka. Þær stýra íslands- banka. Þær ráða hinum volduga heimi trygginganna gegnum Sjóvá-Almennar. Þetta mikla vald örfárra fjöl- skyldna er hættulegt. Það vinnur gegn hagsmunum einstaklinga og fyrirtækja og er í andstöðu við lýð- ræðishefð íslendinga. Eina svar okkar gegn vaxandi einokun er að styrkja öfl sem í raun og sann beijast fyrir heilbrigðri samkepþm og frelsi einstaklings- ins. Öfl sem berjast gegn einokun og styðja í verki að hér rísi burðug fyrirtæki, fjölmiðlar og flokkur til andsvars við kolkrabbann. Það gerum við ekki með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn. Við gerum það með því að styðja A- listann á laugardaginn kemur. Össur Skarphéðinsson . innan Sjálfstæðisflokksins eru handlangarar fjölskyldnanna fjórtán, kolkrabbans í íslensku athafnalífi, búnir að brjótast til valda.“ Sviðsljós Anna prinsessa gæti verið laus og liðug eftir nokkrar vikur, ef móðir hennar samþykkir skilnað hennar við Mark Philiips. Það var ævintýraljómi yfir brúðkaupi Önnu og Mark þegar þau giftu sig árið 1973. Sagt er að Anna hafi hitt þennan á laun undanfarin tvö ár. Hann heitir Tim Lawrence og er fyrrum yfir- hestamaður í konungsgarði. Anna prinsessa sækir um skilnað Stuttur afgreiðslutími. 9 Prentmyndastofan hf. Súðarvogi 7,104 Rvík., telefax 84980, sími 84010 og 687677. Nú hefur Anna Bretaprinsessa fengið nóg. Undanfarið hafa slúður- sögu um hjónaband hennar og Mark PMllips prýtt forsíður dagblaðanna þar sem hann er sagður hafa haldið framhjá henM. 37 ára gömul kona frá Nýja-Sjálandi fullyrðir að hann hafi getiö henrn barn fyrir u.þ.b. flmm árum og krefst þess nú að hann viö- - urkenrn stúlkuna. Anna og Mark hafa ekki búiö sam- an undanfarin tvö ár en samkvæmt breskum lögum verða hjón að hafa búið aðskilin í tvö ár til að fá hjóna- skilnað án þess að ganga í gegnum niöurlægjandi réttaryfirheyrslur. Nú er þaö því undir Elísabetu Bretadrottningu komið hvort af skilnaðinum verður, en sem yfir- maöur ensku kirkjunnar verður hún að samþykkja alla hjónaskilnaði inn- an konungsíjölskyldunnar. Vitað er að hún er mjög á móti skilnaði en á hinn bóginn var henni nóg boðiö þegar einhver stúlka úti í bæ sagðist hafa sængað meö eiginmanni dóttur hennar. Búist er við að máhð verði tekið fyrir á allra næstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.