Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. Fréttir Garðyrkjubændur sem leigðu Stórólfsvöll undir lífræna áburðarframleiðslu: Landbúnaðarráðuneytið braut gróf lega á okkur - erum að reyna að fá botn 1 þetta mál, segir Steingrímur J. Sigfússon Grípa þurtti til lögregluaðgerða þegar hlið voru brotin upp á Stórólfsvelli. Deilur tveggja aðila urðu mjög harðvítugar vegna uppgjörs. Sá sem leigði húsnæði graskögglaverksmiðju ríkisins fékk forieigu- og forkaupsrétt þegar hann vildi koma á fót starfsemi upp á 10 ársverk með lífrænan áburð. Þess- ir aðilar telja að ráðuneytið hafi svikið samninga og um 20 milljónir króna séu farnar í súginn vegna vanefnda þess. Miklar deilur hafa verið í gangi á undanfömum misseram vegna hús- næðis ríkisins á Stórólfsvelli við Hvolsvöll. Stefán Gunnarsson, garð- yrkjubóndi í Dyrhólum, og Ragnar Kr. Kristjánsson, svepparæktandi á Flúðum, telja lándbúnaðarráðuneyt- ið hafa brotið gróflega á sér með ýmsu móti vegna leigu á búinu. Þar var áður graskögglaverksmiðja sem lögð var niður árið 1987. Ragnar og Stefán hugðust fram- leiða lífrænan áburð og lögðu þeir samtals á þriðja tug milljóna króna til uppbyggingar á staðnum - mest þó Stefán. Hann segir þá hafa hrakist í burtu eftir harðvítugar deilur við ráðuneytið og aðra aðila. Sveitar- stjórn Mýrdalshrepps og Jón Helga- son, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, eru meðal þeirra sem nú vinna með þetta mál. „Staðan er þannig núna að ráðu- neytið er aö reyna aö fá botn í þetta mál,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra við DV. Ráðuneytió stóð ekki við samninginn „Þegar við komum þarna fyrst, árið 1987, voru þar miklar birgðir af graskögglum og lítið húspláss," sagði Stefán við DV. „í samningnum var ákvæði um að við heföum forleigu- og forkaupsrétt að búinu þegar hann rynni út, að þremur árum liðnum. Þetta var þó háð vilja heimamanna. Við Ragnar lögðum síðan mikið í þetta bú og starfsemina. Það var samið um að ráðuneytið íjarlægði graskögglabirgðir sem fyrir voru og hömluðu okkar starfsemi. Það dróst þó um eitt ár. Vélasamstæður fóru heldur aldrei út. í samningnum voru einnig tveir 12 tonna sturtuvagnar sem við ætluð- um að nota. En þeir voru teknir þeg- ar við vorum ekki á staðnum og af- hentir Páli í Brautarholti. Viö kvört- uðum að sjálfsögðu án þess að fá þá eða aðra vagna aftur. Þegar kom aö fyrstu leigugreiðslu hringdi ég í ráðuneytið og spuröi þá þar um efnd- ir þeirra á samningnum - sérstaklega vegna vagnanna. Þeir sögðu þá að vanefndir þeirra myndu ganga upp í leigu fyrir fyrsta áriö, án þess þó að upphæð væri nefnd. Síðan héldu vanefndimar áfram að mestu út allt tímabilið. En ég vildi ekki borga nema þeir sýndu lit. Síöan var okkur sent uppgjör fyrir allri leigunni, með dráttarvöxtum og öllu. Við sögðumst vera óhressir meö þetta. Ráöuneytið setti upp á þriðju milljón króna en við sögðumst borga 600 þúsund. Síðan kom tilboö frá rík- inu upp á tæpa 1,5 milljónir og ákveð- ið að við féllum frá forleigu- og for- kaupsrétti. Þetta þýddi að okkur var stillt upp við vegg. Ég sagöi við ráðu- neytismenn að ég væri búinn að setja stórfé í að undirbúa rekstur fyrir- tækis sem væri um það bil að fara í gang - með 10 ársverkum. Ég sætti mig því ekki við að vera stillt upp eins og hverjum sem væri sem sækti um staðinn. Þetta vildu þeir ekki skoða,“ sagði Stefán. Hlið brotin upp og lögregluaðgerðir „Vorið 1989 komu menn með hug- mynd um að við myndum greiða götu þeirra meö húsnæði vegna pökkunar á heyi fyrir hestamenn. Við lögðum fram vélar og mannafla til að vinna verkið gegn greiðslu," sagði Stefán. Þessi viðskipti leiddu til mikilla deilna og átaka. Stefán heldur þvi fram að þarna hafi ráðuneytiö komiö mönnum inn „bakdyramegin". Hey- pökkunin reyndist umfangsmikil og dýr. Staðurinn var nánast undirlagð- ur frá sumrinu 1989 og langt fram á haust, að sögn Stefáns. Urðu nú harðar deilur um greiðslur. „í byrjun árs 1990 lokuðum við hliðum aö Stórólfsvelli og kyrrsett- um heybirgðirnar til að knýja á um uppgjör," segir Stefán. ítrekuð tilmæli komu nú frá Stein- grími J. Sigfússyni landbúnaðarráð- herra um að hliöin yrðu opnuð. Því var ekki sinnt. Ekkert var borgað. Þá kom til þess aö heypökkunar- menn brutu hliðin upp í tvigang. í fyrra skiptið fór sendibílstjóri inn að næturlagi, tók dráttarvél