Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. Meiming_____________ í tröllahöndum Á Akureyri stendur nú yfir kirkjulistavika og einn þáttur hennar er flutningur leikritsins Skrúðsbónd- anum í Akureyrarkifkju. Verkið er eftir Björgvin Guðmundsson og byggist á þekktu þjóðsagnaminni um tröll sem heillar til sín unga prestsdóttur. Verkið fjallar um baráttu góðs og ills, um ferð manns- sálarinnar um dimman dal og það hvernig hún um síðir snýr aftur til ljóssins. Það er þess vegna ekkert illa við hæfi að flytja leikritiö í kirkju þó aö illar vætt- ir fari þar á kreik um skeið því að kærleikurinn og hiö góða sigrar að lokum. Leikfélag Akureyrar flytur verkið í samvinnu við kór Akureyrarkirkju. Inn í sýninguna er fléttað tón- list eftir Björgvin, bæði lögum úr upphaflegu leik- gerðinni og einnig öðrum tónsmíðum hans. Björn Steinar Sólbergsson stjórnar tónlistinni, sem er fallega flutt og vönduð, bæði orgelleikur, kórsöngur og ein- söngur. Hún á að sjálfsögðu einkar vel heima í þessu umhverfi og tækifærið var snoturlega nýtt til þess að koma á framfæri ýmsum þeim verkum tónskáldsins sem ekki heyrast á hverjum degi. Skrúðsbóndinn er í frumgerðinni harla viðamikið verk og ef dæma má af lýsingum hafa fyrri sýningar L.A. á því (1941 og 1966) veriö veglegar skrautsýning- ar, bæði íjölmennar og mikið í þær lagt. Leikgerðin, sem Jón St. Kristjánsson leikstjóri.vann fyrir þessa sýningu, er hins vegar bæði stytt og ein- fólduð. Hún byggir mikið á flutningi textans en ytri umgjörð er höfð sem látlausust. Leikið er fyrir altari kirkjunnar og kórinn myndar eðlilegan bakgrunn. Mér er líka til efs að uppbygging og texti verksins stæði undir viðameiri uppfærslu í dag. Sjálfsagt hefur verkið fyrst og fremst tilfmningalegt og sögulegt gildi og þess vegna er það vel við hæfi að halda minningu höfundarins á lofti á þennan hátt. Eins og fyrr sagði er efnisþráðurinn byggður á þjóð- söguminnum og línurnar skýrar á milli góðs og ills. Höfundi er töluvert niðri fyrir og boðskapurinn er ekkert látinn liggja í láginni. Persónurnar eru ýmist algóðar eða alvondar, allar nema aðalpersónan, Heið- ur. Hún er breysk og fellur fyrir ímynduðum ævintýra- prinsi, öðlast beiska reynslu og fær fyrirgefningu í lokin. í fyrri hluta verksins segir frá því að þessi unga prestsdóttir er haldin einhverjum óróa, enda þótt hún sé heitbundin vænum pilti. Ráðskonan, Gríma, á trún- að hennar en sú reynist vera hið versta flagð í tygjum við tröllin. Skrúðsbóndinn sjálfur (tröllið) birtist Heiði í líki jaröfræðings og Gríma telur henni trú um að hann sé konungssonur. Heiður verður bergnumin, ástvinir hennar mega sín einskis og foreldrar hennar lifa ekki sorgina af. Eftir margra ára vist meðal illvætta er Heiöur orðin hugstola en þá birtist henni vættur eða fórukona sem vísar henni heim og þar hlýtur hún um síöir frið. Hlutverki Heiðar er skipt í tvennt. í fyrri hlutanum leikur Helga Hlín Hákonardóttir Heiði unga og túlkar hlutverkið einlægt og fallega. Hún hefur góða rödd og framsögn og eðlilegar hreyfmgar en á í nokkrum vand- Leiklist Auður Eydal ræðum meö hendurnar á sér. Vilborg Halldórsdóttir lék Heiði í seinni hlutanum, þegar hún er orðin vit- stola eftir dvölina hjá Skrúðsbóndanum. Vilborg túlk- ar hugarangur og iðrun Heiðar á lágu nótunum og vinnur vel úr hlutverkinu, svo langt sem það nær, en persónana verður hálf utangátta þegar horfið er aftur í tímann og rifjað upp hvernig Heiður hljópst á brott foröum í miðri messu. Illþýðið, Grímu og Friðþjóf, Skrúðsbónda, leika þau Kristjana Jónsdóttir og Valgeir Skagíjörð. Kristjana fór út á ystu nöf í formælingaatriðum en var að öðru leyti prýðilega lymskuleg og flá, eins og til stóð. Val- geir fór létt með hlutverk Skrúðsbónda, slægur og ógnvekjandi í senn án þess að ofgera. Aörir