Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Side 34
46
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
Sljóminál
Suðnrlandskj ördæmi:
Slást Arni og Eggert
um jöf nunarþinsætið?
Nokkur spenna er hlaupin í kosningabaráttuna á Suðurlandi þar sem menn
sjá fram á slag milli Árna Gunnarssonar og Eggerts Haukdal þar sem
Margrét Frimannsdóttir gæti jafnvel orðið þátttakandi. Myndin var tekin á
sameiginlegum framboðsfundi í Vestmannaeyjum. DV-mynd GVA
Framsókn heldur sínum tveimur
mönnum, Jóni Helgasyni og Guöna
Ágústssyni. Sjálfstæöisflokkur fær
Þorstein Pálsson og Árna Johnsen á
þing og menn leiða getum aö því aö
Eggert Haukdal verði mjög nálægt
því að verða kjörinn. Hins vegar er
allt sagt í jámum milli Eggerts,
Margrétar Frímannsdóttur frá Al-
þýðubandalagi og Árna Gunnarsson-
ar frá Alþýðuflokki. Hallast menn
þó frekar að þeirri útkomu að Margr-
ét verði kjörin en slagurinn um jöfn-
unarþingsætið, 6. sætið, muni standa
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
á milli Áma Gunnarssonar og Egg-
erts Haukdal. Frjálslyndum er ekki
spáð velgengni í kosningunum, þrátt
fyrir nokkurt persónufylgi Óla Þ.
Guðbjartssonar.
Óskemmtilegar minningar
Allt frá 1979 hafa framsóknarmenn
fengið tvo menn kjöma á Suður-
landi. í síðustu alþingiskosningum
mátti þó ekki muna miklu að Guðni
Ágústsson yrði sendur út í kuldann
þar sem einungis 70 atkvæðum mun-
aði á honum og Óla Þ. Guöbjarts-
syni. Óli Þ. var landskjörinn en hefði
hann fengið kjördæmakosningu
hefði Framsókn misst Guðna. Fram-
sóknarmenn á Suðurlandi þykjast
vissir um að Guöni sé öruggur en
fara varlega í fullyrðingar að feng-
inni reynslu. Framsókn hefur gjör-
nýtt atkvæði sín og því ekki átt kost
á jöfnunarþingsætum.
Fær Eggert jöfnunarþingsæti?
Sjálfstæðismenn töpuðu verulegu
fylgi í síðustu kosningum, hröpuðu
úr tæpum 40 prósentum í 32,5 pró-
sent. Borgaraflokknum mátti þar um
kenna-að veralegu leyti en hann fékk
þá tæp 11 prósent atkvæðanna í kjör-
dæminu. 1983 fengu sjálfstæðismenn
þrjá menn kjöma en tvo menn 1987,
Þorstein og Eggert. Sú uppsveifla
sem sjálfstæðismenn merkja í skoð-
anakönnunum á einnig við um Suð-
urland og þar gera bjartsýnir menn
sér vonir um þrjá kjördæmakjörna
þingmenn. Hófsamir sjálfstæðis-
menn era þó á því að Eggert Hauk-
dal fái jöfnunarþingsætið, á undan
Áma Gunnarssyni.
Undir högg að sækja
Kratar hafa ekki unnið þingmann
á Suðurlandi síðan í kosningunum
1979 þegar Magnús H. Magnússon
úr Vestmannaeyjum var kjörinn.
Síðan þá hefur fylgi þeirra minnkað
stöðugt. í síðustu kosningum varþað
10,6 prósent en kratar segja að Ami
eigi að sleppa inn með 12 prósent
fylgi. En fær Alþýöuflokkurinn það
fylgi?
Ami Gunnarsson flutti sig um set
fyrir þessar kosningar éií hann var
áður oddviti krata í Norðurlandi
eystra. í samtölum við Sunnlendinga
kom fram að kratar tefldu djarft með
því að stilla Áma upp í þessu mikla
landbúnaðarkjördæmi þar sem hann
þekkti ekki mikið til og byði þar að
auki upp á umdeilda landbúnaðar-
stefnu. Arni þykir þó hafa komið vel
fyrir á framboðsfundum og getur
hafa náð þar til margra nýrra kjós-
enda sem telja 10,6 prósent atkvæða-
bærra manna á Suðurlandi. Talið er
að meginfylgi krata komi úr Vest-
mannaeyjum en á fastalandinu eigi
þeir undir högg að sækja.