traustataki til að moka frá snjó og skemmdi tæki á vélinni. í seinna skiptið kom for- svarsmaður frá heyfyrirtækinu með stóran bílaflota og hóp manna með sér. Hliðin voru brotin upp og tekið var til við að lesta bílana. Sýslumað- urinn í Rangárvallasýslu og lögregla stöðvuðu aðgerðirnar og vísuðu mönnunum af svæðinu. Eftir þetta greiddu „gestirnir" fyrir sig með víxli sem enn er í vanskilum. Um þaö að ráðuneytið hafi komið heypökkunarmönnum inn „bak- dyramegin" segir Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra: „Þetta eru órökstuddar ásakanir annars aðiians í málinu. Þessir aðilar lentu í hörkuillindum og deilum. Þarna voru lögregluaðgerðir í gangi. Ég tjái mig ekki um þeirra samskipti innbyrðis. Ég kannast ekki við aö landbúnaðarráðherra eða ráðuneyt- inu hafi verið blandað með einhverj- um óeðlilegum hætti inn í þetta mál.“ Okkur var stillt upp við vegg Þegar frekari viðræður fóru fram um framhald starfseminnar á Stór- ólfsvelli voru Ragnar og Stefán búnir að leggja fram á þriðja tug milljóna króna í undirbúning áforma sinna um framleiðslu á lífrænum áburði. Stefán hugðist þó .yfirtaka starfsem- ina að mestu. Ráðuneytið setti síðan skilyrði um að fallið yröi frá forleigu- og forkaupsréttinum: „Við höföum treyst á að fá að vera áfram á staðnum samkvæmt samn- ingnum og vaxtarmöguleikar fyrir- tækisins voru miklir. Eg fór því fram á það við ráðuneytið að ef aðrir vildu koma á staðinn yrði fyrst að semja við mig. Þessu hafnaði ráðuneytið þrátt fyrir samninginn og gerði til- lögu að skiptingu á stáðnum milli nokkurra umsækjenda," sagði Stef- án. Honum þótti hlutur sinn rýr í skiptingunni. Ráðuneytið skipaði síðan yflrmann á staönum - mann sem Stefán hafði nýlega sagt upp störfum vegna samstarfsörðugleika. Þegar þetta gerðist ákvað Stefán að yfirgefa Stórólfsvöll og flutti með tæki sín og tól að Dyrhólum. Vil að ríkið losi sig við eignirnar Landbúnaðarráðherra segir að ráðuneytið hafi verið velviljaö og að Stórólfsvöll hafi átt að nýta meö sem bestum hætti: „Það var áhugi sýslunefndar og fleiri aðila að reynt yrði að hafa sem besta atvinnu- og verðmætasköpun vegna þessara umsvifa. Við vorum fyrst og fremst að miðla málum í þeim anda,“ sagði ráðherra við DV. Aðspurður um hver staða búsins væri í dag sagði hann: „Ég hef óskað eftir því að reynt verði að knýja fram uppgjör og einhverjar lyktir verði á þessu máh - að gera upp ógreidda leigu og ljúka málum þannig. Staðan er sú að við erum að reyna aö fá botn í þetta mál,“ sagði Steingrímur. En hvernig vill hann gera það? „Ég tel æskilegast að ríkið hrein- lega losi sig við eigur sínar á þessum stað. Það væri langeðlilegast að koma þessum eignum í verðmæti og koma þeim í hendur á heimaaðilum. Við höfum til dæmis verið jákvæðir gagnvart því ef til dæmis héraðs- nefnd Rangæinga eða slíkur aðili vildi taka við eignunum. Þetta eru eignir ríkisins.“ - Hvað um starfsemi og tæki Ragn- ars og Stefáns? „Þau eru aftur annar hlutur sem lýtur að uppgjöri við þá. Við ætluð- um meira að segja að koma til móts við þá í gegnum leiguna, reyna að kvitta einhvern veginn við þá í gegn- um það. En staðan er sú að við erum að reyna að fá botn í þetta mál núna,“ sagði landbúnaðarráðherra. -ÓTT/Páll Pétursson, Vík. Fékk of Iftið af frönskum á íslandi Þjóðveiji nokkur hugðist höföa Það er þýska blaðið Suddeutsche hvenær Þjóðveijinn hungraði sem tók málið fyrir, vísaði því hins ingahúsagesta. Hann bætti því og opinbert dómsmál 1 heimaborg Zeitung sem birtir frétt um þetta dvaldist hér á landi. vegar frá á þeiiri forsendu aö þaö við að það heföi orðiö lítiö úr sinni, Frankfurt, og kæra það mál í fyrradag. Hins vegar má Ijóst vera af frétt- væru engar reglur eða lög í gildi franska eldhúsinu ef strangar regl- hversu lítinn skammt hann fékk Ekki er greint frá því hvaöa veit- inni að maöurinn gekk svangur frá sem segðu til um hversu mikiö ur ættu aö gilda um samsetningu af frönskum kartöflum á veitinga- ingastað á íslandi er um að ræða. borði og vildi af þeim sökum fá skyldiáborðboriðafhverrimatar- ákveðinna rétta. stað á Islandi er hann dvaldi hér í Þá koma heldur ekki fram í frétt- bætur fyrir. tegund eða hvernig roatur ætti að ' -J.Mar fríi. inni nákvæmar upplýsingar um Dómariífýlkisréttinumí Hessen, vera samansettur á diskum veit-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.