Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ
o2 •
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Stmi 27022
Frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991.
Stjómarmyndun:
Davíð fær
líklega um-
boð í dag
Þótt engin formleg ákvörðun hafi
veriö tekin um það á fundi þingflokks
Alþýðuflokksins í nótt að leggja til
við forseta íslands að Davíð Odds-
syni, formanni Sjálfstæðisflokksins,
verði veitt umboð til sljórnarmynd-
unar telja heimildir DV nær öruggt
að sú verði niðurstaöan. Forsetinn
ræðir við foringja stjórnmálaflokk-
anna síðdegis.
„Um tveir þriðju hlutar flokks-
stjómarmanna voru fylgjandi við-
ræðum við Sjálfstæðisflokkinn í gær
og fáir hinna mjög á móti því. Ég
held að það sé raunsætt mat, miðað
við þá vitneskju sem við búum við
núna, að viðræðurnar við Sjálfstæð-
isflokkinn séu fremur líklegar til að
mikflvæg stefnumál Alþýðuflokks-
ins nái fram að ganga. Það var
ágreiningur um ýmis veigamikfl mál
meðal fyrrverandi stjórnarflokka. Ég
sé ekki að sá ágreiningur hafi horfið
áæinni nóttu þó að menn tali þann-
ig,“ sagði Eiður Guðnason, formaður
þingflokks Alþýðuflokks.
Eiður segir að á óformlegum þing-
flokksfundi, sem haldinn var í nótt,
hafi engin ákvörðun verið tekin um
næstu skref.
Jón Baldvin Hannibalsson og Jón
Sigurösson sögðu við DV í morgun
að ákvörðun um að mæla með því
við forseta að Davíð Oddsson fengi
stjómarmyndunarumboð hafi enn
ekki verið tekin. Samkvæmt heim-
ildum DV bendir hins vegar flest til
að svo muni verða.
Foringjar flokkanna munu hitta
forseta að máli í dag. -hlh/kaa
Kærðurfyrir
að nauðga
dóttur sinni
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur
verðið úrskuröaður í gæsluvarðhald
vegna kæru um nauðgun á dóttur
sinni. Atburðurinn átti sér stað í
sjávarplássi á Norðurlandi í síðustu
viku.
Grunur leikur á að maðurinn hafi
ógnað stúlkunni með skotvopni við
verknaðinn. Hann var ölvaður.
Lögreglunni var gert viðvart og
úrskurðaði héraðsdómari hann í
gæsluvarðhald til 30 apríl. Ekki er
ljóst hvort krafist verður úrskurðar
um áframhaldandi gæsluvaröhald.
Maðurinn er vistaður í Síðumúla-
fangelsinu í Reykjavík. -ÓTT
LOKI
Jón Baldvin er
sem sagt á móti
hlekkjaðri ást!
QtrulniBa cioð^Hr Biiiifiir—
w&wm wQwmwJwNM JMflfl^flflfl
tektir við stef numál
„Undirtektir formanns Sjálf-
staeðisflokksins gagnvart helstu
stefnumálum Alþýðuflokks hafa
veriö ótrúlega góðar. Þessar stjórn-
armyndunarviðræður hafa verið
óvenjulegar að því leyti að þær
hafa eingöngu farið fram milli for-
ystumanna flokkanna. Þess vegna
hljóta þær að lokum aö byggjast á
gagnkvæmu trausti milli þessara
manna og standa og falla með því,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson i
samtali við DV um þær viöræður
sem hann hefur átt við Davíð Odds-
son síðustu daga.
Jón Baldvin segir útilokað að
horfa fram þjá þeim ágreiningi sem
einkennt hefur stjómarsamstarf
fráfarandi ríkisstjórnar. Ef koma
eigi saman starfhæfri ríkisstjóm,
sem skilað geti árangri, verði að
nást trúverðug samstaða um
hvernig eigi að taka á málunum á
kjörtímabilinu.
„Það verður ekkert spaslað eða
púslað yfir þau ágreiningsmál sem
hafa verið í ríkissijórninni, enda
eiga þau sér djúpstæöar rætur.
Hvaö varðar til dæmis Alþýðu-
bandalagið hefur saga þess flokks
óneitanlega einkennst af einangr-
unarstefhu og andúð á samningum
við erlenda aðila. Ég ber mikla
vírðingu fyrir sjónarmiðum and-
stæöinga minna. Ég tek það ékki
mjög trúanlegt að menn, sem ég
veit að eru á öndveröri skoöun viö
mig á heíðarlegum forsendum, af-
sali sér sannfæringu sinni, hlekkj-
aðir á höndum og fótum í heflt kjör-
tímabil.“
Jón Baldvin segist ekki vera mjög
trúaöur á að Framsóknarflokkur-
inn sé í raun tilbúiim aö.fram-
kvæma nauðsynlegar breytingar í
sjávarútvegi og landbúnaði. Stefna
Alþýðuflokks sé meöal annars að
koma á gjaldtöku fyrir fiskveiðar,
auknu frjálsræði í markaðsmálum,
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um, uppbyggingu fiskmarkaða og
uppstokkun í milliliðakerfi land-
búnaðæ ins. Hann segir Framsókn-
arflokkinn hafa staðið alfarið gegn
slíkum breytingum í atvinnulífinu
í fráfarandi rikisstjóm og þannig
staðiö í vegi fyrir nýju vaxtarskeiöi
og auknu frelsi í íslensku atvinnu-
lifi.