Margrét inni
Alþýðubandalagið hefur fengið
einn mann kjörinn í síðustu þremur
kosningum. 1979 og 1983 fékk Al-
þýðubandalagið um 15 prósent fylgi
en í kosningunum 1987 hrapaði fylgið
í 11,5 prósent þegar Margrét Frí-
mannsdóttir komst á þing. Margrét
er héraðsmanneskja, frá Stokkseyri,
og þykir geta státað af nokkuð
traustu fylgi. Hún þykir þar að auki
hafa staðið sig vel á framboðsfund-
um. Þó menn hallist að því að Margr-
ét sé öragg búast menn við ágjöf þar
sem þeir sækja að henni, Árni Gunn-
arsson og Eggert Haukdal.
Óli úti
Óla Þ. Guðbjartssyni er ekki spáð
áframhaldandi setu á Alþingi. í kosn-
ingunum 1987 naut Óli bæði persónu-
legs fylgis og uppsveiflu Borgara-
flokksins. Með framboði Fijáls-
lyndra telja menn að rekunum haíi
verið kastað yfir Borgaraflokknum
og fylgismenn hans séu velflestir
horfnir heim til fóðurhúsanna. Borg-
araflokkurinn hefur ekki mælst í
skoðanakönnunum DV það sem af
er árinu og til þessa hafa Frjálslynd-
ir ekki getað fagnað uppsveiflu. Á
framboðsfundum í kjördæminu hef-
ur vakið athygli að meðflokksmenn
Óla, sem þar hafa mætt, hafa varla
sagt aukatekið orð. í viðtölum við
Sunnlendinga kom fram að þetta fyr-
irkomulag Fráslyndra vekti undran
og efasemdir um framboðið.
Kvennalista er ekki spáð þing-
manni í þessum kosnirigum né held-
ur Heimastjórnarsamtökunum eða
Þjóðarflokki - Flokki mannsins.
Spenna
Nokkur spenna er hlaupin í kosn-
ingabaráttuna á Suðurlandi þar sem
menn sjá fram á slag milli Árna
Gunnarssonar og Eggerts Haukdal
þar sem Margrét Frímannsdóttir
gæti jafnvel orðiö þátttakandi. Nái
Margrét inn slást Ámi og Eggert.
Nái Eggert inn slást Árni og Margrét
og mögulega Guðni Ágústsson.
Hveijir sem slást verður slagurinn
um 6. sætið.
Austurland:
Fá kratar sinn fyrsta
þingmann í áratugi?
Sameiginlegur fundur á Höfn með frambjóðendum i Ausfurlandskjördæmi.
Á Austurlandi verður þeirrar
spumingar mjög vart hvort Álþýðu-
flokkurinn komi þingmanni aö,
Gunnlaugi Stefánssyni, í fyrsta
skiptií áratugi (1956), marga áratugi
ef horft er til suðurhluta kjördæmis-
ins. Ef af verður telja flestir viðmæl-
endur DV að Gunnlaugur færi inn á
kostnað Hrafnkels A. Jónssonar sem
skipar annað sætið hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Þá ber nokkuð á vanga-
veltum þess efnis að fylgi Alþýðu-
bandalagsins fari svo þverrandi að
Hjörleifur verði úti í kuldanum eftir
kosningar.
Halldór og Jón inni
Á Austurlandi era fjórir kjör-
dæmakjömir þingmenn og einn jöfn-
unarmaður. Hvað sem baráttu um
jöfnunarþingsætið, það fimmta, Mður
virðast allir sammála um að fram-
sóknarmenn haldi í það fylgi sem
þeir hafa haft í gegn um árin, um og
yfir 40 prósent.. Þeir Halldór Ás-
grímsson og Jón Kristjánsson teljast
öraggir með sín þingsæti og hafa
menn ekki haft um það mörg orð.
Snúum okkur því að baráttunni.
Einn eða tvo
í síðustu kosningum fengu sjálf-
stæðismenn, með Sverri Hermanns-
son í broddi fylkingar, rúmlega 16
prósent atkvæðanna. Það var tölu-
vert fylgishran en flokkurinn fékk
rúm 24 prósent í kosningunum 1983.