leikarar stóðu vel fyrir sínu. Þau Sunna Borg og Þráinn Karlsson léku fremur stöðluð hlutverk prestshjónanna, Þórey Aðalsteinsdóttir fór með hlut- verk fórukonu og Eggert A. Kaaber lék Hjálmar. Freygerður Magnúsdóttir annaðist ágæta hönnun búninga sem flestir voru vel við hæfi. Þó fannst mér búningur „fórukonunnar" misheppnaður og þykk- botnaðir skórnir gerðu leikkonunni óþarflega erfitt um hreyfmgar. Flutningur Leikfélags Akureyrar og kirkjukórsins á Skrúðsbóndanum var myndarlegt innlegg í kirkjulist- arviku. Leikfélag Akureyrar sýnir i Akureyrarkirkju ásamt kór kirkj- unnar: SKRÚDSBÓNDINN Höfundur texta og tónlistar: Björgvin Guðmundsson Leikgerö og leikstjórn: Jón St. Kristjánsson Tónlistarstjórn: Björn Steinar Sólbergsson Búningar: Freygeröur Magnúsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Andlát Guðmundur Gíslason, fyrrv. bóndi, Ölfusvatni, Grafningi, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. apríl sl. Adolf Valdimar Theodórsson málari, Vitastíg 18, lést 23. apríl á Landspítal- anum. Páll Sveinsson, Miðleiti 3, Reykjavík (áður Háaleiti 24, Keflavík), lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þriðjudaginn 23. apríl. Jarðarfarir Októ Guðnason, Svalbarðseyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri laugardaginn 20. april verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Kristinn Friðbjörnsson bifreiðar- stjóri, Hlégerði 3, Hnífsdal, lést á heimili sínu 22. apríl sl. Jarðarfórin fer fram frá Hnífsdalskapellu laugar- daginn 27. apríl kl. 11. Óskar Bergsson, Bragagötu 24, Reykjavík, andaðist á heimili sínu hinn 15. apríl sl. Útfórin hefur fariö fram í kyrrþey. Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir, sem lést á heimili sínu 22. apríl, verður jarðsungin frá Ólafsíjarðarkirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Ólafur Páll Pálsson, Skúlagötu 9, Borgarnesi, sem lést af slysfórum aðfaranótt 21. apríl, verður jarðsung- inn frá Borgameskirkju laugardag- inn 27. apríl kl. 14. Útför Ragnars Runólfssonar, Ból- stað, Eyrarbakka, verður gerð frá Eyrarbakkakirkju l'augardaginn 27. apríl kl. 14. Auður Helga Óskarsdóttir, Skúla- götu 40a, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. POKON - BLÓMAÁBURÐUR LÍFSKRAFTUR BLÓMANNA Hólmfríður Margrét Jóhannsdóttir, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 21. apríl, verður jarðsungin mánudaginn 29. apríl kl. 10.30 frá Fella- og Hólakirkju. Minningarathöfn um Sigurð Hj. Sig- urðsson, Hlíf 2, ísaflrði, fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 26. apríl. Athöfnin hefst kl. 10. Jarðsett verður frá ísafjarðarkapellu mánudaginn 29. apríl kl. 16. Ásta Teitsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 26. apríl, kl. 15. Valgerður Brynjólfsdóttir, áður Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. apríl kl. 13.30. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opiö hús í Risinu í dag kl. 13-17. Frjáls spilamennska. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Hið árlega síðdegiskafliboð félagsins fyrir eldra fólk og gesti þess verður hald- ið í Félagsheimili Askirkju sunnudaginn 5. maí nk. kl. 15.00 að aflokinni guðs- þjónustu í kirkjunni. Prestur séra Árni Bergur Sigurbjömsson. Auk þess sem að framan greinir verður sýnd kvikmynd af kafflboðum félagsins árin 1986 og 1987 og úrdráttur úr myndaflokki sem nefn- ist: „Ekið og gengið um Svæfellsnes 1987.