Jón Baldvin kvaðst ekki óttast
þau hörðu skoðanaskipti sem eiga
sér stað innan flokksins.
„Það væri dauöur flokkur þar
sem allir væru einhuga i máli af
þessu tagi. Pólitik er allt í senn:
trúnaöur viö málefni, spurning um
hæfni manna og getu til að bera
þau fram og heitar tilfinningar
bundnar sögulegum táknum. Ég
skil því ákaflega vel það fólk sem
kann aö hafa eitthvert annað mat
en ég á hvað heppilegast sé að gera
í stöðunní,“ segir Jón Baldvin. __
-kaa
Það getur verið þreytandi að renna sér á skiðum og því fengu þessir krakk-
ar að kynnast í gær. Þeir eru þátttakendur í Andrésar andar leikunum sem
nú eru haldnir á Akureyri. Þetta er í 16. skipti sem leikarnir eru haldnir.
Þeir eru eitt stærsta íþróttamót sem haldið er þvi að þátttakendur eru 750
talsins á aldrinum 6-12 ára. Þeir koma frá 14 stööum á landinu og með
þeim eru 200 þjálfarar og fararstjórar. Sjá nánar á bls. 16 og 25.
DV-mynd GK
Jeppamenn í hrakningum á Vatnajökli:
Misstu einn bíl
niður í snjópott
- vitlaust veður að skella á og 12-13 stiga frost
„Það er aö koma 50-70 hnúta brjál-
að veður eftir örfáa tíma. Það eru
alla vega 2-3 dagar í að við komumst
niður. Við hreyfum okkur ekkert í
svoleiðis veðri. Ég sé aðeins um 10
metra út núna. Þetta er ekkert venju-
legt. Það er 12-13 stiga frost núna,“
sagði Benedikt Eyjólfsson, forystu-
maður í 30 manna hópi á 12 jeppum
sem tókst að koma jeppabifreið upp
á Hvannadalshnjúk á Vatnajökli í
gær.
DV ræddi við hann á áttunda tím-
anum og voru menn þá um það bil
að ákveða hvort þeir ætluðu að hald-
ast við í bílunum eða bijótast áfram.
„Við sendum fyrst tvo léttustu bíl-
ana niður við hnjúkinn á meðan við
vorum að fara niður með bílinn og
ganga frá vírum og festingum," sagði
Benedikt. „Við biðum í eina sjö tíma
eftir þeim. Þeir duttu síðan niður í
eina sprungu. Þetta er mjög sprungið
svæði þannig að við treystum ekki
stærri bílunum niður. Þeir eru enn
að berjast þarna við Rótarfellsjökul
niður af Öræfajökli og gengur mjög
seint. Síðan höfum við verið að berj-
ast upp á Snæbreiðina í 7-8 tíma.
Við erum komnir en urðum að
skilja eftir einn bíl sem fór í snjópott
en fólkið er komið upp úr honum.
Mannskapurinn er orðinn úrvinda.
Flestir eru búnir að ganga þrisvar
upp á tindinn á tveimur dögum og
það var gífurleg vinna að hreinsa upp
anker og víra og koma bílnum aftur
niður. Við sendum tvo bíla á undan
okkur inn að Grímsfjalli, þeir eru
hálfnaðir þaðan og eru orðnir frekar
bensínlithr. Síðan eru menn uppi í
Grímsvötnum og þeir eru að leggja í
hann með 300 lítra af bensíni til okk-
ar. Það sem er verst er að nú er að
koma bijálað veður.
Við ætlum að ganga núna niður að
jeppanum sem fór niður í snjópott-
inn. En það líður engum illa. Ómar
Ragnarsson henti mat niður fyrir
okkur," sagði Benedikt. Hann sagöi
einnig að hópurinn hefði lent í ýms-
um hrakningum: „Viö urðum að toga
bílinn, sem fór upp á hnjúk, yfir eina
sprungu sem hefði gleypt 10 hæða
blokk. Viö urðum að draga hann yfir
en ísinn ofan á hélt. Við vorum með
tryggingar beggja megin," sagði
Benedikt. -ÓTT
Veðrið á morgun:
Slydda á
Vestfjörðum
Á morgun verður breytileg
vindátt, víða allhvöss. Slydda
verður á Vestfjörðum en annafs
staðar skúrir. Hiti verður á bilinu
-2 til 4 stig.
NiYÐARHNAPPUR
FRÁ VARA
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldraða
| © 91-29399
m/f/ A>hliðo
1 Wwb öryggisþjónusta
VARI síðan 1 969