Egill -Jónsson- fór inn sem jöfnunar-
þingmaður en meðan talning stóð
yfir var lengi óvíst hvort hann kæm-
ist aö. Munaði ekki nema 7 atkvæð-
um á Agli og efsta manni Alþýðu-
flokks, Guðmundi Einarssyni.
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
Uppsveiflu í átt til Sjálfstæðisflokks
verður nokkuð vart á Austfjörðum,
uppsveiflu sem skila ætti tveimur
kjördæmakjörnum þingmönnum.
Telja menn sig þó sjá þess merki að
Hrafnkell verði heldur jöfnunar-
þingmaður og muni þurfa að beijast
fyrir 5. þingsætinu.
Austurlandskjördæmi er stórt
landfræðilega og fylgi manna því
misjafnt eftir stöðum. Egill Jónsson
sækir fylgi sitt mjög til Hornafjaröar-
svæðisins en Hrafnkell til Eskifjarð-
ar og nágrennis og Héraðs. Hrafn-
kell velti Kristni Péturssyni frá
Bakkafirði óvænt úr ööru sæti list-
ans í prófkjöri í haust. Ekki skal orð-
um eytt í sætaskipan á lista sjálf-
stæðismanna en um hana eru engu
að síður deildar meiningar sem geta
frekar orðiö flokknum fjötur um fót
heldur en hitt.
Klerkurinn?
Bjartsýnir kratar á Austfjörðum
eru kokhraustir og óhræddir að-spá
Gunnlaugi Stefánssyni, presti frá
Breiðdalsvík, Kjördæmakjömu þing-
sæti. Hófsamari menn telja þó lík-
legra að hann hreppi jöfnunarsætið.
Andstæðingar krata telja hins vegar
af og frá að hann nái á þing.
í kosningunum 1987 vantaði krata
7 atkvæði til að ná manni á þing. Þá
var Guðmundur Einarsson efstur á
lista þeirra. Eitthvað púður mun
hafa farið í að réttlæta framboð Guð-
mundar sem aðkomumanns en nú
telja kratar sig geta eytt púðrinu á
ábatasamari hátt þar sem Gunnlaug-
ur er álitinn heimamaður eftir nokk-
uð langa búsetu eystra. Komist
Gunnaugur á þing verður hann fyrsti
Austfjarðakratinn á þingi í næstum
þijá áratugi.
Maraþonræðan
Alþýðubandalagið hefur löngum
verið sterkt á Austíjörðum. í tíð
Helga Seljan, meðal annars í kosn-
ingunum 1979 og 1983, fengu þeir tvo
menn kjörna, Helga og Hjörleif. Frá
1979 hefur fylgið saxast af Alþýðu-
bandalaginu á Austfjörðum. Það fór
úr tæpum 30 prósentum í 23 prósent
í síöustu kosningum. Kannanir
benda til frekara fylgishruns, niður
fyrir 16 prósent. Hér skal ekki farið
í langar útskýringar á fylgishruni
Alþýðubandalagsins en í samtölum
við Austfirðinga hefur þess orðið
vart að þeim svíður sáran undan
maraþonræðu Hjörleifs í þinglok
þegar hann talaði þar samfleytt í sex
tíma og hélt, að flestra mati, uppi
málþófl. Er Hjörleifi meðal annars
kennt um að frumvarp um jöfnun
orkukostnaðar náði ekki í gegn í lok
þingins en það mál brennur meðal
annars á Austfirðingum.
Kvennalisti, heimastjórnarsamtök
eða Þjóðarflokkur - Flokkur manns-
ins eru ekki taldir fá mann inn þó
að Kvennalistinn sé ekki svo langt
frá því ef hann bætir vel við sig fylgi
frá 1987 en þá fengu konur 6,3 pró-
sent atkvæða.
Slagur
Sumir ganga svo langt að fullyrða
að Hjörleifur verði úti í kuldanum
eftir kosningar, sjálfstæðismenn fái
tvo, Framsókn tvo og kratar einn.
Verði Hjörleifur inni, sem flestir telja
raunhæft að vænta, er útlit fyrir
hörkuslag milli annars manns Sjálf-
stæðisflokks og fyrsta manns Al-
þýðuflokks, Hrafnkels og Gunn-
laugs, um jöfnunarþingsætið. Að því
leyti verði um endurtekið efni frá
síðustu kosningum að ræða.