“ Myndimar tók Heiðar S. Valdi- marsson. Þá mun Snæfellingakórinn syngja nokkur lög. Aðalfundur félagsins hefst síðan kl. 17.30. Þar verður rætt um hvort félagið eigi að selja húseign sína að Dugguvogi 15, annað hvort að hluta til eða alla. Þá hefur verið ákveðið að efna til þriggja vikna sólarlandaferðar næsta haust. Farið verður til Portúgals. Hefst ferðin 12. sept. nk. Nokkmm sætum i þessa ferð er enn óráðstafað. Fundur hjá Aglow Aglow, Reykjavík, sem em kristileg sam- tök kvenna, verða með mánaðarlegan fund sinn í kafiisal Bústaðakirkju mánu- daginn 29. apríl. Fundurinn hefst með kafíiveitingum kl. 20. Gestir fundarins verða Einar Gautur Steingrímsson lög- fræðingur, sem verður ræðumaður kvöldsins, og kona hans, Auðbjörg Reyn- isdóttir, og munu þau sameiginlega þjón- usta í fyrirbæn í lok fundarins. Fyrirlestrar Málstofa í hjúkrunarfræði Helga Jónsdóttir lektor ílytur fyrirlestur- inn: Tengsl hjúkmnarrannsókna og þjúkmnarstarfsins mánudaginn 29. apríl kl. 12.15-13 í setustofu á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34. Fjallað verður um TONLIST/4RSKOU KÓPINOGS FRÁ TÓNLISTARSKÓLA KÓPAVOGS Aðrir vortónleikar skólans verða haldnir í salnum, Hamraborg 11,3. hæð, laugardaginn 27. apríl kl. 11.00. Nemendur í efri stigum koma fram. Skólastjóri Myndsjá ákveðna hugmyndafræði rannsókna í em aðallega í formi viðtala, verður til hjúkrun þar sem rannsakandinn líkt og ný þekking. Með þátttöku í rannsóknar- hjúkrunarfræðingurinn tekur virkan ferlinu er vonast til að skilningur hæði þátt í upplifun skjólstæðinga á llfi þeirra. hjúkrunarfræðingsins og skjólstæðinga á Leitast er við að skilja þá merkingu sem þeim sjálfum og manninum almennt auk- fólk gefur atburöum í lífi sínu. Á það ist. Þvi getur þátttaka í slikri rannsókn sérstaklega viö um samspil sjúkdóma og verið hjúkrunarmeöferð í sjálfu sér. Mál- lífsferil fólks. Við þessi samskipti, sem stofan er öllum opin. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum á neðangreindum tíma: Hammersminni 28, Djúpavogi, þingl. eig. Víkingur Birgisson, föstudaginn 3. maí 1991 kl. 16.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Sigríður Thorlacius hdl., Magnús M. Norðdahl hdl. og Grétar Haraldsson hrl. Lambeyrarbraut 12, Eskifirði, þingl. eig. Ah Ragnar Mete, föstudaginn 3. maí 1991 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Magnús M. Norðdahl hdl., Lands- banki Islands Eskifirði, Búnaðar- banki Jslands og Veðdeild Lands- banka íslands. Ásvegur 27, Breiðdalsvík, þingl. eig. Þórey Ingimarsdóttir, föstudaginn 3. maí 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Breiðdalshreppur, Gjaldheimta Austurlands, Veðdeild Landsbanka íslands, Bjami G. Björgvinsson hdl., Magnús M. Norðdahl hdl., Jón Þórar- insson hdl., Jón Ingólfsson hrl. og Ásgeir Thoroddsen hrl. Réttarholt 2, 2.h.t.h., Reyðarfirði, þingl. eig. Jón Hreiðar Egilsson, föstu- daginn 3. maí 1991 kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur eru Magnús M. Norðdahl hdl. og Veðdeild Landsbanka fslands. Túngata 8, Stöðvarfirði, þingl. eig. Grétar Jónsson, föstudaginn 3. maí 1991 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thoroddsen hrl. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu Bæjarfógetinn á Eskifirði Búland 16, Djúpavogi, þingl. eig. Ágúst Guðjónsson og Bergþóra Birg- isdóttir, föstudaginn 3. maí 1991 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Ævar Guðmundsson hdl., Búnaðarbanki Is- lands, Gjaldheimta Austurjands, Landsbanki íslands lögfrdeild, Ólafur Axelsson hrl. og Valgarður Sigurðs- son hdl. Leikhús STÚDENTALEIKHÚSIÐ Lrihi in , sýnir í Tjarnabæ J* L Ul/L J MENNMENNMENN sýnir: þrjá leikþætti eftir Melkorku Teklu Olafsdóttur, Sindra Freysson og Bergljótu Arnalds. Dalur hinna blindu Leikstjóri: Ásgeir Sigurvaldason. í Lindarbæ Leikgerð úr sögu eftir H.G. Wells Föstud. 26.4. Laugard. 27.4, kl. 20.00. Siðasta sýning. Sunnud. 28.4 kl. 20.00. Mánud. 29.4. kl. 20.00. Takmarkaður sýningafjöldi. Syningum fer fækkandi Sýningarnar hefjast kl. 20.00. Slmsvari 11322 allan sólarhring- Símsvari allan sólarhringinn. Miðasala og pantanir í sima21971 inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.